Morgunblaðið - 24.12.1999, Qupperneq 48
48 FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1999 49
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
KRISTINN
ARFUR
AJOLUM er ágætt að staldra við, líta um öxl og minnast
þeirra sem hafa skilað okkur áleiðis. Margar kynslóð-
ir hafa lagt mikið á sig til að varðveita mikilvægan arf og þá
ekki sízt aldamótakynslóðin sem svo hefur verið nefnd, en
hún kenndi okkur öðrum fremur að fara varlega með fjör-
eggið og glopra því ekki niður. Nú þegar hún er að hverfa
eins og hnígandi sól þessarar aldar horfir við okkur sú
staðreynd, að það er okkar hlutskipti að vernda og ávaxta
það sem hefur fallið okkur í skaut. Ef við getum sagt með
helgri bók, að okkur hafi fallið í arfahlut yndælir staðir og
arfleifðin líkar mér vel, þá erum við vel í stakk búin til að
mæta óvissri framtíð; vel á vegi stödd og þurfum ekki að
kvíða þeim jólum sem ný öld ber í skauti sínu. En ef verð-
mæti brynnu upp fyrir augum okkar í því æðislega
markaðskapphlaupi sem engu þyrmir og leggur allt að
jöfnu væri ástæða til að líta með þó nokkrum kvíða fram á
veginn og þeim fyrirvara sem efni standa til um hlutverk
okkar sem þjóðar, áform og ætlunarverk. Við höfum haldið
kristnum arfi í nokkuð góðu jafnvægi við áleitnar freisting-
ar neyzlusamfélagsins, en þó er ástæða til að staldra við og
íhuga stöðuna í allri þeirri velsæld sem nú er efst á baugi,
minnug þess að hagsæld hefur gert margan manninn ráð-
villtan eins og fram hefur komið í nýlegri könnun í Bret-
landi, en hún leiddi í ljós að þessi nágrannaþjóð okkar eyðir
milljörðum punda í munaðarvörur og gjafir fyrir jólin sem
enginn þarf á að halda og flestir vildu án vera. Markaðs-
kannanir eru að vísu engin guðspjöll en það má vel draga
ályktanir af slíkum upplýsingum. Enginn vafi er á því að
margir hlaupa eftir áróðri fagurgalans og sækja í hunangið
- og umhverfið stendur á öndinni yfir því að missa nú ekki
af neinu.
Það er að vísu ekkert fallegt að vera fátækur, eins og'
einu sinni var sagt, en því miður hafa ekki allir jafn mikið
handa á milli á þessum jólum, ekki frekar en áður, suma
skortir jafnvel það sem neyzlusamfélagið telur til sjálf-
sagðra nauðsynja. Gleymum því ekki að það er erfiðara að
vera fátækur í ríku samfélagi en fátæku. Hér er ekki verið
að gagnrýna þá fallegu venju kristins fólks að gleðjast á
jólum og gefa vinum og ættingjum gjafir, en ástæðulaust
að verja miklum upphæðum í það sem mölur og ryð fær
grandað jafnóðum og höndlað er. Margt er það tízkufyrir-
brigði á markaðstorgi samtímans sem er jafnóþarft og það
er vinsælt, jafn forgengilegt og hver annar ónauðsynlegur
munaður. En þessi tilhneiging til óþarfa hefur fylgt mann-
kyninu a.m.k. síðustu tvö árþúsund, en sú ofgnótt sem nú
er allsráðandi í markaðsþjóðfélaginu hefur keyrt um þver-
bak undanfarið.
Margt er það í samfélagi okkar sem gæti einna helzt
minnt á farsa eftir Dario Fo, sumar uppákomurnar jafnvel
svo fjarstæðukenndar að þessi ítalski grínisti og þjóðfé-
lagsgagnrýnandi fengi minnimáttarkennd ef hann kynntist
því. Við þetta verðum við víst að búa enn um stund og höf-
um góða æfingu í að þreyja þorrann, svo að okkur ætti ekki
að vera vandara en öðrum. Sumum fátækum þjóðum þættu
vandkvæði okkar eins og hver annar lúxus miðað við hlut-
skipti þeirra og hörmungar sem þær þurfa við að etja.
En hvað sem því líður og hvað sem líður þeim könnunum
sem sýna að við erum þjóða ánægðust með kjör okkar eig-
um við langt í land að því marki að nota kristindóminn til að
ýta undir þjóðfélagslega reisn, þannig að auðsýnt væri á
hverju sem gengi að kjarninn er þó heill, ef að er gáð, eins
og Einar skáld Benediktsson segir um andstæðukennt eðli
Njáls á Bergþórshvoli. Við ættum að leggja höfuðáherzlu á
að varðveita slíkan kjarna í þjóðarsálinni, en hann skiptir
öllu, umbúðirnar engu, hvað sem öllum pótemkin-tjöldum
líður, en þau skortir svo sannarlega ekki í því hagsældar-
samfélagi sem dýrkar fremur veraldleg gæði en andlegt
þrek. Og það skulum við muna, ekki sízt á fæðingarhátíð
frelsarans, eða sonarins góða, eins og Jónas kemst að orði,
að það er bæði unnt og eftirsóknarvert að iðka kristindóm
án óhófs og hégóma. Hvíti-Kristur kallar ekki á heiðin jól
og glasaglaum, heldur hátíð ljóss og mannlegrar reisnar -
hljóðláta hátíð án veizluglaums og vímuefna, hvort sem er á
helgum stöðum í náttúrunni eða heima á bæjarhellunni.
Með ósk um slíka, sanna jólahátíð, hverjum einum til
handa, er hollt að minnast kristins arfs og þeirra sem á
undan eru gengnir og þekktu mun á kjarna og umbúðum og
glöddust yfir kerti og spilum, ef því var að skipta.
Morgunblaðið óskar lesendum sínum og landsmönnum
öllum gleðilegra jóla.
Helgi S. Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbanka íslands
Ekki til tjóns þó til
yrði stór banki með
sameiningu
Helgi S. Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbanka
s
Islands, telur að sala ríkissjóðs á 15% af hlut sínum í bank-
anum hafí tekist mjög vel. Helgi segist þeirrar skoðunar
að fljótlega komist skriður á umræður um frekari
hagræðingu í bankakerfínu en ríkið eigi að halda sínum
hlut á meðan þær breytingar eiga sér stað.
í ÚTBOÐSSÖLU á
15% af hlutafé ríkis-
sjóðs í Landsbankan-
um í seinustu viku
bárust óskir frá um 28
þúsund aðilum um
kaup á hlutabréfunum
í áskriftarhluta út-
boðsins. Helgi S. Guð-
mundsson, formaður
bankaráðs Landsban-
kans, segir í samtali
við Morgunblaðið að
það sé mjög þægileg
tilfínning að upplifa
það í dag að heildar-
verðmæti Landsbank-
ans nemi hátt í 30
milljarða kr. og að
markaðsgengi hlutabréfa í bankanum sé komið í
um 4,50.
„Eg hef setið í bankaráði Landsbankans frá
1995 og verið þátttakandi í þeim miklu breyting-
um sem hafa orðið bankanum. Þegar gengið var
metið á sínum tíma, og bankaráðið fól bankastjóra
að meta verðmæti bankans, voru uppi vangavelt-
ur um hvort gengið ætti að vera 1,90 eða 1,95. Það
er því ánægjulegt að sjá í dag að hér er um svona
mikil verðmæti að ræða. Það kemur mér hins veg-
ar ekkert á óvart vegna þess að ég hef alltaf verið
sannfærður um að mjög mikil verðmæti væru
fólgin í Landsbankanum. Hann býr yfir stóru úti-
búaneti svo og mikilli reynslu og þekkingu alls
þess starfsfólks sem hér er,“ sagði Helgi.
Mikið pólitískt afrek
Helgi kveðst vera þeirrar skoðunar að stjóm-
völd hafi staðið mjög vel að breytingunni á ríkis-
bönkunum í hlutafélög og að öllu ferlinu við sölu
hlutafjár í bankanum. Viðskiptaráðherra hafi bor-
ið ábyrgðina á því að gera Landsbankann að
hlutafélagi og að náð yrði sáttum við starfsfólk og
á Alþingi um breytingamar. „Ég tel að það hafi
verið mikið pólitískt afrek að þetta var gert nán-
ast í sátt við þjóð og þing. Ég er þeirrar skoðunar
að mjög vel hafi verið að þessum breytingum stað-
ið af ríkisstjóminni, viðskiptaráðherra, og starfs-
fólki hans í ráðuneytinu. Starfsfólk Landsban-
kans hefur einnig tekið þátt í að gera þetta að
veruleika."
Frá því að ákveðið var fyrir rúmu ári að auka
hlutafé í Landsbankanum hafa margir sýnt áhuga
á að kaupa hlut og gengi hlutabréfa í bankanum
hefur verið stöðugt á uppleið, að sögn Helga.
Hann segir að útspil stjórnvalda að selja 15% af
hlut ríkisins nú í desember og tímasetning þeirrar
sölu hafi þó komið sér á óvart. „Mér fannst vel að
því staðið af hálfu viðskiptaráðherra og einkavæð-
ingarnefndar. Það er komið á daginn að þetta hef-
ur allt gengið upp. Það fékkst hátt verð fyrir eign-
arhlutinn í bankanum og salan fór fram á réttum
tíma,“ segir hann.
Nokkuð bar á gagnrýni við umræður um hluta-
fjárútboðið á þá ákvörðun að gengi bréfanna í
áskriftarsölunni yrði 3,8. „Ég held að það hafi ver-
ið rétt að gera þetta með þessum hætti. Fólkinu i
landinu var gefinn kostur á að njóta þess og ríkið
fær mikið fyrir sinn hlut. Ég er því mjög sáttur við
hvernig að þessu var staðið," segir Helgi.
Skylda sljórnenda
að leita hagræðingar
Helgi var spurður hver hann teldi að ættu að
vera næstu skref í einkavæðingu Landsbankans
og aukinni hagræðingu í bankakerfinu. „Það hef-
ur mikið verið um það rætt í þjóðfélaginu að bank-
ar séu of margir, vextir séu of háir og kostnaður of
mikill í bankakerfinu,“ svaraði Helgi. „Það er
skylda stjómenda fyrirtækja, og það á að sjálf-
sögðu við um banka, að reyna alltaf að sjá út sem
mesta hagræðingarmöguleika. Einn möguleiki er
sá að sameina einingar og eiga samstarf við önnur
fjármálafyrirtæki," sagði Helgi. Hann bendir auk
þess á að því geti fylgt fækkun útibúa o.fl. aðgerð-
ir. „Landsbankinn er nú einu sinni þjóðbanki okk-
ar. Hann er með starfsemi víða um land og leitast
við að veita öllum Islendingum bankaþjónustu.
Við höfum því viljað fara mjög varlega í að draga
úr þeirri þjónustu.
Mér finnst hins vegar trúlegt að mjög fljótlega
komist skriður á umræður um um frekari hag-
ræðingu í bankakerfinu," sagði Helgi.
Aðspurður sagðist Helgi ekki geta tímasett
hvenær sú umræða hæfist en kvaðst telja eðlilegt
að það yrði fljótlega.
Ekki rétt að flýta frekari sölu á
hlut ríkisins í bankanum
Helgi sagði það skoðun sína að halda ætti áfram
þeirri einkavæðingu bankans sem stjórnvöld
stefndu að og vinna ætti áfram að frekari hagræð-
ingu í bankakerfinu. „Ég held að það sé ekki eftir
neinu að bíða í þeim efnum. Hins vegar er það mín
skoðun að meðan á því stendur og ef ráðist verður
í hagræðingu og sameiningu fjármálafyrirtækja
eigi ríkið ekki að flýta sér að selja sinn hlut. Ríkið
á að vera þátttakandi í hagræðingunni og hafa
áhrif á að ekki verði um einhverjar öfgar að ræða
s.s. með uppsögnum starfsfólks. Það er mín pers-
ónulega skoðun að ríkið eigi ekki að selja alveg
strax. Ef þessar breytingar eiga sér stað á miðju
næsta ári, tel ég að ríkið eigi að halda sínum hlut,
að minnsta kosti út þetta kjörtímabil, og láta svo
næstu ríkisstjórn um að taka ákvörðun um fram-
haldið. Þessi ríkisstjórn hefur svo sannarlega
breytt miklu og skapað mjög jákvæðan farveg
fyrir þessi mál,“ sagði Helgi.
Mestu samlegðaráhrif af sameiningu
stærstu eininganna
Sú hugmynd sem mest hefur borið á í umræð-
unni að undanförnu er hugsanleg sameining
Landsbanka og Islandsbanka, þar sem sú leið er
talin geta leitt til mesta hagræðisins. Helgi er
mjög varkár í tali um þennan kost eða aðra mögu-
leika á sameiningu fjármálafyrirtækja og segist
ekki geta tjáð sig á þessari stundu um hver hann
telji að sé besti kosturinn.
„En það hefur komið víða fram að mesta sam-
legðin fylgir sameiningu stærstu eininganna. Það
er þó ekki hægt að horfa á það eitt og sér. Það þarf
að taka tillit til margra þátta. Ég vil því ekki full-
yrða neitt um það hvað sé besti kosturinn eða
hvert við munum stefna," sagði hann.
Helgi tekm- ekki undir þá gagnrýni sem fram
hefur komið að möguleg sameining Landsbanka
og íslandsbanka væri óæskileg af þeirri ástæðu
að sá banki yrði með yfirburðastöðu i samkeppn-
inni á fjánnálamarkaðinum. „Það er rétt að ef
tveir stærstu bankarnir myndu sameinast þá væri
sá banki með yfirburðastöðu, ef við horfum ein-
göngu á heimamarkaðinn hér á íslandi. Við meg-
um hins vegar ekki hugsa þannig í dag. Við verð-
um að horfa lengra. Slíkur banki væri í rauninni
bara smábanki í samanburði við fjármálastofnanir
á Evrópska efnahagssvæðinu. Við megum ekki
vera svona lítil í hugsun, heldur verðum við að
vera í stakk til búin að mæta samkeppni frá öðrum
löndum. Ég hef ekki trú á að það yrði til tjóns fyrir
einstaklinga eða fyrirtæki þó hér yrði til stór
banki af þessu tagi.Við eigum ekki að láta það
stöðva okkur í hagræðingunni," sagði hann.
Hollt fyrir bankakerfið að fá inn
erlent fjármagn
Komið hefur til tals að jafna stöðuna á banka-
markaðinum ef af samruna tveggja stærstu bank-
anna verður að ræða með því að færa eignir frá
Landsbankanum yfir til Búnaðarbankans, og hef-
ur verið bent á eignarhlut Landsbankans í VIS og
Landsbréfum í því sambandi. Helgi var spurður
álits á þessu og sagði hann að engar viðræður
væru hafnar um þessi mál og þetta atriði hefði
aldrei komið til umræðu í bankaráði Landsbank-
ans. „Ég vil þó ekki útiloka að eitthvað slíkt gæti
gerst,“ sagði hann.
Helgi sagði erfitt að sjá fyrir sér hver þróunin
yrði í bankakerfinu á næstu árum þar sem hlut-
irnir gerðust mjög hratt. Gjörbreytingar hafi átt
sér stað á seinustu árum og erfitt hafi verið að sjá
þær fyrir.
Aðspurður hvort hann teldi líkur á að erlent
fjármagn yrði fest í íslenskum bönkum sagðist
Helgi vera orðinn þeirrar skoðunar í dag að það
yrði mjög hollt fyrir bankakerfið og íslenska fjár-
málakerfið að erlendir aðilar kæmu með einhverj-
um hætti inn í íslenskar fjármálastofnanir. „Ekki
þó sem ráðandi eignaraðilar, heldur kannski sem
10-12% hluthafar og færðu með sér reynslu og
þekkingu. Ég er því fylgjandi," sagði hann. „Það
er alveg ljóst að menn verða að vera mjög vel vak-
andi ef þeir ætla ekki að verða undir í samkeppn-
inni. íhaldssemi er að mörgu leyti góð en við verð-
um að vera mjög vel vakandi í'yrir öllu sem er að
gerast, bæði hér á landi og í löndunum í kring um
okkur," sagði Helgi að lokum.
Helgi S.
Guðmundsson.
Pálmi Jdnsson, formaður bankaráðs Búnaðarbankans
Breytingar leiði ekki
til yfirburðastöðu eins
banka á markaðnum
Pálmi Jónsson formaður bankaráðs Búnaðarbankans, seg-
ir að mikil eftirspurn eftir hlutabréfum í bankanum sýni að
mikið traust sé borið til Búnaðarbankans vegna sterkrar
stöðu hans. Pálmi segir mikilvægt að gæta þess að breyt-
ingar í bankakerfínu leiði ekki til þess að einn banki nái
yfírburðastöðu, sem geri öðrum bönkum erfitt fyrir.
PÁLMI Jónsson, for-
maður bankaráðs
Búnaðarbankans, seg-
ir í samtali við Morg-
unblaðið að tekist hafi
vel til við söluna á 15%
hlut ríkisins í Búnað-
arbankanum en alls
skráðu 23.503 sig fyrir
hlutafé í útboðinu,
sem fram fór í sein-
ustu viku. „Þessi
mikla eftirspum eftir
hlutabréfum í bankan-
um sýnir það mikla
traust sem þorið er til
Pálmi bankans. Það á rætur
Jónsson. að rekja til sterkrar
stöðu bankans, bæði
sterkrar eiginfjárstöðu, sem kemur fram m.a. í sí-
fellt hækkandi verði á hlutabréfum í bankanum,
og einnig í mjög batnandi rekstrarafkomu, sem
verður mjög góð á þessu ári og miklu betri en áður
hefur þekkst í sögu bankans," sagði hann.
Verðbréfasvið bankans skilar
góðum hagnaði
Pálmi sagði Ijóst að markaðsvirði Búnaðar-
bankans hafí hækkað verulega. „Við munum eftir
tilteknu tilboði sem kom í bankann í heild fyrir um
einu og hálfu ári en það var skoðun okkar að það
væri til muna of lágt, eins og við lýstum yfir á
þeim tíma. Það hefur svo gerst síðan þetta var að
báðir ríkisviðskiptabankarnir hafa verið að
styrkja stöðu sína og velgengni Búnaðarbankans
bæði á síðasta ári og ekki síður á þessu ári hefur
vakið athygli almennings og byggt upp það gengi
sem orðið er á bréfum í bankanum," sagði Pálmi.
Aðspurður um helstu skýringar á góðri afkomu
Búnaðarbankans að undanförnu sagði Pálmi að
sterk staða bankans ætti meðal annars rætur að
rekja til mikillar velgengni sjóða á vegum verð-
bréfasviðsins, sem hafi verið í farabroddi á mark-
aðinum hvað ávöxtun varðar.
„Verðbréfasviðið í heild hefur skilað mjög góð-
um hagnaði inn í afkomu Búnaðarbankans en það
er rekið sem sérsvið innan bankans.
Á sama tíma og tekjur hafa vaxið mjög mikið
hefur tekist að halda verulega aftur af hækkun
rekstrarútgjalda. Ég lít því svo á að rekstur bank-
ans á þessu ári muni koma mjög vel út,“ sagði
Pálmi.
Lagaheimild til að gefa
út nýtt hlutafé
Pálmi sagði að lítil umræða hefði farið fram inn-
an bankaráðsins um hvert yrði framhaldið á sölu á
eftirstandandi eignarhlut ríkisins í bankanum,
enda væri það á valdi ríkisstjórnar og Alþingis að
ákveða næstu skref við sölu hlutabréfa í bankan-
um.
„Ég tel eðlilegt að það verði stigin skref áfram á
þeirri braut. Það má einnig benda á að það er til
lagaheimild til að gefa út nýtt hlutafé í Búnaðar-
bankanum, sem svarar til 20% af eijgin fé bankans
eins og það var upphaflega skráð. Akvæði í lögum
um stofnun hlutafélagabankans gaf heimild til
þess að gefið yrði út nýtt hlutafé sem svaraði til
35% af stofnfé bankans og í fyrra voru seld 15% af
því.
Ég tel hins vegar ákjósanlegt að taka slík mál í
hæfilega stórum skrefum, eins og gert hefur ver-
ið. Það hefur gengið farsællega og ég hef trú á að
svo muni verða áfram.“
Gæta þarf þess að ekki verði
fákeppni á markaðnum
Pálmi var spurður álits á þeim hugmyndum
sem uppi eru um sameiningu banka og uppstokk-
un í bankakerfinu til að auka hagræðingu meðal
fjármálafyrirtækja. „Það hefur af og til verið mik-
il umræða um slíka hluti og það er að mestu leyti á
valdi ríkisstjómar og Alþingis hvað Búnaðar-
bankann og Landsbankann varðar. Ríkisstjómin
hlýtur að hafa tiltekna framtíðarsýn fyrir augum
varðandi slíkar breytingar og það þarf að horfa á
alla þætti málsins. Það þarf að gæta þess að ekki
verði fákeppni á þessum markaði á milli banka. Ef
einungis tvær bankastofnanir væm á markaðin-
um er hugsanlegt að slík fákeppni gæti leitt til af-
skipta Samkeppnisstofnunar,“ sagði hann.
„Það þarf einnig að gæta þess að slíkar breyt-
ingar leiði ekki til þess að einn banki hefði yfir-
burðastöðu, sem gerði öðram mjög erfitt fyrir á
markaðnum. Búnaðarbankinn hefur staðið sig
mjög vel í núverandi samkeppnisumhverfi, en ef
yrði til dæmis af sameiningu Landsbanka og Is-
landsbanka, sem nokkuð er talað um núna, þá er
ljóst að það þyrfti að gera tilteknar ráðstafanir til
að styrkja stöðu Búnaðarbankans og bæta sam-
keppnisstöðu hans á markaðinum. Einnig þyrfti
vafalaust að gæta að stöðu sparisjóðanna við slík-
ar breytingar.
Ég get hins vegar ekkert sagt um hvað slík um-
ræða er komin langt eða hvort af slíku verður,"
sagði Pálmi. Hann sagði aðspurður að engar við-
ræður hefðu farið fram við stjórnendur Búnaðar-
bankans um þessi mál.
Hagkvæmast að sameina Búnaðarbanka
og Landsbanka?
Aðspurður sagði Pálmi að ef ríkisstjórn vildi
grípa til þess ráðs að sameina tvær bankastofnan-
ir þá vekti það þá spurningu hvort ekki væri hag-
kvæmast fyrir ríkið að sameina Búnaðarbankann
og Landsbankann, þar sem ríkissjóður á megin-
hluta í báðum bönkunum og nyti þar með hagnað-
arins af samlegðaráhrifum þessara tveggja
banka. „Hagnaðurinn kæmi fram í hærra verði
hlutabréfanna,“ bætti Pálmi við.
Bankastofnanir búi við viðunandi
samkeppnisskilyrði
„Það dugar vitaskuld ekki að fara út í gagnger-
ar breytingar í bankaheiminum hér á landi án
þess að menn sjái fyrir sér hver staða þessara
stofnana verður að breytingum loknum, hvernig
umhverfið verður og að ljóst sé að hvorki verði um
fákeppni eða yfirburðastöðu einhvers aðila að
ræða. Þessar þjónustustofnanir þurfa að geta
sinnt starfi sínu og boðið almenningi þjónustu öll-
um til heilla.
Þetta þarf alls ekki að þýða það að þær bank-
astofnanir sem kæmu til með að starfa að breyt-
ingum loknum væru af sambærilegri stærð eða
hefðu nákvæmlega sama hlutverk, en það þarf að
ganga þannig frá málum að þær búi við viðunandi
samkeppnisskilyrði," sagði Pálmi að lokum.
Tími jólaljósanna er jafnframt tími eldhættunnar
Morgunblaðið/Golli
Fallegar kertaskreytingar gleðja augun á jólunum, en reynslan sýnir að íjórðungur bruna verður af völdum
kertaljósa og þá aðallega í jólamánuðinum.
Fjorðungur bruna af
völdum kerta
Morgunblaðið/Ásdís
Logandi ijós eru einkenni jóla- og áramótahátíðanna, en lítið gleðiefni
er þegar hátíðin tekur á sig mynd eyðileggingar.
Af hverju stafaði eldsvoðinn?
mmm árin 1988-1998
Út frá Kerti eða Matseid Reykingar, Flugeldar Annað
rafmagni skreytingar hkt, ofl. og blys
Heimild: Skýrsla Félagsvísindastofnunar um
eldvamir og brunamál á íslenskum heimilum
KERTI og kertaskreytingar
eru orsakavaldar 25%
brunatilfella síðustu 10
árin. Þetta kemur fram í
skýrslu Félagsvísindastofnunar um
eldvamir og brunamál á íslenskum
heimilum, sem unnin var fyrir Lands-
samband slökkviliðs og sjúkraflutn-
ingamanna. Þá eru 22% eldsvoða af
völdum rafmagnstækja. Flestir brun-
ar af völdum kei-ta verða í desember,
þegar jólaskreytingar með kertum
eru settar upp á flestum heimilum
landsins.
Að sögn Guðmundar Vignis
Óskarssonar, formanns Landssam-
bands slökkviliðs- og sjúkraflutn-
ingamanna, kemur þessi niðurstaða
öllum á óvart, því menn hafi kannski
frekar reiknað með að þessir brunar
væru innan við 15% af heildinni.
Dauðaslys og líkamstjón af völd-
um kertaljósa
„Við höfum, eins og hver og einn,
skynjað það að tjón af völdum kerta
og kertaskreytinga er heilmikið. Nú
höfum við fengið það skjalfest úr
þessari könnun að þeir sem hafa lent í
brunum á síðustu 10 árum, að 25%
þeirra hafa lent í brunum vegna kerta
og kertaskreytinga. í þessari tölu eru
margir minniháttar brunar, sem
hvergi koma fram í útköllum slökkvil-
iða, en verða kannski að einhverskon-
ar tjóni.
En fólk hefur einnig orðið fyrir
líkamstjóni og dauðaslys hafa orðið.
Ég þekki sjálfur útköll sem ég hef
farið í og fólk hefur verið orðið af-
ski'æmt af völdum bruna. Það var að
taka sig til og eldur hljóp í fótin og
hárið. Á aðfangadag er allt tendrað
og allt á að vera í dýrð og dásemd. Og
svo bara gleymir fólk sér. Þetta er
náttúrulega alveg rosalega mikið
áhyggjuefni."
Guðmundur segir að það eigi að
vera grundvallaratriði í meðferð
kertaljósa að yftrgefa aldrei herbergi
þar sem kerti eru logandi. „Þó að ein-
hver brosi nú út í annað yftr þessu og
við vitum það að fólk gengur úr stof-
unni og aftur inn, þá er þetta grund-
vallaratriði sem fólk verður að hafa í
huga.“
Tjón af völdum bruna nam
einum milljarði á síðasta ári
Að sögn Guðmundar hefur orðið
gífurleg fjölgun rafmagnstækja á
heimilum undanfarin misseri og sam-
kvæmt könnun Félagsvísindastofn-
unar má rekja orsakir 22% bruna til
rafmagns.
„Það eru öll herbergi orðin full af
rafmagnstækjum, og þau eru nú bara
mannanna verk. Fólk heldur að þau
séu mjög fullkomin og að ekkert geti
komið fyrir, en það er bara ekki þann-
ig. Þessi tæki eru að bregðast. Það
sem fólk man kannski helst eftir eru
brunar af völdum sjónvarpstækja, en
ýmis rafmagnstæki, sem eru jafnvel í
bamaherbergjum eins ogljósaseríur,
eru að valda brunatjónum."
Guðmundur segir að vel þurfi að
gæta að staðsetningu þessara tækja
og hvernig gengið er frá þeim.
Á síðasta ári nam tjón af völdum
bruna einum milljarði króna. Þá er
ekki talið með fjölmörg smátjón sem
ekki hafa fengist bætt og slökkvilið
ekki verið kallað út vegna.
„Þannig að það má áætla að 20%
brunatjóna komi ekki fram og því er
kannski hægt að segja að heildartjón
vegna bruna nemi um 1200 milljónum
í fyrra í fyrirtækjum og heimilum.
Þetta er aukning og árið er ekki búið
ennþá og menn hafa áhyggjur af
þessari þróun,“ segir Guðmundur.
Hann sagði einnig að fólk ætti að
horfa björtum augum til hátíðanna og
vildi fyrir hönd slökkviliðs- og sjúkra-
flutningamanna óska landsmönnum
öllum gleðilegra jóla.