Morgunblaðið - 13.01.2000, Qupperneq 56
|6 FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
HARALDUR
, MATTHÍASSON OG
KRISTÍN SIGRÍÐ UR
ÓLAFSDÓTTIR
+ Haraldur Matt-
híasson fæddist í
Háholti, Gnúpverja-
hreppi, 16. mars
1908. Hann lést 23.
desember síðastlið-
inn.
Kristín Sigríður
Ólafsdóttir fæddist í
Reykjavík 16. apríl
1912. Hún lést 29.
desember síðastlið-
inn.
Útför Haraldar og
Kristínar fór fram
frá Dómkirkjunni 7.
janúar. Jarðsett var í
grafreit á Laugar-
vatni.
Sæmdarhjónin Haraldur og
Stína frænka eru dáin - farin sam-
an til austursins eilífa. Þegar Ólaf-
ur Örn frændi minn tilkynnti mér
andlát föður sins gat hann þess í
Jeiðinni að hann teldi að ekki yrði
Wangt á milli þeirra. Sú varð og
raunin. Þau höfðu verið samrýnd
og samtaka í öllu, sem þau tóku sér
fyrir hendur, og svo var einnig nú,
þegar ferðin mikla var farin.
I þessu sambandi langar mig að
rifja upp atvik frá þeim árum þeg-
ar þau felldu hugi saman. Það var í
upphafi seinna stríðs sem ég þá
ungur drengur kem í fóstur til afa-
foreldra minna, Ólafs og Þrúðar, í
nýbyggt hús á Flókagötu 18 í
Reykjavík. Fjögur yngri systkini
'ymöður míns voru þá enn ógift í for-
eldrahúsum og var Kristín næs-
tyngst þeirra. Þegar ég kem sem
yngsti meðlimur fjölskyldunnar inn
á þetta stóra heimili tekur Stína
frænka ástfóstri við mig og má
segja að hún hafi gengið mér í
móðurstað á þessum árum. Um
þessar mundir kynnist hún Haraldi
Matthíassyni. Kristín þá ung að ár-
um var mikil útivistarkona, stund-
aði fimleika, sund og skíðaíþrótt-
ina. Þegar hún kynnist Haraldi býr
hann í Reykjavík og er formaður
skíðadeildar KR, ef ég man rétt.
Stína hafði tekið mig með nokkur
skipti í skíðaferðir að Kolviðarhóli
við Hveradali. Einu sinni á páskum
var ferðinni heitið upp að skíða-
skála KR í Skálafelli, gömlum
skála, sem var talsvert ofar í fjall-
inu en núverandi skáli. Þegar við
Stína erum mætt ásamt fleirum í
rútu inn við Hlemm snarast inn í
bílinn gjörvilegur maður, sem
heilsar og Stína kynnir sem vin
sinn Harald Matthíasson. Þegar
komið var á áfangastað á Þing-
vallavegi nærri Stardal hófst gang-
an mikla á skíðum með viðlegubún-
að á bakinu upp brattar hlíðar, en
mikill snjór var í fjallinu. Ég minn-
ist þess að frænka mín gaf þessum
göngugarpi, vini sínum, ekkert eft-
ir í göngunni upp hlíðarnar, en fyr-
ir mig, ungan drenginn, var þetta
hin mesta þrekraun. Átti ég fullt í
fangi með að fylgja þeim eftir, enda
engar lyfturnar. En það dugði ekki
að láta deigan síga, það var ekki
tekið til greina. „Það er ekki siður í
okkar ætt að gefast upp,“ sagði
Stína. Það dugði til leiðarenda.
Eftir að þau stofnuðu heimili og
voru búin að eignast myndarleg
börn átti fyrir þeim að liggja að
ganga saman um öræfi Islands
þver og endilöng af sama krafti og
þau sýndu upp hlíðar Skálafells
forðum. Samheldni og ástríki ein-
kenndi allt þeirra líf. Það þurfti
áræði og seiglu fyrir Harald Matt-
híasson að stofna heimili, taka
menntaskólanámið utan skóla og
fara síðan í háskólanám fertugur
að aldri. Ég minnist þess að þegar
ég heimsótti þau á Njálsgötu 72
var Haraldur stundum með Jó-
hönnu, fyrsta barnið, á hnjánum og
las námsbækur undir stúdentspróf.
Ekki var slakað á eða kveinað, en
sameiginlega stefnt að háleitu
marki - menntun. Mér er ljúft að
minnast þeirra nú með virðingu og
þakklæti vegna mannkosta, að
ógleymdri kímnigáfu, og hvað þess-
ir eiginleikar þeirra voru samofnir
í farsælu hjónabandi. Blessuð sé
minning þeirra. Megi hinn hæsti
höfuðsmiður himins og jarðar taka
vel á móti þeim.
Haraldur Valgarður
Haraldsson.
SESSELJA
SVA VARSDÓTTIR
+ Sesselja Svavars-
dóttir fæddist á
Akranesi 31. ágúst
1922. Hún lést á
Blönduósi 4. janúar
síðastliðinn og fór
útför hennar fram
frá Blönduósskirkju
10. janúar.
~ Elsku amma mín,
eins og ég sakna þín
sárt þá felst huggun
mín í því að við sjá-
umst aftur. Sem barn
las ég oft ævintýrið
um Bróður minn
Ljónshjarta. Þar er sagt frá staðn-
um Kirsuberjadal í Nangijala, ynd-
islegri paradís. Núna færð þú að
njóta slíkrar paradísar og tekur
móti mér þegar minn tími kemur.
Elsku amma, takk fyrir öll árin
og alla þá hlýju sem þú sýndir mér
ávallt. Við sjáumst aftur í Nangij-
ala.
Þín
Rannveig Lena.
Þegar hann pabbi sagði mér að
amma væri dáin fann ég sáran
þungan sting og tárin brutust fram
í augun, þetta var svo sárt, líka það
að heyra hvað pabbi átti erfitt. Ég
eyddi því sem eftir var nætur sitj-
andi með honum. Þegar við rædd-
um um þetta fundum við það að
þetta var það besta sem gat gerst,
svona vildi hún fara, hljótt og án
þess að liggja lengi veik. Ég fór
undir morgun og vakti börnin mín
^og með hjálp Gumma sagði ég þeim
trá þessu. Litla daman mín var fljót
að sjá það góða í þessu öllu: Nú get-
ur amma hoppað um eins og litlu
lömbin og líka borðað sörurnar, nú
líður ömmu vel.
Það var alveg sama hvenær mað-
ur datt þar inn um dyrnar, til var
kaffi og amma til í að spjalla um
íjfr'að sem var. Eins var um börnin,
þau komu þar við bara
til að sjá hana, en
reyndar oftast til að
athuga hvort amma
væri ekki til í að gefa
þeim eitthvað að
drekka og ekki var
verra að fá kökusneið
með.
Það verður skrítið
að geta ekki farið og
fengið kaffi hjá ömmu
framar, en afi verður
bara að sjá um að hella
upp á í staðinn.
Með þessari litlu
bæn sem bömin mín
báðu um að væri sett hér viljum við
kveðja hana ömmu og vonum að
guð hjálpi afa og okkur hinum líka í
sorginni.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús þér ég sendi,
bæn frá mínu brjósti sjáðu,
blíði Jesús að mér gaðu.
(Asmundur Eir.)
Vertu yfir og allt um kring, með eilífri
blessan þinni.
Sitji guðs englar saman í hring, sænginni
yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Valgerður, Guðmundur,
Gísli Jóhannes og Svanhildur.
Ég vaknaði við þegar systir mín
kom til mín um miðja nótt og sagði
mér að það væri síminn til mín.
Pabbi var í simanum og hann sagði
mér að þú værir dáin. Áhyggjur
mínar af þér voru ekki að tilefnis-
lausu, þú varst lasin og ég vissi af
því. Svo þessa köldu nótt kvaddir
þú okkur en skildir eftir þig fjölda
góðra minninga sem aldrei munu
gleymast. Ég reyndi að koma til þín
á hverjum degi og stundum kom ég
oft á dag. Ég get varla varist tárum
þegar ég skrifa þessar línur. Ég
sakna þín svo mikið. Ég vildi ekki
trúa að þú værir farin frá okkur, ég
sat á rúmstokknum hjá þér nokkr-
um klukkutímum áður og talaði við
þig, ég fann til undan því hversu
lasin þú varst. Með semingi fór ég
frá þér og kvaddi og sagði þér að ég
ætlaði að koma aftur á morgun til
að sjá hvernig heilsan væri. Eg kom
aftur næsta dag en ekki í þeim til-
gangi sem ég var búin að ætla mér.
Ég kom inn um dyrnar og leit strax
í stólinn þinn þar sem þú varst vön
að sitja en sá þig ekki. Tárin runnu
í stríðum straumum. Ég fékk að sjá
þig, en augu þín voru lokuð. Ég
beið samt eftir að þú myndir opna
þau og bjóða góðan dag. Kinnar
þínar sem áður voru rjóðar og sæl-
ar, voru kaldar og hvítar.
Amma mín, ég sakna þín svo
sárt. Bara nú sl. gamlárskvöld kom
ég til þín ásamt systrum mínum
tveimur og mökum þeirra og þá
varstu svo glöð og hamjngjusöm,
hafðir engar áhyggjur. Ég sá tár
renna niður kinnar þínar þegar
Vala systir mín færði þér myndir af
börnunum sínum tveimur. Þú varst
svo glöð.
Elsku amma mín, ég vil kveðja
þig í hinsta sinn með þessum orð-
um:
Á hendur fel þú honum,
sem himna stýrir borg,
það allt, er áttu í vonum,
og allt er veldur sorg.
Hann bylgjur getur bundið
og bugað storma her
hann fótstig getur fundið
sem fær sé handa þér.
Ef vel þú vilt þér líði
þín von á Guð sé fest.
Hann styrkir þig í stríði
og stjórnar öllu bezt.
Að sýta sárt og kvfða
á sjálfan þig er hrís.
Nei, þú skalt biðja og bíða
þá blessun Guðs er vís.
(Þýð. Björn Halldórsson.)
Elsku amma mín, ég kveð þig nú.
Minningin um þig mun fylgja mér
alla ævi.
Elsku fjölskylda, megi Guð
styrkja okkur í sorginni.
Árný Sesselja Gísladóttir.
STEFAN GRIMUR
JONSSON
+ Stefán Grímur
Jónsson fæddist
í Reykjavík 7. maí
1923. Hann lést á
Sjúkrahúsi Reykja-
víkur 4. janúar síð-
astliðinn, 76 ára að
aldri. Foreldrar
hans voru Jón
Grímsson, f. 12.7.
1892, d. 5.8. 1977,
og Lilja G. Brands-
dóttir, f. 22.5. 1889,
d. 25.6. 1959. Stefán
var þriðji yngstur
níu systkina. Systk-
ini hans: Aðalheiður
Tryggvadóttir, f. 10.11. 1912, d.
22.9. 1994; Guðný Jónsdóttir, f.
24.6. 1914, d. 25.7. 1918; Vigdís
Ó. Jónsdóttir, f. 8.1. 1917. d.
12.10. 1996; Sigurður G.K. Jóns-
son, f. 23.3. 1918, d. 8.10. 1972;
Jóhanna Jónsdóttir, f. 20.3.
1920, d. 11.6. 1973; Unnur Jóns-
dóttir, f. 23.8. 1921; Bragi Jóns-
son, f. 9.10. 1925; Logi Jónsson,
f. 29.8. 1928.
Stefán kvæntist 13. ágúst
1954 Þorbjörgu Hannesdóttur, f.
21.11. 1927, d. 12.7.
1992. Börn þeirra:
1) Stella, f. 26.4.
1956, í sambúð með
Halldóri Sigurðs-
syni. Synir Stellu
eru Gunnar, Stefán
Hrafn og Ólafur
Þór Ólafssynir.
Börn Halldórs eru
Sigursteinn, Guð-
björg Eva, Elísabet
og Halldór Ægir. 2)
Jón Hanncs, f. 26.9.
1963, kvæntur
Gunnhildi Davíðs-
dóttur. Dóttir
þeirra er Þorbjörg Birta. Sonur
Jóns er Grímur Ari. Móðir
Gríms er K. Rut Stephens. Son-
ur Gunnhildar er Davíð Aron
Björnsson.
Stefán nam véltæknifræði í
Svíþjóð og starfaði síðan hjá
Stálsmiðjunni í Reykjavík í 25
ár. Þá hóf hann störf hjá Berki
hf. og vann þar til 64 ára aldurs.
Útför Stefáns fer fram frá
Háteigskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Elsku pabbi, ég kveð þig með
söknuði og harma það að hafa ekki
getað verið með þér þegar þú
kvaddir þennann heim. Ég þakka
þér fyrir allt og vona að þér líði bet-
ur núna. Nú hefur þú sameinast
mömmu á ný, ég elska ykkur bæði.
0 veit ég gætur gefið. Minn guð, sem ber
að því,
að stutta hér vist hef ég heimi þessum í.
Sem fljótast fellur straumur, svo flýgur
ævi manns,
að lyktum líkt sem draumur er lífið
gjörvallt hans.
Menn hníga dag frá degi í duft sem visin
strá.
Svo skugga og annað eigi þá alla telja má.
Menn leita og lúnir strita sér, litlum
notum að,
menn safna en síst þó vita hver síðar
erfir það.
Við hvað þá huggast get ég, mitt hjálpráð
guðvið þig.
Því traust mitt sífellt set ég, í sorg og
gleðiáþig.
Hér útlendingur er ég, en útlegð stutt
er mín.
Brátt heim til feðra fer ég í friðarhúsin
þín.
Sofðu rótt, elsku pabbi.
þín,
Stella.
Elsku afi, nú ert þú horfinn okkur
frá. Við þökkum þér fyrir allt sem
þú hefur verið okkur í gegnum tíð-
ina.
Það kemur enginn reykur
úr kofanum þínum lengur.
Þú kyndir ekki framar
þitt æðsta fómarbál.
Hve dauðhljótt er inni,
það ómar enginn strengur,
sem áður fyrr var hreyfður
af lífi þínu og sál.
Þinn drengur reikað hljóður,
og hiyggur er þinn maki,
og heimilið er skuggi
afþvísemáðurvar.
En gott er þín að minnast,
þvíallt sem eraðbaki
afástþinnivarhelgað
svo hvergi skugga bar.
(Hólmfríður Jónsdóttir.)
Blessuð sé minning þín, afi min.
Gunnar, Stefán Hrafn
og Ólafur Þór.
Við fráfall Stefáns Jónssonar sjá-
um við á bak góðum og trúverðug-
um vini, er ekki mátti vamm sitt vita
í einu eða neinu. Heiðarleiki hans og
ljúfmennska voru af þeim toga sem
maður getur hugsað sér best.
Það voru ekki hans einkenni að
berast mikið á né miklast af neinu.
Þeim mun meiri áherslu lagði hann
á umhyggju gagnvart börnum sín-
um og öðrum nánustu, samhliða
prúðmennsku og trúverðugleika
gagnvart vinum og kunningjum.
Þannig hygg ég að minningin sé rík-
ust meðal þeirra er samleið áttu
með Stefáni.
Á sínum yngri árum var Stefán
áhugasamur og mjög liðtækur
íþróttamaður og iðkaði íþróttir sínar
innan Glímufélagsins Armanns.
M.a. var hann meðal okkar bestu
hnefaleikara í sínum þyngdarflokki
og þar eins og annars staðar var það
heiðarleikinn í formi réttra leik-
reglna og virðingar fyrir keppina-
utnum sem sat í fyrirrúmi.
Stefán var einnig ágætlega
söngvinn og söng um árabil í kirkju-
kór Háteigskirkju. Veit ég að hann
naut þess ríkulega að vera þátttak-
andi í kórstarfi kirkjunnar.
Samgangur okkar hjóna við Stef-
án og Bíbí konu hans var mikill og
ánægjulegur um áratugaskeið, enda
var Bíbí einstök kona öllum glað-
værari og jákvæðari, þrátt fyrir
nánast látlaust stríð við veikindi og
fötlun. En þannig er það nú oft svo,
að þeir sem mest hafa reynt af mót-
lætinu eim skilningsríkastir á um-
hverfið og afkastamestir í að skapa
jákvætt hugarfar meðal annarra.
Svo hagar til að synir okkar og
börn Stefáns og Bíbíar eru á svipuð-
um aldri. Ánægjustundirnar sem við
áttum saman, m.a. við veiðiskap,
hestamennsku og ferðalög lifa lengi
í minningunni. Á slíkum stundum
var Stefán ómetanlegur félagi, rösk-
ur, hugsunarsamur og snyi-timenn-
skan í hávegum höfð á öllum sviðum.
Allar þessar ómældu samveru-
stundir eru nú þakkaðar að leiðar-
lokum um leið og Stellu og Jóni
Hannesi ásamt barnabörnum og
sambýlisfólki er óskað allra heilla og
guðsblessunar í bráð og lengd.
Sigrún, Sigurður Rúnar,
Jóhann og Sigurður
Magnússon.
Minn Guð og Herra er hirðir minn,
mér hjálpararm hann réttir sinn.
Ég veit hann æ mér vill hið besta,
ég veit hann ei mig lætur bresta
það neitt, er getur gagnað mér,
því góður hirðir Drottinn er.
Um blómum stráða, græna grund
mig Guðs míns leiðir fóðurmund
að svalalindum silfurskærum
og svalar mér úr lækjum tærum.
Hans líknarhöndin hressir mig
og hjálpar mér á réttan stig.
Og þótt ég gangi um dimman dal,
hans dimma mér ei ógna skal.
Ef geng ég trúr á Guðs míns vegi,
mér grandar dauðinn sjálfur eigi.
Þín hrísla og stafur hugga mig,
minn hirðir, Guð, ég vona á þig.
(V. Briem.)
Gunnhildur Davíðsdóttir.