Morgunblaðið - 24.12.1999, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 24.12.1999, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1999 37 JÓLAMYNDIR KVIKMYNDAHÚSANNA Laugarásbíó Hættulegir hákarlar JÓLAMYNDIR Laugarásbíós í ár eru hákarlamyndin „Deep Blue Sea“, eftir Renny Harlin sem einnig er í Kringlu- bíói, Nýja bíói í Keflavík og Borgarbíói Akureyri, og „Mickey Blue Eyes“, sem einnig er í Háskólabíói en nýjasta Bond-myndin, „The World is Not Enough“ verður líka sýnd í bíóinu yfirjólin. Hákarlamynd Harlins fjallar um rannsóknir á hákörlum sem fara á versta veg. Saffron Bur- rows leikur vísindamanninn Susan McAlester sem stjórnar tilraunum á hákörlum er skapað gætu ný og byltingarkennd lyf en hún hefur fiktað við erfðaþætti hákarlanna og breytt þeim þannig að þeir verða hættulegri drápsmaskínur en nokkru sinni fyrr. Myndin gerist öll í rannsóknarstöðinni Aqu- atica sem er á hafi úti en á meðal samstarfs- manna McAlester má nefna hákarlasérfræð- inginn Carter Blake, sem Thomas Jane leikur, Sherman Dudley (LL Cool J) og þann sem fjármagnar verkefnið, Russell Franklin (Samuel L. Jackson). Þá má nefna að hinn sænski Stellan Skarsgard, sem haslað hefur sér völl í Hollywood, fer með áberandi hlutverk í myndinni. „Við vildum leikara sem voru traustir en ekki endilega kvikmyndastjörnur líkt og í fyrstu „AJien" myndinni þar sem enginn bjóst við því að Sigourney Weaver ætti eftir að lifa af,“ er haft eftir finnska hasarleikstjóranum Harlin, sem er einn eftirsóttasti leikstjóri í sínu fagi í draumaverksmiðjunni. „Við vildum hafa margar slaufur á sögunni þangað til áhorfend- ur vissu ekki lengur hver var hver eða hvað ætti eftir að koma fyrir þetta fólk. Við vildum að áhorfendur kynntust þessu fólki sem lifandi verum af holdi og blóði fremur en kvikmynda- stjörnum." Og áfram heldur Harlin: „Það sem við höfum hér er svolítið meira en við höfum séð áður. Við höfum séð hákarla á ströndinni og hákarla á hafi úti. En í þessari mynd sjáum við hákarla í setustofunni og í svefnherberginu, sem eru hlutar af rannsóknarstöð sem smám saman flæðir yfir. Ég held að okkar mottó hafi verið: Þú getur synt en þú getur ekki falið þig.“ Jackson vann með Harlin við gerð hasar- myndarinnar „The Long Kiss Goodnight“ og leikstjórinn lagði mikla áherslu á að fá hann í hákarlamyndina sína. Jackson sló til. „Ég hlakkaði til að gera þessa mynd vegna þess að hún er ólík öllu öðru sem ég hef gert,“ segir leikarinn. „Ég ólst upp við skrímslamyndir og jafnvel þótt þessi mynd segi frá ólíkum skrímslum hefur hún marga þætti klassískra skrímslamynda eins og Frankensteins og Ulfa- mannsins og auðvitað Ókindarinnar. En „The Deep Blue Sea“ vinnur með klisjurnar á nýjan hátt.“ Jackson heldur áfram: „Mannskepnan er greindasta dýr jarðar en þegar við förum í sjó- inn erum við ekki lengur jafnörugg um okkur og við missum yfirburði okkar. Önnur dýr eru þar greindari og sterkari og hraðskeiðari. í myndinni fáum við það verkefni að reyna að komast undan hákörlum og nota við það greind okkar og það er eitt af því sem höfðaði til mín.“ Sambíóin Járnrisi, hákarlar og Endadægur SAMBÍÓIN frumsýnatvær jólamyndir á annan í jólum, „Deep Blue Sea“ eft- ir Renny Harlin, sem einnig er sýnd í Laugarásbíói, Nýja bíói Keflavík og Borgarbíói Akureyri (sjá Laugarásbíó), og Warner-teiknimyndina Járnrisann, sem sýnd er með íslensku tali. Aðrar myndir Sambíó- anna sem sýndar verða yfir jólin eru m.a. Endadægur, nýjasta mynd Arnold Schwarzeneggers, „Mistery Men“, nýja Bond-myndin og Disney-teiknimyndin Tarzan, sem sýnd er með íslensku tali. Járnrisinn er byggð á barnabók eftir skáld- ið Ted Hughes sem kom út árið 1968 en sagt er að sagan um risavaxna vélmennið og unga drenginn sem verður vinur þess hafi orðið til eftir lát eiginkonu hans, Sylviu Plath, og sam- in fyrir börnin þeirra tvö. I teiknimyndaútgáfunni frá Warner Bros. gerist sagan árið 1957 í Bandaríkjunum í kalda stríðinu miðju og þegar geimferða- kapphlaupið á milli Bandaríkjamanna og Rússa stóð sem hæst. Aðalpersónurnar eru Annie og níu ára gamall sonur hennar, Hog- arth, sem trúir því að geimverur séu til. Þau búa í smábænum Rockwell í Maine og dag einn segir sjómaður frá því að risastór járn- maður hafi fallið til jarðar í nágrenninu. Hog- arth er sá eini sem tekur hann alvarlega og heldur af stað að leita að járnmanninum og finnur hann. Með helstu hlutverk í íslensku talsetning- unni fara Grímur Gíslason, sem leikur Hog- arth, Selma Björnsdóttir, sem leikur Annie, Atli Rafn Sigurðarson, Hilmir Snær Guðna- son, Arnar Jónsson, sem talar fyrir járnris- ann í myndinni, Hjálmar Hjálmarsson og Karl Ágúst Úlfsson en með minni hlutverk fara m.a. Stefán Jónsson, Magnús Jónsson og Björn Ingi Hilmarsson. Höfundur myndarinnar heitir Brad Bird. Hann hefur gert nokkrar breytingar á sögu Hughes en segist halda inntaki hennar ó- breyttu. Járnrisinn, hvaðan svo sem hann kemur, var smíðaður sem stríðsvél, einskon- ar byssa með sál. „I okkar útgáfu sögunnar," er haft eftir Bird, „er drengurinn í hlutverki foreldris en risinn er barnið. Ég held að hvert okkar um sig hafi möguleika til þess að gera bæði góða hluti en einnig að standa fyrir hræðilegri eyðileggingu. Á hveijum degi stöndum við frammi fyrir vali á milli þess að Tveir vinir; úr Warner - teiknimyndinni Járnrisanum. gera gott og illt. Hogarth hjálpar þessari maskínu, sem byggð er í ákveðnum tilgangi, til þess að finna á sér nýjar hliðar og verða jafnvel mennskari fyrir bragðið.“ Bird ákvað að breyta um sögutíma og valdi sjötta áratuginn. „Það er dásamlegur tími fyrir svona mynd. Bandaríkjamenn stóðu á krossgötum. Við lærðum að lifa með kjam- orkuvopnum, geimferðakapphlaupið hafði farið af stað, ofsóknarkenndin í samfélaginu var mikil og allt kom þetta fram í kvikmynd- um tímabilsins; risastórir maurar og stökk- breyttir marsbúar. Það eru spaugileg við- brögð við öllu því sem var að gerast á þessum áram. Þannig að ef þú ætlar að segja sögu af ungum dreng sem vingast við járnrisa er mjög viðeigandi að notast við þetta tímabil." Endadægur með Arnold Schwarzenegger gerist hins vegar við lok ársins 1999. Amold leikur Jericho Cane er starfar sem öryggis- ráðgjafi en er fyrrverandi lögreglumaður. Hann hefur misst eiginkonu sína og bara en það á fyrir honum að liggja að berjast gegn Satani sjálfum við árþúsundamótin. Mótleikarar Arnolds eru Kevin Pollack, Gabriel Byrne og Robin Tunney en aðrir leik- arar í myndinni eru m.a. Cch Pounder, Rod Steiger og Derrick O’Connor. Handritið ger- ir Andrew W. Marlowe en leikstjóri er Peter Hyams. Handritshöfundurinn Marlowe skrifaði handrit myndarinnar með hasarhetjuna Schwarzenegger sérstaklega í huga. Hann segist alltaf hafa haft áhuga á að starfa með súperstjörnunni og fann út að hasarleikarinn hafði ekki áður tekist á við Satan. „Allir vita um árþúsundaskiptin en þetta er eina bíó- myndin sem framsýnd er í lok ársins 1999 sem fjallar um margar þær spurningar sem fólk veltir fyrir sér,“ segir Araold. Nýjar bækur • DÓRI - Sagan afmér, honum Dóra, Halldðri Jóhannssyni er barna- og ungl- ingasaga eftir Einar Loga Ein- arsson. Fjallað er um tíu ára íhugulan dreng sem varð fyrir þeirri raun að foreldrar hans fórust í bílslysi. Eftir það fluttist Dóri til frændfólks síns upp í sveit og kynntist þar ýmsu nýstárlegu, sem orkaði sterkt á for- vitinn og mannblendinn pilt. Útgefandi er Bókamiðstöðin. Bók- in er 128 bls. • 4x4 Á Hálendi íslands kemur út á þremur tungumálum, auk íslensk- unnar, ensku, þýsku og frönsku. Textann skrifar Sigurður Stein- þórsson jarðfræðingur og myndir eru eftir Kjartan P. Sigurðsson. Bókin skiptist í fimm kafla; ágrip af sögu fjallaferða og ferðamennsku íyrr á tímum; vetrarferðir, þar er farið á hálendið, upp á jökla og helstu fjöll landsins á torfærutröll- unum. Þriðji kaflinn greinir frá sum- arferðum þar sem farið er um þekkt- ar jeppaleiðir. Þá kemur kafli um hagnýtar upplýsingar, s.s. hvernig jeppinn er útbúinn til fjallaferða og óvæntar uppákomur. I síðasta kafl- anum eru ljósmyndir af ferðalögun- um. Útgefandi er Tæknimyndir. Bókin er 108 bls., prentuð í Gutenberg. Verð: 2.580 kr. Nýjar plötur • SÖNGURINN göfgar ogglæðir heitir fjórða geislaplata Karlakórs- ins Hreims úr Þingeyjarsýslu og hefur að geyma 21 lag. Söngstjóri er Róbert Faulkner. Undirleikarar era Juliet Faulkner: píanó og lágfiðla, Aðalsteinn ísfjörð: harmónikka, Ja- an Alavere: fiðla, Valmar Valjaots: fiðla, Þórarinn R. Illugason: bassi, Erlingur Bergvinsson: gítar, Sigurð- ur R. Jónsson: mandólín. Karlakórinn Hreimur var stofnað- ur í janúar árið 1975 og er því nýlega orðinn 24 ára. Stofnfélagar vora 42 og hefur sá fjöldi haldist svipaður allt fram á þennan dag. í dag era einungis fimm af stofnfélögunum starfandi með kórnum. Söngmenn koma frá flestum sveitum Suður- Þingeyjarsýslu auk Húsavíkur. Kórinn gefur sjálfur úten Japis sér um dreifíngu. Verð 1999 kr. • LEIFUR Þór- arinsson - Sum- armálhefur að geyma verk sem Leifur samdi fyr- ir Helgu Ingólfs- dóttur og Manu- elu Wiesler. Verkin eru: Son- ata per Manuela fyrir flautu, Són- ata með „Da“ fantasíur fyrir sembal, „Da“ fantasía fyrir sembal og Sumarmál fyrir flautu og sembal. Flytjendur eru Kolbeinn Bjai-na- son, flauta, og Guðrún Óskarsdóttir, sembal. Leifur Þórarinsson fæddist 1934 og lést 1998. Útgefandi er Smekkleysa með styrk frá Félagi íslenskra tónlistar- manna. Japis sér um dreifíngu. Upp- tökur fóru fram í Skálholtskirkju 1998. Upptökustjóri: SigurðurRún- arJónsson. Hljóðvinnsla: Sigurður Rúnar Jónsson. Útlit: Goddur. Arsis classics gefur út erlendis. Verð: 2.199 kr. • VORVINDAR er með 23 lögum Karlakórsins Söngbræðra úr Borg- arfirði. Karlakórinn hefur starfað í Borg- arfjarðarhéraði síðan 1978 og var mbl.is stjórnandi hans frá upphafi til 1994 Sigurður Guðmundsson, bóndi og organisti á Kirkjubóli í Hvítársíðu. Síðan 1994 hefur Jacek Tosik- Warszawiak stjórnað kómum. Und- irleikari er Zsusanna Budai. Kórinn gefur sjálfur út en Japis sér um dreifíngu. Upptökurfóru fram í Reykholtskirkju dagana 1. og 2. maí 1999. Hljóðupptaka: Studio Stemma Upptökumaður var Sigurð- ur Rúnar Jónsson. Verð 1.999 kr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.