Morgunblaðið - 16.01.2000, Side 10
10 SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Vandaður
undirbúningur
umhverfís-
löggjafar
lykilatriði
Alþjóðlega lagakerfíð og hvernig hægt er að varðveita
líffræðilegan fjölbreytileika í heiminum er meðal
þess sem Hildur Einarsdóttir ræddi við Aðalheiði
Jóhannsdóttur sem stundar doktorsnám í umhverfís-
rétti við háskólann í Uppsölum.
UNDANFARNA áratugi hefur
athygli manna um heim allan
beinst í vaxandi mæli að nauðsyn
þess að vernda umhverfið fyrir
röskun og spjöllum, hvort sem
það er af mannavöldum eða af öðrum ástæð-
um.
A sviði lögfræðinnar hefur þessara viðhorfa
gætt á þá lund að löggjaflnn og lögfræðingar
hafa í auknum mæli beint sjónum sínum að
því viðfangsefni á hvern hátt réttarreglum
verði best beitt til þess að tryggja umhverf-
inu viðhlítandi vernd gegn skaðlegum utan-
aðkomandi áhrifum. Einn þessara lögfræð-
inga er Aðalheiður Jóhannsdóttir, sem nú
stundar doktorsnám í umhvefisrétti við há-
skólann í Uppsölum en umhverfisréttur er til-
tölulega nýtt svið innan lögfræðinnar.
Aðalheiður hefur fjölþætta reynslu af um-
hverfismálum. Eftir að hún lauk kandidats-
prófi í lögfræði við Háskóla íslands árið 1991
starfaði hún hjá umhverfisráðuneytinu í þrjú
ár meðal annars að ýmsum verkefnum sem
tengdust EES samningum. Vann hún meðal
annars að því að semja frumvarpið sem varð
að lögum um mat á umhverfisáhrifum
Tilviljun að hún réðst til
umhverfísráðuneytisins
„Það getur verið tilviljunum háð hvar mað-
ur byrjar starfsferil sinn að námi loknu og
þannig var það þegar ég réðist til umhverfis-
ráðuneytisins. En þau verkefni sem ég vann í
umhverfisráðuneytinu voru mjög spennandi
og fræðandi," segir hún þegar hún er beðin
að rifja upp feril sinn. „Ég var síðan ráðin
sem framkvæmdastjóri Náttúruverndarráðs
og gegndi því starfi til ársins 1997 þegar
starfsemi ráðsins var breytt og Náttúruvernd
ríkisins sett á laggirnar og varð ég forstjóri
þeirrar stofnunar. í því starfi var ég í eitt ár
og fór þá að undirbúa námið í Uppsölum sem
ég hóf í upphafi árins 1999.
A þessum tíma sat ég auk þess í ýmsum
ráðum og nefndum sem störfuðu að umhverf-
ismálum.
Þá var ég í nokkur ár stundakennari í um-
hverfisrétti við Háskóla íslands. Dr. Gunnar
G. Schram hóf kennslu í umhverfisrétti við
háskólann og hefur skrifað þær bækur sem
hafa verið samdar um þessi mál á íslenska
tungu. Gaf hann mér tækifæri til að koma inn
í kennsluna í upphafi sem var ákaflega dýr-
mæt reynsla.
Aðalheiður er spurð að því hvort umhverf-
ismálin hafi verið henni hugleikinn þegar í
uppvextinum.
„Já, á unglingsárunum voru t.d. hvalamálin
ofarlega á baugi og fygldist ég grannt með
þeim. Svo þegar ég var rúmlega tvítug fór ég
til Suður- Nepal til að dveljast þar í þjóðgarði
þar sem var fjöldi villtra dýra. Áhuginn á að
fara þangað vaknaði þegar ég sá fræðslu-
mynd í sjónvarpinu um þetta svæði og tók þá
ákvörðun um að fara.
Dvaldi í þjóðgarði
í Nepal
Ég vann þá hjá Flugleiðum á sumrin og
fékk afsláttarmiða frá London til Nýju -Delhi
sem gerði þessa ferð mögulega. Ég fór með
vinkonu minni og tókst okkur að kría út ódýr:
an miða frá Delhi til Katmandu í Nepal. I
þjóðgarðinum bjuggum við við afar frum-
stæðar aðstæður. Við ferðuðumst um þjóð-
garðinn á fílum og voru venjulega tveir á
hverjum fíl auk leiðsögumanns. Mér var
minnisstætt þegar ég heyrði þjóðgarðsvörð-
inn segja frá því að í upphafi aldarinnar hefði
verið þama urmull af tígrisdýrum en nú væru
aðeins 40 eftir. Þeim fækkaði gífurlega eftir
að konungur Nepal fór að bjóða vesturlanda-
búum að stunda þarna veiðar. Sá áhugi sem
kviknaði á umhverfinu á þessum árum hefur
haldist æ síðan. Það er ekki þar fyrir að ég
hafi ekki áhuga á öðrum greinum lögfræðinn-
ar því ég gæti vel hugsað mér að eyða tíma í
að kynna mér betur stjórnskipunarrétt. En
umhverfisrétturinn var eðlilegt framhald af
því sem ég hef verið að fást við.“
Vantar kennslu í
lögfræðilegum orðaforða
á erlendum málum
Lögfræðin var þó ekki það nám sem Aðal-
heiður fór í fyrst eftir stundentspróf frá MH
heldur hélt hún til Flórens á Italíu og lærði
þar ítölsku og listasögu. Þegar hún kom heim
settist hún í sagnfræðideild Háskóla íslands í
eitt á en segist hafa hætt vegna þess að henni
hafi ekki fundist námið nógu hagnýtt og at-
vinnumöguleikarnir einkum á sviði kennslu.
„Svo fer ég í tíu ára nám í lögfræði og á ör-
ugglega eftir að enda sem kennari," segir hún
og hlær.
Aðalheiður víkur aftur að doktorsnáminu í
Svíþjóð og má heyra á henni að það sé afar at-
hyglisvert. Hún segir námið taka fjögur ár og
sé því lengra en í ýmsum öðrum löndum. Þrjú
ár séu ætluð fyrir ritgerðina en eitt ár fari í
að sækja fyrirlestra í almennri lögfræði og
réttarheimspeki og sé því ótengt því efni sem
doktorsefnið hefur valið sér.
„Ég var ágætlega búin undir námið og tel
að íslenskir lögfræðingar séu almennt vel
búnir undir framhaldsnám erlendis.,“segir
hún. „En ég þurfti að eyða meiri tíma í að
finna réttu hugtökin á sænsku og ensku yfir
það sem ég var að fást við en ég hafði gert ráð
fyrir. Eftir á að hyggja finnst mér að námið í
Háskóla Islands ætti að bjóða upp á að hægt
sé að kynna sér betur lögfræðilegan orða-
forða á öðrum tungumálum.
Fátt sem kemur á
óvart í náminu
Annars er fátt sem hefur komið á óvart í
náminu. Þeir sem fara út í doktorsnám ættu
ekki að búast við of miklu. Aðstaðan erlendis
er ekkert betri eða glæsilegri en hér heima
þar sem hún er með ágætum. Háskólinn í
Uppsölum býr við góðan húsakost og þeir
sem eru í doktorsnámi hafa eigin skrifstofur
sem er mikill munur.
En hvers vegna varð Uppsala háskóli fyrir
valinu?
„í upphafi hafði ég mestan áhuga á að
stunda nám við háskóla á Bretlandseyjum en
komst að raun um að það er afar kostnaðar-
samt. Ég fór þá að hugsa til Norðurlandanna
og komu einkum tveir háskólar til greina
Uppsala háskólinn og háskólinn í Árósum.
Prófessorarnir við þessa háskóla eru leiðandi
í rannsóknum í umhverfísrétti á Norðurlönd-
um. Það sem gerði svo útslagið var að ég
kynntist Staffan Westerlund, sem er prófess-
or í umhverfísrétti við háskólann í Uppsölum,
á námskeiði í Danmörku í umhverfisrétti.
Hann er aðal leiðbeinandi minn.
Þegar ég hóf námið hafði ég fyrirfram mót-
aðar skoðanir um ritgerðarefnið. Það hefur
þó tekið nokkrum breytingum í samráði við
Morgunblaðið/Ámi Sæberg.
„Alþjóðlega lagakerfið er í eðli sínu frekar veikt,“ segir Aðalheiður Jóhannsdóttir,
lögfræðingur.
leiðbeinendur mínar. Ritgerðin fjallar um al-
þjóðlegan umhverfisrétt. Hvernig hægt er að
varðveita líffræðilegan fjölbreytileika í heim-
inum og hvernig alþjóðlega lagakerfið er í
stakk búið til að vernda hann.
Alþjóðlega Iagakerfið
í eðli sínu fremur veikt
Aðalheiður segir að samningurinn um lif-
fræðilegan fjölbreytileika sem Island er aðili
að sé hluti af Ríó ferlinu. „Samningurinn skil-
greinir líffræðilegan fjölbreytileika sem fjöl-
breytileika milli tegunda, innan tegunda og
vistkerfa. Talið er að eftir því sem fjölbreyti-
leikinn er meiri og honum viðhaldið stuðli það
að betra lífi á jörðinni en þetta þarfnast tví-
mælalaust meiri rannsóknar,“segir hún.
„Alþjóðlega lagakerfið hefur ákveðin ein-
kenni,“ heldur hún áfram. „Það er í eðli sínu
fremur veikt og hefur lítið af markvissum úr-
ræðum sem hægt er að beita ef ríki standa
ekki við skuldbindingar sínar eins og við
samninginn um líffræðilegan fjölbreytileika.
Það er til dæmis ákaflega fátt sem getur
komið í veg fyrir að tiltekið ríki geti breytt
lífríki sínu svo mikið að það geti haft neikvæð
áhrif á alla jarðarbúa.
Markmiðið með ritgerðinni er að vinna með
þær fyrirstöður sem eru í alþjóðlega laga-
kerfinu," segir hún og útskýrir hvernig það er
uppbyggt og hverjir séu annmarkar þess.
„Sjálfstæð ríki og alþjóðlegarstofnanir
mynda þetta laga kerfi. Hvert ríki fyrir sig
ræður innanríkismálum sínum. Ein þjóð get-
ur ekki sagt annarri þjóð fyrir verkum og það
er margítrekuð regla að ríki eigi rétt á að
nýta auðlyndir sínar samkvæmt eigin stefnu.
Svo allt sem hægt er að gera byggir á þjóð-
réttarlegum samningum og venjurétti.
Ef ríki skuldbindur sig hins vegar til að
grípa til verndaraðgerða þá skoðar það venju-
lega fyrst hvort og hvernig þær komi við
efnahgslíf þeirra. Þetta tvennt, það er sjálfs-
ákvörðunarréttur um eigin mál og alþjóðleg-
ar verndaraðgerðir, fara ekki alltaf saman.
Ekkí hægt að setja sömu
skuldbindingar á þróunarlöndin
Þjóðarétturinn hefur engin augljós úrræði
sem geta stöðvað ríki í að skaða önnur á um-
hverfissviðinu sérstaklega ef áhrifin eru
óbein eins og hvað varðar loftlagsbreytingar
en þetta skapar ákveðin vandamál," segir
hún. „Markmiðið með ritgerðinni er að greina
þennan vanda og ef til vill benda á leiðir til
úrbóta.“
Hvað er það einkum sem stendur í vegi fyr-
ir því að þjóðir heims geti samræmt stefnu
sína í umhverfismálum?
„Það er misskipting gæða og áhrifa í heim-
inum. Við höfum annars vegar Norður-
Evrópu og Norður -Ameríku, ríki sem búa við
mikla velsæld en eru í minnihluta miðað við
fólksfjölda. Þessar þjóðir hafa mikil pólitísk
áhrif en frá þeim berst gífurleg mengun. Það
er því eðlilegt að leggja ríkari skildur á þess-
ar þjóðir en til dæmis þróunarlöndin sem
mörg hver eru ekki í stakk búin til að takast á
við auknar skuldbindingar á umhverfissvið-
inu.
Það hljómar kannski kaldranalega og fjar-
lægt en í framtíðinni þá tel ég að umhverfis-
málin í heiminum muni fyrst og fremst snúast
um matvæli og vatn en mannfjöldaspár eru
nánast ógnvekjandi.
Annars hefur samvinna á milli landa á
þessu sviði aukist mikið á umliðnum árum.
Við stöndum nú mun betur að vígi en fyrir
1972 þegar Stokkhólmsráðstefnan var haldin
en þá var í fyrsta skipti fjallað um umhverfis-
mál jarðar á einum vettvangi.
Við vitum nú meira um afleiðingar meng-
unar og nauðsyn þess að viðhalda líffræðileg-
um fjölbreytileika. Samt er mjög margt enn
óljóst.“
Mikilvægt að hugtök séu skilgreind
nákvæmlega í lagatexta
Það kemur fram í máli Aðalheiðar að það sé
mjög mikilvægt að hugtök sem verið er að
fjalla um og gegna mikilvægu hlutverki í um-
ræðunni um umhverfisvernd séu skilgreind
nákvæmlega í lögum til að auðvelda fram-
kvæmd þeirra. „I kjölfar svokallaðrar
Brundtland-skýrslu sem kom út árið 1987 og
fjallar um umhverfismál kemur fram hugtak-
ið um sjálfbæra þróun. Þegar talað er um
sjálfbæra þróun er átt við þróun sem mætir
þörfum núverandi kynslóða án þess að stefna
í hættu möguleika komandi kynslóða á að
geta uppfyllt þarfir sínar. Með sjálfbærri þró-
un er átt við að þörfum allra sé fullnægt en að
fólk verði að sætta sig við neyslu sem er inn-
an marka þess sem vistkerfi jarðar leyfa.
Sjálfbær þróun felur einnig í sér að við lögum
athafnir okkar og lífsviðhorf, þar með talda
nýtingu auðlinda, neyslu, framleiðslu og þjón-
ustu, að skilyrðum umhverfisins.
Það sem ég er meðal annars að glíma við í
minni ritgerð er hvernig þessi hugsun, sjálf-
bær þróun, er tekin inn í lagatexta. Það sem
vantar oftast inn í löggjöf þjóða er að hugsun-