Morgunblaðið - 13.01.2000, Side 54
MORGUNBLAÐIÐ
54 FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2000
SKOÐUN
BORGARASTYRJÖLD
íDANMÖRKU
ASTANDIÐ í inn-
flytjendamálum Dana
versnar dag frá degi og
ef svo heldur sem horf-
ir eru framtíðarhorf-
jjrnar ískyggilegar. Of-
beldisverk, hótanir og
misþyrmingar eru nú
orðið næstum daglegt
brauð í þessu fyrrum
friðsæla litla landi og
versnar stöðugt.
Ég flutti til Kaup-
mannahafnar árið 1982
og hef búið hér síðan
og orðið vitni að þróun
sem ég tel mjög mikil-
vægt að íslendingar fái
að vita um og læri af,
svo svipuðu ófremdarástandi verði
afstýrt á Islandi í framtíðinni.
Á þessum sl. 17 árum hef ég orðið
vitni að því að viðhorf almennings
hér gagnvai't innflytjendum og
^iýbúum" hafa breyst mikið. Frá að
vísu tortryggni, í hatur, fullkomna
tortryggni og ótta. Meirihluti Dana
hefur aldrei verið fylgandi svo mikl-
um innflutningi á fólki frá fjarlægum
þjóðum og eru sárir og bitrir; þeir
telja sig hafa verið svikna af ráða-
mönnum þjóðarinnar.
Pegar danskir rólegheitamenn á
miðjum aldri, og fleiri en einn og
fleiri en tveir, sem ég hef þekkt um
árabil lýsa því yfir titrandi af heift,
að þeir séu tilbúnir af taka skotvopn
■jthönd og fara fremstir móti „nýbú-
unum“ líst manni ekki á blikuna.
Hér búa nú tvær (eða fleiri) ger-
ólíkar þjóðir í sama landi, að mestu
án samneytis hvor við aðra og hafa
gert í 20-30 ár og tortryggnin vex
stöðugt.
Hverju er þetta ástand svo að
kenna? Innflytjendunum? Varla.
Það er ekki raunhæft að álasa fólki
fyrir að reyna að bæta lífskjör sín.
Flýja styrjaldir, ofsóknir, náttúru-
hamfarir, fátækt og allsleysi, og
sækja til landa sem gefa þeim öryggi
og lífskjör sem aðeins fámenn yfir-
stétt í heimalöndum þeirra getur
leyft sér og meirihluti þessa fólks
vill án efa helst lifa í friði og góðu
sambýli við heima-
menn og vinna sér inn
peninga fyrir sjálfa sig
og fátækja ættingja í
upprunalandinu.
Heimamönnum? Held-
ur ekki. Það er ómögu-
legt fyrir það fólk sem
kynslóð eftir kynslóð
hefur lifað á viðkom-
andi landsvæði og litið
á það sem „sitt land og
sína þjóð“, að sætta sig
við að fólk af gjörólík-
um uppruna med ger-
ólík trúarbrögð, hefðir
og siði, yfirtaki það
meira og meira og þar
að auki á kostnað
heimamanna.
Lífskjör Dana hafa versnað á síð-
ustu árum og eru orðin lakari en á
Islandi og danskur almenningur
kennir þetta, með réttu eða röngu,
hinum gífurlega kostnaði ríkisins af
innflytjendum, t.d. eru nýbúar í
Danmörku í augnablikinu um 6%
landsmanna, en 30% útgjalda ríkis-
ins til framfærslu rennur til þeirra.
Hlutfall innflytjenda í afbrotum er
líka allt of hátt.
Danir telja gengið á sinn rétt á
mörgum sviðum, t.d. hafa skapast
svæði, þar sem Danir (Evrópubúar)
eru ekki velkomnir, þangað fer mað-
ur ekki ótilneyddur, og alls ekki eftir
sólarlag, þar ríkja aðrar þjóðir og
líta á þetta sem „sitt svæði“ og hika
ekki við að ráðast að „hvítum"
mönnum sem hætta sér þangað.
Þetta gildir á ákveðnum svæðum á
Norðurbrú í Kaupmannahöfn,
Voldsmose-hverfi í Óðinsvéum,
Gjellerup-parken í Árósum og víðar.
Nei, ábyrgðin er ráðamanna, og
hún er mikil gagnvart báðum aðil-
um. Þær forsendur sem yfirvöld
hafa gengið út frá frá byrjun hafa
allar reynst alrangar.
Yfirvöld hafa gengið út frá því
sem vísu að vandamálin séu stærst í
byrjun og minnki svo smám saman,
þegar innflytjendurnir „aðlagast".
Reynslan hefur því miður verið
sú, að þessu er þveröfugt farið. Um
Guðmundur
Eiríksson
Hér verður núorðið að
viðhafa vopnaleit á öll-
um menntaskólaböllum
og þess háttar og víða
daglega í skólunum,
segir Guðmundur
Eiríksson, og lýsir
ástandinu í Danmörku
með ófögrum orðum.
það bil 30 ára reynsla Dana, Svía,
Norðmanna, Þjóðverja, Frakka o.fl.
hefur verið, að sérstaklega síðustu
10 ár hafa vandamálin aukist ár frá
ári. Samskipti heimamanna og
„nýbúa“ voru þolanleg í byrjun, en
hafa stöðugt versnað.
Ég hef séð yfirmenn bæði lög-
reglu og uppeldisstofnana koma
fram í sjónvarpi og lýsa því yfir að
þeir séu ráðalausir! Nýlega framdi
Íögreglumaður í Óðinsvéum sjálfs-
morð, af því að ungir „nýbúar“, af
annarri kynslóð lögðu hann í einelti;
ungir menn, flestir af arabískum
uppruna á aldrinum 11 til 20 ára.
Þessir unglingar eru svo fullir af
hatri og hörku gagnvart þeirri þjóð
sem þeir telja að líti niður á þá og
þeirra litarhátt, undiroki þeirra
menningu, trúarbrögð og hefðir, að
þeir svífast nánast einskis.
Skemmdarverk og líkamsárásir
eru algeng og sjálfsagt að hafa vopn
undir höndum. Gagnvart svo mikilli
hörku eru yfirvöld í lýðræðisríki
ráðalítil.
Uppeldisfræðingurinn tilkynnti,
að eftir að hafa unnið með þessa
unglinga í árabil teldi hann einu
raunhæfu lausnina að læsa þá inni til
æviloka! Þrátt fyrir endurhæfingar-
námskeið, uppeldisstofnanir, lúxus-
ferðir o.fl. eru þeir að gefast upp á
að „aðlaga“ þessa drengi. Við „homo
sapiens" erum mjög ófullkomin
dýrategund. Við erum flokkdýr, við
lítum á okkur sjálf fyrst og fremst
sem hluta eða meðlim af flokki, sem
er í meðvitund okkar skýrt skil-
greindur. Við erum af ákveðinni þjóð
og frá ákveðnum stað, og okkar hópi
tilheyrir ákveðið landsvæði og ef við
teljum að okkar þjóð, menningu,
hefðum, trúarbrögðum, einstakling-
um eða landsvæði sé ógnað af ein-
staklingum eða hópum frá öðrum
flokki, bregðumst við, því miður, við
ÞÚ GETUR
SPARAÐ öi'laiií
ÞÚSUNDIR
Gleraugnaverslunin
SJÓNARHÓLL
HAFNARFIRÐI & GLÆSIBÆ
Frumkvöðull að lækkun gleraugnaverðs á íslandi
Sorgar og
samúðarmerki
Borið við minningaralhafnir
og jarðarfárir.
Allur ágóði rennur til
líknarmála.
Fæst á bensínstöðvum,
í Kirkjuhúsinu og í
blómaverslunum.
|j KRABBAMEINSSJÚK BÖRN
<2t" hjAlparstofnun
V^T/ KIRKJUNNAR
á sama hátt og aðrar dýrategundir.
Við verjum það sem við teljum að til-
heyri okkur með öllum ráðum, þetta
gildir fyrir allar þjóðir og þjóðabrot í
öllum heiminum og höíúm alltaf
gert.
Enn ein mistök ráðamanna er
draumsýnin um „aðlögun", þ.e. að
ólíkar þjóðir með ólíka menningu,
siðferði og trúarbrögð muni með
tímanum aðlagast hver annarri. All-
ar borgarastyrjaldir, jafnt í nútíð og
fortíð, jafnt á Balkanskaga sem í
Austurlöndum nær og á Bretlands-
eyjum og alls staðar annars staðar í
heiminum, ættu að kenna okkur, að
það er alls ekki hægt að ganga út frá
þessari kenningu sem staðreynd. Sí-
gaunar eru arabískur þjóðflokkur
sem hefur búið í Evrópu í átta-
hundruð ár, en ekki hefur aðlögunin
gengið betur en svo, að nú flýja þeir
unnvörpum til Kanada, sem virðist
vera eina landið sem vill taka þá,
undan ofsóknum í heimalöndum í
AusturEvrópu. Gyðingar era annar
arabískur þjóðflokkur sem var und-
irokaður, ofsóttur og kvalinn í aldir,
þangað til Hitlers-Þýskaland reyndi
að útrýma þeim öllum á einu bretti.
Það era aðeins örfá lönd í heiminum
sem era laus við kynþáttaóeirðir og
stríð, meira og minna. Norðurlönd
hafa verið þeirra á meðal, en það er
liðin tíð.
Hér í Danmörku kemur það betur
og betur í ljós, að stórir hópar inn-
flytjenda hafa ekki hugsað sér að
taka upp danska siði eða lífsviðhorf,
hvorki í nútíð eða framtíð, sem ekki
er von, og það er ekkert heldur sem
bendir til að Danir séu tilbúnir að
breyta um lifnaðarhætti og hér
mætast stálin stinn.
Það sem er að gerast núna í Dan-
mörku og víðar í Evrópu er að marg-
ir innflytjendur hafa búið svo lengi á
svæðinu, að þeir gera nú kröfur um
af þeirra hefðir, siðfræði og trúar-
brögð verði lögð að jöfnu, minnst,
við það sem fyrir er.
T.d. er það heilög skylda rétt-
trúaðs múslíma að útbreiða sína trú
og siðfræði hvar sem hann er stadd-
ur og snúa sem flestum vantrúuðum
tilAllah.
Þeir gera kröfu um að konur og
stúlkur fái að ganga med höfuðskýlu
hvar og hvenær sem er, t.d. við af-
greiðslustörf í búðum, en Dönum er
ekki vel við það. Verr bregðast Dan-
ir þó við þeirri kröfu að múhameðs-
trú verði kennd í skólum til jafns við
kristinfræði og að allt kjöt í opinber-
um stofnunum (skólar, dagvist),
verði að vera halal-slátrað, þ.e. skor-
ið á háls, ekki skotið, og svínakjöt
bannað. Þessu taka Danir afar illa
og borgarstjórinn í Brondby brást
hreinlega við á þann hátt að hann
gaf út tilskipun um að alls staðar í
hans sveitarfélagi ætti „veskú“ að
framreiða góðan gamaldags dansk-
an mat, skotinn í hausinn af innlend-
um sið, og gjarna mikið af svínakjöti,
sem er ein af helstu útflutningsvör-
um Dana. En vandamálið er þarmeð
óleyst fyrir tugþúsundir múslíma,
því neysla svínakjöts og ekki halal-
slátrað kjöt er samkvæmt Kóranin-
um stranglega bannað og menn era
reiðir.
Þetta era bara dæmi um erfið mál
og illleysanleg.
Allra stærstu mistök ráðamanna í
þessum málum og það sem í framtíð-
inni getur reynst dauðasynd, er að
þeir gleymdu að spyi'ja gestgjafana.
Allur þessi innflutningur af fólki
víða að úr heiminum hefur verið
framkvæmdur án þess að nokkurn
tíma hafi verið í reynd haft samráð
við fólkið í landinu, það hefur bara
átt að halda kjafti og borga brúsann,
á allan hátt, og einmitt af þeim sök-
um finnur danskur almenningur
ekki til minnstu ábyrgðarkenndar
gagnvart nýbúunum eða þeim
vandamálum sem innflutningurinn
hefur haft í för með sér. Stjórnvöld
höfðu ekki samráð við almenning og
firrtu hann þar með allri ábyrgð og
af því súpa þau seyðið nú. Oll opin
umræða um þessi mál hefur verið
bönnuð frá upphafi og sérhver aum-
ingja maður sem hefur leyft sér að
æmta um að kannski væri betra að
hugsa sig betur um hefur umsvifa-
laust fengið í hausinn gömlu lumm-
una „kynþáttahatari", sem á venju-
legu máli er sama sem: „Þegi þú, þú
hefur ekki rétt til að hafa þína skoð-
un á þessu máli.“
Þar með hefur öll umræða í raun-
inni verið bönnuð og er hrein geggj-
un, sérstaklega af því að málið hér
hefur aldrei snúist um kynþætti
heldur magn; hversu marga? Þessi
mistök mega Islendingar ekki gera.
Að flytja inn fólk í stóram eða litl-
um stíl í blóra við eða án samráðs við
það fólk, sem fyrir er í viðkomandi
landi, mun ekki verða til góðs fyrir
neinn þegar fram í sækir, og það
ætti aðforðast þann glæp að bjóða
fólki til dvalar af höfðinglund mikilli,
en í raun líta niður á það og hata frá
fyrsta degi. Yfirvöld segja: „Komið
hingað, elsku vinir.“ Almenningur
segir: „Við viljum ykkur ekki hér,
þið hafið ekkert hér að gera.“ Og all-
ir láta eins og allt sé í lagi! Svona
ástand er tímasprengja og breytir
engu að reyna að þegja það í hel.
Það hefur tekið mig u.þ.b. 2 mán-
uði í hjáverkum að skrifa þessar lín-
ur, og nú um daginn (7.11.) byrjaði
svo ballið fyrir alvöru. Stríðsástand
á Norðurbrú í Kaupmannahöfn, hóp-
ar af hettuklæddum innflytjendum
og anarkistum fara með bál og
brandi, brenna og eyðileggja bifreið-
ar, verslanir, banka o.s.frv., og lög-
reglan þorir ekki að grípa inn í fyrr
en seint og um síðir.
Ástæðan fyrir látunum er að
dönsk yfirvöld era að reyna að vísa
úr landi ungum innflytjendum með
erlendan ríkisborgararétt. Annar
þeúra er forsprakki hóps, sem hefur
gert það að sérgrein að misþyrma
öldraðu fólki og ræna það, og hinn er
síbrotamaður í nauðgunum.
Þessar brottvísanir hafa hleypt
mjög illu blóði í marga innflytjendur
og suma Dani, að líkindum munu yf-
irvöld guggna á þessu, en athyglis-
vert er að fylgjast með framvindu
málsins.
En hvað með ísland? Ég lærði
nýtt orð þegar ég var á íslandi sl.
sumar, „nýbúi“, vel smíðað nýyrði,
en því miður voru allir, án undan-
tekningar, sem ég talaði við, á móti
nýbúum. Eina sem var nokkurn veg-
inn í lagi var Kósóvo-fólkið, af þeirri
einföldu ástæðu að fólk gerir ráð
fyrir að það snúi til baka til heima-
landsins. (Til að launa Serbum lamb-
ið gráa ef ekki annað, því nú hafa
styrkleikahlutföll sniíist við.)
Mér virðist að fólk um alla Evrópu
sé að gera sér grein fyrir, að inn-
flytjendastefna síðustu áratuga hef-
ur verið glapræði, hún hefur ekki
leyst nein af vandamálum heimsins,
fyrir hvern flóttamann sem tekinn
hefur verið hafa sprottið upp tíu
þúsund í ennþá verri aðstöðu, en hún
er á leið með að valda mjög alvarleg-
um vandamálum í þeim fáu löndum
sem hingað til, a.m.k. frá lokum
heimsstyrjaldarinnar, hafa búið við
nokkurnveginn frið og öryggi. Þessi
stefna hefur orðið orsök af kynþátta-
hatri og ríg sem ekki sér fyrir end-
ann á. Stjórnmálaflokkar andvígir
innflytjendum vinna á víðast hvar,
og brýn nauðsyn er á að réttsýnt
fólk af öllum kynþáttum hefji sam-
vinnu um lausnir, en sýnist ekki lík-
legt. Til þess era vítin að varast þau,
og ég óska þess að Islendingar beri
gæfu til þess að losna við kynþátta-
hatur og ofbeldi í framtíðinni og ég
skora á fólk að segja sína skoðun á
þessum málum, skýrt og skorinort. I
lýðræðisiíkjum er skoðanafrelsi og
ritfrelsi grundvallaratriði.
Hiifundur er tónlistarmaður, sem
búið hefur lengi í Danmörku.