Morgunblaðið - 13.01.2000, Síða 72

Morgunblaðið - 13.01.2000, Síða 72
72 FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ ALLT AÐ Frá .2.900 peysur....2.900 ◦didas skór peysur buxur Ulpurfrá ..4.900 2 bolir... 990 U N D U R FÓLK í FRÉTTUM Þrettán ára í fremstu röð ^ELSKA söngkonan Charlotte Church hefur vakið mikla athygli, bæði í heimalandi sínu Bretlandi og víðar. Ungur aldur stúlkunnar þykir ekki spilla fyrir, en hún er aðeins þrettán ára, en nú þegar komin í hóp sér miklu eldri og reyndari manna í tónlistarheiminum þegar tekjurnar eru taldar. A þriðjudag var birt könnun í tímaritinu Heat í Bretlandi sem sýndi að Charlotte er í tíunda sæti yfir tekjuhæstu tónlistarmennina í Bretlandi á síðasta ári, og það eru menn á borð við þá í Rolling Stones Elton gamli John, sem ná að hala inn meiri tekjur á árinu. Charlotte hefur aflað sér mikilla vinsælda þar sem hún hefur komið fram og hún hefur gefið út tvær plöt- ur. Meðal aðdáenda hennar eru ekki minni menn en Bill Clinton Banda- rikjaforseti og Jóhannes Páll páfi, enda var mikið sóst eftir söng henn- ar við árþúsundaskiptin, eins og Morgunblaðið greindi frá, en þá kaus Charlotte að vera heldur í faðmi fjöl- skyldunnar. „Charlotte Church hefur vegnað ótrúlega vel. Það voru ekki margir sem þekktu hana fyrir rúmu ári, en meira en 100 þúsund plötur með söng hennar seljast nú í Bandaríkj- unum einum í hverri viku,“ segir Mark Frith, ritstjóri Heat. Charlotte hlaut heimsfrægð á einni nóttu þegar hún kom fram í breskum sjónvarpsþætti sem hefur að markmiði að uppgötva nýjar stjörnur. Það var fyrir aðeins rúm- lega ári og eftirleikurinn hefur verið ævintýri líkastur. Samt segist Char- lotte reyna að haga sér í samræmi við aldur sinn og til marks um það skammtar hún sér um tvö þúsund krónur á viku í vasapeninga, þrátt fyrir að tekjurnar séu gífurlegar. En á meðan safnast peningarnir upp á bankareikningi stúlkunnar. í könnun Heat kom fram að með- limir Rolling Stones eru tekjuhæstu tónlistarmenn Bretlands og Elton John fylgir fast í kjölfarið. Það eru síðan Bítlarnir sem eru í þriðja sæti, Reuters Hér sést hin unga Charlotte Church heilsa Jóhannesi Páli páfa í heim- sókn sinni í Vatíkanið fyrir rúmu ári. þrátt fyrir að sú sveit sé vissulega löngu hætt, þá eru endurútgáfur og tekjur af sölu gamalla laga þetta miklar. Það er því ekki leiðum að líkjast fyrir hina ungu Charlotte Church. MYNDBOND Fléttulausir Moddarar Moddara-gengið (TheModSquad) Spennumynd ★% Framleiðendur: Ben Myron, Alan Riche og Tony Ludwig. Leikstjóri: Scott Silver. Handritshöfundar: Stephen Kay, Scott Silver og Kate Lanie. Kvikmyndataka: Ellen Kur- as. Tónlist: BC Smith. Aðal- hlutverk: Claire Danes, Omar Epps, Giovanni Ribisi. (94 mín.) Banda- ríkin. Warner-myndir, 1999. Bönn- uð börnum innan 16 ára. ÞAÐ er alveg á hreinu að Modd- ara-genginu voru ætlaðir nokkuð stórir hlutir. Myndin skartar ungum og upp- rennandi stjörn- um í aðalhlut- verkum og hátt var haft meðan á gerð hennar stóð. Síðan virð- ist sem myndin hafi nánast horf- ið af sjónarsvið- inu. Astæðan er einföld. Útkoman stóð ekki undir væntingum. Myndin er enn ein endurgerðin á samnefndum sjónvarpsþáttum sem vinsælir voru á 8. áratugnum og fjall- ar um þrjú afbrotaungmenni sem verðir laganna gefa tækifæri til þess að snúa við blaðinu og veita fremur aðstoð réttum megin við lögin. Smám saman komast þau hins vegar að því að þar hafa liðsmenn óhreint mjöl í pokahorninu og línur milli hinna góðu og illu eru ansi óljósar. Undirritaður er ekki kunnugur upprunalegu sjónvarpsþáttunum. Það viðurkennist strax. Myndinni er víst ætlað að svipa um margt til þeirra, bæði hvað varðar meginpers- ónur og anda. Augljóslega var reynt að draga fram stemningu sakamála- þátta og B-mynda 8. áratugarins, líkt og Tarantino hefur verið upp- tekinn við og nokkrar af nýlegum spennumyndum hafa leitast við með góðum árangri, samanber Hefndin (Payback) og Úr augsýn (Out of Sight). Hér eru hins vegar gerð þau reginmistök að ekki er gengið alla leið heldur flækist stíllinn fram og aftur, er nýr og gamall í bland. Þar að auki er sagan meingölluð. Hún er ruglingsleg, þunn, vantar allan stíg- anda og fléttu, sem auðvitað er nauð- synlegt hasarmynd sem þessari. Leikarar gera sitt besta til að bjarga því sem bjarga má og leikstjórinn á sína tilburði, án þess þó að afreka nokkuð nýtt eða óvænt. Nefna verð- ur er þó ansi lunkna tónlist BC nokk- urs Smiths sem virkilega er þess virði að gaumur sé gefinn. Það sem eftir situr og vefst fyrir undirrituðum er hvort það sé hann sem ávallt hefur misskilið hugtakið „Mod“, eða framleiðendur þessarar myndar því í henni er fátt sem tengja má þeirri lífseigu og sérstöku tísku- menningu. Skarphéðinn Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.