Morgunblaðið - 24.12.1999, Page 62

Morgunblaðið - 24.12.1999, Page 62
MORGUNBLAÐIÐ „62 FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1999 GARÐABÆR Leikskólinn Lundaból í janúar 2000 stækkar leikskólinn Lundaból um eina deild og verður þriggja deilda leikskóli þar sem 60 börn dvelja samtímis. Þá vantar í eftirtalda stöður: -Leikskólakennara -Leikskólakennara í sérkennslu -Matráð -Aðstoð í eldhúsi. Leikskólinn er á frábærum stað í nánum tengslum við náttúruna. í leikskólum Garðabæjar er verið að vinna að uppbyggingu gæðakerfis og með þróunarverkefni s.s. gerð skólanámskráa fyrir leikskóla og leikjaverkefnin Markvissa málörvun. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. Upplýsingar um starfið veitir leikskólastjóri Lísa-Lotta Reynis í síma: 565-6176. Leikskólafulltrúi Fræöslu- og menningarsvið 4i Bergstaðastræti 37 Framreiðslunemi Óskum eftir duglegum og ábyrgum framreiðslunema til starfa á einum besta veitingastað landsins. Þarf að geta hafið störf fljótlega. Uppl. gefur yfirþjónn á staðnum mánud. 27. og þriðjud. 28. des. milli kl. 18 og 20. HITAVEITA SUÐURNESJA Aðalbókari Hitaveita Sudurnesja óskar eftirað ráða til starfa aðalbókara á skrifstofu fyrir- tækisins í Njarðvík. Helstu þættir starfsins eru: • Skráning fjárhagsbókhalds og merking hluta þess. • Sér um að mótteknir reikningar séu komu- bókaðir. • Gjaldfærir alla samþykkta og áritaða reikn- inga. • Umsjón með helstu bankareikningum og afstemming þeirra ásamt afstemmingu launakerfis við fjárhagsbókhald, í samvinnu við aðalgjaldkera. • Vinnur allar almennar afstemmingarfjár- hagsbókhalds. • Aflar og gefur öðrum deildum og forstöðu- mönnum upplýsingar. • Aðstoðar og leysir af við launabókhald. • Leysir aðalgjaldkera af í fríum og forföllum og grípur inn í önnur störf eftir óskum yfir- manna. Æskilegt er að viðkomandi umsækjandi hafi: • Reynslu af almennum skrifstofustörfum. • Unnið við fjárhagsbókhald. • Góða reynslu og þekkingu á tölvuvinnslu. • Þekkingu á launakerfum. • Skrifstofu- eða viðskiptanám. • Geti unnið sjálfstætt. • Góða framkomu og lipurð í mannlegum samskiptum. Þarf að geta hafið störf sem allra fyrst, helst ekki síðar en í febrúar 2000. Launakjör eru sam- kvæmt samningi Starfsmannafélags Suður- nesjabyggða. Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu Hitaveitu Suðurnesja á Brekkustíg 36, í Njarðvík og skulu umsóknir berast þangað eigi síðar en 10. janúar 2000. Allar nánari upplýsingar veitirfjármálastjóri í síma 422 5200. Fh. Hitaveitu Suðurnesja. Fjármálastjóri. '■% - m ÓSHUM LANÓSMÖMUM ÖLLUM QLEÖÍLBQkA jóla m£ö im lim mMm. mstctpwmM oq umsæicj£nwm pöicicum m MJÖQ Q0TÍ SAMSTARf A ARINU SEM £R Aö LÍM MEÖ ICUEÖJU FRA OlCICUk. í RÁÖNtNQAMIðLUN- mmiui iiuiði (tmnit (insriq imiiuiiu Háskóli íslands Stundakennarar í norsku, sænsku og spænsku Við heimspekideild eru laus til umsóknar störf stundakennara í norsku og sænsku við skor þýsku og Norðurlandamála og starf stundakennara í spænsku (bókmenntum) við skor rómanskrapg slavneskra mála í heim- spekideild Háskóla íslands á vormisseri 2000. Ráðið verður í störfin frá 1. febrúartil 31. júlí 2000. Umsækjandi skal hafa lokið M.A.-prófi í við- komandi tungumáli (eða ígildi þess). Umsókn þarf að fylgja greinargóð skýrsla umfræðistörf umsækjanda, rannsóknirog ritsmíðar (ritaskrá), svo og yfirlit um námsferil og störf (curriculum vitae) og eftir atvikum vottorð. Umsækjandi láti fylgja með umsagnir um kennslustörf sín eftir því sem við á. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og Félags háskólakennara. Umsóknarfrestur er til 5. janúar 2000 og skal umsóknum skilað til starfsmannasviðs Háskóla íslands, Aðalbyggingu við Suðurgötu, 101 Reykjavík. Öllum umsóknum verðursvarað og umsækj- endum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Nánari upplýsingar veitir starfsmannasvið í síma 525 4390 eða skrifstofustjóri heimspekideildar í síma 525 4401. http://www.starf.hi.is Rafveita Hafnarfjardar Skrifstofustjóri Rafveita Hafnarfjarðar óskar eftir að ráða í starf skrifstofustjóra. Starfssvið: Dagleg rekstrarstjórnun skrifstofu, sem m.a. felur í sér: ★ Umsjón meðfjármálastjórn Rafveitunnar, s.s. bókhaldi, kostnaðareftirliti, innheimtu, orkusölu og áætlanagerð, ásamtýmsum öðrum verkefnum sem tengjast skrifstofu- haldi og rekstri Rafveitunnar. Gert er ráð fyrir að viðkomandi annist einnig umsjón bók- halds og innheimtu Vatnsveitu Hafnarfjarðar. Hæfniskröfur: ★ Umsækjandi skal hafa þekkingu og reynslu á sviði fjármála og viðskipta með áherslu á bókhald, fjármál og stjórnun. ★ Hæfni til að beita vönduðum og sjálfstæðum vinnubrögðum. ★ Hæfni í mannlegum samskiptum. ★ Frumkvæði og metnaðurtil að ná árangri í starfi. Um kaup og kjörfer eftir samningum starfs- mannafélags Hafnarfjarðarbæjar. Skriflegum umsóknum, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, skal skila fyrir 29. desember nk. til skrifstofu Rafveitu Hafnar- fjarðar, Hverfisgötu 29, 220 Hafnarfirði. Upplýsingar um starfið veitir Jón Gestur Hermannsson á skrifstofu Rafveitunnar á Hverfisgötu 29. Rafveitustjórinn í Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.