Morgunblaðið - 13.01.2000, Page 2
2 FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Ásdís
Fyrsta
skipið
tekið upp
FYRSTA skipið var tekið upp í nýja
flotkví Vélsmiðju Orms og Víglund-
ar í nýju suðurhöfninni í Hafnar-
firði í gærkvöldi.
Mælifell, flutningaskip Sam-
skipa, var tekið inn í kvína í öxul-
drátt, málningu og almennt við-
hald, að sögn Jóhanns
Halldórssonar, vaktmanns hjá
vélsmiðjunni.
Auk nýju kvíarinnar hefur vél-
smiðjan frá 10. janúar 1996 rekið
aðra flotkví í Hafnarfjarðarhöfn og
hefur þar fengið um 160 skip til
viðgerða.
Þyrla
sótti
veika
konu
ÞYRLA Landhelgisgæslunnar
var kölluð út síðdegis í gær að
koma til móts við sjúkrabíl með
veika konu frá Hvammstanga.
Sótti þyrlan konuna í Borgar-
nes og flutti hana á Sjúki'ahús
Reykjavíkur til aðhlynningar.
Konan var ekki í líshættu og
var líðan hennar eftir atvikum,
að sögn vakthafandi iæknis á
sjúkrahúsinu í gærkvöldi.
Gengst hún undir frekari rann-
sókn í dag.
Ung kona flutt með sjúkraflugi frá fsafírði til Reykjavíkur
Flogið langt út fyrir landið
til að forðast norðanstreng
SEX manna áhöfn,
að meðtöldum
tveimur læknum,
fór á TF-LÍF,
þyrlu Landhelgis-
gæslunnar, frá
Reykjavík til Isa-
fjarðar í fyrrinótt
til að sækja konu á
þrítugsaldri með
slæma lungna-
bólgu. Hún var
flutt á Sjúkrahús
Reykjavíkur og
liggur nú á gjör-
gæsludeild tals-
vert veik. Er það
mat lækna kon-
unnar að það hafi
bjargað lífi hennar
að þyrlunni tókst
að brjótast til ísa-
fjarðar við mjög erfið skilyrði.
Flogið 12 mflur út
fyrir Snæfellsnes
Vegna sterks norðanstrengs yfir
landinu reyndist ekki unnt að
fljúga beina leið til Isafjarðar og
varð þyrlan því að fara talsvert
langt vestur fyrir landsteinana á
leið sinni þangað. Skyggni var
ágætt á útleiðinni en krókurinn olli
því að fljúga varð um 210 mflur til
að komast á áfangastað en 120 mfl-
ur til baka, enda voru veðurs-
kilyrði betri á heimleiðinni sam-
kvæmt upplýsingum
frá stjórnstöð Land-
helgisgæslunnar.
Tilkynning um
sjúklinginn barst
Landhelgisgæslunni
um hálfri klukku-
stund fyrir miðnætti
á þriðjudagskvöld
frá lækni á slysadeild
Sjúkrahúss Reykja-
víkur og var TF-LÍF
komin í loftið rúmri
hálfri annarri kluk-
ustund síðar. Flogið
var 12 sjómflur vest-
ur fyrir Snæfellsnes
og þyrlunni haldið í
þeirri íjarlægð frá
strandlengjunni á
V estfj arðakj álkan-
um uns komið var að
fjallinu Barða í Dýrafirði. Lent var
siðan á Isafirði klukkan 3.06 eftir
tæplega tveggja stunda flug. Eftir
um klukkustundar viðdvöl á Isa-
firði var allt til reiðu fyrir sjúkra-
flugið til Reykjavíkur og lenti þyrl-
an við Sjúkrahús Reykjavíkur
klukkan 5.16 í gærmorgun.
Jakob Ólafsson, flugstjóri þyrl-
unnar, sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gær að áhöfnin hefði fengið
góða aðstoð frá togveiðiskipi úti á
miðunum sem hefði gefið áhöfninni
mjög gagnlegar veðurupplýsingar.
Hann sagði einnig að áður en
TF-LÍF kom til sögunnar hefði
ekki verið óalgengt að fljúga út
fyrir landsteinana þegar veður
væru válynd á landi. Engu að síður
hefði verið valin sú leið að fljúga
yfir sjó í þetta skiptið, þrátt fyrir
nýrri og betri flugkost þar sem
tímafrekt hefði verið að fljúga í
sterkum mótvindi á landi og ekki
víst að neinn tími hefði sparast við
það.
Jakob Ólafsson
flugstjóri
Héraðsdómur í máli vagnstjóra SYR gegn borgaryfírvöldum
Fær greiddar bætur
vegna uppsagnar
Með Morgunblaðinu í dag er í
fyrsta skipti dreift nýju tímariti,
24-7. Tímarit þetta er gefið út af
rekstrarfélagi með sama heiti, 24-7
ehf. Ábyrgðarmaður blaðsins er
Snorri Jónsson, fyrrverandi rit-
stjóri og eigandi Undirtóna. Ætlun-
in er að timaritinu verði dreift með
Morgunblaðinu á fimmtudögum til
áskrifenda og í lausasölu.
Nafngiftin á blaðinu táknar 24
tíma sólarhringsins, alla daga vik-
unnar. Upplag tímaritsins er 60
þúsund eintök.
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hefur dæmt Reykjavíkurborg og
Strætisvagna Reykjavíkur til að
greiða Pétri I. Hraunfjörð, fyrrver-
andi vagnstjóra, 275 þús. krónur
ásamt dráttarvöxtum og 115 þús. í
málskostnað vegna uppsagnar í
starfi án þess að næg ástæða væri
tilgreind.
Pétur sagðist vera nokkuð ánægð-
ur með þessa niðurstöðu. „Ég hef í
það minnsta endurheimt mannorð-
ið,“ sagði hann. „Þetta voru tilefnis-
lausar uppsagnir án áminningar. Ég
fékk enga áminningu í öll þessi ár.“
Pétur var einn þriggja starfsmanna,
sem sagt var upp á sama tíma.
Uppsögn eftir 15 ár
Málavextir eru þeir að Pétri var
sagt upp með bréfi 27. ágúst 1997
með þriggja mánaða uppsagnar-
fresti eftir um 15 ár í starfi án þess
að ástæður uppsagnarinnar væru
tilgreindar og var ekki óskað eftir
vinnuframlagi hans á uppsagnar-
tíma.
I framhaldi var óskað eftir skrif-
legum rökstuðningi fyrir uppsögn-
inni og í svari forstjóra SVR er
ástæðan talin vera sú að Pétur hafi
aðfaranótt 25. ágúst 1997 vikið af
akstursleið og ekki ekið tæplega
helming þeirrar leiðar sem honum
bar að aka. Ennfremur er vísað til
þess að hann hafi fengið munnlega
áminningu fyrir að virða ekki tíma-
setningar og að auki fengið tiltal
vegna ýmissa atriða í starfi. Þessum
rökstuðningi var mótmælt bréflega,
þar sem gerð er grein fyrir að ein-
ungis hafi tvær biðstöðvar verið eft-
ir þegar hann hætti akstri. Vagninn
hafi þá verið tómur og fyrir því væri
áratugalöng venja að síðustu ferð sé
hætt þegar síðasti farþeginn er far-
inn úr vagninum og skammt að end-
astöð. Þessum fullyrðingum mót-
mælti forstjóri SVR. Fram kemur í
yfirlýsingu ellefu núverandi vagn-
stjóra að þessi venja hafi verið af-
lögð um áramót 1997-1998 með sér-
stakri tilkynningu til vagnstjóra.
Vei'ði því að telja fram komið að
venjan hafi verið að sleppa síðustu
biðstöðvum í síðustu ferð að kvöldi,
a.m.k. í mörgum tilvikum segir í
dómnum.
Ekki málefnaleg
í dómnum segir ennfremur að
það teljist ekki málefnaleg afstaða
hjá forstjóra SVR að gefa ekki
stefnanda, sem var 54 ára og hafði
unnið hjá SVR í fjölda ára, annan
möguleika á því að mæta á fund og
gefa skýringar á því sem ámælisvert
taldist, heldur segja stefnanda fyrir-
varalaust upp störí'um vegna ávirð-
inga, sem fólust í hegðun sem við-
gengist hafði hjá fjölda starfsmanna
í lengri tíma.
Hjallasókn
Séra Iris
ráðin
SÉRA íris Krist-
jánsdóttir, prest-
ur í Hjallasókn,
hefur verið ráðin
sóknarprestur í
Hjallaprestakalli í
Kópavogi. Verður
hún sett í embætti
30. janúar nk„ að
sögn Karls M.
Kristjánssonar,
formanns sóknar-
nefndar.
íris hefur
gegnt starfi safn-
aðarprests í Hjallasókn í tvö ár og
verið settur sóknarprestur í veikind-
um sóknarprests í eitt ár. Prestakall-
ið var auglýst laust til umsóknai' eftir
lát sóknarprestsins, sr. Kristjáns E.
Þorvarðarsonar, sl. haust.
Aðrir umsækjendur um stöðuna
voru séra Bragi Ingibergsson, sókn-
arprestur á Siglufirði, og séra Flóki
Kristinsson, sem gegnt hefur sér-
stöku prestsembætti á meginlandi
Evrópu.
Séra íris
Kristjánsdóttir
Sérblöð ídag
Viðskiptablað
Morgunblaðsins
Sérblað um viðskipti/atvinnnlíf
Weah byrjar vel
hjá Chelsea/C3
Heiðar einn sá fyrsti
í langri röð/C3
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is