Morgunblaðið - 13.01.2000, Side 59

Morgunblaðið - 13.01.2000, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR13. JANÚAR 2000 59 GUNNAR KRISTJÁNSSON + Gunnar Krist- jánsson vélstjóri fæddist á Melkoti, Staðarsveit á Snæ- fellsnesi 22. febrúar 1933. Hann lést á heimili sínu 6. janúar síðastliðinn. Foreldr- ar Gunnars voru Kristján Erlendsson, f. 28. apríl 1896 á Hjarðarfelli í Mikla- holtshreppi, bóndi á Melkoti og organ- leikari á Staðastað í Staðarsveit, d. 23. ágúst 1973, og Guð- rún Hjörleifsdóttir, f. 20. júní 1904 á Hofsstöðum í sömu sveit, hús- móðir, d. 12. október 1991. Systk- ini Gunnars voru: Kristjana, f. 28. júní 1926; Elín, f. 30. nóvember 1927; Magðalena Margrét, f. 13. nóvember 1928; Theódór Þorkell, f. 19. mars 1930, d. 4. janúar 1979; Aðalheiður, f. 4. október 1931; Matthildur, f. 7. maí 1936; Hjörleif- ur, f. 16. desember 1937; Erlendur f. 7. aprfl 1939; Stefán, f. 4. sept- ember 1942; Sigurður, f. 21. mars 1944; Sólveig, f. 12. desember 1947; og uppeldissystir, Helga, f. 31. maí 1952. Gunnar kvæntist 25. desember 1957 eft- irlifandi eiginkonu sinni, Árdísi Björns- dóttur, f. 8. nóvember 1930 í Hraunkoti í Að- aldal. Foreldrar henn- ar voru Björn Ár- mannsson, f. 19. janúar 1902 í Hraun- koti, bóndi, d. 18. ágúst 1970, og Kristín Kjartansdóttir, f. 3. apríl 1898 á Daðastöð- um í Reykjadal, hús- móðir, d. 17. septem- ber 1988. Börn Gunnars og Árdísar eru: 1) Eyþór Geirsson, f. 20. apríl 1954, kvæntur Jónínu Bachmann, f. 1. júní 1957, barn þeirra Halldór Gunnar Eyþórsson, f. 26. desem- ber 1983.2) Kristín Gunnarsdóttir, f. 26. nóvember 1957, gift Sigur- birni Pálssyni, f. 27. september 1933, barn þeirra Máni Sigur- björnsson, f. 7. ágúst 1989. 3) Kristján Gunnarsson, f. 16. ágúst 1964, kvæntur Ólöfu Stefaníu Ei- ríksdóttur, f. 23. október 1964, börn þeirra Rakel Kristjánsdóttir, Elsku Gunnar minn, mig langar að minnast þín í nokkrum orðum. Þú varst svo einstakt ljúfmenni og alltaf reiðubúinn að hjálpa. Þú hjálpaðir okkur mikið þegar við byggðum hús- ið okkar og varst okkur stoð og stytta í þeirri vinnu. Varst alltaf svo drífandi og óeigingjarn. Þá léstu þér alltaf svo annt um börnin okkar og vildir alltaf skutla þeim heim úr skól- anum ef veður var vont, þar sem þú vorkenndir þeim svo að ganga heim við erfiðar aðstæður, „með svona litla fætur“. Þetta er aðeins örlítið brot af því sem þú varst sífellt að gera fyrir okkur. Guð blessi þig elsku Gunnar, þakka þér fyrir allt. Ólöf S. Eiríksdóttir. Það verður skrýtið þegar við kom- um í heimsókn til ömmu því nú verð- ur enginn afi til að taka á móti okkur og gefa okkur nammi úr nammidoll- unni, sem hann var alltaf að fela út um allt. Þá verður enginn afi sem bíður okkar í litla fína sumar- bústaðnum þar sem alltaf var svo gaman að vera. Afi átti eftir að gera svo mikið í bústaðnum en náði því ekki, en elsku afi, við skulum klára það allt fyrir þig. Við eigum líka eftir að sakna þess að afi komi ekki að sækja okkur í skólann þegar vont er veður. Við vitum að þér líður vel hjá guði og nú getur þú faðmað Rakel systur okkar. Elsku afi, við söknum þín svo mikið en við munum alltaf hugsa til þín. Guð geymi þig. Þín afabörn, Anna Pálína og Gunnar Freyr. Kær samstarfsmaður okkar hjá SH er látinn langt fyrir aldur fram. Fráfall Gunnars Kristjánssonar bar brátt að, vissum við ekki annað en hann gengi heill til skógar og smá- vegis flensupest mundi ekki halda hraustmenninu lengi við rámið nú frekar en endranær. Svo varð ekki þetta sinnið, öllum að óvörum varð hann bráðkvaddur á heimili sínu síð- asta dagjóla. Það er ekki ofsagt að Gunnar var bæði í miklum metum hjá samstarfs- fólki sínu og vinsæll með besta móti, var það fyrir mannkosti hans og mikla ljúfmennsku í viðmóti, hann var bóngóður maður og gekk að hverju verki með því hugarfari að ljúka því fljótt og vel. Hann annaðist erindrekstur fyrir SH frá því hann hóf störf þar í ársbyrjun 1989 til dauðadags. Ég veit að það var ekki alltaf auðvelt að gera okkur öllum til hæfis þegar mikið var um að vera, en með lipurð sinni og dugnaði fór Gunnar langt með það. Þótt hann væri áhlaupamaður til verka sýndi hann líka mikla kostgæfni í starfi sínu og gekk ekki frá hálfköruðum verkum, því ávann hann sér traust bæði vinnufélaga og viðskiptavina. Aðra hlið átti Gunnar sem einnig sneri að okkur í SH. Hann var mikill hagleiksmaður og safnaði grásvörtu grjóti úr íslenskri náttúru. Með hög- um höndum sínum og glöggu auga slípaði hann hnullungana þangað til falin innri fegurð blasti við sjónum. Úr þessum luktu djásnum náttúr- unnar gerði hann fallega smíðisgripi sem við höfum gefið sumum erlend- um viðskiptamönnum okkar og hefur þeim þótt mikið til koma. Hafa nokkrir þeirra haft á orði að ekki hafi þá órað fyrir því að þessi svarta auðn sem þeir sáu við komuna til landsins geymdi slíka litadýrð sem við gátum sýnt þeim í handbragði hans. Gunnar var sá samstarfsmaðurinn hjá SH sem ég hitti yfirleitt fyrstan á morgnana, þegar hann kom í gætt- ina hjá mér og bauð góðan dag glað- vær og léttur. Hann stóð þarna um stund karlmannlegur á velli og ók- víðinn fyrir deginum framundan, handtakið var eins og maðurinn, þétt og hlýtt. Við áttum þá oft saman stutt spjall áður en gengið var til verka. Stundum töluðum við um sjó- inn sem hann þekkti svo vel, afla- brögðin og veðurhaminn, stundum um sveitina þar sem hann átti sælur- eit og ég fann að hugurinn átti þar heima, stundum dugði bara að hlæja saman að einhverju spaugilegu sem var að gerast í mannlífinu þann dag- inn. Þetta stutta spjall var góður undirbúningur að erli dagsins. Nú verða þær ekki fleiri slíkar morgun- stundir, en eftir standa bjartar minningar um góðan dreng og heil- an. Okkur samstarfsfólkinu er sökn- uður í hug nú þegar óvænt er komið að kveðjustund en meiri er sorgin hjá þeim sem misst hafa kæran fjöl- skylduföður og vin. Hjá þeim er hug- ur okkar, við sendum þeim öllum samúðai-kveðjur og biðjum þess að Guð styrki þau í sorginni. Við þökkum Gunnari samfylgdina að leiðarlokum, af henni urðum við ríkari. Bjarni Lúðvíksson, Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna hf. Bognar aldrei - brotnar í bylnumstóraseinast. Þessar hendingar flugu gegnum huga minn er ég frétti að vinur minn, Gunnar Krístjánsson, hefði orðið bráðkvaddur á heimili sínu hinn 5. janúar. Aðeins deginum áður spjölluðum við saman um nýbyrjað ár, hann hress í bragði að vanda en sagði þó f. andvana 27. ágúst 1990, Anna Pálína Kristjánsdéttir, f. 27. ágúst 1990, og Gunnar Freyr Kristjáns- son, f. 28. september 1993. Gunnar var sjötti í röð tólf systk- ina og ólst upp á heimili foreldra sinna á Melkoti í Staðarsveit fram að fermingu en þá fór hann að heiman. Fyrstu tvö sumrin vann hann í vegavinnu norður á Strönd- um en við ýmis bústörf á veturna. Sextán ára heldur hann suður til Sandgerðis þar sem hann vann hjá Miðnesi hf. um langt skeið, fyrst í frystihúsi félagsins og síðar á bát- um þess sem vélstjóri eftir að hafa tekið vélstjórnarnámskeið. í Sand- gerði kynntist hann eftirlifandi eiginkonu sinni. Árið 1965 flutti hann til Hafnar- fjarðar og vann ýmis störf bæði til sjós og lands. I nokkur ár vann hann í Bátalóni hf. og hjá ÍSAL og síðar hjá Hafskip hf., þar sem hann starfaði sem vélstjóri í um tíu ár í millilandasiglingum. Eftir að hann hætti hjá Hafskip vann hann ýmis járniðnaðarstörf uns hann hóf störf hjá Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna í janúar 1989 þar sem hann starfaði til dánardags. Gunnar var ákaflega áhugasam- ur um öll verkalýðsmál og var lengi í trúnaðarráði Vélsljórafél- ags íslands og síðar í sljórn þess. Gunnar verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. flensuna búna að fara illa með sig og sér þætti mál til komið að mæta í vinnuna og ganga í ýmis þau verk sem biðu sín. En þá reyndist aðeins bylurinn stóri framundan og hann eirði ekki þessum stóra og sterka manni sem á svipstundu var allur. Góður maður og gegn, farsæll í einkalífi, vinafastur og vinmargur, glaðsinna, ólatur með afbrigðum og trúr verki sínu; þetta voru eðliskost- ir Gunnars og eiginleikar sem við þekktum öll, samstarfsmenn hans í áratug hjá Sölumiðstöðinni. Gunnar sendiherra var nafngiftin sem for- stjórinn valdi honum og fyrir okkur keyrði hann linnulítið um allt höfuð- borgarsvæðið allra okkar erinda. Areiðanlega voru þau mismerkileg en öll leysti hann þau fúslega og greiðlega af hendi. Krafturinn og snerpan vakti fyrst athygli mína og hvað hann var undrafljótur í förum. Það skildi ég betur er ég fékk fyrst að sitja í hjá honum. Gamall vélstjóri knúði vélina til fullra afkasta í um- ferðinni, sem var eins og stórsjór, og gott ef hugurinn bar hann ekki líka hálfa leið. Ákafur var hann að ljúka verkunum og hlífði sér hvergi þegar taka þurfti á en jafnframt skipulagði hann ferðirnar vel og stórflutninga af mikilli verkhyggju. Stundum var tími til smáspjalls og ég gerðist forvitnari um hagi Gunn- ars og áhugamál. Hann var landnemi í sér og trjáræktarmaður, átti sér reit og sumarhús og ferðaðist víða um landið. Áhugamálin önnur kröfð- ust líka krafta hans því að hann safn- aði steinum, slípaði þá og gerði úr þeim fallega muni, skart og minja- gripi. Síðasta árið reyndi verulega á krafta Gunnars í starfi. Skipulags- breytingar hjá SH kölluðu á eril og stórflutninga og Gunnar sló hvergi af þó að líklega hafi hann alls ekki gengið heill til skógar síðustu mán- uðina. Það kom líka af sjálfu sér að hann hjálpaði mér við frágang gagna, er ég kvaddi fyrirtækið á miðju ári, og lítt sár en ákaflega móð vorum við sammála um að nú hefðum við unnið enn eitt kraftaverkið. Að skilnaði gaf Gunnar mér afar fallega gi-ipi með íslenskum steinum sem verða mér nú enn dýrmætari en áð- ur. Ég sagði honum hins vegar að mönnum eins og honum sleppti mað- ur ógjarnan úr vina- og umgengni- hópi sínum enda varð sú raunin að við áttum oft eftir að hittast í haust og vetur og þá jafnan þannig að hann færði mér póst frá SH en þáði í stað- inn kaffi og við spjölluðum stutta stund áður en hann brunaði aftur út í erilinn og umferðina. Það er erfitt að hugsa sér að nú skuli þessum notalegu samskiptum okkar lokið og innilega hluttekningu votta ég fjölskyldu Gunnars sem svo mildð og snögglega hefur misst. íslenskur vetur ræður líkjum en mig langar að enda þessi kveðjuorð eins og þau hófust með síðasta erind- inu úr ljóðinu Greniskógurinn eftir Stephan G. Stephansson. Upp úr skugga og saggasvörð sífrjó blöðin greinast, varmalaust í vetrar-jörð vonarrætur leynast. Bognar aldrei - brotnar í bylnum stóra seinast. Alda Möller. Stundum er það þannig, að þegar einhver, sem manni þykir vænt um fellur frá, þá veit maður ekki hvernig maður getur tekið því. Eins og við þekktum Gunnar var hann vænsti og besti maður. Hann var alltaf svo góður við okk- ur og við erum fullvissar um, að það hefur hann örugglega verið við alla, sem í kringum hann voru. Það ljóm- aði af honum hlýr geisli og hann var alltaf svo glaður. Við munum aldrei gleyma því þeg- ar við hittum hann fyrst niðri í SH. Við vorum þar með pabba og svo kemur Gunnar gangandi inn glaðleg- ur og hlýr og þegar hann gekk fram- hjá okkur sagði hann bara hæ, en hann sagði það svo glaðlega og hlýl- ega, að okkur fannst strax hann vera vinur okkar. Við eltum hann inn á skrifstofu pabba og þegar hann er á leiðinni út aftur snýr hann sér að okkur og spyr, hvort við viljum koma með honum. Við eltum hann fram til Svandísar á símanum og hann fer ofan í vasa sinn og réttir okkur lítinn poka. Strax og hann var farinn hvolfdum við úr pokanum og í honum voru margir litlir fallegir slípaðir steinar, sem hann var svo flinkur að búa tíl. Við vissum ekki þá, hvað þetta voru mikil gersemi, en eftir þetta urðum við miklir vinirog okkur þótti mjög vænt um hann. Við kölluðum hann alltaf Gunnar steinakall og honum þótti það bara skemmtilegt. Hann var alltaf svo góður við okk- ur og gaf okkur svo marga fallega hluti. Við samhryggjumst öllum sem þekktu þennan góða mann og við munum ætíð minnast hans sem eins besta manns, sem við höfum kynnst. Sérstaklega samhryggjumst við Ár- dísi og börnunum þeirra, sem hafa misst svo mikið. Ingibjörg Guðný Friðriksdóttir, Marta María Friðriksdóttir. Börn eru oft fljót að finna hvern mann sá hefur að geyma, sem þau eru að kynnast í fyrsta skipti. Dætur mínar tóku slíku ástfóstri við Gunn- ar, að afar skemmtilegt var að fylgj- ast með því. Hann umgekkst þær sem jafningja, hlýr og glaðlegur, og þær fundu í honum vin, sem kenndi þeim að meta leyndardóma íslenskra steina. Ekki voru samverustundirn- ar langar í hvert sinn, en ávallt skildu þær eitthvað eftir til að hugsa um og ég finn að í huga þeirra er minningin um hann falleg og fölskva- laus. Það þarf enginn að vera hissa á því, sem á annað borð náði að kynn- ast Gunnari Kristjánssyni. Hann var sérstaklega glaðsinna, hlýr og hjálp- samur. Við náðum góðum vinskap á þessum árum. Vissulega fann ég í upphafi, að hann var feiminn við mig og fannst þá að á milli okkar hlyti að eiga að vera eitthvert bil, en þegar skelin opnaðist kom í ljós einkar lit- ríkur og skemmtilegur samstarfs- maður, sem aldrei taldi nokkurt við- vik eftir sér, ætíð boðinn og búinn að leysa hvers manns vanda og var fyrir vikið dáður og virtur af öllum starfs- ‘ mönnum SH. Gunnar var ekki skaplaus maður, það sást á stundum, en hann fór vel með það og sýndi þá sem oftar þá skynsemi og yfirvegun, sem hann bjó yfir. Hann hafði ríka kímnigáfu og tók líka afar vel gríni, þó það væri á hans kostnað. Stundum bar það við, að við samstarfsmenn hans fengum hann til að skjóta okkur bæjarleið og fékk hann oft að heyra það, að hann væri sennilega versti bílstjóri, sem við sætum í bíl hjá. Honum þótti það bráðskemmtilegt og hélt bara áfram að tala í farsímann, lesa af símboðan- um, fletta minnismiðunum sínum, skrifa hjá sér skilaboð og leita að götunúmerum út um hliðarglugg- ann, allt á meðan við þutum eftir göt- unni á fullri ferð. Gunnar skilur eftir sig fallegar minningar. Við Olöf og dætur okkar biðjum góðan Guð að styrkja Árdísi og ást- vinina alla við óvænt fráfall hans. Friðrik Pálsson. Gunnar Kristjánsson hefur kvatt okkur fyrr en nokkur átti von á. Upp í hugann koma minningar um stóran* og sterkan mann sem átti rætur sín- ar vestur á Snæfellsnesi. Gunnar var að eðlisfari mikill dugnaðarforkur sístarfandi að atvinnu sinni og áhugamálum. Hann kynnti fyrir okkur af gleði og áhuga æskuslóðir sínar og af dugnaði útbjó hann þar sumardvalarstað ásamt fjölskyld- unni. Seinna fluttu þau sig um set og áttu sér fallegan bústað á Mýrum þar sem þau undu við ræktun og smíðar á sumrin. í Hafnarfirði átti hann sér fallegt heimili ásamt Árdísi móðursystur minni. Þar var alltaf gott að koma og skemmtilegt að spjalla. Saman áttu hjónin það áhugamál að safna steinum og vinna úr þeim ýmsa gripi til gagns og ánægju. Börn hændust að Gunnari og sinnti hann barnabörnum sínum af áhuga. Gunnar var framkvæmda- maður í eðli sínu og bjó sér ekki til óþarfa vandamál heldur dreif í hlut- unum og leysti málin á sinn hátt. Hann hafði til að bera kraft og kímni sem ylja þegar hans er minnst. Hrafnlaug Guðlaugsdóttir. t Móðir okkar, GUÐRÚN SVEINSDÓTTIR MAGNÚSSON, Rauðalæk 52, Reykjavik, lést sunnudaginn 9. janúar. Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni mánu- daginn 17. janúar ki. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Barnaspítala Hringsins. Elín Magnússon, Anna Guðrún Magnússon. + Útför eiginkonu minnar og móður okkar, MARÍU GUÐMUNDSDÓTTUR, fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 14. janúar kl. 13.30. Magnús Már Lárusson og börn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.