Morgunblaðið - 31.12.1999, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 31.12.1999, Qupperneq 36
36 FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1999 ERLENT 'MORGUNBL'AÐIÐ EgyptAir-flugslysið Megnið af flakinu endurheimt Providence í Bandarikjunum. AP. BJÖRGUNARMENN hafa endur- heimt um það bil 70% flaksins af flugvél egypska flugfélagsins sem fórst úti fyrir austurströnd Banda- ríkjanna í lok október sl. Þá er kominn í leitirnar sá af tveim hreyflum vélarinnar sem ófundinn var. Bandaríska samgönguöi’yggis- ráðið greindi frá þessu. Formaður ráðsins, James Hall, sagði að í næstu viku verði flakið rannsakað ítarlega og ákveðið hvort þörf sé á að lyfta hreyflinum af hafsbotni og endurheimta meira af flakinu. Ráðist þetta af því, hvort útlit sé fyrir að frekari end- urheimt veiti meiri upplýsingar en fengist hafa nú þegar af flugritum vélarinnar. Notaður var kafbátur, sem tók myndir af hafsbotninum, til að finna seinni hreyfilinn. Á myndun- um mátti sjá skemmdir sem benda til þess að hreyfillinn hafi gengið lítið sem ekkert þegar vélin skall í hafið. Þykir þetta renna stoðum undir þær upplýsingar sem fengust úr flugrita um að slökkt hafi verið á hreyflunum þegar vélin fórst. Vélin var af gerðinni Boeing 767 og fórst 31. október skömmu eftir flugtak í New York. Ailir 217 um borð fórust. Hall sagði að rannsókn á orsökum slyssins hefði ekki leitt neitt afdráttarlaust í ljós. Finnar hamstrajoð Hclsinki. Reuters. SALA á joðtöflum í Finnlandi hefur slegið öll met í þessari viku að sögn vegna ótta Finna við bilanir í rússneskum kjarnorkuverum um áramótin. í mörgum lyfjaverslunum í landinu eru joðtöflur uppseld- ar. Joð vinnur gegn áhrifum geislavirkni á mannslíkamann. Finnar eru sagðir hafa áhyggjm- af því að ekki sé nægilega tryggt að búnaður rússneskra kjarnorkuvera sé öruggur fyrir 2000-vandanum. Eitt rússneskt kjarnorkuver, Sosnovy Bor, liggur í aðeins 230 kílómetra fjarlægð frá Helsinki og annað, sem stað- sett er á Kólaskaga, er í ein- ungis 100 kílómetra fjarlægð frá finnsku landamærunum. Los Angeles. Reuters. EF þér finnst fötin þín frábær, biddu þá bara þangað til þau fara að lesa tölvupóstinn þinn upphátt á frönsku í stórverslunum - og jakk- inn þinn roðnar og roðnar eftir því sem þér rennur í skap vegna þess hvað röðin á hraðkassanum er hægfara. Það er erfitt að ímynda sér hvernig það verður að sveifla erm- inni yfir skynjara og borga þannig fyrir allt sem maður keypti í ný- lenduvöruversluninni. Og ef ein- hver tekur jakkann manns og hleypur í burtu með hann, og stelur þar með DNA-uppIýsingunum um mann og öllum upplýsingum um bankaviðskipti manns, þá er jakk- inn forritaður þannig að hann kall- ar hátt og snjallt: „Stöðvið þjófinn!" Það er ekki það versta að glata DNA-uppIýsingunum, því þær er auðvelt að fá aftur. Hitt er verra að þjófurinn er farinn með jakka sem einnig veitir nudd og skammtar geðjöfnunarlýf á ákveðnum tímum, þannig að hætta er á að geðið fari að sveiflast. Aðstoðarföt Vísindamenn scgja að þess sé ekki langt að bíða að tölvur verði svo litlar að hægt verði að setja þær í fataefni þannig að fötin manns verði ekki bara til skjóls heldur beinlínis til aðstoðar. Þá mun kvikna ljós á einkennisbúning- Reuters. Flest bendir til, að stjórnarandstaðan í Króatíu muni bera sigurorð af stjórnarflokknum í kosningunum á mánu- dag. „Kjósum og sigrum“ stendur á blöðrunni, sem konan er með en hún tók þátt í mótmæluin í höfuðborginni, Zagreb, í fyrradag. Mikilvægar kosningar í Króatíu á mánudag Þjóðernishyg'gja eða vestræn aðlöarun Zagreb. Reuters, AFP. ^ ^ Ákæra íhuguð eftir snjóflóð SAKSÓKNARAEMBÆTTIÐ í Innsbruck í Austurríki hefur fyrirskipað rannsókn á því hvort grundvöllur sé fyrir ákæru í kjölfar þess að níu manns létust í snjóflóði nálægt bænum Galtur á þriðjudag. Beinist rannsóknin að ábyrgð og ákvörðunum þriggja leið- sögumanna sem fóru fyrir hópi tíu þýskra ferðamanna. Níu þeiira fórust í snjóflóðinu. Að sögn yfirvalda hélt fólkið, sem var sumt óvant skíðum, upp í ferðina þótt varað hefði verið við snjóflóðahættu á svæðinu. Dregur úr at- vinnuleysi í Frakklandi ATVINNULEYSI í Frakklandi mældist 10,8% í nóvembermán- uði og er það í fyrsta skipti síðan um mitt ár í fyrra að það fer nið- ur fýrir 11%. Alls voru 2,6 mil- ljónir Frakka í atvinnuleit í nó- vember og hafði þeim fækkað um rúm 44 þúsund frá því mán- uðinn á undan. Aukin framleiðni ÞINGKOSNINGAR verða í Króatíu á mánudag og stendur slagurinn fyrst og fremst á milli stjómarflokksins, sem stýrt hefur landinu í áratug með öfgafulla þjóðernishyggju að leiðar- ljósi, og stjómarandstöðu vinstri- manna, sem heita auknu lýðræði og nánari tengslum við Evrópu. Eftir rúmar þijár vikur munu landsmenn síðan ákveða hver verður eftirmaður Franjo Tudjmans á forsetastóli, en hann lést fyrr í þessum mánuði. Haft er eftir vestrænum sendi- mönnum, að í þessum tvennum kosn- ingum fái Króatar sögulegt tækifæri til að marka nýja stefnu og hasla sér völl meðal vestrænna lýðræðisþjóða. Samkvæmt skoðanakönnunum hefur bandalag jafnaðarmanna, áður kommúnista, og frjálslyndra, nokkurt forskot á Króatíska lýðræðisbanda- lagið, stjómarflokkinn í landinu, en mun þó þurfa stuðning annars banda- lags fjögurra stjómarandstöðuflokka til að geta myndað stjóm að kosning- um loknum. Króötum hefur ekki verið boðið að sækja um aðild að Evrópusamband- inu og er ástæðan sú, að stjómvöld hafa ekki viljað hafa samvinnu við stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóð- anna og ekki viljað ábyrgjast almenn mannréttindi, réttindi minnihluta- hópa og tjáningarfrelsi. Stjóma- randstaðan hefur gefið í skyn, að hún muni snúa við blaðinu að þessu leyti, en það kann þó að reynast erfitt því að til að breyta stjómarskránni þarf aukinn meirihluta, tvo þriðju at- kvæða, á þingi. Heiðarlegar kosningar? Stjómarflokkurinn hefur heitið að tryggja heiðarlegar kosningar en margir gmna hann um græsku og óttast, að hann sé reiðubúinn að falsa úrslitin, t.d. með því að eiga við tölv- urnar. Vakni grunsemdir um það að kosningum loknum, mun Króatía ein- angrast enn frekar frá samfélagi þjóðanna. Stjómarflokkurinn ræður ríkis- sjónvarpinu og -útvarpinu og notar það sem áróðurstæki. Langt er í frá, A nýrri þúsöld munu fötin tala og hreinsa sig sjálf um lögreglumanna, skyrtur skipta litum eftir því í hvemig skapi mað- ur er, kjólar lesa tölvupóstinn fyrir mann og náttfötin rugga manni í svefn. Þetta eru ekki eins fjarlægir möguleikar og manni kann að virð- ast, segja vísindamennimir Maggie Orth og Rehmi Post, sem starfa við Massachusetts-tæknistofnunina (MIT) í Bandaríkjunum. Þau hafa fundið upp lyklaborð úr klæði, sem gerir mögulegt að spila tónlist á skyrtur, skrifa niður minnisatriði og skoða tölvupóst. Orth sagði að innan fimm ára yrðu svona klæði fáanleg á almennum markaði. Smám saman muni svo raddstýr- ing og frekari þróun þráðlausrar tækni gera lyklaborð á fötunum óþörf. Verið er að þróa klæði blönduð efnum á borð við keramík, gler, kolefni og plast, og föt úr slík- um blöndum munu meðal annars geta skammtað manni lyf sem ber- ast inn í líkamann gegnum húðina. Þá er ennfremur verið að þróa Vísir að því sem koma skal: Sýn- ingarstúlka útbúin mittistölvu með lyklaborði, skjá og þráð- lausu mótaldi. að flokkunum sé öllum gert jafn hátt undir höfði eins og vera ber og fyrir skömmu var bannað að sýna mynd- band með rokkhljómsveit, sem gerði þó ekki annað en að hvetja ungt fólk til að kjósa. Þess í stað var sýnd mynd um fjöldamorð kommúnista á Króöt- um eftir síðara stríð. Var þar augljós- lega verið að vísa til þess, að margir stuðningsmenn jaíhaðarmanna voru áður kommúnistar. Stefna stjómarflokksins og stjómarandstöðunnar eru líkar á pappímum: Lög og regla, barátta gegn spillingu, aukin atvinna og nán- ari tengsl við vestræn ríki. Stjómar- flokkurinn virðist þó kunna fáar skýr- ingar á því hvers vegna landið er einangrað og efnahagsmálin í kalda- koli. Samkvæmt opinberum tölum em meira en 20% vinnufærra manna ánatvinnu. I Króatíu búa 4,5 milljónir manna, þar af 3,7 millj. Króata, 580.000 Serb- ar, 43.500 múslimar og 113.000 manns af ýmsu öðm þjóðemi. Er landið rúmlega 56.000 ferkm. klæði sem hitnar eða kólnar eftir því hvernig líkamshitinn er. Auk þessa mun svonefnd sam- eindananótækni leiða til fram- leiðslu nýs klæðis sem tölvur eru samofnar, að sögn Davids Forrests, verkfræðings hjá fyrirtækinu Bav- erstam Associates. Segir hann mögulegt að þetta verði orðið að veruleika innan 20 ára. Gera við sig sjálf Föt úr svona efni gætu bókstaf- lega hreinsað sig sjálf með því að færa stöðugt óhreinindi út til jaðr- anna með svipuðum hætti og bifhár halda lungunum hreinum. Þá væri mögulegt að svona föt gætu gert við sig sjálf. „Það væri hægt að koma fyrir litlum skynjurum sem myndu taka eftir því ef einhvers staðar rifnaði og senda þá örsmáar viðgerðarvél- ar á vettvang," sagði Forrest. „Þetta væri eins og að fara í nýja flík á fimmtán minútna fresti og endurvinnsla yrði algerlega óþörf.“ Þá telur Forrest að nanótækni muni gera fólki kleift að endurnýja húðina á sér með auðveldari hætti og halda þannig unglegu útliti. Þá muni lýtalæknar heyra sögunni til - nema þeim takist að fullkomna það sem þeir eru nú að vinna að, helgarandlitslyftingu þar sem gert er við slaka vöðva, fitupokar fjar- lægðir og strekkt á húðinni, allt án skurðaðgerða. hefur haft jákvæð áhrif á fjölda starfa og er þetta meðbyr fyrir vinstristjómina sem sagði at- vinnumálin eitt af forgangsmál- unum. Christian Sautter, fjár- málaráðherra Frakka, segir að sterk staða í efnahagsmálum muni hjálpa til við að ná hlutfalli atvinnulausra niður fyrir 10% í lok næsta árs. Hann segir tjónið sem óveðrið olli ekki breyta þar neinu um, þótt of snemmt sé að meta heildarskaðann. Skotland þegar tapað SKOTLAND verður orðið sjálf- stætt ríki innan tíu ára að mati John Majors, íyrrverandi for- sætisráðherra Breta, og segir hann það vera stærstu mistök ríkisstjómar Verkamanna- flokksins. í grein sem Major skrifaði í The Spectator segir hann aðeins visku eða heppni geta bjargað sambandi Skota og Englendinga. Verkamanna- flokkurinn hafi litið fram hjá öll- um hættumerkjum varðandi sjálfstæði Skotlands. Verka- mannaflokkurinn hefur jafnan haldið því fram að myndun skosks þjóðarþings styrki sam- band Englands og Skotlands því það dragi úr þrýstingi að- skilnaðarsinna. Guinness- gátan leyst LEYNDARDÓMURINN um loftbóluílæði Guinness-bjórsins sem hefur ásótt ráðvillta knæpugesti ámm saman var nýlega leystur af áströlskum vísindamönnum. Eftii' að hafa starað lengi á bjórglas á knæpu og eins á eftirlíkingu bjórglass á tölvuskjá telja vísindamennirnir sig nú skilja hvers vegna loft- bólur í Guinness-bjór virðast sökkva til botns í stað þess að fljóta upp á við líkt og búast má við. Vísindamennirnir segja sann- leikann þann að stórar loftbólur leiti upp á við í miðju glassins á meðan minni loftbólur við glas- brúnirnar dragist niður á við. Dökkur litur drykkjarins komi hins vegar í veg fyrir að hægt sé að fylgjast með hvað gerist í miðjunni. « I I I
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.