Morgunblaðið - 13.01.2000, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Islandsnet opnaði netgáttina strik.is á Strikinu í Kaupmannahöfn
Netgáttin strik.is var opnuð á Strikinu í Kaupmannahöfn og skemmti KK vegfarendum af því tilefni.
Morgunblaðið/Ami Sæberg
ÍSLANDSNET opnaði í gær net-
gáttina, strik.is, sem er þjónustu-
svæði á Netinu. Því er ætlað að
auðvelda notendum aðgang efni á
hinum fslenska hluta verald-
arvefsins. Það var Ásgeir Frið-
geirsson, framkvæmdastjóri
Islandsnets, sem opnaði, strik.is, á
Strikinu í Kaupmannahöfn. íslan-
dsnet er dótturfyrirtæki Is-
landssima. Eyþór Arnalds.fram-
kvæmdastjóri íslandssima, sagðist
vera þeirrar skoðunar að með opn-
un strik.is væri verið að brjóta
blað í sögu Netsins á Islandi. Verið
væri að gera Netið notendavænna
en það hefði verið. Ásgeir tók und-
ir þetta og sagði að ákveðin kaf-
laskil væru að verða í netvæðingu
á Islandi. Ekki væru nema tvö til
þrjú ár síðan bankar, fjölmiðlar og
þjónustufyrirtæki fóru að bjóða
margvíslega þjónustu á Netinu. Nú
væri komið að því að greiða al-
menningi leið á Netinu. Strikinu er
ætlað að gegna þessu hlutverki.
Vaxtahækkun
Seðlabankans
Krónan
styrktist
KRÓNAN styrktist nokkuð í
gær í kjölfar 0,8% hækkunar á
vöxtum Seðlabanka íslands í
viðskiptum við aðrar innláns-
stofnanir sem bankinn tilkynnti
um á þriðjudaginn. Var vísitala
krónunnar 110 í lok gærdagsins
samanborið við 110,85 í lok
dagsins áður.
Vextir á millibankamarkaði
breyttust mjög lítið í gær, en
þrátt fyrir vaxtahækkun Seðla-
bankans lækkuðu skammtíma-
vextir, og litlar breytingar urðu
á ávöxtunarkröfu á skulda-
bréfamarkaði.
I Vi5 Fréttum Búnaðarbank-
ans verðbréfa í gær segir að
þetta gefi tilefni til þess að ætla
að vaxtahækkun Seðlabankans
haíi ekki komið markaðsaðilum
á óvart.
Kaflaskil að verða í
á Islandi
Ásgeir sagði að íslandsnet gæfi
notendum færi á að hanna sína
eigin hcimasíðu eftir eigin höfði.
Hverjum og einum væri gefið færi
á að opna tölvupóst sinn á þessari
síðu. Hann gæti verið með eigin
dagbók og stefnt væri að því að
hann gæti haft aðgang að eigin
talhólfi í framtíðinni. Strikið gæti
því orðið þægileg upphafssíða hjá
tölvunotendum. Hann sagði að
strik.is ætti sér hliðstæðu í nágr-
annalöndum okkar og að þar sem
boðið hefði verið upp á þennan
möguleika hefði hagnýtt gildi
Netsins aukist til muna.
Strikið hefur gert samstarfs-
samning við fjölmörg fyrirtæki.
Þeir sem nota strik.is geta haft
beinan aðgang að fréttum, fjár-
málaþjónustu, verslun, íþróttum,
tónlist, menningu, tölvum og leit-
arvélum. Fyrirtækin sem fslan-
dsnet hefur þegar gert samning
við eru Islandsbanki, mbl.is, Is-
lenskar getraunir, Tölvuheimar,
kvikmyndir.is, netveisla Sigga
Hall, Hagkaup, sl.is, netdoktor.is,
Sjóvá-Almennar og leit.is. Ásgeir
sagði að fleiri samstarfsaðilar
bættust við fljótlega.
Þeir sem skráð hafa sig fyrir
ókeypis tengingu hjá Íslandssíma
munu sjálfkrafa tengjast íslands-
neti en um 17. þús. notendur hafa
þegar óskað eftir nettengingu hjá
fslandssíma. Opnað var fyrir teng-
inguna 10. janúar sl.
Aðspurður sagði Ásgeir að Is-
landsnet myndi hafa tekjur af _
auglýsingum. Samningar sem Is-
landsnet hefði gert við samstarfs-
aðila væru einnig með þeim hætti
að þau tryggðu báðum aðilum
tekjur af auknum viðskiptum.
Fram kom á blaðamannafundinum
að fslandsnet vænti mikils af auk-
inni netverslun. Velta Hagkaups á
Netinu sexfaldaðist í desember í
fyrra miðað við sama mánuð árið á
undan. Netverslun í Banda-
ríkjunum þar sem netverslun er
lengst á veg komin í heiminum
hefur aukist um 300% á síðustu ár-
um.
Eyþór sagði að það sem stæði
netverslun fyrir þrifum á Islandi
væri að ekki væri búið að þróa
nægilega góða greiðslumiðlun á
Netinu. Sagði hann aðspurður að
stefnt væri að því að selja íslan-
dssíma á hlutabréfamarkað þegar
búið væri að byggja upp fyrirtækið
og það væri orðið hæft á markað.
Greiðslu-
þátttöku TR
í sveppalyfj-
um hætt
UM áramót gekk í gildi ný
reglugerð um greiðsluþátt-
töku almannatrygginga. Með-
al breytinga er að ákveðið hef-
ur verið að hætta
greiðsluþátttöku í sveppalyfj-
um sem tekin eru inn gegn
húðsvepp en Tryggingastofn-
un ríkisins (TR) hefur al-
mennt ekki greitt niður
sveppalyf sem seld eru í formi
smyrsla í lausasölu.
Úm er að ræða sveppalyfið
lamasil sem gefið hefur verið
við fótsveppi. Lyfið kostar nú
6.000 kr. fyrir neytendur og
segir Sigurður Thorlacius
tryggingayfirlæknir að tals-
vert hafi verið um fyrirspurnir
frá sjúklingum og læknum
vegna þessara breytinga.
Að sögn Ingolfs J. Petersen,
skrifstofustjóra í heilbrigðis-
og tryggingamálaráðuneytinu
er verið að sporna við því að
þetta lyf sé gefið að ástæðu-
lausu en talið sé að svo hafi
verið til þessa.
„Það er takmarkað fé sem
er til niðurgreiðslu lyfja á
fjárlögum. Við notum fjórfalt
meira af þessu lyfi en Danir
og kostnaðurinn er tvöfaldur.
Það er verið að reyna að halda
kostnaði til niðurgreiðslu inn-
an ramma fjárlaga og þessar
breytingar eru hluti af því.“
Ingólfur segir hugsanlegt
fyrir neytendur lyfsins að fá
út gefið lyfjakort frá Trygg-
ingastofnun ríksins sem þýðir
að hún tekur þátt í endur-
greiðslu lyfsins. Það komi þó
eingöngu til greina ef fyrir
liggur staðfesting á að um
sveppasýkingu sé að ræða og
að hún sé þrálát. Staðfesting
þýðir að læknir þar að senda
sýni í ræktun. Að henni feng-
inni þarf viðkomandi að sækja
um lyfjakort.
Krabbameinsfélag íslands og Urður, Verðandi, Skuld undirrita samstarfssamninga
Fela í sér víðtækt samstarf
um krabbameinsrannsóknir
KRABBAMEINSFELAG Islands
og líftækniíyrirtækið Urður, Verð-
andi, Skuld hafa skrifað undir samn-
inga um víðtækt samstarf á sviði
krabbameinsrannsókna og felur
samstarfið það m.a. í sér að UVS
greiðir laun sex vísindamanna á
rannsóknarstofu KÍ vegna tiltekinna
rannsóknarverkefna. Jafnframt
skrifuðu fulltrúar KI og UVS undir
yfirlýsingu sem felur í sér sameigin-
legan vilja til að koma á fót rannsókn-
armiðstöð í krabbameinsfræðum
með þátttöku háskóla og heilbrigðis-
stofnana og annarra sem stuðla vilja
að krabbameinsrannsóknum á Is-
landi.
Rannsóknarsamstarfið byggist á
því að nýta verktækni og þekkingu
sem vísindamenn KÍ og UVS búa yf-
ir, m.a. til rannsókna á sviði frumu-
og sameindalíffræði, og þá sérstak-
lega sem lýtur að samspili gena sem
leiða til myndunar krabbameins.
Einkum verður horft til rannsókna
á krabbameini í brjóstum og þvag-
færum, að sögn Reynis Amgríms-
sonar, framkvæmdastjóra vísinda-
sviðs UVS, en á rannsóknarstofu KÍ í
sameinda- og frumulíffræði hefur
lengi verið unnið við að rannsaka fjöl-
skyldur með ættlægt brjóstakrabba-
mein. Miðast samstarfsrannsóknir
Krabbameinsfélagsins og ÚVS áð því
að skilgreina þætti sem hafa áhrif á
sjúkdómshorfur einstaklinga með
bijóstakrabbamein.
Samningur Krabbameinsfélagsins
og UVS um rannsóknir á þvagfæra-
krabbameini, sem einnig er unninn í
samvinnu við þvagfæraskurðdeild
Sjúkrahúss Reykjavíkur, miðar hins
vegar að því að leita að sameinda-
erfðafræðilegum greiningarþáttum
sem geta haft forspárgildi um gang
sjúkdómsins og þannig stuðlað að
bættri meðferð, en tíðni þvagfæra-
krabbameins hefur farið mjög vax-
andi hér á landi undanfama áratugi.
Léttir Krabbameinsfélaginu
róðurinn
UVS mun bera kostnaðinn af rann-
sóknunum og m.a. greiða laun sex
vísindamanna á rannsóknarstofu KI
sem starfa munu að rannsóknum
tengdum samstarfssamningunum. I
heildina litið munu tíu manns starfa
að verkefninu, þar af fjórir hjá UVS
en Reynir segir endanlegar kostnað-
artölur ekki liggja fyrir. Ljóst sé hins
vegar að um stóran samning er að
ræða, sem koma muni vel upp í kostn-
að við rekstur rannsóknarstofu KI.
Undir þetta tekur Sigurður
Björnsson, formaður Krabbameins-
félagsins, en hann segir samningana
að mörgu leyti eðlilega þróun enda
séu verkefnin sem um ræðir skyld
Heimilislína Búnaðarbankans:
— > -
_ > — £_ y--—
-- r- Gullreikningur með hærri innlánsvöxtum
garðínn þinn Lægri vextir á yfirdrætti • Heimilisbanki á Netinu
VISA farkort • Fjármögnunarleiðir
Greiðsluþjónusta • Ávöxtunarleiðir
fÐfáMk 6/- ■
þeim rannsóknum sem unnar hafa
verið á rannsóknarstofu KÍ. Jafn-
framt létti þetta KI mjög róðurinn
vegna reksturs rannsóknarstofunn-
ar.
„Við erum þarna með rannsóknar- I
stofu sem hefur verið að vaxa og
dafna á síðustu 12 árum,“ segir Sig-
urður, „og við höfum stutt við bakið á
henni eins og við höfum getað. Hún
hefur hins vegar verið okkur svolítið
þung í skauti, enda eru þetta veru-
lega kostnaðarsamar rannsóknir, og
þess vegna tökum við því með fegins
hendi þegar við fáum samstarfsaðila
til að létta svolítið á kostnaðinum við
reksturinn."
Vonast eftir frekara samstarfi
Samningarnir gilda til eins árs en
Reynir Arngrímsson segir að gert sé
ráð fyrir að þeir verði framlengdir.
Jafnframt vonast hann til að frekara
samstarf á þessu sviði fylgi í kjölfarið
enda sé hér á ferðinni merkilegur
samningur. Hér sé ungt fyrirtæki á
sviði líftækni og erfðarannsókna að
nýta sérþekkingu rótgróinnar stofn-
unar sem á móti fái tækifæri til að
fara inn á ný svið og þannig vaxa og
eflast.
Segir Reynir að UVS fái hér að-
gang að gífurlega reyndum vísinda-
mönnum en jafnframt að fullbúinni
rannsóknarstofu sem gefi fyrirtæk-
inu ákveðið svigi-úm á meðan það hef-
ur ekki enn komið sér upp eigin rann- >
sóknarstofum með tilheyrandi
hátæknibúnaði.