Morgunblaðið - 16.01.2000, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 16.01.2000, Qupperneq 24
24 SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ Tuttugu ár liðin frá stofnun Europay Island Greiðslukort hafa reynst nytsöm verk- færi fyrir almenning Morgunblaðið/Porkell Gunnar Bæringsson og Haraldur Haraldsson voru tveir frumkvöðlanna sem stofnuðu fyrirtækið og komu þvíálegg. Morgunblaðið/Ásdís Ragnar Önundarson, framkvæmdastjóri Europay fsland: „Ég gæti trúað að ísland yrði fyrsta reiðufjárlausa þjóðfélagið í veröldinni." Europay ísland er fyrsta greiðslukortafyr- irtækið sem stofnað var á íslandi, en upphaflegt nafn þess var Kredit- kort hf. Fyrirtækið hef- ur átt stóran þátt í að gjörbreyta greiðslu- miðlun í landinu. Euro- pay Island er 20 ára um þessar mundir og af því tilefni kynnti Soffía Haraldsdóttir sér sögu fyrirtækisins og ræddi við framkvæmda- stjórann, Ragnar Ön- undarson, um frum- kvöðlana, samkeppnina og framtíðina. að var seint á árinu 1979 sem nokkrir einstakling- ar ákváðu að stofna á ís- landi kreditkortafyrir- tæki eins og þekktust erlendis. Þetta voru þeir Haraldur Haralds- son í Andra, fyrrverandi stjórnar- formaður félagsins, Gunnar Bær- ingsson, fyrrverandi framkvæmda- stjóri þess, Gunnar Þór Ólafsson í Miðnesi, Þorvaldur Jónsson skipa- miðlari og Magnús G. Jónsson byggingameistari. Gengið var til samninga við Eurocard Intemational og hinn 13. janúar 1980 var fyrirtækið Kredit- kort hf., sem nú kallast Europay Island, stofnað. Ragnar Önundarson, fram- kvæmdastjóri Europay ísland, seg- ir að í upphafi hafi hugmyndin að baki stofnun fyrirtækisins fallið í afar grýttan jarðveg, bæði hjá al- menningi og stjórnvöldum og þeg- ar gluggað er í umfjöllun um hið nýja greiðslukortafyrirtæki í dag- blöðum á fyrri hluta ársins 1980 má sjá þá andstöðu sem fyrirtækið mætti. Ríkisstjórnin grípi í taumana Greiðslukort voru sögð verð- bólguvaldur og jafnvel líkt við eit- urlyf. Þingmaður einn krafðist þess af ríkisstjórninni að hún gripi í taumana og kæmi í veg fyrir „starf- semi af þessu tagi“. Kortin væru ekkert annað en prentun á pening- um, lánastarfsemi sem engum lög- um væri hægt að koma yfir og efna- hagsvandi þjóðarinnar væri nægur þó að þetta bættist ekki við. Einstaklingar, sem teknir voru tali á götum úti, sögðust ekki geta hugsað sér að nota kortin í stað ávísanaheftis eða peninga. Þau gætu jú átt rétt á sér hjá fyrirtækj- um og öðrum slíkum en væru ekki fyrir almenning. „Það er langbest að borga í beinhörðum peningum, þá skuldar maður engum neitt,“ sagði einn vegfarandinn og lýsir það sjálfsagt vel þeirri skoðun sem menn almennt höfðu til kreditkort- anna á þessum tíma. „Þetta var dæmigert frum- kvöðlaverkefni," segir Ragnar, „þar sem einstaklingar brutust áfram, þrátt fyrir andstöðu kerfis- ins og fordóma almennings. Þessir frumkvöðlar sýndu mikinn kjark, framsýni og dugnað við að koma þessu á laggirnar. Sem minnir á það sem Peter Drucker, frægur stjórnunarhöfundur, sagði: - Þegar þú sérð fyrirtæki sem er að skila árangri, mundu þá að það var einu sinni einhver sem sýndi hugrekki með ákvörðun sinni.“ Fyrstu kortin undir eftirliti Þrátt fyrir allan mótbyr voru fyrstu íslensku kreditkortin gefin út í júlí árið 1980. Kortin var fyrst um sinn einungis hægt að nota inn- anlands en útveguð voru kort frá Danmörku til nota erlendis. Til að fá slík alþjóðleg kort þurfti sér- staka heimild frá Gjaldeyriseftirliti Seðlabanka íslands enda voru þá takmarkanir á þeim gjaldeyri sem eyða mátti á ferðalögum erlendis. Tveimur árum síðar hóf félagið útgáfu á alþjóðlegum Eurocard- kreditkortum sem nota mátti jafnt innanlands sem utan. Enn þurfti leyfi Gjaldeyriseftirlitsins og slík leyfi voru nær eingöngu veitt opin- berum embættismönnum og mönn- um í viðskiptalífinu. Yfirlit yfir öll kortaviðskipti erlendis fóru svo til skoðunar hjá eftirlitinu því ekki var leyfilegt að nota kortin til annars en tengdist beint ferðalögunum. Notkun kortanna var jafnvel talin ógna gjaldeyrisforða þjóðarinnar. Það var ekki fyrr en hálfu öðru ári seinna, í lok árs 1983, að gjald- eyrisviðskipti voru gefin frjáls og síðan þá hafa einungis verið gefin út alþjóðleg kreditkort. í kjölfarið jókst kortanotkun landsmanna gríðarlega, notendur fóru úr 7.000 í 90.000 á árinu 1984. Bankarnir og VISA Árið 1982 gengu Verslunarbank- inn og Útvegsbankinn til liðs við Kreditkort hf. og á svipuðum tíma stofnuðu hinir bankarnir fimm, þ.e. Landsbankinn, Búnaðarbankinn, Samvinnubankinn, Iðnaðarbankinn og Alþýðubankinn, fyrirtækið VISA ísland. Við stofnun þess var tekin ákvörðun þess efnis að bankaútibúin yrðu útgefendur VISA-korta en Kreditkort hf. sá sjálft um útgáfu allra Eurocard- korta. Ragnar segir samkeppnisstöð- una gagnvart VISA hafa í gegnum tíðina markast mjög af þessari ákvörðun. „Þegar VISA kom á markað hafði Kreditkort hf. nokkuð forskot en af því að það nýtti ekki dreifi- kerfi bankanna, eins og VISA, þá hefur sú fjórðungs markaðshlut- deild sem félagið hafði eftir um 5 ár, eða 1987, nánast haldist síðan. Þegar ég lít til baka, fínnst mér nánast ótrúlegt að þetta fyrirtæki hafi haldið fjórðungi af markaðnum með því að selja aðeins á einum stað í landinu, hér í Ármúla 28, all- an þennan tíma. Miðað við þessa stefnu tel ég að menn hafi staðið sig mjög vel. Þetta er hins vegar að breytast. Stefnumótun fyrirtækisins gerir ráð fyrir að útgáfan flytjist í sí- auknum mæli til banka og spari- sjóða en eftir að bankarnir fóru að dreifa fyrir okkur, í lok árs 1998, þá hefur hlutdeild okkar aukist nokk- uð. Nú eru um 200.000 kreditkort á íslandi og 273.000 debetkort. Hlut- deild okkar af heildinni er um 30%,“ segir Ragnar. Samstarf en hörð samkeppni Hann segir gott samstarf hafa verið á vissum sviðum á milli keppi- nautanna VISA ísland og Europay Island í gegnum tíðina þrátt fyrir harða samkeppni. „Bæði fyrirtækin eru innan greiðslumiðlunarkerfa sem ná um alla veröld. Það er sameiginlegt með þeim en munurinn á alþjóð- legu kerfunum er margs konar, t.d. er Europay mun sterkara í debet- kortum. Þessi munur kemur þó ekki mikið fram á íslandi því að við höfum haft samstarf um að samn- ýta tölvukerfið, þ.e. posana, til að ná til kaupmanna og koma færslum til Reiknistofunnar. Auk þess höfum við átt samstarf um tryggingar til að rugla ekki markaðinn með því að fara hvor í sína áttina í þeim málum. Þetta hefur gert það að verkum að þjón- ustan hefur orðið svipuð að mörgu leyti, enda eru bæði kortin hnatt- ræii og tæknilega sambærileg. Hins vegar held ég að sú tryggð | sem viðskiptavinir okkar hafa sýnt okkur snúist mest um þjónustu og persónuleg sambönd." Mesta kortanotkun í heimi Eftir sameiningu fjöguiTa banka í einn, Islandsbanka, árið 1990, seldu frumkvöðlar Kreditkorta hf. bönkunum sinn hlut í félaginu og segja má að hlutverki frumkvöðl- anna hafi þar með verið lokið. Á næstu árum var farið að bjóða ýmis konar þjónustu, s.s. greiðslu- dreifingu, raðgreiðslur, skuld- færslu símnotkunar erlendis og peningaúttektir í hraðbönkum auk ýmissa sérkorta. Þá komu debetkortin til sögunn- ar árið 1994 og áttu fyrst og fremst að taka við af ávísunum en jafn- framt reiðufé. Það hefur vissulega gengið eftir. „Islendingai- hafa losað sig við tékkheftið og eru hættir að ganga t með mikið af seðlum í veskinu. Þeir grípa frekar til korta. Það má sjá af i því að Europay ísland var það fyr- p irtæki í veröldinni sem var með mesta kortanotkun á hvert kort ár- ið 1998 og VISA ísland var í þriðja sæti,“ segir Ragnar og bætir við að fyrirtækið sé að taka enn eitt skref- ið í þróun greiðslumiðlunar, þ.e. hin svokölluðu myntkort, sem eiga að taka við hlutverki smámyntar í stöðumæla, sjálfsala, strætisvagna o.þ.h. „Örgjörva verður komið fyrir á j debetkortin og hægt verður að | hlaða inn á þau innstæðu, t.d. 5.000 krónum, til notkunar í stöðumælum og víðar. Við byrjum á þessu í tilrauna- skyni nú á útmánuðum, þ.e.a.s. seint í febrúar eða i byrjun mars. Svo verður þetta unnið eftir því sem debetkortin koma til endur- nýjunar. Viðtaka kortanna í stöðu- mælum og slíku tel ég að hefjist al- ' mennt á síðari hluta ársins." Fyrsta reiðufjárlausa þjóðfélagið Um væntanleg viðbrögð íslend- inga við þessu nýja korti segir Ragnar: „Kreditkortinu var illa tekið fyr- ir 20 árum, debetkortinu var líka fremur illa tekið fyrir 5 árum. Þrátt fyrir það hafa þessi kort fengið geysilegan framgang vegna þess að þetta eru nytsöm verkfæri fyrir al- menning. Eins verður með mynt- p kortið, það munu kannski einhverj- ir amast við því í upphafi en síðan mun það fá sinn framgang enda er smámyntin farin að kosta fólk óþarfa snúninga." Hann bætir við að íslendingar séu heimsmeistarar í kortanotkun. „Um % allrar einkaneyslu hér- lendis er greiddur með greiðslu- kortum en aðeins V* að jafnaði í Vestur-Evrópu. Enn á þó eftir að K > taka til í seðlum og mynt og ég gæti trúað að Island yrði fyrsta reiðu- v fjárlausa þjóðfélagið í veröldinni miðað við það hve íslendingar eru áhugasamir um nýja tækni og mikl- ir kortanotendur," segir Ragnar. Fyrirtækin óplægður akur Framtíðarsýn Europay ísland byggir, að sögn Ragnars, einnig töluvert á því að leita aukinna vaxt- armöguleika og aukins stöðugleika Ú með því að breikka grundvöll starf- ; seminnar. Fyrirtækið er því farið “ að beina spjótum sínum í æ ríkara mæli að fyrirtækjum og hinu opin- bera. „Segja má að eftir að hafa verið í 20 ár eingöngu í einkageiranum, sem er um 'k af þjóðarframleiðsl- unni, séum við að leggja til atlögu við hina % hlutana, sem er atvinnu- lífið og opinberi geirinn. Þannig að þó svo að við íslendingar séum nú þegar heimsmeistarar í kortanotk- H un þá eigum við enn marga ónotaða w möguleika," segir Ragnar Önund- arson að lokum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.