Morgunblaðið - 13.01.2000, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 13.01.2000, Qupperneq 12
12 FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Samningur við Orkuveitu Reykjavíkur um kaup á heitu vatni Sveitarfélögin óska eftir endur- skoðun samnings Frá Krísuvík Morgunblaðið/RAX INGIMUNDUR Sigurpálsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segist eiga von á að Garðabær, Hafnarfjarðar- bær, Kópavogur og Bessastaða- hreppur muni, á næstu dögum, óska sameiginlega eftir viðræðum við Reykjavíkurborg um að samningur sveitarfélaganna við Orkuveitu Reykjavíkur, um kaup á heitu vatni, verði endurskoðaður. Sveitarfélög- in hafi sent Reykjavíkurborg lög- fræðilegar álitsgerðir varðandi samninginn fyrir um ári og vilji nú hefja viðræður um málið. Ingimundur segir sveitarfélögin einkum ósátt við tvennt, annars vegar háar arðgreiðslur Orkuveit- unnar og hins vegar að hún skuli hafa ótímabundinn einkarétt á ork- unýtingu og -sölu til þeirra. „Það þarf að taka samninginn við Reykjavíkurborg til endurskoðun- ar. Menn eru afar ósáttir við þá skattlagningu sem felst í arðgreiðsl- um Orkuveitunnar. Við teljum að Reykjavíkurborg hafi ekki heimild til að taka þetta mikinn arð út úr fyrirtækinu og að óeðlilegt sé að taka arð út úr fyrirtæki sem starfar á einkaréttarlegum grunni. Við telj- um þessar háu arðgreiðslur bera vott um að það eigi að vera hægt að lækka gjaldskrána verulega. Einnig er talið vafamál að binda megi einkarétt til orkusölu til ótak- markaðs tíma, eins og gert er í þess- um samningi." Viðræður við Hitaveitu Suður- nesja eru enn í gangi Haustið 1998 gerðu sveitarfélög- in samkomulag við Hitaveitu Suð- umesja um að kanna möguleika á samstarfi varðandi nýtingu jarðhita og aðra alhliða samvinnu á sviði orkumála. Ingimundur segir að til- gangur þessa samkomulags hafi verið að kanna möguleika þess að sveitarfélögin gerðust þátttakendur í rekstri orkuveitu, í þeim tilgangi að stuðla að lækkun orkuverðs. „Við höfum hist alloft frá því að þessi samningur var undirritaður og farið yfir ýmis mál en það er ekk- ert endanlegt komið út úr þeim við- ræðum. En þetta er mjög spenn- andi flötur og hægt að sjá fyrir sér ýmsa möguleika á samstarfi." Ingimundur segir nauðsynlegt að taka samning sveitarfélagana við Orkuveitu Reykjavíkur til end- urskoðunar hvort sem af samstarfi þeirra við Hitaveitu Suðumesja verður eða ekki. „Það liggur ekkert fyrir um að við ætlum að beina viðskiptum okk- ar til Hitaveitu Suðumesja, en það að við emm ósátt við þessi viðskipti við Reykjavíkurborg kallar auðvit- að á að við höldum áfram að skoða aðra möguleika,“ segir Ingimundur Sigurpálsson. Yrði að endurskoða orkugjöld Alfreð Þorsteinsson, formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkm-, segir Reykjavíkurborg hafa ákveðið að skipa viðræðunefnd um endur- skoðun samnings Orkuveitunnar við nágrannasveitarfélögin. í nefnd- inni sitji borgarlögmaður og for- stjóri Orkuveitunnar, af hálfu Reykjavíkurborgar. „Innan tíðar verða þessi mál rædd, en það er ekki hægt að svara því á þessari stundu hvað kemur út úr þeim viðræðum.“ Alfreð segir málið flókið og að endurskoðun samningsins muni leiða til endurskoðunar á orkugjöld- um. „Ef sveitarfélögin vilja gera samning til einhvers ákveðins tíma segir það sig sjálft að það gæti leitt til hækkunar á orkugjöldum þar. Orkuveitan lagði í miklar fjárfest- ingar vegna suðursvæðanna og samningar okkar við nágranna- sveitarfélögin miða við að sú fjár- festing skili sér á löngum tíma. Ráð- ist var í gerð varmaorkuversins á Nesjavöllum fyrst og fremst til að sjá suðursvæðunum fyrir nægilegri orku, það hefði ekki þurft að ráðast í þá framkvæmd vegna Reykvíkinga eingöngu." Alfreð segir að ef staðan myndi breytast milli Orkuveitunnar og nágrannasveitarfélaganna, hvort sem það yrði vegna breytinga á samningnum eða lagabreytinga, yrði að fara ofan í saumanna á því hvernig uppgjör færi fram við Orkuveitúna vegna þess fjármagns sem hún hefur lagt í virkjanir, lagn- ingu dreifilagna og aðrar fram- kvæmdir. Ekki óeðlilegt að Orkuveitan geri arðsemiskröfur Alfreð segir ekki koma til greina að Orkuveita Reykjavíkur lækki orkugjöld sín. „Orkugjöld í Reykjavík eru ein- hver þau lægstu sem þekkjast á landinu og ef Orkuveita Reykjavík- ur færi að lækka orkugjöld niður úr öllu valdi myndi það valda mikilli röskun á landsvísu. Landsbyggðin tekur mið af orkugjöldum í Reykja- vík og ef þau lækkuðu mikið má vænta þess að hitaveitur annars staðar á landinu myndu kalla á auknar niðurgreiðslur frá ríkinu.“ Alfreð telur ekki óeðlilegt að Orkuveitan geri arðsemiskröfur og bendir á að ef hún væri hlutafélag væri arðsemiskrafan mun hærri. „Þeim arðsemiskröfum sem við gerum til Orkuveitunnar er stillt mjög í hóf og ekkert óeðlilegt við að eigendur fyrirtækja geri arðsemis- kröfur,“ segir Alfreð Þorsteinsson. Ekki laga- stoð fyrir lögbanni á Tvíhöfða HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur synjaði í gær Fínum miðli ehf. um staðfestingu lögbanns sem sýslu- maðurinn í Reykjavík lagði við því að skemmtikraftarnir Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson, betur þekkt- ir sem Tvíhöfði, störfuðu fyrir Is- lenska útvarpsfélagið eða Norður- ljós. Fjölmiðlafyrirtækið Fínn miðill stefndi Sigurjóni og Jóni fyrir það að hafa fyrirvaralaust hætt störfum í nóvember sl., þrátt fyrir að hafa skrifað undir ráðningarsamning til 30. júní árið 2000. Fyrirtækið taldi að viðskiptavild sín og ásýnd væri í hættu og ekki væri hægt að bæta fyrir það með skaðabótum, enda væri erfitt að meta nákvæmlega hver áhrifin væru á hlustun á út- varpsstöð fyrirtækisins eða ein- staka dagskrárliði. Vegna þess hversu fyrirvaralaust brotthvarf þeirra hefði verið hefði Fínn miðill ekki átt þess kost að takmarka áhrifin af brotthvarfi þeirra Jóns og Sigurjóns með því að leggja drög að nýjum dagskrárliðum. Fyrirtækið krafðist þess að þeim væri bannað að starfa fyrir önnur fjölmiðlafyrirtæki, eins og tiltekið væri í ráðningarsamningnum. Þeir Jón og Sigurjón viður- kenndu að hafa vikið frá gerðum ráðningarsamningum, og að Fínn miðill kynni að hafa öðlast skaða- bótarétt af þeim sökum, enda höfðu slíkar skaðabætur verið boðnar. Þeir töldu þó ekki að ákvæði í ráðningarsamningi um að þeir mættu ekki starfa fyrir önnur fyrirtæki í sama rekstri ætti við eftir að ráðningarsamningi hefði verið slitið. Fínn miðill var dæmdur til greiðslu 225 þúsund króna í mál- skostnað. Guðmundur Kjærnested, stofnandi Atlantsskipa „Höfum aug’un opin fyrir nýjum tækifærum“ Einar Sigurðsson um hépupp- sagnir á Flugleiðahételum „Ráðast ekki af stefnu Flugleiða“ „UPPSAGNIRNAR á Flugleiða- hótelunum ráðast ekki af neinni stefnu Flugleiða í starfsmannamál- um,“ segir Einar Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri stefnumótunar- og stjórnunarsviðs Flugleiða. Tilefni þessara ummæla er frétt Morgun- blaðsins frá því í gær en þá var greint frá því að tíu starfsmönnum Flugleiðahótela hf. hefði verið sagt fyrirvarlaust upp störfum í síðustu viku. Flestir starfsmannanna unnu við gestamóttöku og eiga þeir flestir sömuleiðis langan starfsaldur að baki hjá Flugleiðahótelum eða Flugleiðum. Einar bendir á að Flugleiðahótel hf. sé nýstofnað dótturfyrirtæki Flugleiða og að Flugleiðir hafi engin afskipti af starfsmannamálum fyrirtækisins eða annarra dótturfyrirtækja. „Flugleiðir fela ákveðnum mönnum rekstur á þessum dóttturfyrirtækj- um og síðan er það þeirra mál að vinna úr því. Svona breytingar, eins og hér um ræðir, ráðast þvi fyrst og fremst af aðstæðum í hverju fyrirtæki fyrir sig," segir Einar ennfremur og kveður að forsvars- menn Flugleiða viti ekki annað en að framkvæmd uppsagnanna hafi farið fram eftir bókinni og að rétt og vel hafi verið að málum haldið. „VIÐ ætlum að halda áfram að vera virkir á flutningsmarkaðnum og höfum augun ávallt opin fyrir nýjum tækifærum,“ segir Guðmundur Kjæmested, stofnandi Atlantsskipa og framkvæmdastjóri systurfélags þeirra, TransAtlantic Lines LLC (TLL) í Bandaríkjunum, þegar hann er inntur eftir framtíðar- áformum Atlantsskipa í kjölfar ný- gengins dóms áfrýjunardómstóls al- ríkisdómstóla í Bandaríkjunum í máli Eimskips og Atlantsskipa um flutninga fyrir varnarliðið milli ís- lands og Norður-Ameríku. Samkvæmt úrskurði bandaríska áfrýjunardómstólsins eiga ílutning- ar fyrir varnarliðið áfram að vera í höndum skipafélaganna Atlants- skipa og TransAtlantic. „Við erum búnir að ná tíu prósenta markað- shlutdeild af almennri frakt milli ís- lands og Bandaríkjanna eins og stefnt var að í upphafi. Við erum mjög ánægðir með að ná því á fyrsta starfsári Atlantsskipa," segir Guðmundur ennfremur. Aðspurður hvort fyrirtækið hygg- ist heija ennfrekar á markaði þá sem Eimskip hefur með höndum segir hann það ekkert sérstaklega markmið í sjálfu sér að vera á mörkuðum þar sem Eimskip er en segir eins og áður að þeir séu alltaf með augun opin fyrir nýjum tæki- færum. Guðmundur segir að forsvars- menn Atlantsskipa hafi ekki orðið hissa á fyrrgreindri niðurstöðu áfrýjunardómstólsins í Bandaríkj- unum þótt þeir hefðu verið búnir undir það versta. Ennfremur telur hann litlar líkm- á að þessum dómi verði hnekkt af æðri dómstigum í Bandaríkjunum komi Eimskip til með að áfrýja. Guðmundur bendir á í þessu sambandi að Eimskipsmenn hamri á því að meirihluti Atlants- skipa sé í bandarískri eigu en ítrekar að svo sé ekki. Atlantsskip séu sem áður í helmingseigu Guð- mundar Kjærnested og fjölskyldu á móti Brandon C. Rose. Þá ítrek- ar hann að bandaríska skipafélagið American Automar eigi ekkert í Atlantsskipum og hafi ekkert með Atlantsskip að gera. Formaður Leigjendasamtakanna um leigjendur félagslegra íbúða í Reykjavik Fólk verði ekki borið út vegna fátæktar GRÉTAR Þorsteinsson, forseti ASI, Ögmundur Jónasson, alþingis- maður og formaður BSRB, og Jón frá Pálmholti, formaður Leigjenda- samtakanna, áttu fund með Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur borgar- stjóra og Helga Hjörvar, forseta borgarstjórnar, sl. mánudag til að ræða málefni leigjenda félagslegra íbúða hjá Reykjavíkurborg, sem eiga yfir höfði sér að vera bornir út vegna leiguskulda. Til stendur að vísa út fleiri íbú- um félagslegra íbúða á vegum borgarinnar vegna vangoldinnar leigu en sýslumaðurinn í Reykjavík bar út íbúa í félagslegri íbúð sl. mánudag, og frestaði öðrum út- burði um eina viku vegna veikinda eins íbúanna. I báðum tilvikum er um ræða einstæðar mæður með börn. Jón frá Pálmholti sagðist binda vonir við að fundurinn með borgar- stjóra og forseta borgarstjórnar hafði orðið til þess að fundin verði lausn á þessum málum. Hann sagðist ekki geta skilið nið- urstöðu fundarins öðruvísi en svo að þau hafi gefið loforð um að fólk yrði ekki borið út vegna fátæktar. „Það er sérstök ástæða til að vekja athygli á því að húsaleigan í þessum íbúðum er yfirleitt frá 35 til 45 þúsund á mánuði. Flestir sem um ræðir, allir nema tveir, eru kon- ur með börn. Það er mér óskiljan- legt hvernig aðilum sem starfa á ábyrgð sveitarfélags dettur í hug að ætla að bera út börn árið 2000. Barnaútburður tíðkaðist áður fyrr í sögunni og hreppstjórar sundruðu heimilum vegna fátæktar til þess að verja hreppinn kostnaði. Það sama virðist vera komið upp núna, hjá R-listanum í Reykjavík, sem bauð sig fram sem fulltrúa alþýð- unnar,“ sagði hann. Að sögn Jóns tekur riftun leigu- samninga gildi um næstu helgi hjá 20-30 íbúum sem eiga yfir höfði sér að vera bornir út ef ekki verður búið að borga leiguna eða finna aðra lausn. Ljóst sé að ef fólkið verður borið út komi málið til kasta dómstóla í framhaldi af því. „Við munum verja þetta fólk fyrir hér- aðsdómi," sagði hann.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.