Morgunblaðið - 16.01.2000, Síða 6
6 SUNNUDAGUR 16. JANÚAR-2000
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Fyrri umferð fínnsku forsetakosningamia fer fram í dag
Aho og Hal-
onen með yf-
irburðastöðu
BAKSVIÐ
Esko Aho og Tarja Halonen eru með nær
jafnt fylgi samkvæmt skoðanakönnunum
fyrir fínnsku forsetakosningarnar í dag og
mun meira fylgi en aðrir frambjóðendur.
Lars Lundsten segir líklegt að margir
Finnar muni af þeim sökum velja á milli
þeirra og því ekki útilokað að úrslitin ráð-
ist strax í fyrri umferð kosninganna.
Fyrir sex árum þóttu það
merkilegt tíðindi að El-
isabeth Rehn skyldi fyrst
finnskra kvenna ná þeirri
stöðu að keppa um sigur í forseta-
kosningum. Hún tapaði naumlega
fyrir Martti Ahtisaari forsetaefni
jafnaðarmanna í síðari umferð
kosninganna. Ósigur Rehn var svo
naumur að kvenréttindafólk taldi
hana í raun sigurvegara. Voru
margir þeirrar skoðunar að þátta-
skil hefðu átt sér stað í finnskum
stjómmálum þar sem nú væri svo
komið að kyn frambjóðanda væri
orðið að aukaatriði.
A sunnudaginn greiða Finnar at-
kvæði í fyrri umferð kosninga um
eftirmann Ahtisaaris. Löngum
töldu menn að Rehn hefði nú tæki-
færi að ná þeim áfanga sem hún
missti svo naumlega af árið 1994.
Svo verður líklega ekki. Af sjö
frambjóðendum eru fjórar konur.
Fylgi Rehn hefur hrapað úr rúm-
lega þriðjung í tæp tíu prósent. Nú
hefur Tarja Halonen utanríkisráð
herra tekið við sem vinsælasti
kvenmaðurinn sem er í framboði.
Aðeins einn karlmaður er meðal
þeirra frambjóðenda sem hafa hlot-
ið marktækt fylgi í skoðanakönn-
unum undanfarna mánuði. Það er
Esko Aho, fyrrum forsætisráð-
herra og núverandi leiðtogi
stjómarandstöðunnar.
Kyn frambjóðenda skiptir
máli í huga kjósenda
Margt bendir til þess að kyn for-
setaframbjóðanda geti orðið sá
þáttur er ráða mun úrslitum í huga
margra kjósenda er þeir taka
ákvörðun í kjörklefanum. Þegar at-
kvæðagreiðslu utan kjörstaða lauk
í vikunni virtust tveir frambjóðend-
ur, karl og kona, vera einir eftir á
vígvellinum.
Esko Aho frá Miðflokki og jafn-
aðarmaðurinn Tarja Halonen eru
með hátt í 40 prósenta fylgi hvort
um sig. Það er iangt umfram fylgi
Miðflokks og Jafnaðarmanna-
flokks. Esko Aho er fjölskyldumað-
ur, hálffimmtugur og formaður
Miðflokksins. Hann hefur lagt
áherslu á hefðbundin gildi fjöl-
skyldu, fósturiands og einingu
þjóðarinnar. Þetta hefur aflað hon-
um vinsælda í þvíandrúmslofti sem
ríkt hefur í Finnlandi undanfama
mánuði.
í vetur er þess minnst að sextíu
ár em liðin frá Vetrarstríðinu sem
táknaði sameiningu þjóðarinnar.
íhaldssamt gildismat er sömuleiðis
aftur komið í tísku eftir að 68-kyn-
slóðin hefur vaxið úr grasi. Sjálf-
stæði þjóðarinnar og fórnir þeirrar
kynslóðar sem varði landið á ámn-
um 1939 til 1945 hefur sjaldan verið
í jafnmiklum metum eftir stríð en
nú.
Aho varar við
klofningi þjóðarinnar
Aho hefur einnig minnt á að í tíð
núverandi ríkisstjómar hafi þjóðin
klofnað í tvennt á nýjan leik. I upp-
hafi sjálfstæðis Finna, þ.e. frá
borgarastyrjöldinni 1918, var mik-
ill klofningur milli vinstri og hægri
sinnaðs fólks. Náði þjóðin ekki
saman að nýju fym en tveimur ára-
tugum síðar er sprengjuflugvélar
Sovétmanna réðust á finnskar
borgir í lok nóvember 1939. Nú
segist Aho vilja koma í veg fyrir að
þjóðin klofni á nýjan leik vegna
byggðastefnu eða stefnuleysi
Evrópusambandsins. I sveitum og
smáborgum landsins er flesta
stuðningsmenn Miðflokks að finna
sem em jafnframt hans hörðustu
stuðningsmenn.
Síðan Finnar gerðust aðilar að
Evrópusambandinu hafa kjör
dreifbýlisins versnað jafnt og þétt.
Treystir landsbyggðarfólk á að
Aho muni rétta hlut þess á nýjan
leik. En það er samt ekki í sveitun-
um sem úrslit kosninganna munu
ráðast. Aho virðist hafa tekist að
afla sér fylgi margra eldri kjósenda
sem og karlmanna sem vilja kjósa
hægri mann og þá ekki síst karl-
mann í stöðu þjóðhöfðingja.
Sósíalískur bragur
á Halonen
Taija Halonen hefur aukið fylgi
sitt úr tæpum tuttugu prósentum í
nærri fjömtíu prósent á nokkmm
vikum. Hún er rauðhærð jafnaðar-
kona frá verkalýðsarmi flokksins
en auk þess er hún þekkt fyrir
áhuga sinn á jafnréttismálum, bæði
á heimavelli og á alþjóðlegum vett-
vangi. í tæplega fimm ár hefur Ha-
lonen starfað sem utanríkisráð-
herra í tveimur ríkisstjórnum
Paavos Lipponens. Síðustu sex
mánuði var hún í forsæti allsherj-
arnefndar ESB og fulltrúi sam-
bandsins m.a. gagnvart Rússlandi í
málum sem varða Tsjetsjníu. Sú
reynsla er mikils metin því utanrík-
ismál skipa mikilvægan sess í starf-
slýsingu Finnlandsforseta.
Slagurinn milli Halonen og Aho
snýst líklega um tvö málefni öðmm
fremur; jafnrétti kynjanna og and-
úð á sósíalisma. Margar kvenrétt-
indakonur úr hægri- og miðflokk-
um hafa bæst í hóp þeirra sem
styðja Halonen, en pólitískur litur
hennar þykir samt sem áður nokk-
uð rauður. Áður en hún varð þing-
Reuters
Jafnaðarmaðurinn Tarja Halonen gæti orðið fyrsta konan til að gegna embætti Finnlandsforseta.
Reuters
Esko Aho, leiðtogi Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, nýtur mikilla vinsælda meðal finnskra
kjósendaen hér er hann á kosningafundi í Helsinki.
kona fyrir tuttugu ámm starfaði
hún m.a. sem lögfræðingur alþýðu-
sambandsins. Tarja Halonen er
ógift en á eina uppkomna dóttur.
Fjölskylduaðstæður hennar em því
óhefðbundnari en aðstæður Ahos.
Elskhugi Halonen býr á sömu hæð
og hún en í annarri íbúð. Þá er því
einnig við að bæta að Halonen hef-
ur gengið úr þjóðkirkjunni til að
mótmæla íhaldssemi kirkjunnar.
Hefur Halonen farið fram á að
trúarafstaða hennar og fjölskyld-
umál verði ekki gerð að umræðu-
efni í kosningabaráttunni.
Hægri konum
tókst ekki að ná saman
Fyrir hálfu ári töldu margir nær
ömggt að nú yrði kvenmaður í
fyrsta skipti fyrir valinu í finnskum
forsetakosningum. Innan Mið-
flokksins var háður blóðugui- bar-
dagi milli Esko Aho formanns
flokksins og Paavo Váyrynen fyrr-
um utanríkisráðherra um hvor
þeirra yrði í framboði. Vegna inn-
byrðis ósættis miðflokksmanna
þótti afar ólíklegt að nokkur maður
úr þeirra röðum gæti orðið forseti.
Þá spáðu margir að Rehn sem er
frá Sænska þjóðarflokknum yrði
kosin en Riitta Uosukainen þing-
forseti og forsetaefni Sameiningar-
flokksins (sem er hægri flokkur)
þótti einnig líkleg til að ná sigri.
Raunin varð sú að Rehn og Uos-
ukainen urðu harðir keppinautar
um sama fylgið. Báðar em þær
miðaldra konur og fulltrúar hægri
sinnaðra flokka. Fyrst tókst Uos-
ukainen að ná fylgi frá Rehn en
þegar nær dró virtist aðdi-áttarafl
Uosukainen ekki nógu mikið. Þeir
kjósendur sem vildu hægrisinn-
aðan forseta virtust flestir veðja á
Aho. Þeir sem vildu kvenmann í
embættið reiknuðu með því að Hal-
onen yrði sterkari kostur í barátt-
unni við Aho í annarri umferð kosn-
inganna.
Mikill áhugi
á forsetakosningunum
Kosningaþátttaka í Finnlandi
hefur minnkað vemlega í undan-
fomum kosningum. Þegar síðast
var kosið í júní í fyrra greiddi að-
eins um þríðjungur þjóðarinnar at-
kvæði. Það voru kosningar til
Evrópuþingsins í Strassborg en í
þeim kosningum var Heidi Hautala
fulltrúi græningja ótvíræður sigur-
vegari.
Forsetakosningarnar virðast
undantekning frá þeirri reglu að
Finnar hafi misst áhugann á stjói-n-
málum. Um þriðji hver kjósandi
hefur þegar kosið utan kjörstaðar
og er þar um að ræða næstum því
jafnmörg atkvæði og samtals vom
greidd í síðustu kosningum. Heidi
Hautala hefur hins vegar litið sem
ekkert fylgi í baráttu sinni í þetta
skipti. Hennar fylgi mælist vart.
Enda hefur hún margendui'tekið
að skoðanakannanir brengli ímynd
kjósenda af stöðunni.
Nýjar skoðanakannanir á fylgi
kjósenda birtast nær daglega. Þeg-
ar Halonen og Aho höfðu náð þeirri
stöðu að vera vinsælustu frambjóð-
endurnir fór þeirra fylgi að vaxa
ört.
Ein umferð myndi duga
Helsingin Sanomat, stærsta dag-
blað Finna, hefur spáð því að ekki
muni reynast nauðsynlegt að hafa
aðra umferð kosninganna. Sam-
kvæmt lögum verður frambjóðandi
að hljóta hreinan meirihluta af
greiddum atkvæðum til að ná kjöri
í fyrri umferð. Fái enginn meiri-
hluta er kosið í annarri umferð milli
þeirra tveggja sem hljóta flest at-
kvæði í fyrri umferðinni.
Þrátt fyrir það að frambjóðendur
em sjö talsins gæti komið upp sú
staða að úrslit ráðist þegar í fyrri
umferðinni. Margir kjósendur hafa
þegar sagt skilið þann frambjóð-
anda sem þeir vildu helst kjósa og
veðjað á Áho eða Halonen. Kosn-
ingarnar em orðnar að nokkurs
konar skák. Virðist nú vaka fyrir
mörgum kjósendum að reyna að
koma í veg fyrir að sá frambjóðandi
af hinum tveimur efstu sem þeir
vildu síður sjá í embætti verði fyrir
valinu. Reynist þetta viðhorf al-
gengt meðal kjósenda telur Hels-
ingin Sanomat mögulegt að annað
þeirra fái helming atkvæða þegar á
sunnudaginn. Yrði það algjör ný-
lunda í sögu finnskra forsetakosn-
inga.