Morgunblaðið - 13.01.2000, Side 26
26 FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Ákvörðunar um framsal
Pinochets að vænta fljótlega
London, Madrid, Sanliago. AP, Reuters.
JACK Straw, innanríkisráðherra
Bretlands, tilkynnti í fyrrakvöld að
hann hefði í hyggju að hafna kröfu
Spánverja um framsal Augusto
Pinochets, fyrrverandi einræðis-
herra Chile. Astæðan sem
innanríkisráðuneytið gefur er
heilsufar Pinochets. Hann er sagð-
ur ófær um að vera viðstaddur rétt-
arhöld.
Tilkynning Straws hefur
vakið blendnar tilfínningar
innan Bretlands sem utan.
Stuðningsmenn Pinochets í
Chile hafa fagnað ákaft á
meðan andstæðingar ein-
ræðisherrans fyrrverandi
og ýmsir mannréttindahóp-
ar eru því ósammála að
Pinochet verði látinn laus.
Ekki liggur þó endanlega
fyrir hvort Pinochet verður
framseldur til Spánar eða
leyft að snúa heim til Chile.
Straw hyggst veita mann-
réttindahópum og nokkrum
erlendum ríkjum sjö daga
frest til að láta skoðanir sín-
ar í ljós áður en endanleg
ákvörðun verður tekin.
Tilkynning Straw hefur
þegar mætt nokkurri and-
stöðu innan breska þings-
ins. Ymsir þingmenn Verka-
mannaflokksins lýstu til að
mynda yfir áhyggjum af
þessum málalokum og Ann
Widdecombe, sem fer með
innanríkismál í skugga-
ráðuneyti Ihaldsflokksins,
sagði aðlengi hafa verið vit-
að um slæmt heilsufar
Pinochets og því verði að
telja það einkennilegt að
svo langan tíma hafi tekið
að komast að þessari niðurstöðu.
Samdóma læknisálit
Hópur lækna sem skoðaði Pino-
chet í síðustu viku var sammála um
að hann væri heilsuveill og því ekki
fær um að vera viðstaddur réttar-
höld. Pinochet, sem er 84 ára gam-
all, hefur verið í stofufangelsi í
Englandi sl. 15 mánuði, allt frá því
að Spánverjar fóru í október 1998
fram á framsal hans til Spánar
vegna mannréttindabrota gegn
spænskum þegnum á stjórnarárum
. hans í Chile.
Breskir dómstólar samþykktu
framsal Pinochet til Spánar í sept-
ember á síðasta ári, en þeim dómi
var áfrýjað og fór ríkisstjórn Chile
fram á að breska innanríkisráðu-
neytið samþykkti að Pinochet geng-
ist undir ítarlega læknisskoðun.
Hann er sykursjúkur, með gangráð
og er nú sagður þjást af þunglyndi
eftir stofufangelsisvistina, auk þess
sem hann hefur tvisvar fengið að-
kenningu að hjartaslagi á þessum
tíma.
Straw segist ekki telja það þjóna
neinum tilgangi að halda áfram
Sú niðurstaða breska innanríkisráðu-
neytisins að ekki sé hægt að framselja
Augosto Pinochet, fyrrum einræðisherra
Chile, til Spánar vegna heilsubrests
hefur mælst misjafnlega fyrir.
Stuðningsmenn Pinochets fagna því að Bretar hafi ekki hug á að framselja einræðisherr-
ann fyrrverandi, fyrir utan Pinochet-stofnunina í Santiago.
undirbúningi að framsali Pinochets
í ljósi niðurstaðna læknanna, en
þær eru trúnaðarmál. Breska ríkis-
stjórnin fór þess þó á leit við Pino-
chet að hann léti niðurstöður lækn-
anna Spánverjum í té, en hann
hafnaði þeirri beiðni.
Búist við skjótum
viðbrögðum
Straw hefur ekki greint frá hve-
nær ákvörðun hans liggi fyrir. Dag-
blaðið The Guardian hafði þó eftir
ónafngreindum heimildarmanni í
innanríkisráðuneytinu að Straw
muni bregðast skjótt .við og svo geti
farið að Pinochet haldi til Chile í
næstu viku.
Marc Weller, sem kennir alþjóða-
fræði við Cambridge háskóla, sagði
að hver sem niðurstaða Straws
varðandi heilsufar Pinochets yrði,
hefði verið sýnt fram á að fyrrum
þjóðhöfðingjar nytu ekki friðhelgi
gegn ákærum um mannréttinda-
brot.
Mannréttindasamtökin Amnne-
sty International létu í ljós áhyggj-
ur yfir að sá læknisfræðilegi vitnis-
burður sem ákvörðun Straw byggði
væri ekki öllum málsaðilum opin og
kannar nú lagalega stöðu sína.
Aðrir mannréttindahópar játuðu
vonbrigði sín, en sögðu að málsmeð-
ferðin hefði styrkt stöðu mannrétt-
indalaga. „Þó okkur þyki miður að
Pinochet og fórnarlömb hans muni
aldrei hittast í réttarsalnum hefur
málsmeðferðin frá upphafi verið
sigur f'yrir þau grundvallaratriði
sem mannréttindalög byggjast á,“
sagði Reed Brody frá samtökunum
Human Rights Watch.
Ekki hefur borist yfirlýsing frá
Baltasar Garzon, spænska dómar-
anum sem fór fram á framsal Pino-
chets til Spánar, en lögfræðingar á
hans vegum kváðust munu halda
baráttunni áfram.
Mörg fórnarlambanna
enn verr sett
Viðbrögð Chilebúa við mögulegri
heimkomu Pinochet hafa verið mis-
jöfn. Samtök ættingja fórnarlamba
hans segja ákvörðun Straws kjafts-
högg og Mireya Garcia, varafor-
maður samtakanna, sagði að þrátt
fyrir háan aldur væri Pinochet fær
um að vera viðstaddur réttarhöld.
Carlos Reyes, talsmaður Chile-búa
í útlegð, sagði ennfremur að mörg
fórnarlamba Pinochet væru eldri og
veikari en hann. Það væri því
hræðileg tilhugsun að réttlætinu
yrði ekki fullnægt í þessu máli.
Stuðningsmenn Pinochet hafa
fagnað tilkynningunni og Margaret
Thatcher, fyiTum forsætisráðherra
Breta, sem áður hefur gagnrýnt
Straw fyrir meðferð máls-
ins, kvaðst nú treysta inn-
anríkisráðherranum í þessu
máli. „Hann er réttlátur
maður,“ sagði Thatcher.
Pinochet sjálfur var
sagður ánægður með frétt-
irnar meðan fjölskylda hans
kvaðst ekki þora að trúa því
að hann væri á leið heim
fyrr en hann sæti í flugvél-
inni.
Þótt Pinochet verði látinn
laus í Bretlandi kann hann
engu að síður að verða
dreginn fyrir rétt. Sendi-
herra Chile í London, Pablo
Cabrera, sagði í gær að ein-
ræðisherrann kynni að
verða sviptur friðhelgi við
komuna til Chile. Fari svo
gætu dómstólar í Chile
krafist þess að Pinochet
svaraði til saka fyrir rétti
þar í landi, en nú þegar
hafa rúmlega 50 dómsmál
verið lögð fram gegn hon-
um.
Áhrif á forseta-
kosningar?
Framsal Pinochets hefur
verið Chilebúum mikið
þrætuepli auk þess sem
samskiptin við Bretland og
Spán hafa orðið stirðari í kjölfarið.
Chilebúar skiptast í tvær fylkingar
í málinu. Forsetakosningar í land-
inu verða haidnar nk. sunnudag og
hafa báðir forsetaframbjóðendurnir
forðast að ræða skoðanir sínar á
Pinochet.
Þetta á jafnt við hinn vinstrisinn-
aða Ricardo Lagos og hinn hægri-
sinnaða Joaquin Lavin, sem var
einn af stuðningsmönnum Pin-
ochets í stjórnartíð hans á árunum
1973-1991.
Stjórnmálaskýrendur eru ekki á
eitt sáttir um hvort væntanleg
heimkoma Pinochet komi til með að
hafa áhrif á forsetakosningarnar.
Þeir Lagos og Lavin voru hnífjafnir
í fyrstu umferð kosninganna og
munaði aðeins hálfu prósentustigi á
þeim.
Hugsanleg heimkoma Pinochet
kynni því að skipta sköpum. Á hinn
bóginn benda stjórnmálaskýrendur
einnig á, að ekki muni liggja fyrir
hvort hætt verði við framsal Pino-
chet fyrr en að kosningum loknum-
.Því segja stuðningsmenn hans nær
útilokað að Pinochet verði kominn
aftur til Chile fyrir kosningarnar.
Reuters
Skiptar skoðanir í Þýzkalandi um Wolfgang Schauble og fjármál CDU
Almenningur á báðum áttum
Bcrlín. AP, AFP.
KRISTILEGIR demókratar í Þýzkalandi fylktu
í gær liði um formann sinn, Wolfgang Scháuble,
í kjölfar þess að hann viðurkenndi að hafa tekið
við 100.000 mörkum í reiðufé úr hendi lykil-
manns í fjármálahneykslinu sem hingað til hef-
ur að mestu leyti snúið að fyrirrennara hans,
Heimut Kohl.
Scháuble viðurkenndi á þriðjudag að umrætt
fjárframlag hefði ekki verið skráð í bókhald
flokksins eins og vera bar, en lagði áherzlu á að
hann hefði ekkert rangt gert og myndi ekki
segja af sér. Þrátt fyrir að í sumum fjölmiðlum í
Þýzkalandi hefðu komið fram áskoranir um af-
sögn hans kom fram í niðurstöðum skoðana-
könnunar sem birt var í gær, að þýzkur al-
menningur er á báðum áttum.
Fram kemur í niðurstöðum könnunarinnar,
sem Forsa-stofnunin gerði, að 42% aðspurðra
telja að Scháuble ætti að segja af sér en 45%
sjá ekki ástæðu til þess. Munurinn, 3%, er jafn
skekkjumörkum könnunarinnar.
Greiðslan tengd byggingu
vopnaverksmiðju?
Athygli vekur að 38% aðspurðra, sem eru yf-
irlýstir kjósendur CDU, töldu rétt að Scháuble
segði af sér.
Frekari afhjúpanir varðandi leynileg fjár-
framlög í sjóði CDU héldu annars áfram í gær.
Dagblaðið Die Welt greindi frá því, að þýzk-
kanadíski vopnakaupmaðurinn sem er lykilmað-
ur hneykslismálanna, Karlheinz Schreiber, lét
féð af hendi rakna í tengslum við byggingu
vopnaverksmiðju í Kanada á vegum dótturfyrir-
tækis þýzka málmiðnaðarrisans Thyssen.
Talsmaður þingflokks CDU, Walter Bajohr,
vísaði því hins vegar á bug að féð hefði nokkuð
með byggingu verksmiðjunnar að gera.
Schreiber hefði látið Schauble fá peningana til
að fjármagna kosningabaráttu; það hefði verið
eina markmiðið, að sögn Bajohrs.
Sjö sjó-
menn
taldir af
TALIÐ er að sjö skoskir sjó-
menn hafi drukknað er skel-
veiðibátur þeirra, Solway Har-
vester, hvarf á Irlandshafi,
milli Bretlands og írlands, í
gær í slæmu veðri og nokkrum
sjó. I hópnum voru tveir bræð-
ur og frændi þeirra. Neyðar-
skeyti bárast frá bátnum sí-
ðdegis á þriðjudag er hann var
um 11 mílur frá eynni Mön.
Báðir gúmbátar bátsins fund-
ust mannlausir og hafði hvor-
ugur verið blásinn upp sem
þótti benda til að slysið hefði
borið brátt að. Lögðverður
áhersla á að finna flakið til að
reyna að ganga úr skugga um
orsök slyssins.
Lögmaður
Anwars
handtekinn
LÖGREGLAN í Malasíu hand-
tók í gær lögmann Anwars
Ibrahims, fyrrverandi
fjármálaráðherra landsins sem
er í haldi sakaður um ýmis af-
brot og spillingu. Þrír menn að
auki voru handteknir og vora
þeir úr þrem flokkum stjórnar-
andstöðunnar. Allh’ fjórir vora
sakaðir um undirróður og er
talið að um sé að ræða þátt í at-
lögu stjórnar Mahathirs
Mohamads forsætisráðherra,
sem nýlega sigraði í þingkosn-
ingum í landinu, gegn stjórnar-
andstöðunni. Lögmaðurinn var
handtekinn fyrir að segja í rétt-
arhöldum yfir Anwar í septem-
ber að reynt hefði verið að
byrla skjólstæðingnum eitur.
Alþýðulýð-
veldi í Sussex
BRESKA þorpið East Grin-
stead í vesturhluta Sussex hef-
ur lýst yfir sjálfstæði og nefnist
nú Alþýðulýðveldi Ashurst
Wood- þjóðríkisins, skamm-
stafað PRAWNS er merkir
rækjur. Krafist er vegabréfa á
fjóram götum sem liggja inn í
þorpið og íbúarnir hafa þegar
stofnað nokkur ráðuneyti. Heil-
brigðisráðuneytið er jafnframt
þorpskrá. Upphaflega mun
markmiðið hafa verið að efna til
aldamótaskemmtunar með til-
tækinu en nú er ætlunin að nota
tækifærið til að fá héraðsyfir-
völd til að sinna betur málum
þorpsins sem er við fjölfarna
hraðbraut, A22.
Hyggjast
vígja „lifandi
búdda“
KÍNVERSK stjórnvöld ætla að
vígja endurholdgaðan „lifandi
búdda“ fyrir Tíbeta í mánuðin-
um og eiga þá á hættu að nýjar
deilur hefjist í kjölfar flótta
eins af æðstu trúarleiðtogum
landsins til Indlands nýverið,
Karmapa lama. Stjórnamefnd í
Kína hefur ákveðið að tveggja
ára gamall drengur sé endur-
holdgaður sjötti Reting, lama
sem lést 1997, að sögn embætt-
ismanns í höfuðstað Tíbet,
Lhasa. Fulltrúi útlagastjórnar
Tíbeta í Indlandi, sem er holl
Dalaí lama, spáði því að vígslan
gæti orðið til að auka enn deilur
milli Dalaí lama og kommún-
istastjórnarinnar í Peking.