Morgunblaðið - 24.12.1999, Síða 83

Morgunblaðið - 24.12.1999, Síða 83
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 1999 83 HUGVEKJA FRÉTTIR „Svo á jörðu sem á himni“ Frá vetrarsólstöðum liggja allar leiðir til birtu og yls. Stefán Friðbjarnarson fjallar í þessari jólahugvekju um hann sem er ljós lífsins. Megi lífssól hans rísa í huga okkar, lífí og breytni og hrekja burt kuldann og myrkrið. / LIR, öðru nafni frera- mánuður, er liðinn. Mörsugur, þriðji mánuð- ur vetrar að fornu tímatali, hófst miðvikudag í 9. viku vetr- ar, þ.e. næstliðinn miðvikudag. Þá vóru og vetrarsólstöður. Þá er stytztur dagur hér á landi og myrkrið mest. En þegar myrkrið er mest skín ljósið skærast. Jóla- ljósin minna á hann sem er ljós lífsins. Frá því við tendrum þau liggja allar leiðir til vaxandi birtu, bæði í umhverfi okk- ar og hugarheimi. Þjóðir norðursins hafa frá alda öðli haldið jól við vetrar- sólhvörf. Orðið jól er er reyndar norrænt orð. Það finnst einnig í fornensku. Merkir trúlega hátíð eða veizlu. Tilefni miðsvetrarhátíða hjá norrænum þjóðum var og ærið: hækk- andi sól - vaxandi birta. Með vetrarsól- hvörfum hófst sigur- ganga birtu og yls gegn myrkri og kulda í umhverfi okkar. Fólkið á ströndum hins yzta hafs fagnaði vissunni um komandi vor. Fagnaði vissunni um það að gróðurríkið vaknar í fyllingu tím- ans til nýs lífs, lita og angans af vetrar- svefni. Fagnaði kom- andi bjargræðistíð, bæði til sjávar og sveita, sem líf þess og afkoma byggðist á. Vonin um vorið, gróanda og gæftir, hélt lífinu í þessu fólki langa, stranga og á stundum matar- litla vetur. Þetta árvissa kraftaverk í hringrás ársins, sigur ljóss og hlýju yfir dimmu og kulda, er hluti af sköpunarverkinu. Það leysir gróðurríkið í umhverfi okkar úr klakaböndum dauðans og það talar til okkar á áhrifamiklu táknmáli, ef grannt er gáð. Þetta táknmál speglar boðskap kristinna jóla: Sigur ljóssins og lífsins yfir dauðanum. Jesú- barnið, ljós lífsins, sem fæddist á hinum fyrstu jólum, lýsir upp huga og sálu sérhvers manns - hrekur myrkrið og kuldann úr hugarheimi okkar. Það vekur okkar innri mann til nýs lífs, vonar og kærleika. Guðspjallamaðurinn Lúkas segir frá hirðunum á hinum fyrstu jólum: „Og engill Drott- ins stóð hjá þeim og dýrð Drott- ins ljómaði í kring um þá. Þeir urðu mjög hræddir, en engillinn sagði við þá: Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðum. Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drott- inn í borg Davíðs. Hafið þetta til marks. Þér munuð finna ung- barn reifað og lagt í jötu ...“ Alheimurinn, sköpunarverk- ið, er hrífandi kraftaverk. Líf- ríkið umhverfis okkur er barmafullt af kraftaverkum, allt frá örvenim til stærstu dýra jarðar. í hvert sinn sem lítið ósjálfbjarga barn fæðist á plánetunni jörð hefur gerzt nýtt kraftaverk. En fegursta og mikilvægasta kraftaverkið er koma lausnarans, sem fæddist í mannheim á hinum fyrstu jólum og færði okkur heim sanninn um að lífið það er sterkara en dauðinn. Kennimaðurinn góði, Sigurbjörn biskup Einarsson, lýsir þessu kraftaverki svo: „Hvert Ijós, sem þú kveikir, hver ómur jólasöngs í sál, er þrá þín og leit að þessum mætti hans. Því það var Guð þinn, Guð og faðir allrar tilveru, sem lét huga sinn koma og búa í þessu barni, þessum manni, og tók þennan sára, sjúka mann- heim í faðminn sinn, í sitt móð- urskaut. Hann vildi deila kjör- um með þeim týndu, blindu, þjáðu, snauðu, hann tekur sér stöðu með þeim, sem dýpst var sökkt í myrkrið af því að hann ætlar að láta Ijósið sitt sigra frá neðstu djúpum alla leið upp ...“ Og síðar í sömu predikun: „Eg fæ að horfast í augu við hann, fæ að sjá hann, ekki að- eins í gegnum jólaljósin glöðu, ekki aðeins í blessuðum augum þeirra barna, sem syngja hér og brosa, ekki aðeins í endur- skini þeirra engla, sem vitna um dýrð Guðs í upphæðum, ég fæ að sjá hann líka í þraut og smán mannsins, í náttskuggum þeirrar jarðar, sem storkar friðarboðskap hans, í helstríði hjartfólginna vina, í harmi og raunum, í öllu sem særir og grætir. Það Ijóma jól og páskar um það allt. Ég fæ að sjá hann í þeirri jötu, sem geymir lífið, fyrirheit- in, framtíð Guðs, á þeim krossi, sem sigra mun hatrið, hörkuna, dauðann, þrátt fyrir allt. Hann er kominn, hann er fæddur, hann lifir, Jesús, mannsins sonur, sonur Guðs. Og hver sem sér soninn og trúir á hann hefur eilíft líf, hann hefur fæðst til lifandi von- ar, til frelsis, til friðar, til þjón- ustu við ríkið, sem jólin minna á, svo á jörðu sem á himni.“ Gleðilega jólahátíð! Höfundur er fyrrverandi blaðamaður við Morgunblaðið. Altaristafla í Dómkirkjunni í Reykjavík. Bíósýningar í tengslum við Hjálparstarf kirkjunnar NYJA stjörnustríðsmyndin, Star Wars Episode I: The Phantom Menace verður sýnd aftur í stórum sal, nú í Háskólabíói 26. des. (annan í jólum). Verður myndin sýnd í viku til að byrja með (eða til og með 2. jan.) og eru þetta einungis sex sýningar og ávallt kl. 15:00. Allir þeir sem koma með fullan jólabauk frá Hjálparstarfi kh-kjunn- ar sem dreift var í hús fyrir jólin og afhenda starfsmanni Hjálparstarfi kirkjunnar baukinn eiga möguleika á glæsilegum vinningum þessa einu sýningai-viku. Yfir 400 vinningar eru í boði m.a. Star Wars Lego-öskjur, gjafabréf í Pizza Hut og Kentucky Fried Chicken, Kjörís Star Wars- frostpinnar, 21 pepsíkippur, Star Wars-tölvuleikir og Star Wars-geisladiskar frá Skífunni, kon- fektkassar frá Nóa Síríusi og aðal- vinningurinn, sem er ferð fyrir fjóra í Legoland. Innifalið í því er flug og bfll, gisting á Hótel Legolandi í tvær nætur og aðgangur að garðinum. Komið verður fyrir stórum bauki í Háskólabíói merktum Hjálparstarfi kirkjunnar og mun starfsmaður Hjálparstarfs kirkjunnar hella úr öllum litlu jólabaukunum í stóra baukinn og mun allur ágóðinn renna til innanlandsaðstoðar Hjálparstarfs kirkjunnar fyrir íslenskar barnafjöl- skyldur og fátækar fjölskyldur nú um hátíðarnar. .♦ ♦----- Flugelda- sala KFUM EINS og undanfarin ár standa æskulýðsfélögin KFUM og KFUK fyrir flugeldasölu til fjáröflunar starfi sínu. Að þessu sinni fer salan fram í að- alstöðvum félagsins við Holtaveg eft- irtalda daga: Þriðjudaginn 28. des- ember kl. 17-22, miðvikudaginn 29. desember kl. 17-22, fimmtudaginn 30. desember kl. 12-22 og föstudag- inn 31. desember kl. 10-16. Aðalstöðvar KFUM og KFUK við Holtaveg eru rétt við fjölskyldu- garðinn í jaðrinum á Laugardalnum, á móti Langholtsskólanum. Vinningaskrá 31. útdráttur 23. desember 1999 íbúðarvinningur Kr. 2.000.000______Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 31322 F crðavinningur Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 50309 54029 59375 59455 Ferðavinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 13785 31974 43738 44695 61514 68556 24877 34527 43930 53454 64590 74310 Húsbúnaðarvinningur Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur) 287 7264 14080 23405 36235 49977 57268 69910 606 8234 15125 24844 36764 50941 58331 70535 1163 8301 15393 24988 38889 51326 58445 71071 1318 8305 18025 27144 40999 52066 58748 71505 2651 8707 18875 29296 41555 53412 59194 74487 2835 8968 18992 29307 42432 54541 60180 75722 3709 9368 21268 30414 42544 55099 61331 76397 3805 9716 214721 30461 43727 55743 62178 76659 4432 10202 21527 30531 44039 55781 64001 77525 4736 12173 22162 32101 45214 56170 64089 5204 12677 22189 32280 45898 56522 65577 6834 13406 22872 33303 47507 56769 66758 7034 14079 23127 35047 49751 56773 68401 Húsbúnaðarvinningur Kr. S.000 Kr. 10.000 (tvöfaldur) 524 11521 23022 35804 44831 55678 62976 7 1231 600 1 1626 24240 35867 44940 55680 63299 71327 8 10 11681 24381 36664 45195 55834 63769 7 1457 93 1 11708 24816 36998 45260 55862 63930 7 1605 1209 1 1765 24874 37048 45466 55914 63977 7 1 950 1758 12603 24980 37135 45475 55990 6461 1 72297 2253 14 194 25175 37312 45499 56537 64882 72356 2319 1450 1 25294 37539 46273 56904 65247 72525 2382 14562 25756 37652 46469 56947 65277 72732 2743 14690 26006 38071 46572 57024 65339 73920 3124 14773 26024 38151 47931 57123 65349 74391 3311 14985 26175 38424 48108 57402 65430 74731 3316 15024 26327 38527 49017 57510 65466 75831 3484 15566 26484 38683 49045 57767 65492 76295 4369 15727 27331 387 1 7 49609 57776 66005 76513 5047 16038 27432 38944 49827 58205 66042 76619 5195 16664 28735 38980 499 1 7 58560 66309 76895 56 15 16686 28754 39029 50255 58596 66480 77229 6179 1 8056 29167 39336 50340 587 13 66482 77428 6513 18476 29484 39501 50786 59013 6664 1 77942 6809 18650 30477 39502 50875 59237 67078 78481 7772 18895 30638 40207 51114 59243 67595 787 1 4 8074 18969 31162 40634 51231 59322 67699 78807 8239 19111 3 1365 41123 51730 59710 68013 78926 8715 20007 3 1368 41124 52226 59755 68308 78974 8839 20675 32466 4 1 839 52687 60542 69916 79747 94 17 20823 33849 42629 54078 60642 69976 9440 21148 34542 42951 54118 61902 7051 1 9803 2 1628 35 135 4356 1 54712 61942 70559 9885 2 1784 35503 43585 55144 62386 70673 10605 22212 35609 44340 55373 62430 70868 1 1479 22631 35669 44543 55582 62805 71177 Næsti útdráttur fer fram 30. dcsembcr 1999. Heimasfða á Intcmeti: www.das.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.