Morgunblaðið - 16.01.2000, Síða 2
2 StJNNUDAGUR 16. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Samvinnuferðir-Landsýn bjóða í sumar 25 þúsund sæti til 10 borga í Evrópu
Fargjald til Kaupmanna-
hafnar 7.400 kr. aðra leið
Morgunblaðið/Porkell
Helgi Jóhannsson, forstjóri Samvinnuferða-Landsýnar, kynnti í gærmorgun nýtt fyrirkomulag á framboði
ferðaskrifstofunnar á flugi milli íslands og 10 borga í Evrópu.
FLUGFRELSI er nafn á nýju fyr-
irkomulagi á flugþjónustu frá Isl-
andi til 10 borga í Evrópu sem Sam-
vinnuferðir-Landsýn hafa samið um
við Atlanta, íslandsflug og nokkur
erlend flugfélög. Hægt er að kaupa
miða aðra leiðina, fara til einnar
borgar og heim frá annarri og er al-
gengt verð um 10 þúsund krónur
auk skatta aðra leiðina.
„Þetta er nýjung í flugmálum sem
ég vil kalla byltingu," sagði Helgi
Jóhannsson, forstjóri ferðaskrif-
stofunnar, er hann kynnti þessa
nýju þjónustu. Hann segir þetta til-
boð að nokkru leyti svar Samvinnu-
ferða-Landsýnar við óskum stéttar-
félaga um hagstæð fargjöld. Óskir
þeirra hafi verið skoðaðar og menn
komist að þeirri niðurstöðu að gera
tilraun með þetta nýja fyrirkomulag
sem hentað gæti fjölskyldum í or-
lofsferðum, sem og þeim sem vildu
eða þyrftu að bregða sér í stutta
ferð nánast fyrirvaralaust.
Afangastaðir eru Kaupmanna-
höfn, London, Rímini, Benidorm,
Mallorca, Berlín, Frankfurt,
Múnchen, Zúrich og Basel. Ferðir
hefjast 22. maí og verður tekið við
farpöntunum frá 19. janúar. Sem
dæmi um verð má nefna að lægsta
verð til Kaupmannahafnar er 7.400
krónur og 17.900 til Benidorm og er
þar átt við aðra leið án flugvallar-
skatta. I langflestum tilvikum er
flogið út að morgni og heim síðdegis
en ferðir með erlendu flugfélögun-
um verða síðdegis frá íslandi. í boði
verða 25 þúsund sæti og segir Helgi
það talsverða aukningu frá stéttar-
félagsferðunum í fyrra og verði
þessu boði vel tekið sé jafnvel mögu-
legt að auka framboðið enn í sumar.
)rAllt skipulag Flugfrelsis byggist
á tveimur lykilorðum: einfaldleika
og vali. Þannig verða flugverð og
skilmálar kynntir á skýran og
skipulagðan hátt og salan gerð eins
einföld og mögulegt er,“ segir m.a. í
upplýsingum ferðaskrifstofunnar.
Helgi segir að breiðþota Atlanta
verði að stærstum hluta notuð í
fluginu og þar sé kostur á lúxusfar-
rými á efri hæð þotunnar sem tekur
16 farþega. Er slíkt fargjald selt á
17.100 krónur milli London og
Keflavíkur aðra leið. Flogið er tvisv-
ar í viku til Kaupmannahafnar,
London og Þýskalands og sagði
Helgi mögulegt að komast út eða
heim milli einhvers áfangastaðanna
nánast alla daga vikunnar.
Með vélsög á
fargjaldafrumskóginn
Helgi gerði reglur flugfélaga um
fargjöld að umtalsefni og sagði að
hér væru menn lausir við skilyrði
um að fara út á laugardegi, fljúga að
næturlagi og hafa langan fyrirvara á
pöntun til að fá hagstætt fargjald.
„Þessar reglur hafa flugfélögin búið
til og öllu er stýrt af þeim. Þess
vegna kalla ég flugfrelsið okkar
byltingu því þetta þýðir nýja
stefnu,“ sagði forstjórinn og dró upp
þá myndrænu lýsingu að hér væri
ferðaskrifstofan að fara með vélsög
á fargjaldafrumskóginn. Hann sagði
líka að farmiði væri ekki ónýtur þótt
upp kæmi sú staða að farþegi gæti
ekki ferðast á ákveðnum degi, þá
yrði honum einfaldlega breytt og
aðeins þyrfti að greiða fyrir vinnu
við breytinguna.
Helgi sagði jafnframt að á næsta
ári myndi ferðaskrifstofan færa enn
út kvíarnar í þessum efnum. Væri í
undirbúningi samningur um notkun
á B767 breiðþotu, sem Atlanta tekur
í notkun á næstu misserum, til flugs
frá Islandi alla daga vikunnar.
Már Guðmundsson, aðalhagfræðingur Seðlabanka fslands
Kaupmáttur getur í besta
falli aukist um 1-2%
MÁR Guðmundsson, aðalhagfræð-
ingur Seðlabanka íslands, segir að
kaupmáttur ráðstöfunartekna að
meðaltali geti í besta falli aukist um
1-2% í ár, en það sé viss hætta á að
þróunin verði með þeim hætti að
kaupmátturinn hreinlega lækki og í
þeim efnum gegni niðurstaða við-
ræðna um nýja kjarasamninga hlut-
verki.
Ef kaupmátturinn aukist tíma-
bundið meira en þetta sé hætta á að
það ójafnvægi sem sé í efnahagskerf-
inu nú og endurspeglist í miklum við-
skiptahalla og vaxandi verðbólgu
Með Morgunblaðinu í dag er
dreift blaði frá Freemans,
„Sumar 2000”.
aukist enn frekar og það geti ekki
staðist til lengdar.
Þetta kom meðal annars fram í er-
indi sem Már flutti á kjaramálaráð-
stefnu Verslunarmannafélags
Reykjavíkur í gær um stöðu og horf-
ur í efnahagsmálum.
Már sagði í samtali við Morgun-
blaðið að efnahagsástandið ein-
kerjndist af mikilli ofþenslu sem
graflð hefði undan stöðugleika.
Nauðsynlegt væri að vinda ofan af
þeirri þróun til að endurheimta stöð-
ugleikann og ná verðbólgunni niður
á viðunandi stig. Þær hættur sem við
væri að glíma væru meðal ánnars
þær að 5% verðbólgustig festist í
sessi. í öðru lagi að raungengið
hækkaði of mikið og viðskiptahallinn
héldi áfram að vaxa, þ.e.a.s. að
raungengið klemmdist í rauninni á
milli verðbólguþrýstings og launa-
hækkana annars vegar og aðhalds
peningayfírvalda hins vegar, en það
gæti leitt til þess að brestir kæmu í
traust á efnahagsumgerðinni og
þrýstingur skapaðist á gengið á
mai'kaði. Það gæti síðan auðvitað
gengið svo langt að það þróaðist í
gjaldeyriskreppu og skapaði hugs-
anlega bankakreppu síðai' vegna
þess hve skuldsetningin væri mikil.
Már tók fram að hann teldi þetta
ekki líklegt nú en þetta væri mögu-
leiki ef allt færi á versta veg og ekki
tækist að lenda kjarasamningum í
samræmi við markmið um stöðug-
leika. Hann hefði reiknað nokkur
dæmi um mögulegar launabreyting-
ar í þeim efnum. Eitt dæmið sem
miðaði að því að lækka verðbólguna
gengi út frá þeirri forsendu að að-
haldssöm peningamálastefna skilaði
sér í hærra gengi á næstunni í að-
draganda kjarasamninganna og að
launahækkun yrði samsvarandi
lægri. Miðað við 2% hækkun gengis
og 3% hækkun launa, auk 1,5%
launaskriðs á árinu væri niðurstaðan
sú að verðbólgan yrði 4% milli ár-
anna 1999 og 2000 og tæplega 2,5%
yfir árið. Samkvæmt þessu myndi
kaupmáttur aukast um tæp 2% á ár-
inu. Ef miðað væri við meiri launa-
hækkanir yrði verðbólgan meiri, en
sá kaupmáttur sem út úr því kæmi
myndi ekki standast til lengdar.
„Það er viss hætta á harkalegri að-
lögun, sem þarf að reyna að afstýra
og ef slík aðlögun yrði myndi hún í
rauninni bitna verst á launafólki og
birtast í því að kaupmátturinn myndi
lækka. Það er sú staða sem við blas-
ir, jafnvel þótt aðrir aðilar en launa-
fólk beri að töluverðu leyti ábyrgð á
því hvernig komið er,“ sagði Már
ennfremur.
Hann segir að ekki sé fullvíst að
hófsamir kjarasamningar dugi til
þess að slá á þensluna. Til viðbótar
sé meira aðhald í ríkisfjármálum
æskilegt, annað hvort með hærri
sköttum eða niðurskurði útgjalda.
Peningamálastefnan yrði áfram að
vera aðhaldssöm, auk þess sem
vinda þyrfti ofan af þeirri miklu út-
lánaaukningu sem hefði orðið í lána-
kerfinu.
Ferðaskrifstofan
Terra Nova
Vikulegt
leiguflug til
Rómar og
Barcelona
í SUMAR býður ferðaskrifstofan
Terra Nova, áður Ferðamiðstöð
Austurlands, í fyrsta skipti upp á
vikulegt leiguflug til Rómar og
Barcelona í samstarfí við Nouvelles
Frontiéres sem er stærsta ferða-
skrifstofa Frakklands. Flogið verður
með flugfélaginu Corsair og áfram
verður einnig boðið upp á flug til
Parísar en þangað hóf ferðaskrif-
stofan að bjóða reglulegt leiguflug
með Corsair árið 1998.
Þá verður Terra Nova í fyrsta sinn
með áætlunarflug með flugfélaginu
LTU til Hamborgar en LTU heíúr
um árabil verið með flug hingað til
lands til Múnchen og Dússeldorf.
Samningar gerðir
við bflaleigur
Að sögn Antons Antonssonar,
framkvæmdastjóra Terra Nova,
verður lögð aukin áhersla á að þjón-
usta þá Islendinga sem ferðast á
vegum Terra Nova til umræddra
Evrópuborga í sumar. Verið er að
ganga frá samningum við bílaleigu-
fyrirtæki og ýmsa sem bjóða gist-
ingu víðsvegar um Evrópu. Þá verð-
ur í sumar boðið upp á nokkrar
skipulagðar hópferðir á vegum
Terra Nova, m.a. til Ítalíu og Frakk-
lands.
■ Bjóða vikulegt/C2
A
► l-64
Vandaður
undirbúningur um-
hverfislöggjafar lykiiat-
riði
► Rætt við Aðalheiði Jóhannsdótt-
ur sem stundar doktorsnám í um-
hverfisrétti við háskólann í Upp-
sölum./10-11
Giímt við gátuna
um íslenskrar fornbók-
menntir
►Peter Foote, fyrrverandi pró-
fessor í norrænum fræðum við
University College, hefur ekki að-
eins augun á íslensku fombók-
menntunum. /22
Greiðslukort reynst
nytsöm verkfæri
► Rætt við Ragnar Önundarson,
framkvæmdastjóra Europay, elsta
greiðslukortafyrirtækis á Islandi,
sem nú er 20 ára. /24
Gardínur fyrir gáttirnar
►í Viðskiptum/Atvinnulífi á
sunnudegi er rætt við eigendur
Álnabæjar. /30
B_______________________
►l-28
Parket úr eigin lerki-
skógi
►Þórarinn J. Rögnvaldsson bóndi
á Víðivöllum II í Fljótsdal lagði
fyrir jólin parket úr eigin ræktuð-
um lerkiskógi og heimaunnum viði
á öll gólf í húsinu hjá sér. /1&14-15
Eigandi bankabókar
númer eitt
► Samtal við Þorbjörgu Péturs-
dóttur; ráðherradóttur sem giftist
lögfræðingi og varð sveitakona en
flutti svo suður og fór að vinna hjá
gullsmið. /6-8
Draumur rættist
en hvað næst?
►Ágúst Kvaran fjallar um þátt-
töku sína og Sigurðar Gunnsteins-
sonar í Del Passatore, 100 kíló-
metra ofurmaraþoni á ítah'u. /10-
12
^&FERDALÖG
► l-4
Norður-Noregur
►Gengið á fjallið bláa - eða hvíta?
/2
Mikilleiki sögunnar í
nútímabúningi
►Uppáhaldsbygging Sigríðar
Daggar Auðunsdóttur í París. /4
Db/LAR
►1-4
Bíllinn skilgreindur al-
veg upp á nýtt
►Alþjóðlegu bílasýningamar í
Los Angeles og Detroit. /2
ATVINNA/
RAÐ/SMÁ
► l-28
Atvinnuauglýsingar
►Einnig rað- og smáauglýsingar
FASTIR ÞÆTTIR
Fréttir 1/2/4/8/bak Brids 50
Leiðari 32 Stjömuspá 50
Helgispjall 32 Skák 50
Reykjavíkurbréf 32 Fólk í fréttum 54
Viðhorf 36 Útv/sjónv. 52,62
Minningar 36 Dagbók/veður 63
Myndasögur 48 Mannl.str. 16b
Bréf til blaðsins 48 Dægurtónlist 26b
f dag 50
INNLENDAR FRÉTTIR:
24-8-BAK
ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6