Morgunblaðið - 24.12.1999, Page 20
20 FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VERINU
„ Stærsta j ólagj öfín
til Grundfirðinga“
Guðmundur Runólfsson kaupir tvö
skip með aflaheimildum
GUÐMUNDUR Runólfsson hf. í
Grundarfirði hefur fest kaup á
tveimur skipum með um 1.455 tonna
þorskígildiskvóta. Annað skipið er
þegar komið til Grundarfjarðar. Það
heitir Heiðrún, 294 brúttólesta skip
smíðað á ísafirði 1978. Hitt skipið
heitir Þór Pétursson og er 143
brúttólestir. Það er 10 ára gamalt og
er einnig smíðað á Isafirði.
Skipin verða gerð út frá Grundar-
firði á ísfiskveiðar og núverandi
áhafnir skipanna munu starfa þar
áfram. Runólfur Guðmundsson skip-
stjóri og stjómarfomaður Guðmund-
ar Runólfssonar hf. sagði í samtali
við Morgunblaðið að ástæða kaup-
anna sé fyrst og fremst sú að nýta
betur fjáríestingar fyrirtækisins í
landi. Kvótinn hefur ekki dugað til og
hráefni hefiir verið keypt á markaði
til að halda uppi samfelldri starfsemi.
„Þetta er óheyrilega dýrt og því betri
kostur að kaupa kvóta og skip," segir
Runólfur. Með kaupunum eykst kvóti
fyrirtækisins úr 2.300 tonnum í 3.650
tonn og er þá miðað við þorskígildi.
Grundfirðingar em að vonum
ánægðir við þessar fréttir því það er
gríðarleg lyftistöng fyrir þorpið að fá
1.450 tonna kvóta inn í byggðarlagið.
Til samanburðar má geta þess að
heildarbyggðakvótinn á þessu ári
sem byggðastofnun heiur úthlutað
var 1.500 tonn. Björg Ágústsdóttir
sveitarstjóri sagði að þetta væri
stærsta jólagjöfin til Gmndfirðinga
þetta árið.
Morgunblaðið/Hallgrímur
Runólfur Guðmundsson, skipstjóri og stjómarformaður Guðmundar
Runólfssonar, og Óli Fjalar Ólason, skipstjóri, í brúnni á Heiðrúnu.
Morgunblaðið/HMÁ
Lifandi sædýrasafn
SÆDYRASAFNIÐ í Norðursjáv-
arsetrinu í Hirtshals í Danmörku
er hið stærsta sinnar tegundar í
Evrópu. Þar er að finna sýnishorn
af nánast öllu sem á einhvern hátt
snertir lífið í eða við Norðursjóinn,
allt frá smæstu lífverum upp í öfl-
ugustu veiðarfæri.
Hjarta Norðursjávarsafnsins er
án efa hið gríðarstóra „fiskabúr”
þar sem sjá má heilu síldar- og
makríltorfurnar synda innan um
stóra háffiska, skötur, steinbíta og
ótal margar aðrar fisktegundir.
Búrið er 8 metra djúpt og inniheld-
Norðursjávar-
safnið í Hirtshals
ur 4,5 milljónir líta af sjó. Dýrðina
má virða fyrir sér í gegnum 6
metra háa og 12 metra breiða gler-
rúðu en hún er 41 sentimetra þykk
og heil 36 tonn að þyngd. Endrum
og eins bregða starfsmenn safnsins
sér niður í undirdjúpin til að fæða
fiskana og svara um leið spurning-
um forvitinna áhorfenda.
Einnig má skoða aðrar lífverur
Norðursjávarins á safninu, ýmsar
fisktegundir, marglyttur og mar-
flær, risahumara og rækjur í minni
búrum, og í selalauginni má horf-
ast í augu við forvitna selina í
gegnum rúður undir yfirborði laug-
arinnar. Gestir fræðast einnig um
lífkeðju hafsins og lifnaðarhætti
dýranna sem þar búa. A safninu er
einnig rakin saga fiskveiða í Norð-
ursjónum og áhrif þeirra á um-
hverfi bæði manna og dýra. Þannig
er gerð grein fyrir daglegu lífi sjó-
mannsins, aðstæðum hans fyrr og
nú, bæði á sjó og í landi.
léunu i±Aá/i
alþféðLeqt, og
skeMMtiLaqt nám í
tískufaó+éun
J~>k+áninq stendut iffiit.
~öótönn hafcst
ii. /^anúat. n.k.
ótt þú kCát fiiftlt næstu b'ld?
J^ími 588 7575
netfiang: fcatbl@faatbi.coM
towto. fcatbi. com
-----+++------
Margiraf
launaskrá
DRÆM loðnuveiði á sumar- og
haustvertíðinni hefur haft mikil áhrif
á alla starfsemi í verksmiðjunum og
hefur fjöldi starfsfólks verið settur
af launaskrá auk þess sem vinna hef-
ur dregist saman hjá öðrum.
Fyrir tæplega þremur vikum voru
16 manns settir af launaskrá hjá SR-
mjöli hf. á Siglufirði vegna hráefnis-
skorts og ástandið er ekki betra hjá
öðrum. „Loðnuverksmiðjurnar hafa
fengið lítið hráefni seinni hluta árs-
ins og því er vandamálið víðtækt,“
segir Þórður Jónsson, rekstrarstjóri
SR-mjöls. „Við erum með 100 þús-
und tonnum minna af loðnu en við
reiknuðum með og gerum ráð fyrir
óbreyttu ástandi í atvinnumálunum
þar til úr rætist með hráefni. Sam-
dráttur hefur átt sér stað í öllum
verksmiðjum okkar en erfitt er að
meta hve margir eru atvinnulausir af
þessum sökum. Hins vegar hefur
samdrátturinn áhrif á tekjur flestra
starfsmanna verksmiðjanna.“
Von um meiri afla
SR hefur fengið um 40 þúsund
tonn af loðnu á sumar- og haustver-
tíðinni en undanfarin þrjú ár hefur
samsvarandi tala verið 150 til 200
þúsund tonn. „Við verðum bara að
vona að loðnan komi af krafti eftir
áramótin,“ segir Þórður. „Þessi
óvissa fylgir alltaf sjávarútveginum,
einkum í uppsjávarfiski, en það þýðir
ekki annað en vera bjartsýn á það að
loðnan gefi sig til. Þetta hefur ekki
heldur verið glæsilegt hjá þeim sem
eru á loðnuskipunum sem hafa legið
meira en minna allan seinni hluta
ársins en ekki gengur að leggjast í
sút og svartsýni. Fólk gerir sér grein
fyrir stöðunni.“