Morgunblaðið - 13.01.2000, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2000 15
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Úthlutun einbýlishúsalóða í 2. áfanga Grafarholts
Krafíst 20 milljóna
króna greiðslumats
Grafarholt
ANNAR áfangi lóðaúthlutun-
ar í Þúsaldarhverfinu í Grafar-
holti hefur verið auglýstur.
Þau nýmæli eru í úthlutunar-
reglum borgarverkfræðings-
ins í Reykjavík, að áður en val
lóða fyrir einbýlishús fer fram
skal umsækjandi leggja fram
skriflegt mat banka eða ann-
arrar viðurkenndrar fjármála-
stofnunar sem staðfestir að
hann ráði við 20 milijóna
króna húsbyggingu. Þeir sem
ekki leggja fram fullnægjandi
greiðslumat glata valrétti sín-
um. Tillaga um þetta kom frá
skrifstofu borgarverkfræð-
ings og var samþykkt í borg-
arráði.
Tilboðum í lóðimar á að
skUa fyrir 25. janúar nk. Dreg-
ið verður úr umsóknum sem
uppfylla skilyrði fyrir lóðimar
og fá umsækjendur að velja
lóðir í þeirri röð sem umsóknir
þeirra verða dregnar út. Vahð
fer fram 17. febrúar næstkom-
andi.
Agúst Jónsson, skrifstofu-
stjóri hjá borgarverkfræðing-
num, segir að þessi regla sé
sett tU þess að menn reisi sér
ekki hurðarás um öxl. Agúst
segir að þetta hafi ekki verið
gert með þessum hætti fyrr en
hingað til, og eftir sem áður,
fylU menn út lóðarumsókn.
Hlutlaust mat á fjárhags-
stöðu umsækjenda
Þar er gert ráð fyrir að
menn gefi upp upplýsingar um
tekjur sínar, eignir, skuldir og
að þeir séu ekki í vanskilum
með opinber gjöld. Aldrei hafi
verið kafað ofan í slíkar upp-
lýsingar og gengið úr skugga
um hvort þær em réttar. Nú
verði fengið hlutlaust mat á
fjárhagsstöðu umsækjenda.
EinbýUshúsalóðimar sem
auglýstar em nú, 22 talsins,
era allar fyrir tveggja hæða
hús; 5 lóðir þar sem hámarks-
stærð húss er 185 fermetrar, 6
lóðir fyrir 210 fermetra hús að
hámarki, 7 lóðir fyiir 240 fer-
metra hús að hámarki og 4 lóð-
ir fyrir 250 fermetra hús að
hámarki. Byggingarrétturinn
verður seldur á föstu verði.
Einnig er nú leitað eftir kaup-
tilboðum í byggingarrétt fyrir
tólf tvíbýlishús á 2-3 hæðum
og í tólf lóðir fyrir raðhús,
keðjuhús og fjölbýUshús auk
lóða fyrir húsaþyrpingar.
Stuðst við útreikninga
Rannsóknarstofnunar
byggingaiðnaðarins
Aðspurður um ástæðu þess
að miðað væri við greiðslumat
upp á 20 milljónir kr. sagði
Ágúst, að þar væri stuðst við
útreikninga Rannsóknarstofn-
unar byggingaiðnaðarins.
Miðað er við hús á einni hæð
um 200 fermetrar að stærð og
samkvæmt útreikningum
stofnunarinnar er byggingar-
kostnaður vegna slíks hús um
102.000 kr. á fermetra. Borg-
arverkfræðingur hafði þessa
útreikninga til hUðsjónar þeg-
ar ákveðið var að miða við
greiðslumat upp á 20 milljónir
kr. Byggingarkostnaður yrði
hærri en þetta, sé miðað við
þennan byggingarkostnað, á
17 af lóðunum 22 en lægri á
fimm lóðum. EinstakUngur
sem telur sig geta byggt hús í
hverfinu með hagkvæmum
hætti þannig að byggingar-
kostnaður verði undir 20 millj-
ónum króna, en getur ekki
lagt fram tilskilið greiðslumat
á því ekki kost á lóð í þessari
úthlutun.
Ágúst segir að landið sé erf-
itt vegna halla og það kosti sitt
að byggja þar. Tilgangurinn
með úthlutunarreglunum sé
sá að koma í veg fyrir að menn
reisi sér hurðarás um öxl og
haldi jafnvel lóðum ámm sam-
an, eins mörg dæmi séu um.
Hann kveðst búast við því að
þegar úthlutun á einbýlishúsa-
lóðum fer fram næst, snemma
næsta vetur, verði sama fyrir-
komulag á úthlutuninni.
Morgunblaðið/Þorkell
Byrjað var að rífa niður húsið við Skipholt 66 í gær, en á ldðinni á að rísa 3 hæða íbúðarhús.
Sjötíu ára timburhús rifið
Holt og Hlíðar
HAFIST var handa við að
rífa um sjötiu ára gamalt
timburhús við Skipholt 66 f
gærdag og voru stórvirkar
vinnuvélar notaðar í verkið.
Ráðgert er að reisa þriggja
hæða íbúðarhús á lóðinni, en
framkvæmdir við samskonar
hús á lóðinni við Skipasund
68 hófust í haust.
Að sögn Margrétar Þor-
mars, hjá Borgarskipulagi,
óskaði eigandi lóðarinnar
eftir að húsið yrði rifið. Það
var í eigu borgarinnar.
Sigurður Pálmi Ásbergs-
son er arkitekt húsanna og
segir hann að þrjár stórar
íbúðir verði í hvoru húsi,
tvær 150 fermetra hæðir og
100 fermetra íbúð á jarðhæð.
Sigurður Pálmi sagði að þar
sem verið væri að byggja á
gróinni lóð hefði verið reynt
að taka tillit til nærliggjandi
húsa og verða húsin svipuð
útlits og þau sem í kring eru.
Stór hlynur er við lóðirnar
og er var tekið sérstakt tillit
til hans við hönnunina.
Morgunblaðið/Kristinn
Sett hafa verið upp um 20 auglýsingaskilti samkvæmt und-
anþáguákvæði í skiltareglugerð á vegum Reykjavíkur-
borgar. Skiltin eru í eigu danska fyrirtækisins AFA-
JCDequa.
Vildu auglýs-
ingaskilti við
Stjórnarráðið
Miðborg
ERINDI Landssímans,
vegna auglýsingaskiltis á veg-
um Reykjavíkurborgar við
höfuðstöðvar fyrirtækisins,
kom fyrir borgarráð í fyrra-
dag. Oskað var eftir umsögn
byggingarfulltrúa um málið
sem kemur væntanlega fyrir
næsta fund borgarráðs með
umsögn hans. Upphaflega fór
eigandi skiltisins, danska fyr-
irtækið AFAJCDeqau, fram á
það að skiltið yrði sett niður á
Austurvelli. Júlíus Vífill Ing-
varsson borgarfulltrúi gagn-
rýnir harðlega þátt meiri-
hluta borgarstjómar í málinu.
Ekki samið um
staðsetningu á auglýs-
ingaskiltunum
Reykjavíkurborg samdi við
danska fyrirtækið AFA-
JCDeqau um að það setti upp
130 strætisvagnabiðskýli 1
Reykjavík og annaðist við-
hald á þeim. AFAJCDeqau
fékk fyrir það rétt til að selja
auglýsingar í skýlin og að
auki að setja upp 43 sjálfstætt
standandi auglýsingaskilti.
Júlíus Vífill segir að hvergi sé
um það getið í samningnum
hvar þau skyldu vera niður-
komin. AFAJCDeqau hefði
farið fram á það að setja skilt-
in niður á alla mest áberandi
og, að sínu mati, viðkvæm-
ustu staðina í Reykjavík, þar
sem umferðin væri mest.
Hann segir að kostnaður
Reykjavíkurborgar vegna
samningsins sé vegna lagn-
ingu heimtauga að biðskýlun-
um og skiltunum og jafnframt
allan rafmagnskostnað við
lýsingu á biðskýlum og skilt-
um. Reykjavíkurborg hafi
þess vegna talsverðan kostn-
að af þessu.
íslenskum
fyrirtækjum synjað
„Það sem er sárast í málinu
er það að meirihluti borgar-
stjórnar semur klaufalega af
sér. Aður en samningurinn er
gerður var ekki frá því gengið
hvar skiltin skyldu niðurkom-
in. Þau em þegar farin að
stinga í augu á viðkvæmustu
stöðunum í Reykjavík. ís-
lensk fyrirtæki, sem hefðu
hugsanlega áhuga á því að
setja upp skilti á þessum stöð-
um, fengju í öllum tilvikum og
hafa sum nú þegar fengið
synjanir við þeirri málaleitan
að setja niður skilti á þessum
stöðurn," segir Júlíus Vífill.
Hann bendir á að í gildi er
svokölluð skiltareglugerð,
sem R-listinn setti, í þeim til-
gangi að borgaryfirvöld hefðu
eitthvað um það að segja hvar
mætti setja niður skilti. í
reglunum em undanþágu-
ákvæði og skilti danska fyrir-
tækisins séu öll sett niður á
grandvelli undanþáguákvæð-
isins. „Þetta gengur engan
veginn upp frá lagalegu sjón-
armiði því þessi 43 skilti em
mikill meirihluti þeirra skilta
sem sett era upp í borginni.
Undanþáguákvæði skilta-
reglugerðar er því orðið að
meginreglu. Þetta sýnir það
að meirihluti borgarstjórnar
kann ekki að semja þegar á
hólminn er komið og því mið-
ur hef ég fleiri dæmi af þessu
tagi. Mér finnst því fyrir-
spurn Landssímans mjög
eðlileg og endurspegla það að
menn geta ekki unað því, sem
era í atvinnurekstri hér í
Reykjavík, að fyrirtæki frá
Danmörku geti tekið meiri-
hluta borgarstjórnar haustaki
með þessum hætti og snúið
hann niður í samningum,“
segir Júlíus Vífill.
Um helmingur skiltanna er
þegar kominn upp. Hann seg-
ir að í fyrstu tillögum AFA-
JCDeqau var gert ráð fyrir að
komið yrði fyrir skiltum fyrir
framan Stjórnarráðið og
skrifstofu forseta íslands í
Sóleyjargötu. Fyrirtækið
féllst á að færa fyrrnefnda
skiltið hinum megin við Lækj-
argötu og það síðarnefnda
sunnar á Sóleyjargötu.
KEFAS, kristilegft samfélag, fær lóð á Vatnsenda
Hyggst reisa 500
fm safnaðarheimili
Árvellir
Landnotkun
samþykkt
Kjalarnes
BORGARRÁÐ hefur sam-
þykkt tillögu skipulagsnefnd-
ar Reykjavíkurborgar um
breytta landnotkun á jörðinni
Arvöllum á Kjalarnesi. Sam-
þykkt breytingarinnar var
forsenda þess að Götusmiðjan
gæti hafið rekstur meðferðar-
heimilis fyrir ungt fólk í vímu-
efnavanda á staðnum.
Kópavogur
KEFAS, kristilegt samfélag í
Kópavogi, hefur fengið úthlut-
að lóð í landi Vatnsenda og
hyggst reisa 500 m2 safnaðar-
heimili á einni hæð síðar á
þessu ári. Framkvæmdirnar
era háðar því að breyting á að-
alskipulagi bæjarins verði
samþykkt, en að sögn Birgis
H. Sigurðssonar, skipulags-
stjóra Kópavogsbæjar, hefur
breytingin verið auglýst.
Samkvæmt aðalskipulagi er
svæðið skilgreint sem „opið
svæði“ en breyta þarf land-
notkuninni á svæði fyrir opin-
bera stofnun áður en KEFAS
fær að byggja á lóðinni. Birgii'
sagði að ef allt gengi að óskum
ættu framkvæmdir að geta
hafist í sumar.
Það var Magnús Hjaltested,
fyrrverandi bóndi á Vatns-
enda, sem færði KEFAS land-
ið að gjöf, en lóðin, sem er
rúmir 3.000 fermetrar, er
staðsett vestan við Elliðavatn,
sunnan Vatnsendavegar.
Björg Ragnheiður Árna-
dóttii', sem á sæti í safnaðar-
ráði KEFAS, sagðist mjög án-
ægð með að búið væri að finna
lóð undir safnaðarheimili.
Hún sagði að KEFAS hefði
hafið starfsemi árið 1992 og
hefði haft aðstöðu á Dalvegi 24
í Kópavogi, en að það hefði
verið leiguhúsnæði og því væri
gott að búið væri að finna
framtíðarbústað.
Björg Ragnheiður sagði að
ekki væri enn komið á hreint
hver kostnaðurinn við bygg-
ingu safnaðarheimilisins yrði,
en hún sagði að safnaðarmeð-
limirnir, sem era um 50 til 60
talsins, kæmu til með að
standa straum af honum.