Morgunblaðið - 13.01.2000, Síða 60

Morgunblaðið - 13.01.2000, Síða 60
60 FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + •Systir okkar, ANNA GUNNLAUGSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Skjólí, áður Skúlagötu 66, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 14. janúar kl. 13.30. Kristín, Jóhanna og Margrét Gunnlaugsdætur. + Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÁSGEIR JÓNSSON frá Flatey á Breiðafirði, andaðist í Knoxville, Tennesee, USA, sunnu- daginn 9. janúar. Kristjana Guðmundsdóttir Jónsson, Gylfi Ásgeirsson Jónsson, Sue Bailey Jónsson, Erik, Bailey og Austin. Móðir okkar og tengdamóðir, KATRIN N. VIGFÚSSON, Grenimel 41, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ í Reykja- vík þriðjudaginn 11. janúar. Útförin auglýst síðar. Fyrir hönd barnabarna, barnabarnabarna og annarra aðstandenda, Elsa Tómasdóttir Grimnes, Per Grimnes, Guðbjörg Tómasdóttir, Guðbjartur Kristófersson, Karen Tómasdóttir, Auðun Einarsson. + Okkar ástkæra, JÓHANNA MARGRÉT STEFÁNSDÓTTIR, Vallarbraut 2, áður Völlum, Njarðvík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja miðviku- daginn 12. janúar. Katrín Björk Friðjónsdóttir, Pálmi Viðar, Sigríður Friðjónsdóttir, Þórhallur Guðmundsson, Sigurbjörn Smári Friðjónsson, Jenný Lárusdóttir, Elín Þórðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA STEFÁNSDÓTTIR, Stóragerði 24, áður til heimilis í Hafnarstræti 8, ísafirði, and- aðist á Landakotsspítala þriðjudaginn 11. þ.m. Jarðarförin verður auglýst síðar. Elsa Finnsdóttir, Örn Arnar Ingólfsson, Magnús E. Finnsson, Bergljót Davíðsdóttir, Stefán Finnsson, Einfríður Þórunn Aðalsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Svala Konráðsdóttir, Eyvindur Eiríksson, Hlöðver Örn Ólason, Janne Eiriksson Larsen, barnabörn og barnabarnabarn. Sambýlismaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, EIRÍKUR KR. EYVINDSSON frá Laugarvatni, Hraunbæ 103, Reykjavík, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 11. janúar. UNNUR INGVARSDÓTTIR + Unnur Ingvars- dóttir fæddist í Hafnarfirði 6. nóv- ember 1917. Hún lést 3. janúar sfðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ingvar Guð- mundsson og seinni kona hans Guðrún Andrésdóttir. Hálf- systkini Unnar, frá fyrra hjónabandi Ingvars, voru: Þor- gils, Rebekka og Guðmundur. Alsystk- in: Ingólfur Halldór, Helga og Ingunn og er hún ein eftirlifandi systkin- anna. Unnur lauk gagnfræðaprófi frá Flensborgarskóla. Árið 1937 giftist Unnur Guð- mundi Kr. Sveinssyni, rafvirkja- meistara. Þau slitu samvistir. Börn þeirra eru: 1) Ingvar, f. 4.4. 1938, kvæntur Kirsten Fredrik- sen, þau eiga þrjú fósturbörn: Brynjar Ingvarsson, Richard Paul Cormier og Sherry Linn Cormier, börn hennar eru: Anita Lena, Anastasia Isey og Aron Isak. 2) Erla Guðmundsdóttir, f. 22.9. 1942, gift Stefáni Ólafssyni. Henn- ar börn með fyrrverandi manni sínum, Svavari Haukssyni, eru: Haukur, kvæntur Önnu Werners- dóttur, þeirra dætur eru Sif og Sjöfn. Unnur gift Jóni Viðari Sig- Það var mér tilhlökkunarefni að geta loksins eytt meii'i tíma með þér, elsku mamma, eftir áratuga dvöl er- lendis, kannski fara með þér og skoða landið okkar sem þú þekktir svo vel af mörgum ferðum á langri æfí. Heilsa þín leyfði því miður ekki að koma þessum áætlunum í verk, síð- ustu tvö árin hittust við oftast á sjúkrahúsum borgarinnar og ferða- lögin urðu aðeins nokki-ir stuttir bfl- túrar en ekki ævintýraferðir um ör- æfi Islands. Þrátt fyrir fjarlægð hittust við oft og þegar þú heimsóktir okkur í Lúx- embúrg var alltaf gaman að rifja upp gamlar minningar og kanna ná- grennið. Fróðleiksþorsti þinn var ó- slökkvandi og voru þær ófáar skoð- urðssyni, þeirra son- ur er Magni Snævar. 3) Kristrún, f. 7.10. 1945, gift Ásgeiri Sigurbergssyni. Hennar börn með fyrrverandi manni sínum, Jóhannesi Arasyni, eru: Ari, hans sonur er Ari Brynjar. Ásgerður, hennar sonur er Óð- inn, og Ingvar Þór, sem á soninn William R. Ingvar. 4) Bjarni Þór, f. 15.6. 1949, kvæntur Matthildi Skúladóttur. Þeirra börn eru: Skúli Þór, Guðmundur Ingi og Vildís gift Eiríki Inga Böðvars- syni. Þeirra dætur: Bjarney og ó- skírð telpa. Unnur og Guðmundur bjuggu fyrstu árin í Hafnarfirði og síðan í Njarðvíkum og Keflavík. Eftir að þau skildu flutti Unnur til Reykja- vikur og bjó til dauðadags í íbúð sinni á Tómasarhaga 38. Unnur vann við sauma í fjölda ára. Síðast í Herrahúsinu við breytingar á fötum. Hún tók virkan þátt í fél- agsmálum og sat í stjórn og trún- aðarmannaráði Iðju, félags verksmiðjufólks. títfór Unnar fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 15. unarferðirnar sem voru farnar, allt þui'ftir þú að skoða og fræðast um. Þótt heilsunni væri farið að hraka léstu það ekki aftra þér að koma með okkur og Ingu systir þinni til Vínar að heimsækja þar sonarson þinn og líta á helstu hallir höfðingja fyrri tíma. Ég er þó sáttur að hafa fengið að eiga þessar stundir með þér á undan- förnum mánuðum, því þó að heilsu þinni hefði hrakað var hugur þinn skýr fram á síðustu stund, sem kom vel fram í gleði þinni að sjá síðasta af- komanda þinn, sem fæddist á jóla- dag, við dánarbeð þinn. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka systkinum mínum og mág- konu fyrir umönnun vegna móður + Útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu, dóttur, systur og mág- konu, GUÐRÚNAR ÓLAFSDÓTTUR, fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 14. janúar kl. 14.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins eða Krabbameinsfélagið. Elías Gíslason, Ólafur Elíasson, Elsa Herjólfsdóttir, Guðrún Ólafsdóttir, Lilly Pjetursson, Osvald Ólafsson, Linda Storford, Pétur Ólafsson, Guðrún E. Hafsteinsdóttir. + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, HARALDUR SIGURÐSSON, sem lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli föstudag- inn 7. janúar, verður jarðsunginn frá Áskirkju föstudaginn 14. janúar kl. 15.00. Anna Snjólaug Haraldsdóttir, Þorgeir Pálsson, Gunnar Haraldsson, Ásta Benný Hjaltadóttir, Sigrún Þorgeirsdóttir, Brynhildur Þorgeirsdóttir, Elísabet Þorgeirsdóttir, Anna Sif Gunnarsdóttir, Gróa Björg Gunnarsdóttir. okkar undanfarin ár sem leyfði henni að dvelja á heimili sínu til æfiloka. Bjami Þór. Elsku mamma, nú er þjáningum þínum lokið en eftir situr tómleikinn og söknuðurinn. Það er svo ótal margs að minnast í gegnum þessi 54 ár sem þú varst mín stoð og stytta bæði nær og fjær. Ekki minnist ég þess að hafa fengið neitun ef ég leit- aði til þín með eitt eða annað, ef þú hafðir nokkur tök á að verða við bón minni. Sossa frænka hringdi í dag, og þá höfðum við báðar verið að hugsa um það sama er við vorum 8-9 ára. Við vildum vera negrastelpur, létt- klæddar, en við erum jú hvítar en þú varst ekki lengi að bjarga því. Þú lit- aðir okkur með sósulit en hann vildi nú eitthvað klínast út og í þau litlu föt sem við vorum í, en það var allt í lagi hann þvæst úr, sagðir þú. Það sem ég er að reyna að segja með þessu er að þú leyfðir okkur að vera börn og leyfðir næstum allt sem ekki var hættulegt. Þú varst heimavinnandi eins og flestar konur í þá daga. En þú lást svo sannarlega ekki í leti, sí- saumandi eða prjónandi og bjóst til besta mat í heimi. Alltaf varstu vel til fara og oftar en einu sinni heyrði ég sagt að þú hefðir verið fallegasta kon- an í Hafnarfírði allavega með falleg- ustu fæturna. En það skiptir nú minna máli en innrætið, þú varst heiðarleg og máttii’ ekki vamm þitt vita í neinu. Ég man líka vel eftir ferðinni okk- ar frá Ósló til Lófóten. Það hafði ver- ið þinn óskadraumur frá unglingsár- unum að ferðast um Noreg og mér fannst gaman að geta látið hann ræt- ast. Þú vildir helst stoppa alls staðar, en það var auðvitað ekki hægt á rúmri viku. Við lentum í smáævin- týri, eða þannig. Asgerður og Ingvar sem voru 7 og 4ra ára, voru með okk- ur. Ásgerður veiktist og fór á spítala, læknirinn hélt að hún væri með botnlangabólgu svo hún varð að vera um nóttina. Við vorum í bænum Mo í Rana og fórum strax að leita eftir gistingu en það gekk ekki vel, það ná- lægasta sem við gátum fengið var í yfir 100 km fjarlægð. Nú voru góð ráð dýr því ég vildi vera hjá Ásgerði sem mest og þá sýndu frændur okkar Norðmenn mikla gestrisni. Við vor- um öll lögð inn á spítalann um nótt- ina. Ásgerður reyndist vera með magapest og var batnað um morgun- inn. En mikið hlógum við eftir á og þú þakkaðir guði fyrir að hafa ekki verið skorin upp eða eitthvað því morgun- vaktin hafði ekki fengið skilaboð um að þú ogjngvar væru fullfrísk, en ég sat hjá Ásgerði svo ég slapp við að láta hugsa um mig eins og sjúkling. Mamma, þetta er svo sárt, við höf- um verið svo mikið saman síðustu ár- in og átt svo margar góðar stundir saman en líka erfiðar vegna veikinda þinna, en ég er þakklát fyrir að hafa stundum getað gert þér lífið aðeins léttbærara og okkar samband enn nánara. Á meðan íbúðin þín var lag- færð og þú gast ekki verið heima í u.þ.b. 3 mán. varst þú mikið hjá okk- ur Ásgeiri og höfðum við ánægju af að geta létt þér lífið á meðan. Með söknuði kveð ég þig að lokum með ljóði eftir Aðalheiði tengdamóð- ur mína. Dauðinn er ekki dimmur því drottins birta skín. Þá skína ljósin skærast skýra oss guðdóms sýn. Þó hér leysist líf af jörðu líftekurannaðvið. Semgefurokkuröllum undursamleganfrið. Þín Rúna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.