Morgunblaðið - 13.01.2000, Page 38
38 FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Farandsýning um læknaskop á tíu sjúkrahúsum
Hláturinn lengir lífið
sjúklinginn á þessari mynd Þorra Hringssonar.
Lista-
klúbbur
Leikhús-
kjallarans
MAUREEN Fleming, dansari og
danshöfundur, fjallar um efnið „The
Changing Role Of Art In Society"
mánudaginn 17. janúar í Listaklúbbi
Leikhúskjallarans.
Maureen kom hingað fyrst árið
1996 er hún sýndi verk sitt Eros á
Listahátíð í Reykjavík. Hún fæddist
í Japan, lærði klassískan dans og
einnig „butho“-dans undir hand-
leiðslu Kazuo Ohno og Min Tanaka
(sem var gestur Listahátíðar 1980).
Undanfarin ár hefur Maureen ferð-
ast víða um heim með danssýningar,
hafði um skeið aðsetur hjá La Mama
í New York og kennir nú hjá Experi-
mental Theater Wing við New York
University. Að þessu sinni er Maur-
een með námskeið í Kramhúsinu
sem lýkur með sýningu hennar og
þátttakenda í Tjamarbíói sunnu-
dagskvöldið 16. janúar.
I Listaklúbbnum sýnir Maureen
Fleming myndbandsupptökur af list
sinni og greinir m.a. frá því hvernig
hún notar margmiðlun og fjölbreyti-
lega ljóstækni á danssýningum sín-
um. Fyrirlesturinn fer fram á ensku.
Dagskráin hefst kl.20:30. Húsið
opnað kl. 19:30. Allir velkomnir.
-----4—♦------
Nýjar bækur
• ÚT ER komin bókin Ræður
Hjálmars á Bjargi og er hún fyrsta
bókin í nýrri ritröð Heimildasafns
Sagnfræðistofnunar sem hefur það
markmið að gefa út heimildir um ís-
lenska sögu, með megináherslu á
frumheimildir. í þessari ritröð verða
ritheimildir í fyrirrúmi; bréf, dag-
bækur, sjálfsævisögur, dómasöfn og
rit er lýsa viðhorfum manna til síns
samtíma svo örfá dæmi séu nefnd.
Ræður Hjálmars á Bjargi eftir
Magnús Stephensen dómstjóra
(1762-1833) var fyrst gefin út árið
1820. Hún byggir á samræðum
bóndans Hjálmars og fimm bama
hans. Ritið er lýsing á þeirri samfé-
lagsgerð sem Magnús taldi til fyrir-
myndar. Fjallað er um mikilvægi
bænda fyrir íslenskt efnahagslíf og
hlutverk stéttanna þriggja á önd-
verðri 19. öld. Þar koma fram við-
horf dómstjórans til stöðu kvenna,
embættismanna og skyldum þeirra
gagnvart almúganum. í ítarlegum
formála geir Örn Hrafnkelsson
grein fyrir lífshlaupi Magnúsar,
þeim áhrifum sem bókin hafði á
landsmenn og hverjar voru hugsan-
legar fyrirmyndir höfundar.
Ritstjóri er Anna Agnarsdóttir.
Bókin ergefín útá vegum Há-
skólaútgáfunnar og Sagnfræðistofn-
unar. Bókin eríkilju. Verð 1.980 kr.
Háskóiaútgáfan sér um dreifíngu.
FARANDSÝNINGIN Hláturgas
2000 verður opnuð í K-byggingu
Landspítalans á morgun kl. 15. Jó-
hannes Kristjánsson eftirherma
skemmtir gestum við opnunina.
Frá Landspítalanum fer sýningin
til níu annarra sjúkrastofnana
víðsvegar um landið og verður um
mánuð á hverjum stað.
Islenska menningarsamsteypan
ART.IS stendur að sýningunni en
aðalstyrktaraðili hennar er lyfja-
fyrirtækið Glaxo Wellcome á Is-
landi, sem einnig var aðal-
styrktaraðili farandsýningarinnar
Lífæða sem ferðaðist milli sjúkra-
húsa landsins á síðastliðnu ári.
Hugmyndin að baki báðum sýning-
unum er að lífga upp á umhverfi
sjúkrahúsanna og gera sjúklingum
og aðstandendum dvölina þar
bærilegri.
Hláturtaugarnar gegna
mikilvægu hlutverki
Efni sýningarinnar Hláturgas er
læknaskop í teikningum og texta
en hún er sett upp í samvinnu við
Norræn samtök um læknaskop. Á
sýningunni eru skopteikningar og
gamanmál eftir innlenda og er-
lenda höfunda. Islenskir teiknarar
sem eiga myndir á sýningunni eru
þeir Þorri Hringsson, Hallgrímur
Vínar-
tónleikar
á Egils-
stöðum
Morgunblaðið. Egilsstöðum.
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT fslands
hélt sína árlegu Vínartónleika í
fþróttahúsinu á Egilsstöðum,
sunnudaginn 9. janúar. Undanfarin
ár hefur hljómsveitin komið austur
og leyft Austfirðingum að lyóta
Vínartónlistar en tónleikarnir féllu
niður í fyrra vegna veðurs. Tónleik-
amir í ár voru haldnir nánast fyrir
fullu húsi. Aðallega var flutt tónlist
eftir Johann Strauss yngri.
Einsöngvarar með hljómsveitinni
voru Margarita Halasa, sópran, frá
Póllandi og Wolfram Igor Derntl,
tenór, frá Austurríki.
Hljómsveitarstjóri var Austurrík-
ismaðurinn Gert Meditz. Tónlistar-
fólk og hljóðfæri komu með þotu
frá Keflavík sem beið á Egilsstaða-
flugvelli á meðan tónleikarnir voru
haldnir. Þau rétt sluppu til baka áð-
ur en óveður skall á en ekkert var
flogið aftur fyrr en á þriðjudegin-
Helgason, Brian Pilkington, Gísli J.
Ástþórsson og Halldór Baldursson.
Jafnframt hefur verið gefin út 80
síðna bók með skopteikningum,
bröndurum, fslensku ri'mnaskopi
og tilvitnunum í spaugilegar
læknaskýrslur og verður bókinni
dreift ókeypis á sjúkrahúsum og
heilsugæslustöðvum.
„Hláturinn lengir lífið, segir
gamalt máltæki. Skrýtlur um
lækna og skopmyndir frá sjúkra-
húsum hafa löngum skemmt fólki
SJÓNVARPIÐ
Náttúrul ffsmynd
ÞINGVALLAVATN-
Á MÓTUM AUSTURS
OG VESTURS
Mynd eftir Valdimar Leifsson.
Kvikmyndataka: Valdimar Leifs-
son. Handrit: Valdimar Leifsson og
Einar Örn Stefánsson. Texti: Einar
Örn Stefánsson. Þulur: Egill Ólafs-
son. Tónlist: Jan Garbarek. Fram-
leiðandi: Lífsmynd. 55 mín. Sýnd í
Ríkissjónvarpinu.
MYND Valdimars Leifssonar,
Þingvallavatn - Á mótum austurs og
vesturs, sem sýnd var í Ríkissjón-
varpinu um hátíðarnar er fróðleg og
upplýsandi náttúrulífsmynd sem
tekst að koma á framfæri talsverð-
um fróðleik að um jarðfræði, dýralíf
og mannlíf við Þingvallavatn á innan
við klukkustund. Hún undirstrikar
að Þingvellir eru ekki aðeins merki-
legur staður okkur Islendingum í
sögulegu tilliti, heldur og ekki síður
er staðurinn mergjaður frá jarð-
sögulegu sjónarhorni og dýralífið,
sérstaklega í vatninu sjálfu, einstakt.
Myndin skiptist í nokkra hluta og
en það er fyrst nú á síðustu árum
að skilningur hefur vaknað á því
að skop og gamanmál geta átt
raunverulegan þátt í lækningum,
létt lund sjúklinga og virkjað þann
lækningarmátt sem í líkamanum
býr. Hláturtaugarnar gegna ekki
síður mikilvægu hlutverki en
áþreifanlegri líffæri og er viðbúið
að þáttur skopsins muni aukast á
sjúkrahúsum og læknastofum í
framtíðinni,11 segir m.a. í fréttatil-
kynningu.
hefst á jarðsögunni. Kallaður er til
frásagnar dr. Pétur M. Jónasson,
fyrrverandi prófessor í vatnalíffræði
við Kaupmannahafnarháskólann,
sem rannsakað hefur Þingvallavatn
um áralangt skeið. Hann bendir á, að
Þingvellir liggja ofan á Atlantshafs-
hryggnum og er hátindur hans mitt
á milli Ameríkuflekans og Evrópu-
flekans og er þaðan fenginn undir-
titill myndarinnar, Á mótum austurs
og vesturs. Lýsir hann Almannagjá
sem austurmörkum Norður-Amer-
íku.
í öðrum hluta er talað við Kjartan
G. Magnússon prófessor í stærð-
fræði sem er mikill áhugamaður um
fuglalíf við Þingvallavatn. Heimsótt
eru hreiður himbrimans, konungs
vatnsins, einnig hrafnsins og fálkans
og lýst lifnaðarháttum fuglanna.
Næsti hluti fjallar um sjálft Þing-
vallavatn og rætt er við Skúla Skúla-
son, líffræðing á Hólum í Hjaltadal
sem talar, eins og dr. Pétur M. Jón-
asson reyndar nefnir í upphafi, um
þau fjögur afbrigði af bleikju sem
vatnið hefur að geyma en það mun
einsdæmi að svo margar tegundir
bleikju sé að finna í einu og sama
vatninu. Þær eru: Kuðungableikja,
dvergbleikja, sílableikja og murta.
Segir Skúli að myndast hafi nýjar
Merkis-
konur í
íslenskri
kristni
LEIKMANNASKÓLI þjóðkh-kj-
unnar stendur fyrir námskeiði um
merkiskonur í íslenskri kristni sem
hefst í kvöld. Fjórir fræðimenn fjalla
um þátt kvenna í íslenskri kristni og
kirkjusögu allt frá landnámsöld til 20.
aldar. Kennarar verða dr. Arnfríður
Guðmundsdóttir, guðfræðingur, Inga
Huld Hákonardóttir, sagnfræðingur,
Jónas Kiistjánsson, fv. forstöðumað-
ur Ámastofnunar, og Steinunn Jó-
hannesdóttir, rithöfundur.
Kennarar á þessu námskeiði eru
meðal þeirra sem hafa kannað sér-
staklega hlut kvenna og munu fjalla
um niðurstöður sínar. Jónas Kristj-
ánsson fer aftur um þúsund ár og
fjallar um Guðríði Þorvaldsdóttur,
Steinunn Jóhannesdóttir fjallar um
Guðríði Símonardóttur, Inga Huld
Hákonardóttir fjallar um 19. öld og
Arnfríður Guðmundsdóttir um 20.
öldina. Auk þess að veita upplýsingar
um merkar konur í íslenskri kirkju-
sögu mun námskeiðið varpa ljósi á
kjör kvenna á íslandi fyrr á öldum.
Kennt verður í Háskóla íslands,
Aðalbyggingu, á fimmtudagskvöld-
um 13. jan. til 3. febr. kl. 20-22.
Skráning er á Biskupsstofu, sími
535 1500.
tegundir í vatninu sem sé einsdæmi
og stórkostlegt rannsóknarefni.
Össur Skarphéðinsson þingmaður
og líffræðingur er fenginn til þess að
tala um urriðann í Þingvallavatni.
Hann rekur uppruna hans og sér-
stöðu. Um er að ræða ísaldarurriða
sem er stórvaxinn, sá stærsti á
byggðu bóli reyndar. Ástæðan er lík-
lega sú að hann verður kynþroska
aðeins annað hvert ár en notar hitt
árið til þess að fita sig. Hafa veiðst
risavaxnir urriðar í vatninu en
Sogsvirkjun er m.a. kennt um að
hafa grandað stærsta stofninum.
Síðasti hluti myndarinnar fjallar
að mestu um mannlífið í kringum
vatnið og samneyti manns við nátt-
úru og dýralíf, lýst er m.a. minka- og
tófuveiðum. Höfundar gera efnið í
heild áhugavert með ýmsum hætti,
svosem eins og myndatökum úr lofti,
tölvumyndum, sem lýsa stöðu ís-
lands á Atlantshafshryggnum og
skemmtilegri myndatöku undir yfir-
borði vatnsins.
Þingvallavatn - Á mörkum aust-
urs og vesturs er þannig mjög
áhugaverð náttúrulífsmynd um
sannarlega einstakan stað bæði út
frá sögulegu og náttúrufræðilegu
sjónaiTniði.
Arnaldur Indriðason
um.
UTSALAN
er hafin
SPORTVÖRUVERSLUN
Hóaleitisbraut 68 ♦ Austurveri ♦ sími 568 4240.
Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir
Gestir klöppuðu ákaft fyrir tónlistarfólki Sinfóníuhljómsveitarinnar á tónleikum í íþróttahúsinu á Egilsstöðum.
A
A mótum austurs
og vesturs