Morgunblaðið - 13.01.2000, Side 61

Morgunblaðið - 13.01.2000, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2000 61 MINNINGAR Elskulega tengdamóðir mín, Unn- ur Ingvarsdóttir, lést 3. janúar. Þá er kveðjustundin runnin upp og þú ert búin að fá hvfld. Mig langar til að kveðja þig með nokkrum orðum. Þú tókst vel á móti mér þegar Ingvar og ég komum til íslands og sagðir að ís- land væri yndislegt land þótt nafnið benti til annars. Þú hafðir yndi af ferðalögum um landið og sagðh- mér frá. Þú last mikið og varst fróð og þegar Brynjar vantaði svör við spurningum hafði amma svörin. Elskaða Unnur, ég kveð þig með þessum sálmi. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. GekkstþúmeðGuði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Kirsten Fredriksen. Elsku amma mín er dáin. Ég vona að þér líði betur núna, að kvalirnar séu horfnar. Á svona stundu er margs að minnast og erfitt að ákveða hvað skal segja. Þegar ég var stelpa kom ég oft til Reykjavíkur með rútunni og gisti þá hjá Unni ömmu, mér fannst það voða sport. Hún hafði gaman af því að hitta okkur barnabömin og fylgdist vel með því sem við vorum að gera. Ég átti vinkonu sem bjó í sama húsi og amma, svo ég kom oft til að hitta hana, við brölluðum ýmislegt hjá ömmu. Þegar ég varð eldri þá feng- um við oftast að vera lengur úti á kvöldin hjá henni en við fengum þeg- ar við vorum heima hjá okkur og það kunnum við að meta. Amma treysti okkur stelpunum svo vel. Amma var mjög vel lesin og vissi ótrúlegustu hluti, ég man að mér fannst svo skrít- ið að hún var ekki menntuð meira en hún var, en hún hafði bara þennan mikla áhuga á að vita svo margt. Hún var búin að ferðast um allt land og þekkti nöfn á minnstu hólum að mér fannst. Elsku amma, ég kveð þig með tár á brá, takk fyrir allt og allt. Þín dótturdóttir, Ásgerður Jóhannesddttir. Vertu sæl, elsku amma okkai’. Takk fyrh- öll góðu árin, sem við geymum í minningunni. Núna, þegar þú ert farin, rifjast svo ótalmargt upp, stórt og smátt. Öll skiptin, sem við gistum hjá þér á Tómasarhaganum þegar við vorum börn og fjölskyldan átti erindi í höf- uðborgina. Allir ísarnir sem þú keyptm handa okkur í Dairy Queen á Hjarðarhag- anum. Öll skiptin sem þú lyftir okkur yfir girðinguna til að komast á róló. Öll rifsberin, sem við tíndum í garðinum hjá þér. Allar stundirnar, sem þú sast og spilaðir við okkur. Árin, sem Haukur bjó hjá þér, þeg- ar hann var í framhaldsskóla í bæn- um. Þolinmæðin við að hjálpa Unni að læra að sauma. Og svo ótalmargt annað. Eftir að við urðum fullorðin hættir þú að vera „bara amma“ og varðst að auki góður vinur okkar, sem alltaf var hægt að leita til. Þeir eru ófáir kaffibollarnir sem tæmdir voru við eldhúsborðið þitt við umræðu um pólitík, verkalýðsmál og hvað það, sem efst var á baugi hverju sinni. Það má kannski segja að þú hafir verið okkar „félagsmálaskóli". Þú komst líka alltaf fram við okkur sem jai'n- ingja og virtir skoðanir okkar til jafns við annarra, sem eldri voru. Eftir að við eignuðumst okkar eig- in fjölskyldur og þú varst orðin lang- amma fengu langömmubörnin að njóta elsku þinnar og örlætis. Þú gladdist þó lítið yfir langömmutitlin- um í upphafí, og hefðir trúlega frekar viljað vera amma-Unnur áfram. Já, það er margt sem við eigum þér að þakka, elsku amma. Okkar lán er að hafa átt þig að allan þennan tíma. Nú þegar komið er að hinstu kveðju- stund erum við full þakklætis fyrir að hafa þekkt þig. Vertu sæl, elsku amma-Unnur. tlngibjörg Á.E. Waage fæddist á Litla-Kroppi í Flóka- dal í Borgarfírði hinn 17. ágúst 1905. Hún andaðist á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 31. desember síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Ólöf Sigurðardóttir, f. 18. maí 1870, d. 13. maí 1923, húsfreyja á Litla-Kroppi, og Eggert Guðmunds- son Waage, f. 1. júlí 1867, d. 12. maí 1947, bóndi á Litla-Kroppi. Ingibjörg var fjórða í röð sjö systkina sem öll eru látin. Þau voru: Guðrún, f. 1. júlí 1898, d. 8. okt. 1963, Jóna, f. 24. júní 1899, d. 3. nóv. 1973. Sig- ríður, f. 5. okt. 1901, d. 16. ágúst 1960. Sigurður Óskar, f. 14. júlí Elsku Inga mín. Nú hefur þú feng- ið hvíldina, sem þú þráðir. Mér er minnisstætt í síðustu skiptin sem við kvöddumst á tröppunum í Efstasundi 30, og ég sagði: Við sjáumst aftur eft- ir þrjá mánuði, elskan. Þá svaraðir þú: „ Já, Ólöf mín, og ef ekki þá er það gott.“ Þú áttir við að þá yrðir þú kom- in til Guðs í hóp ættingja og vina, því það var enginn vafi á að þar myndum við öll hittast að lokum. Ég og systkini mín eigum þér svo mikið að þakka. Þegar Sigurður bróð- ir þinn og pabbi okkar dó frá okkur ungum, tókst þú okkur undir þinn verndai’væng og alltaf áttum við athvarf hjá þér og honum Gauja blessuðum, þegar á þurfti að halda, alltaf pláss hjá Ingu frænku. Það var ekkert lítið tilhlökkunar- efni, eftir að mamma og Egill stjúpi okkar fluttu með okkur Eggert heit- inn bróður austur á Eyi-arbakka, að koma í orlof til Ingu frænku, og ég tala nú ekki um ef það var seinnipart sumars. Þá fengum við salatskyr, hvítkál og fleira eins og við gátum torgað, en þá var grænmeti ekki eins algengt og nú. Inga mín, þú varst svo dugleg að rækta, ekki bara grænmeti heldur einnig tré og öll blessuð blómin sem voru þitt yndi. Það lék allt í höndum þínum tU dæmis öll föt sem þú saum- aðir fóru svo vel. Um fimmtugsaldur fórstu á stutt myndlistarnámskeið, og eftir það málaðir þú mikið og gafst okkur öll- um nánustu ættingjum þínum mál- verk eftir þig. Ekki voru síðri hest- 1907, d. 7. mars 1942. Guðmundur, f. 29. júní 1909, d. 24. ágúst: 1975. Fóstursystir Ingibjargar var Lilja Guðmundsdóttir, f. 10. febrúar 1914, d. 28. janúar 1999. Arið 1930 giftist Ingibjörg Guðjóni Bjarna Guðlaugssyni trésmið, f. 4. ágúst 1906, d. 21. mars 1977. Sonur þeirra er Eggert Guðjónsson húsasmíðameistari og eiginkona hans er Eygló Guðmundsdóttir. Eiga þau tvo syni, Guðjón Bjarna og Magn- ús Þór, en kona hans er Sjöfn Guð- laug Vilhjálmsdóttir. Þau eiga tvö börn, Eggert og Bjarnfríði. Ingibjörg var jarðsett í kyrrþey 12. janúar. arnir sem þú saumaðir. Þeir voru mikil listaverk, enda iögð mikil alúð og vinna við þá. Islenski hesturinn ijóslifandi, hver vöðvi á sínum stað og öll smáatriði ásamt reiðtygjum, en engir tveir hestanna voru eins. Hver með sinn svip og einkenni, enda voru þeir vinsælh-, og margir pantaðir vestur um haf til Ameríku. Þú varst mikil listakona, vel lesin og stálminnug og fylgdist vel með öllu sem var að gerast fram á síðasta dag. Það var mikið áfall þegar sjóninni þinni fór að hraka svo hratt, að þú sást bara í þoku, ekki hægt að lesa eða mála, en þú gast hlustað á útvarp- ið og einnig á sögur og fróðleik af spólum sem þú gerðir mikið af. Elsku Inga mín. Þrátt fyrir alla þína hæfileika, varst þú svo hlédræg og vildir lítið láta á þér bera, þú merkth' ekki einu sinni málverkin þín. Þrátt fyrir sjónleysi, heyrnar- depurð og gigt, gast þú verið heima í Efstasundi 30 þai' til síðustu vikuna eða svo, með dyggri aðstoð og um- hyggju þíns góða sonar Eggerts og konu hans Eyglóar, og ekki síst son- arsonar þíns, hans Guðjóns, sem allt vildi fyiir ömmu sína gera. Ég þakka þér, elsku Inga mín, hvað þú varst okkur systkinunum og börnum okkar góð og trygg. Guð blessi þig. Elsku Eggi, Eygló, Guðjón, Magn- ús og fjölskylda, ég votta ykkur inni- lega samúð, og bið Guð að styrkja ykkur. Ólöf D. Signrðardóttir Föðursystir okkar, + ÁSTA JÓNASDÓTTIR frá Litladal, andaðist á elliheimilinu Grund miðvikudaginn 12. janúar. Bræðrabörn. + Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, JÓRUNNAR ÍSLEIFSDÓTTUR, Fjölnisvegi 15, Reykjavík. Birgir ísl. Gunnarsson, Sonja Backman, Lilja Jóh. Gunnarsdóttir, Guðlaugur Stefánsson, Björg Jóna Birgisdóttir, Már Vilhjálmsson, Gunnar Jóh. Birgisson, Ragnheiður Guðmundsdóttir, Ingunn Mjöll Birgisdóttir, Kolbeinn Már Guðjónsson, Lilja Dögg Birgisdóttir, Stefán Guðlaugsson, Jórunn Sjöfn Guðlaugsdóttir, Halla Sif Guðlaugsdóttir og barnabarnabörn. INGIBJORG ARNY EGGERTSDÓTTIR WAAGE + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, sonur, afi, bróðir og tengdasonur, SIGURÐUR O. PÉTURSSON bankastarfsmaður, Kambaseli 27, Reykjavík, lést sunnudaginn 9. janúar. Útför fer fram frá Seljakirkju mánudaginn 17. janúar kl. 13.30. Anna Kjartansdóttir, Kjartan Hauksson, Karina Pedersen, Pétur Sigurðsson, Harpa Sigurðardóttir, Gunnar Þór Sigurðsson, Pétur Ottesen, Sara Rut Kjartansdóttir, Óskírður Pétursson, Þór Ottesen, Björn O. Pétursson, Guðrún H. Vilhjálmsdóttir. + Móðir mín, INGIBJÖRG Á. EGGERTSDÓTTIR WAAGE, Efstasundi 30, Reykjavík, lést föstudaginn 31. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd vandamanna, Eggert Guðjónsson. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ANNA JÓNSDÓTTIR frá Kaldárbakka, Stigahlíð 12, Reykjavík, sem lést miðvikudaginn 29. desember sl., verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtu- daginn 13. janúar kl. 13.30. Ólafur Erlendsson, Helen Hannesdóttir, Halla G. Erlendsdóttir, Trausti Kristinsson, Pétur Erlendsson, Áslaug Andrésdóttir, Agatha H. Erlendsdóttir, barnabörn og langömmubörn. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÁSDÍS STEINADÓTTIR, Valdastöðum, Kjós, sem lést föstudaginn 7. janúar sl., verður jarðsungin frá Reynivallakirkju í Kjós laugar- daginn 15. janúar kl. 14.00. Unnur Ólafsdóttir, Ásgeir Olsen, Steinar Ólafsson, Ninna B. Sigurðardóttir, Ólafur Þór Ólafsson, Þórdís Ólafsdóttir, Tómas Ólafsson, Sigfríð Ó. Sigurðardóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. + Elskulegur sonur minn, bróðir okkar, mágur og frændi, GUÐMUNDUR BJÖRGVINSSON, Birtingakvísl 34, sem lést föstudaginn 7. janúar, verður jarðsunginn frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 15. janúar kl. 13.00. Kristín Jósteinsdóttir, Ingibjörg Björgvinsdóttir, Hörður Ingi Jóhannsson, Brynja Björgvinsdóttir, Vilbergur Magni Óskarsson, Svandís B. Björgvinsdóttir, Þórir Gunnarsson og systrabörn. Lokað í dag, 13. janúar, vegna útfarar STEFÁNS JÓNSSONAR. Café Krónika. Unnur og Haukur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.