Morgunblaðið - 13.01.2000, Side 68

Morgunblaðið - 13.01.2000, Side 68
58 FIMMTUDAGUR 13. JÁNÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ -—**? Matur og matgerð Frosið grænmeti A þessum árstíma segist Kristin Gests- ddttir nota nær eingöngu frosið græn- meti til að sjóða, þar sem erfítt sé að áætla ferskleika ferska grænmetisins, sem er flutt inn núna. ÞEGAR græmeti geymist, minnkar vítamíninnhald þess nokkuð hratt, en frosna græn- metið varðveitir vítamínið svo fremi að hleypt hafi verið upp á því í suðu fyrir frystingu. Með suðunni verða efnakljúfar óvirkir, annars eyðileggja þeir vítamínið - líka í frysti. Örlítið vítamín tapast við suðuna en það sem eftir er, situr í því. Nú fæst gott frosið grænmeti allt árið. Mest af þessu grænmeti er innflutt þó því sumu sé pakkað hérlendis. Einna fjöl- breyttast grænmeti er frá Ardo, en það er ýmist í 450 g pökkum eða í 1 kílóa plastpokum. Eg klippi horn af pokanum og tek út þann skammt sem ég nota í hvert skipti. Loka síðan pokanum með þvottaklemmu og set aftur í fryst- inn. Fljótlegt og þægilegt, græn- metið fer hreint og sneitt beint í pottinn og það er fljótt að soðna, það hentar vel í örbylgjuofn. Fyrsta uppskriftin er af eggja- köku með Mexico- eða Balkan- blöndu, sem í eru gulrætur, pap- ríka, maís, grænar baunir og belgbaunir. Þessa eggjaköku má bæði búa til á pönnu eða í örbylgjuofni og er hentug og holl fyrir skólabörn, sem koma glor- hungruð heim úr skólanum. Þau eldri geta steikt hana á pönnu, en hin yngri í örbylgjuofninum, þar sem minni hætta er á að þau brenni sig. Athugið að magn þess sem soðið er í örbylgjuofni skiptir öllu með tímann, þannig að eggja- kaka úr einu eggi þarf ekki nema 1-2 mínútur, en úr 5 eggjum a.m.k. 5 mínútur. En eggjakaka á pönnu þarf jafn langan tíma hvort sem hún er úr einu eggi eða fímm, svo fremi að pannan sé stór og passi á helluna. Eggjakalca skoiabarna - handa einum 14 pgrtur gf Mexico-blöndu fró Ar- _________do, 125 g_______ _________2 tsk. smjör____ ___________1599__________ 1 msk. vatn út í hvert egg salt milli fingurgómanna út í hvert egg pipar milli fingurgómanna örlítið smjör og salt út í grænmetið 1 tsk. matarolía undir eggjakök- una rifinn ostur ofan ó eggjakökunaa 1. Sjóðið frosið grænmetið með smjörinu við mjög hægan hita i 5-7 mínútur. 2. Þeytið eggið lauslega með salti, pipar og vatni. Hitið pönnu, hafið meðal hita, smyrjið matar- olíunni á hana, hellið eggjahrær- unni á pönnuna, snúið við eftir 2-3 mínútur, setjið ostinn ofan á og lok á pönnuna. Slökkvið á hell- unni og látið standa í 3-5 mínútur. 3. Setjið eggjakökuna á disk, sí- ið grænmetið og setjið öðrum megin á hana og brettið hinn helminginn yfir. Meðlæti: Ristað brauð Ofnsodin ýsa með rækjum og gr. baunum 1 meðalstórt ýsuflak ________safi úr Vi sítrónu___ 2 tsk. salt ________nýmalaður pipgr______ ________100 g raekjur________ 150 g frosnar grænar baunir t.d. ___________fró Ardo__________ I/2 dós sýrður rjómi 10% 2 dsk, tómatmauk (puré) _____ ferskt dill____________ 1. Roðdragið flakið, skerið úr því bein, hellið yfir það sítrónu- safa, stráið á það salti og pipar og látið bíða í 10 mínútur. Skerið í bita og setjið á eldfast fat. 2. Sjóðið baunirnar í 1 dl af vatni með salti i 5 mínútur. 3. Hitið bakaraofn í 200° C, blástursofn í 190° C. Setjið fisk- fatið í ofninn í 12-15 mínútur. 4. Takið úr ofninum, hellið soð- inu sem myndast hefur í skál, hrærið tómatmauk og sýrðan rjóma saman við það og hellið yfir fiskinn. Stráið grænum baunum og rækjum yfir, klippið dill yfir og setjið í ofn- inn í 3 mínútur. Meðlæti: Soðnar kartöflur eða brauð. ÍDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Þakkir NÚ um áramótin var skipt um póststimpla á nokkrum pósthúsum úti á landi og i Reykjavík, þar eð gömlu stimplarnir gátu ekki stimplað ártalið 2000. Ég sendi umslög til pósthúsa á landsbyggðinni, alls á 21 stað, og auk þess til Flat- eyjar og Djúpavogs, en þar eru fallegir gamlir stimplar enn í notkun. Stimpillinn á Djúpavogi er reyndar sá elsti í landinu sem er enn í notkun. Ég hef nú fengið umslögin til baka og vildi nota tækifærið og þakka starfsfólki á öllum pósthús- unum fyrir vandaða stimpl- un. Pálmi Ingólfsson. Hvar voru umhverfíssinnar þá? „Trúðar og leikarar leika þar um völl“. Þessi ljóðlína kemur mér oft í hug þegar ég les greinaskrif „um- hverfissinna" um Fljóts- dalsvirkjun. Hvar voru þeir eiginlega þegar virkjað var við Þjór- sá, á Nesjavöllum og Svartsengi? Sofandi í híði eða hvað? Eða var engin náttúra á þessum stöðum? Það er ekki víst að ofur- ást þeirra á freðmýrinni á Eyjabökkum væri jafn heit ef verndun hennar ógnaði tilverurétti þeirra sjálfra í þeirra heimahögum. Og al- deilis óvíst að þeir hefðu tekið því vel að Austfirðing- ar legðust í mótmælabar- áttu gegn framkvæmdum á suðvesturhorninu með áskorunum um að byggja sína afkomu á fjallagrasa- tínslu og móttöku ferða- manna í tvo mánuði á ári. Vill þetta fólk frekar að við aukum loftmengun með síaukinni notkun olíu og bensíns, en að við nýtum okkar eigin hreinu vatns- orku? Ragnhildur Krist- jánsdóttir, Eskifirði. Enn um aldamótin ÉG vil benda fólki á eftir- farandi staðreyndir. Ég er fædd 1970 og á sl. ári fyllti ég 29 ár en ekki 30, sem ég geri ekki fyrr en í ár. Það þýðir að sama skapi að öld- in sem er að líða er ekki búin að fylla nema 99 ár og á eftir að fylla hundraðasta árið. Það sama gildir um árþúsundið, það er enn ver- ið að fylla árþúsundið svo hægt sé að byrja nýtt. Þeir sem vildu hafa aldamót sl. áramót og árþúsunda- skipti, þeir eru í rauninni að halda því fram að öldin sé ekki nema 99 ár, öldin verð- ur að fylla hundrað ár til að kallast öld. Barn sem fæð- ist er ekki 0 ára, það er tal- að um að það sé á fyrsta ári og þá er það orðið eins árs og eftir það er talað um að það sé á öðru ári og svo koll af kolli. Þetta sýnir að árið 0 er ekki til. Það eru börn sem tala stundum um að börn séu 0 ára. Hjördís. Furðulegt klúður Þegar verðlaun voru veitt fyrir bestan framgang á líð- andi öld, í hljóðfæraleik og ýmsum öðrum greinum, var valið eitt sérdeilis gott tímamótaverk í íslenskri dægurtónlist. Lagið hans Sigfúsar Halldórssonar, „Vegir liggja til allra átta“. Valið var afar vel við hæfi, því Sigfúsi tókst virkilega vel upp í þessu lagi. Ekki svo að skilja, að hann hafi ekki áður gert jafn vel, því lög eins og „Við Vatnsmýr- ina“ eru löngu orðin íslensk klassík. Það sem var alger fing- urbrjótur og í raun furðu- leg lítilsvirðing við ekkju og afkomendur Sigfúsar er að textahöfundur var fenginn til að veita viðprkenning- unni viðtöku. Ég skil nú bara ekkert í svo grandvör- um manni sem Indriði er að hafa ekki bent skipuleggj- endum þessarar veðlauna- afhendingar á að ekkja Sig- fúsar væri helst til þess fallin að veita viðurkenn- ingu til handa manni sínum viðtöku. Indriði G. Þor- steinsson er einungis texta- höfundur og þar sem ekki var verið að veita verðlaun fyrir snjallastan texta, var þetta með öllu óviðeigandi og til háðungar fyrir alla þá sem stóðu að þessum verð- launum. Ýmislegt var þarna annað vel gert og margur sammála mörgu vali til viðurkenninga. Það er því ósk mín til aðstand- enda verðlaunanna og Indriða, að þeir geri brag- arbót hið fyrsta og leiðrétti þetta klúður. Bjarni Kjartansson 230851-7199. Tapað/fundið Brúnt veski týndist BRÚNT íslandsbanka- veski týndist sl. föstudag á L.A. Café. Skilvís finnandi hafi samband í síma 557- 6367. Víkverii skrifar... rHKUNNI birtist frétt í Morgun- blaðinu um að karlmaður á fer- tugsaldri hefði verið handtekinn fyr- ir að kaupa vörur og greiða fyrir með greiðslukorti sem hann hafði stolið frá stúlku um tvítugt. Kortið var á nafni stúlkunnar og með mynd af henni. Engu að síður tókst mannin- um að nota kortið í a.m.k. einni versl- un og á veitingastað þar sem hann fékk að taka út fyrir hærri upphæð en hann keypti fyrir. Þar að auki var undirskrift mannsins með öllu ólæsi- leg. Þessi frétt staðfestir eigin reynslu Víkverja, sem hann raunar vék að í pistli síðastliðið haust. Þar sagði að það heyrði til algerra undantekninga ef undirskrift á kortakvittun væri borin saman við undirskrift á greiðslukorti. Víkverji hafði hins vegar talið að myndin af korthafa skipti einhverju máli, en miðað við fréttina af manninum, sem stal korti ungu stúlkunnar, má efast um aðhún skipti nokkru máli. Víkveiji vonar að þessi frétt leiði til þess að fólk reyni í framtíðinni að gæta sín betur, en getur jafnframt ekki leynt því að hann óttast að hún kunni að ýta undir að óprúttnir ná- ungar notfæri sér athugunarleysi verslunarfólks. Lögreglan hlýtur hins vegar að vera mjög pirruð yfir því að borgaramir skuli ekki fylgjast betur með en þetta. Svona andvara- leysi léttir henni ekki störfin. XXX Viðmælandi Víkverja, sem oft á erindi í miðborg Reykjavíkur, lýsti yfir miklum pirringi yfir notkun á bílastæðahúsum borgarinnar. Borgarbúar hafa sem betur fer smám saman lært að nýta sér bíla- stæðahúsin og þau eru nú mjög oft fullnýtt. Viðmælandi Víkverja sagði að það væri hins vegar óþolandi að koma að húsunum og sjá við gjald- mæli að þau séu full, en komast síðan að því að mörg stæði séu ónotuð. Astæðan er sú að þessi stæði eru frátekin fyrir einhveija tiltekna ein- staklinga. Fólk getur því ekki fengið að notfæra sér þessi stæði vegna þess að viðkomandi bifreiðaeigendur þurfa hugsanlega á þeim að halda. xxx * Iþessari viku hafa líklega flestir landsmenn tekið niður jólaskraut og losað sig við jólatré út af heimilum sínum. A seinni árum hefur sá siður komist á að fólk hefur sett jólatrén út á gangstétt og síðan hafa sorphreins- unarmenn hirt þau upp. Þetta er í sjálfu sér ágæt þjónusta, en gengur þó ekki vandræðalaust fyrir sig. Nokkuð virðist um að sumir dragi að taka niður jólaskrautið og því vilja jólatré birtast á götum úti löngu eftir að sorphreinsunarmenn hafa farið hjá. Eins vilja jólatrén fjúka um. Svo óheppilega vildi til að mjög vont veð- ur gerði í vikunni, einmitt á meðan mikið var um jólatré á götum úti. A.m.k. varð Víkverji fyrir því að fljúgandi jólatré bankaði á útidyrnar hjá honum einn morguninn. Hætt er við að það komi í hlut Víkverja að koma þessu jólatré í lóg því sorp- hreinsunarmenn hafa þegar farið um götuna og hirt þau tré sem vindurinn hafði ekki þegar sópað burt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.