Morgunblaðið - 13.01.2000, Page 40
40 FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
NOTAÐ OG NYTT
SAMRUNI netfyrirtækisins America Online og fjöl-
miðlafyrirtækisins Time Warner eru einhver óvænt-
ustu tíðindi í alþjóðlegu viðskiptalífi um langt skeið. Lík-
lega hefðu fáir trúað því fyrir nokki'um mánuðum að AOL
ætti eftir að kaupa Time-Warner, mun líklegra hefði verið
talið að síðarnefnda fyrirtækið ætti eftir að gleypa AOL.
Um það eru flestir sammála að nútíma fjölmiðlun á eftir
að taka stakkaskiptum á næstu árum vegna tilkomu Nets-
ins og er sú þróun reyndar þegar hafín. Hafa margir geng-
ið svo langt að spá því að tími hefðbundinna fjölmiðla- og
afþreyingarfyrirtækja muni brátt líða undir lok, fyrir-
tækja sem byggja afkomu sína á því að selja neytendum
blöð, tímarit eða tónlist á geisladiskum, reka sjónvarps-
stöðvar er byggja afkomu sína á auglýsingum eða fram-
leiða kvikmyndir fyrir kvikmyndahús og myndbönd.
Rökin hafa verið sú að eftir því sem Netið þróast muni
grundvöllur slíkrar fjöldafjölmiðlunar smám saman
hverfa. Hver neytandi verði sinn eigin ritstjóri eða dag-
skrárstjóri.
Raunar hafa sambærilegar spár verið settar fram um
framtíð t.d. hefðbundinnar verslunar og rök verið færð
fyrir því að viðskipti muni í sífellt auknum mæli færast úr
verslunum yfír á Netið.
í þessu sambandi er þó rétt að hafa í huga, að jafnan
þegar ný tegund fjölmiðlunar hefur komið til sögunnar
hefur því verið haldið fram, að eldri fjölmiðlun hverfí. Það
hefur aldrei gerzt. Bókin lifír góðu lífí, útvarpsstöðvum
fjölgar og þótt dagblöðum hafí fækkað eru þau sem eftir
standa fjárhagslega öflugustu fjölmiðlafyrirtæki í heimi.
Mikil trú á framtíð netfyrirtækja hefur endurspeglast í
ótrúlegum hækkunum (raunar mjög sveiflukenndum) á
gengi þeirra á hlutabréfamörkuðum. Þrátt fyrir að fyrir-
tæki þessi hafí flest hver verið stofnuð á allra síðustu ár-
um, tekjur þeirra séu oft litlar á mælikvarða stórfyrir-
tækja og sum hafí jafnvel aldrei skilað hagnaði er
markaðsvirði margra netfyrirtækja orðið margfalt meira
en markaðsvirði þekktra, gamalgróinna stórfyrirtækja.
Agætt dæmi er netbókabúðin Amazon.com, en mark-
aðsvirði hennar er nú meira en markaðsvirði stærstu bók-
sölufyrirtækja Bandaríkjanna á borð við Barnes &
Nobles.
Það er einmitt þetta mat fjárfesta á verðmæti netfyrir-
tækja, sem gerði AOL kleift að yfírtaka fjölmiðlai'isann
Time-Warner. Þrátt fyrir að eignir Time séu margfalt
meiri en eignir AOL og tekjuflæðið sömuleiðis eru það
hluthafar AOL, er eiga meirihluta í hinu sameinaða fyrir-
tæki.
Með þessum samruna má segja að hin hefðbundna
fjölmiðlun og hin „nýja“ hafí sameinast í einu fyrirtæki.
Astæðurnar fyrir því eru margar en ekki síst virðist sem
fyrirtækin nái að styrkja hvort annað á þeim sviðum, þar
sem þau voru veikust fyrir. Time-Warner hefur á síðustu
árum mistekist að hasla sér völl á Netinu þrátt fyrir mikl-
ar fjárfestingar. Með sameiningunni við AOL opnast fyr-
irtækinu leið inn á þetta nýja svið, auk þess sem hluthafar
hagnast vel á hinu háa markaðsvirði AOL, en á því byggj-
ast greiðslur fyrir hlutinn í Time.
AOL fær aftur á móti aðgang að breiðbandskerfi Time-
Warner, sem ráðið gæti úrslitum um framtíðarþróun fyr-
irtækisins. Þegar farið verður að bjóða upp á í auknum
mæli að neytendur geti ekki einungis sótt texta og myndir
heldur tónlist og kvikmyndir frá sérstökum veitum án
milliliða á borð við sjónvarpsstöðvar og plötubúðir ætti hið
nýja fyrirtæki að hafa yfirburðastöðu á markaðnum. AOL
er stærsti netþjónn veraldar en Time-Warner hefur flutn-
ingsgetuna og tónlistar- og myndefnið.
A næstu mánuðum og árum mun reyna á hvernig sam-
starf þessara ólíku fyrirtækja mun ganga. Það má þó telja
líklegt að á næstunni muni fleiri fyrirtæki taka upp við-
ræður um sameiningu á svipuðum nótum. Er ekki síst
horft til netfyrirtækja á borð við Yahoo í því sambandi,
fjölmiðlafyrirtækja á borð við Disney, Viacom og CBS auk
fjarskiptafyrirtækisins AT&T sem ræður yfír umfangs-
mesta breiðbandskerfi Bandaríkjanna og á hlut í Excite-
@home.
Hver svo sem niðurstaðan verður er ljóst að risavaxið
skref hefur verið tekið í þá átt að gjörbylta fjölmiðlaheim-
inum. Hin nýja fjölmiðlun hefur ekki gert hina hefð-
bundnu fjölmiðlun óþarfa heldur runnið saman við hana
og opnað þannig leið að fjölmiðlaumhverfi framtíðarinnar.
Umfangsmesta pílagrímafiug Atlanta hefst 7.
Breiðþotur af gerðinni B 7G7 munu bætast í flota Atlanta seint á árinu. Þær eru fáanlegar í nokkrum stærðum og þet
Þrjár 747-300
vélar bætast í
flotann næstu
tvo mánuði
Forráðamenn Atlanta hafa ákveðið að flugfloti
félagsins samanstandi í framtíðinni af Boeing
767 og 747 breiðþotum og mun félagið því á
næstu árum láta frá sér Tristar-þoturnar.
Jóhannes Tómasson ræddi við Magnús Gylfa
Thorstenn, forstjóra Atlanta.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Magmis Gylfi Thorstenn er forstjóri Atlanta.
AÐEINS breiðþotur eru nú í
flota flugfélagsins Atlanta en
félagið hefur síðustu árin
rekið þrjár flugvélategundir,
Lockheed Tristar, Boeing 747 og 737.
•Ákveðið hefur verið að skipta Tristar-
vélunum út á næstu tveimur árum og
koma í stað þeirra 767 breiðþotur og
hugsanlega nýrri 747 þotur líka. Á
næstu tveimur mánuðum bætast í flot-
ann þrjár breiðþotur af gerðinni 747-
300 sem notaðar verða í pílagrímaflugi
fyrst um sinn.
Magnús Gylfi Thorstenn, forstjóri
Atlanta, segir að Lockheed Tristar vél-
arnar séu ennþá góðar vélar þrátt fyrir
að vera um 20 ára gamlar en viðskipta-
vinir félagsins hafi óskað eftir öðrum
flugvélategundum og því hafi verið tek-
in ákvörðun um þessa endurnýjun.
„Vélarnar verða áfram í þeim verkefn-
um sem eru í gangi en það þarf talsvert
langan fyrirvara til að skipta um flug-
vélategund á sem hagkvæmastan hátt,“
segir Magnús í viðtali við Morgunblað-
ið. Þar á hann meðal annars við að vél-
arnar séu ekki seldar stuttu eftir að
stórskoðanir á þeim hafi farið fram
heldur reynt að nýta þær sem mest eftir
þá fjárfestingu.
Óskir viðskiptavina ráða flotanum
„Viðskiptavinir hafa látið í ljós óskir
um að fá aðrar vélar og nýrri og það er
reyndar sífelld og eðlileg krafa. Lock-
heed verksmiðjurnar hafa hætt fram-
leiðslu farþegavéla og eru eingöngu í
hergagnaframleiðslu og því eru sam-
bærilegar vélar ekki á markaðnum í
dag nema í formi MD-11 véla sem
reyndar verður hætt að framleiða í ná-
inni framtíð. Tristar eru fínar vélar,
með lægstu slysatíðni í flugsögunni
miðað við aðrar breiðþotur, og eins og
menn þekkja er viðhaldi flugvéla þann-
ig háttað að það er skipt um flesta
hreyfanlega hluti í þeim með reglulegu
milhbili. I 20 ára vél er því lítið eftir af
upprunalegum hlutum annað en búkur-
inn og vængbitar en fylgst er reglulega
með að þar sé ekki ryð eða múlmþreyta.
En það eru sem sagt óskir viðskiptavina
okkar og hækkandi eldsneytisverð sem
í'áða því að miklu leyti að við höfum
ákveðið að skipta þessum vélum út.
Þess vegna erum við nú með opin augu
fyrir því hvernig þær fimm Tristar vél-
ar sem við erum nú með í rekstri hverfa
smám saman frá okkur. Fjórar verða
seldar en þeirri sem við höfum haft á
leigu verður skilað til eiganda."
Stöðugt samband við eigendur
og leigjendur
Magnús Gylfi segir að í rekstri eins
og Atlanta hefur með höndum, að út-
vega flugvélar í verk-
efni til lengri og styttri
tíma, sé nauðsynlegt
að vera í stöðugu sam-
bandi við leigjendur
flugvéla og eigendur
þeirra. Hann segist sannfærður um að
Atlanta geti selt Tristar þoturnar á hag-
stæðu verði, enn sé nokkur eftirspurn
eftir slíkum vélum annars staðar en í
Evrópu.
Síðustu árin hefur Atlanta haft tvær
737-200 fraktþotur í verkefnum fyrir
Lufthansa og eina 737-300 farþegavél
síðasta hálfa árið vegna verkefna frá
Osló og Stokkhólmi. Þessar vélar eru
ekki lengur í rekstri en Magnús vonast
til að framhald verði samt sem áður á
verkefnum fyrir Lufthansa. En hver er
ástæðan fyrir því að félagið vill ein-
göngu reka 747 og 767 breiðþotur?
„Hún er einkum sú að stæn-i þotur
gefa meiri tekjur og fastakostnaður At-
lanta breytist ekki mikið þótt við tökum
stærri vélar í þjónustu okkar, það þarf
ekki miklu meiri mannafla til að sjá um
rekstur stórra véla en lítilla.
Hlutverk mitt er að reka fé-
lagið með hagnaði og eftir at-
hugun sáum við að stefnu fé-
lagsins væri best borgið með
því að reka aðeins breiðþotur
og afla þeim verkefna. Við stefnumótun
horfum við ekki aðeins til eins eða
tveggja ára heldur fimm, tíu eða fimm-
tán ára og við höfum metið það svo að
hagstæðast verði að reka eingöngu
breiðþotur og finna þeim verkefni. Við
eigum þegar í viðræðum við aðila um
verkefni sem rekin yrðu með 767 þotun
og vitum jafnframt af einum 20 þotum
sem koma til greina og ég á von á að við
tökum með haustinu ákvörðun um að
festa okkur einhverjar af þeim fyrir
framtíðina. Við gerum ráð fyrir að flytja
260 til 270 farþega í þeim en til saman-
burðar má nefna að í 747 þoturnar tök-
um við kringum 470 farþega.“
Forstjórinn segir að ekki þurfi mjög
langan tíma til að taka 767 þotur í notk-
un ef verkefni fyrir þær kæmu skyndi-
lega upp. Bæði vegna þess að með stutt-
um fyrirvara er hægt að
ráða flugmenn og tækni- -
menn með réttindi á slíkar IVieir
vélar og ekki síður hitt að mogulc
þó nokkrir flugmenn, sem breií
starfa nú á Tristar og B 747 “““““
þotum félagsins eru jafnft-amt með rétt-
indi á B 767 þotur. „En ég á samt ekki
von á að 767 breiðþotur verði komnar í
notkun hjá okkur fyrr en í fyrsta lagi
mjög seint á þessu ári,“ segir Magnús
Gylfi.
Nærri heliningur af veltu
síðasta árs
Flugfloti Atlanta er því sautján þot-
Um 1.400 manns
starfa við píla-
grímaflugið