Morgunblaðið - 31.12.1999, Qupperneq 92

Morgunblaðið - 31.12.1999, Qupperneq 92
 MORGUNBLAÐW, KRINGLAN1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREWSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPANGSSTRÆTII FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Morgunblaðið árið 2000 Margs er að minnast Skýrsla erlendra sérfræðinga um áhrif námavinnslu í Mývatni Ekki hægt að tengja sveifl- ur beint kísilgúrvinnslu NUVERANDI rannsóknir á lífríki Mývatns leyfa ekki að ákveðnar ályktanir séu dregnar um þá krafta sem stjórna sveiflum í lífríkinu. Hins vegar er ekki hægt að tengja sveiflurnar kísilgúrnámi í botni vatnsins með neinum beinum hætti, að mati þriggja erlendra sérfræðinga í vatnalíffræði, sem ríkisstjómin fékk til að meta hugsanlega áhættu af kísilgúrnámi í Syðri-Flóa Mývatns, en sérfræð- ingarnir hafa skilað af sér skýrslu í þessum efn- um. Sérfræðingarnir leggjast jafnframt eindregið gegn kísilgúrvinnslu á svæðum 3 og 4 í Syðri- Flóa, en telja að vinnsla á svæði 1 í fulla dýpt sé í lagi og á svæði 2 um tvo metra. Sérfræðingunum, tveimur norskum og einum sænskum, auk hollensks sérfræðings í setlaga- flutningum, var sett það verkefni af iðnaðarráð- uneytinu að yfirfara rannsóknir á lífríki Mývatns og að hvaða marki þær skýri sveiflur í lífríki vatnsins. Þeim var jafnframt falið að meta áhrif kísilgúrvinnslunnar á lífríkið og að vera ráðgef- andi um frekari rannsóknir á sveiflum í lífríkinu, auk þess að meta áhættuna af því að hefja kísil- gúrvinnslu í Syðri-Flóa. Sérfræðingamir segja að þó ekki sé hægt að draga ákveðnar ályktanir af fyrirliggjandi rann- sóknum um hvað það sé sem stjómi sveiflunum sé samt nægileg þekking fyrir hendi til þess að benda á rannsóknir sem geti svarað spumingum í þessum efnum. Kísilgúrvinnslu í Ytri-Flóa verði hætt í niðurstöðum sínum segja sérfræðingarnir jafnframt að þó ekki hafi verið mögulegt að skilja til fulls sveiflurnar telji þeir að ekki sé hægt að tengja þær kísilgúrvinnslunni með neinum bein- um hætti. Þessi niðurstaða sé einnig studd þeirri staðreynd að sveiflur í lífríkinu hafi orðið í Syðri- Flóa og hafi raunar orðið þar mestar í sumum til- vikum. Það sé ekkd líklegt að rask í Ytri-Flóa hafi mikil áhrif í Syðri-Flóa um grunnt Teigasundið. Með þessu segjast sérfræðingamir ekki vera að halda því fram að kísilgúrvinnslan sé án áhrifa á lífríkið og kísilgúrvinnsla í Ytri-Flóa kunni að vera komin á hættulegt stig í ljósi þess að lífríki bregðist ekki við áreiti með línulegum hætti. Þeir lýsa jafnframt yfir áhyggjum sínum af því að frekari vinnsla þar geti haft mikil áhrif á einstaka tegundir og leggja til af varúðarástæðum að hætt sé kísilgúrvinnslu í Ytri-Flóa eða að minnsta kosti að forðast sé að stækka núverandi náma- svæði. SÉRSTÖK útgáfa Morgunblaðsins í tilefni ársins 2000 verður borin út mánudaginn 3. janúar. I aðfaraorð- um ritstjóra segir: „Margs er að minnast þegar ártalið 2000 blasir við. Morgunblaðið var stofnað 2. v-'Wivember 1913 og er það gríðarleg ; heimild um þá öld sem við erum nú að kveðja. Slíkri samtímaheimild var ekki til að dreifa fyrir þúsund ámm. Það væri að æra óstöðugan að fjalla um alla þá atburði sem blaðið hefur sagt frá á þessari öld og greina frá hverju því sem at- hyglisvert er á þessum tímamót- um. Það verður látið framtíðinni eftir. Hér eru aftur á móti rifjaðar upp nokkrar þær greinar sem birzt hafa í blaðinu á þessu tímabili, þær eru valdar af handahófi og sem dá- lítil vísbending um efni blaðsins á þessum liðnu áratugum. Þessu er safnað saman í þeirri trú að les- ^—ijndur hafi áhuga á ýmsu því sem blaðið hefur birt og því ekki frá- gangssök að rifja það upp. En á það skal lögð áherzla að hér er ekki um úrval að ræða, langt því frá, einungis stiklað á stóru og sýnd dæmi sem enn mætti hafa af nokkra ánægju og fróðleik. Þessi sýnishorn af efni blaðsins eru eins og dropi í hafi, svo fjölbreyti- legt og mikið að vöxtum sem blaðið er. Tæmandi sýnishorn yrði efni margra blaða, svo að ekki sé talað um upprifjun allra þeirra atburða sem fjallað hefur verið ítarlega um í Morgunblaðinu." Og síðar: „Þetta blað kemur út á fyrsta rúmhelgum degi ársins 2000, mánudeginum 3. janúar. í því felst engin vísbending um mánudagsútgáfur Morgun- blaðsins, þótt að þeim sé unnið.“ Blaðið verður sent til allra áskrifenda og fæst einnig í lausa- sölu (verð: 150 krónur). Banaslys á Grindavík- urvegi KARLMAÐUR á 37. aldursári lést í bílslysi á Grindavíkurvegi skömmu fyrir klukkan 11 í gærmorgun. Fólks- bifreið sem hann ók lenti framan á jeppabifreið sem kom úr gagnstæðri átt á veginum, skammt frá Seltjörn rétt sunnan við Reykjanesbraut, og var hann úrskurðaður látinn við komu á sjúkrahús. Ökumenn beggja bifreiða voru ein- ir i bifreiðum sínum og var ökumaður jeppans einnig fluttur á sjúkrahús en fékk að fara heim að lokinni skoðun. Talsverð hálka var á Grindavíkurvegi þegar slysið átti sér stað. Morgunblaðið/Bjöm Gíslason Karlarnir streyma í sund með krakkana GÓÐ aðsókn hefur verið að Sund- laug Akureyrar nú um jólin og sagði Arnar Þór Þorsteinsson sund- laugarvörður að áberandi niikið hefði verið um karlmenn og börn í sundlauginni siðustu daga. „Það er eins og konurnar hafi sent karlana með börnin í sund, svo þær hafi frið heima. Eg veit ekki hvort sú er raunin, en það hefur að minnsta kosti verið áberandi mikið af karl- mönnum og börnum i sundi síðustu daga. Auðvitað eru konur líka á meðal gesta okkar nú um jólin, en þær eru ekki eins margar og karl- arnir,“ sagði Amar. Á myndinni eru þeir félagar Arn- ar og Brynjar sem voru á meðal þeirra fjölmörgu sem fengu sér hressandi sundsprett í gær. Allt kampa- vín er uppselt AÐEINS ein tegund af kampavíni var eftir í Afengis- og tóbaksverslun ríkisins í Kringlunni þegar hún var opnuð í gærmorgun og seldist hún upp um hádegisbil. Þar með var kampavín orðið uppselt í öllum versl- unum ATVR á höfuðborgarsvæðinu. Þó eru enn til nokkrar flöskur af kampavíni í sérflokki sem kosta á bil- inu 8.000 til 120.000 krónur flaskan. Þorgeir Baldursson, verslunar- stjóri ATVR í Kringlunni, segir að sala á kampavíni í verslun ATVR í Kringlunni nú í desember hafi verið um 600 til 700% meiri en í desember í fyrra. Þetta sé enn meiri aukning en búist var við, en búið var að spá veru- legri aukningu. Hann segir að marg- ar kampavínstegundir hafi selst upp um miðjan mánuðinn og þá hafi sala á kampavíni og freyðivíni jafnframt verið orðin jafnmikil og hún var allan desembermánuð í fyrra. Þorgeir segir ástæðu þess að margar kampavínstegundir hafi klárast meðal annars þá að innflytj- endur hafi ekki fengið það magn sem þeir þurftu. Búið var að spá skorti á kampavíni um áramótin og þess vegna var því að einhverju leyti skammtað til dreifenda. Hins vegar er nóg til af freyðivíni og er talið víst að það dugi. Viðskipti með hlutabréf á VÞÍ 215% auknmg' á milli ára VIÐSKIPTI með hlutabréf á Verð- bréfaþingi Islands námu alls 40,08 milljörðum króna á árinu en á síð- asta ári var heildarveltan 12,7 millj- arðar og er aukningin 215%. Veltan á árinu er meiri en samanlögð velta hlutabréfa á VÞÍ frá upphafi. Utan- þingsviðskipti með bréf félaga á Að- allista á árinu 1999 voru tæplega tvöföld viðskiptin á VÞÍ eða 74,74 milljarðar. Mest viðskipti á.VÞI á árinu voru með bréf íslandsbanka fyrir 4,8 milljarða, bréf FBA fyrir 3,5 milljarða og bréf Eimskipafélags íslands fyrir 3,3 milljarða. Mest ut- anþingsviðskipti voru með bréf FBA fyrir 8,36 milljarða. Úrvalsvísi- tala Aðallista hækkaði um 46,36% á árinu og er nú 1.618, 36 stig sem er met. Viðskipti með hlutabréf á þing- inu í gær voru fyrir 620 milljónir króna og er dagurinn sá annar stærsti með hlutabréf frá upphafi. Marel hækkaði mest en SR-mjöl lækkaði mest Hlutabréf í Marel hf. hækkuðu mest allra félaga á Verðbréfaþingi íslands á árinu 1999 eða um 219,7%. Lokagengi bréfa í Marel á síðasta viðskiptadegi Verðbréfaþings fs- lands á árinu var 44,6 en var 13,95 á síðasta viðskiptadegi í fyrra. Marel sýndi neikvæða ávöxtun um 23% á árinu 1998. SR-mjöl hf. lækkaði mest allra fyrirtækja á Aðallista eða um 31,3% á árinu. ■ Marel/26 MORGUNBLAÐIÐ kemur næst út þriðjudaginn 4. jan- úar. Fréttaþjónusta verður á Fréttavef Morgunblaðsins um áramótin. Slóðin er mbl.is.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.