Morgunblaðið - 13.01.2000, Síða 71

Morgunblaðið - 13.01.2000, Síða 71
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUD AGUR 13. JANÚAR 2000 71 FÓLK í FRÉTTUM Bond-kvöld B&L Herra og frú Bond valin HVER vill ekki Ifkjast ofurtöffar- anum og gæðanjósnaranum James Bond? Plestir, svo mikið er víst. Síðastliðið föstudagskvöld héldu B&L Bond-kvöld í tilefni síðasta hluta Bond-leiksins sem verið hef- ur í gangi á mbl.is í samstarfi við Sambíóin, FM957 og B&L. Hundrað þátttakendur sem tóku þátt í Bond-leiknum á mbl.is og eru allir áhugamenn um spæjarann James Bond og glæsikvendi hans höfðu þátttökurétt og voru hvattir til að mæta og taka þátt í keppni um BMW-bifreið. Keppnin fór þannig fram að allir hundrað þátt- takendurnir voru spurðir sömu spurningarinnar og völdu þeir já og nei reit með því að færa sig á viðkomandi reit. Þeir sem velja rétt halda áfram og þeir sem velja rangt detta út, þar til einn sigur- vegari stendur eftir. Það var Einar Már Birgisson sem vissi mest um James-Bond og bar sigur úr býtum í keppninni. Að launum fékk hann nýjan BMW með ýmsum aukabúnaði til afnota án endurgjalds í heilt ár. Einnig fékk hann nýjan smóking frá Bison Bee-Q og nýjan Ericsson TS28 GSM-síma frá Símanum-GSM. Ein- ar var að vonum sæll og glaður með árangurinn og fagnaði ákaft með vinum sínum sem hvöttu hann dyggilega til sigurs. Kynnir kvöldsins var Hvati úr Hvata og félögum, morgunþætti FM957. Um kvöldið var einnig frumsýndur sérstakur Bond-dans undir stjórn Yesmin Olsen og Nönnu Jónsdóttur. Einnig söng Iris Kristinsdóttir, söngkona Butt- ercup, lög úr James Bond- myndum. Einnig voru valinn James Bond-strákur og -stelpa kvöldsins og hlutu Gunnar B. Björgvinsson og Jóhanna Sesselía Erludóttir þá eftirsóknarverðu titla og fengu þau 10.000 kr. gjafakort frá Sam- bíóunum að launum. Allir þátttak- endur fengu einnig mbl.is-bol frá Morgunblaðinu. Mikil og góð stemmning ríkti í herbúðum B&L þetta kvöld og mættu um þúsund manns á svæðið til að fylgjast með keppninni og skemmtiatriðum sem voru á dagskrá. Morgunblaðið/Sverrir Sigurvegarinn ungi, Einar Már Gunnarsson, tók við lyklunum að BMW- bifreið sinni en hann fær samt ekki bílprófið alveg strax. Ctsala Ctsala Buxna- og pilsdragtir Verð 11.400-18.400 OOD*K Nýtt kortatímabil | > CHA*a/,i kringlunni og jl-húsinu vestur í bæ íris Kristinsdóttir söng nokkur titillög James Bond-myndanna. Brosnan flytur siar til CIA PIERCE Brosnan, sem hefur farið með hlutverk James Bonds í síð- ustu myndum um ævintýri kapp- ans, ætlar að söðla um í næstu mynd sinni og leika CIA kempu. Myndin heitir „Burnt Sienna“ og er byggð á væntanlegri bók eftir David Morrell en bók hans „The First Blood“ var upphafið af mynd- unum um hetjuna Rambo sem fór um víðan völl með rautt hippaband og margir höfðu gaman af. I „Burnt Sienna“ leikur Brosnan uppgjafarlandgönguliða í banda- Reuters ríska hernum sem flytur til Mexíkó til þess að sinna sinni köllun í lífinu: málaralist. Eftir að alræmdur vopnasali svíkur Brosnan um að borga fyrir andlitsmynd sem hann hafði málað gengur landgönguliðinn. til liðs við bandarísku levniþjónust-' una og mikill hasar hefst. UTSALAN ,HEFST AG SKOR frá 4.900 BUXUR frá 2.900 PEY.SUR frá 2.500 ULPUR frá4.900 , P 1 L S frá 2.900 HUFUR frá 1.300 BRETTAPAKKI frá 29.900 & KRINGLUNNI sími55B 1717 LAUGAVEG I sími 511 1750

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.