Morgunblaðið - 16.01.2000, Síða 28
28 SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
GEÐVERNDARFÉLAG ÍSLANDS 50 ÁRA
Þrátt fýrir framfarir og betri hag en
fyrir 50 árum standa geðsjúkir og
geðfatlaðir enn höllum fæti og þurfa
aukna fyrirgreiðslu og
búnað.
inganna að nauðsynlegri sérfræðiað-
stoð og bráðaþjónustu.
A þessari hálfu öld hefur geðlækn-
um sem starfa á sjúkrahúsunum og
utan þeirra stórfjölgað svo og geð-
hjúkrunarfræðingum, sálfræðing-
um, iðjuþjálfum og sjúkraþjálfum.
Félagsráðgjafar og bamageðlæknar
hafa bæst við og stofnuð hefur verið
sérstök bama- og unglingageðdeild.
Nýjar og betri lækningaaðferðir
hafa ratt sér til rúms og almenn um-
ræða aukist í fjölmiðlum. Félags-
málaþjónusta hefur stórbatnað og
stuðlað að meiri meðferðarmögu-
leikum utan sjúkrahúsa. Allt hefur
þetta stuðlað að því að eyða fordóm-
enn betri að-
um, sem enn eimir þó eftir af.
Eins og sjá má hafa margir lagt
hönd á plóginn og eiga þeir miklar
þakkir skildar. En betur má ef duga
skal. Þrátt fyrir framfarir og betri
hag en fyrir 50 áram standa geðsjúk-
ir og geðfatlaðir enn höllum fæti og
þurfa aukna fyrirgreiðslu og enn
betri aðbúnað. Þó að þekkingin á
geðröskunum hafi stóraukist vantar
enn mikið á að hún sé nægjanleg til
að koma í veg fyrir þær og lækna
nógu fljótt, en ýmislegt er hægt að
gera bæði í lækningum og forvörn-
um. Iðulega áttar fólk sig ekki á eig-
in geðröskun. Auglýsingar og
fræðsluátak landlæknis um einkenni
Tómas
Helgason
Höfundur er prófessor e.m. og fyrr-
verandi forstöðulæknir geðdeildar
Landspítalans.
Geðverndarfélag íslands
var stofnað 17. janúar
1950. Félagið var stofnað
samkvæmt tillögu sem
kom fram á 40 ára af-
mæli Læknafélags
Reykjavíkur í nóvember
1949. Geðverndarfélag
var fyrst stofnað í
Bandaríkjunum 1908 af
Clifford Beers, sem hafði
verið sjúklingur á geð-
sjúkrahúsum í þrjú ár.
Hann ritaði bók um
reynslu sína sem kom út
tveimur mánuðum áður
en félagið var stofnað.
Hún vakti mikla athygli
og hefur oft verið endur-
útgefin. í bókinni lýsir Beers aðbún-
aðinum, meðferðinni og lífinu á geð-
sjúkrahúsinu eins og sjúklingurinn
sér það þegar hann er orðinn heil-
brigður aftur. Þegar næsta ár var
stofnað samband geðverndarfélaga í
Bandaríkjunum og síðar var stofnað
alheimssamband félaganna. Tilgan-
gur þeirra var sá sami og Geðvemd-
arfélags íslands, að vinna að bættri
geðheilbrigði, forvörnum geðrask-
ana, bættri meðferð og aðbúnaði
geðsjúklinga, veita öragga fræðslu
um geðraskanir og síðast en ekki síst
að vekja almenning og stjórnvöld til
aukins skilnings á grundvallarþýð-
ingu geðheilbrigði.
Á stofnfundi Geðverndarfélagsins
flutti dr. Helgi Tómasson, fyrsti for-
maður þess, erindi um geðvemd sem
birtist í Lesbók Morgunblaðsins
1950. Þar sagði hann m.a.: „Auðvitað
getur menn greint á á þessum svið-
um heilbrigðisfræði eins og öðrum
sviðum hennar, en um vissa hluti
geta flestir sameinast, vissa hluti,
sem allflestum finnast æskilegir, þó
þá greini á um leiðir og þær séu oft
torsóttar. Það t.d. hefur ekki verið
átakalaust að berjast við sóðaskap-
inn, bæði utan húss og innan og mik-
ið vantar enn á, að á honum hafi ver-
ið sigrazt eða menn komið sér saman
um, hvemig það verði bezt gert.
Samt sem áður dettur engum í hug
annað en að halda baráttunni sleitu-
laust áfram og fórna til þess stórfé.
En um andlegan sóðaskap hafa
menn varla þorað að ræða ennþá,
hvað þá heldur að láta sér detta í hug
þann möguleika að hefja baráttu
gegn honum. Það á því langt í land að
„mental hygiene“ eða geðvemd taki
sér slíkt viðfangsefni.
Aftur á móti hefur mönnum smám
saman verið að lærast hvað má bjóða
fólki á ýmsum aldri, hvernig má best
hagnýta andans krafta, hvers um
sig. Mönnum hefur smám saman
verið að lærast, að hugarástand
manns mótar viðhorf hans til lífsins,
ræður úrslitum um, hvort maðurinn
sé hamingjusamur eða óhamingju-
samur. I baráttunni gegn geðsjúk-
dómum, stóram og smáum, er mönn-
um orðið æ ljósara að aukinn
skilningur almennings, aðstandenda
og sjúklingsins sjálfs á eðli sjúkleik-
ans er megin atriði til þess að fá bata
og einnig oft til að fyrirbyggja að
verða veikur ... Heilbrigði er nú á
dögum skilgreind sem andleg, líkam-
leg og félagsleg vellíðan. Langsam-
lega meginhluti læknisstarfseminn-
ar hefur miðazt við að styðja og efla
svonefnda líkamlega vellíðan mann-
anna. Upp á síðkastið hefur og fé-
lagslegu hliðinni verið æ meiri
gaumur gefinn. En til hvers væri að
veita mönnum líkamlega og félags-
lega vellíðan ef þeir ekki gætu not-
fært sér hana vegna andlegra ágalla.
Geðheilbrigði skiptir því megin-
máli fyrir alla menn.
Brýnustu verkefni geðvemdarfé-
laga er að vinna að forvömum og
auknum skilningi á geðröskunum
Úr Englum alheimsins en kvikmyndin gerist að stórum hluta inni á Kleppi. Hér fá þrír sjúklingar bæjarleyfí til
að fylgja félaga sínum til grafar, þó að sú bæjarferð hafi farið á nokkuð annan veg en til stóð.
þunglyndisraskana era því mjög
gagnlegar og tímabærar.
Forvarnir
Orsakir geðsjúkdóma eru yfirleitt
margþættar, svo að beita þarf ýmiss
konar aðgerðum til að koma í veg
fyrir þá: 1) aðgerðum sem beinast að
fólki almennt, 2) aðgerðum sem
beinast að áhættuhópum og 3) að-
gerðum sem beinast að einstakling-
um með forstigseinkenni, sem hætta
er á að þróist yfir í sjúkdóm. Tilraun-
ir til að koma í veg fyrir sjúkdóma
með margþættar orsakir með hópað-
gerðum skortir oft sértækni. Þeim
er ætlað að stuðla að almennu heil-
brigði, þar með talið geðheilbrigði,
og auka mótstöðu fólks gegn sjúk-
dómum. Nægileg umhyggja fyrir
líkams- og geðheilsu er mikilvæg
fyrir heilbrigði og þroska og kemur í
veg fyrir margs konar kvilla, jafnt
líkamlega sem geðræna.
Heilsuvernd í víðum skilningi
fjallar um allt sem stuðlar að hreysti
og vellíðan, að koma í veg fyrir sjúk-
dóma, lækna, líkna og endurhæfa.
Hin almenna geðvernd getur þannig
verið mjög yfirgripsmikil og fjallað
um allt sem gefur lífinu gildi og fyll-
ingu. í þrengri skilningi fjallar geð-
vernd eins og önnur heilsuvernd um
það, hvernig skuli koma í veg fyrir
sjúkdóma. Til þess þarf að finna
sjúkdómsorsakirnar og eyða þeim.
Verði það ekki gert þarf að auka
mótstöðuafl fólks eða beita almenn-
um aðgerðum eins og í baráttunni
við sóðaskapinn. Enginn ágreining-
ur er um markmið, en menn greinir
oft á um leiðir, einkum ef miklir fjár-
hagslegir hagsmunir tengjast sóða-
skapnum eins og nýleg dæmi sýna.
Eins og oft áður gengur betur að
sætta menn þegar um er að ræða
sóðaskap sem veldur sýkingum,
heldur en þegar um er að ræða and-
legan sóðaskap sem veldur geðrösk-
unum eins og t.d. þann sem fylgir
spilakössum, happdrættisvélum og
nektardansstöðum.
Faraldsfræðin hefur fyrir löngu
sýnt tengslin milli afkomu fólks og
öryggis og flestra sjúkdóma. Far-
aldsfræðilegar rannsóknir era nauð-
synlegar til að finna áhættuhópa og
til að finna hve langt líður á milli for-
stigseinkenna og sjúkleika. Sú þekk-
ing sem þær veita er forsenda
skynsamlegra heilsuverndarað-
gerða. En það líður oft of langur tími
frá því að þekkingin verður til þar til
farið er að beita henni. Sú þekking
sem þegar hefur verið aflað gefui'
vísbendingar um hvernig haga megi
geðvemdaraðgerðum næstu ára til
að draga úr tíðni ýmissa geðsjúk-
dóma, þar með er talin áfengissýki
og önnur fíkn.
Mikið hefur áunnist á undanförn-
um 50 áram en þó bíða Geðverndar-
félagsins og velunnara þess mikil
verkefni þjóðinni til heilla.
ásamt bættri með-
ferð og aðbúð hinna
geðsjúku, sem byggir
á aukinni þekkingu
sem aflað er með
rannsóknum og að
vinna gegn fordóm-
um sem geðsjúkir
verða oft fyrir. Hluti
af þessum verkefnum
er að rjúfa einangrun
geðsjúkra og gæta
þess að þeir njóti
jafnréttis á við aðra
borgara."
Framfarir
Geðvemdarfélag
íslands hefúr lagt
áherslu á fræðslu um geðraskanir,
orsakir þeirra og eðli, með funda-
höldum, erindaflutningi, blaðaskrif-
um og útgáfu tímaritsins Geðvemd-
ar. Jafnframt hefur félagið unnið
beint að því að draga úr einangrun
geðsjúklinga. í ársbyrjun 1967 hófst
samvinna félagsins við Samband ís-
lenskra berklasjúklinga um fram-
kvæmdir að Reykjalundi, þar sem
Geðverndarfélagið á nú 22 endur-
hæfingarrými sem stjóm Reykja-
lundar rekur. Síðar kom félagið upp
eigin endurhæfingarstöð við Álfa-
land og íbúðum annars staðar með
aðstoð Kiwanishreyfingarinnar. Þá
er félagið aðili að Oryrkjabandalagi
Islands og hafa skjólstæðingar þess
notið fyrirgreiðslu Hússjóðs Ör-
yrkjabandalagsins til jafns við aðra.
Það sem mestu hefur þó munað til að
draga úr einangran geðsjúklinga og
fordómum gagnvart þeim er opnun
geðdeildar Borgarspítalans 1968
fyrir forgöngu þáverandi borgar-
læknis, dr. Jóns Sigurðssonar og síð-
ar opnun geðdeildar Landspítalans
ásamt endurbyggingu Kleppsspítal-
ans, sem nú er hluti af geðdeildinni.
Þar með stórbatnaði aðgengi sjúkl-
Hallgrimur Magnússon
Forvarnir gegn geð-
sjúkdómum aldraðra
Betra er heilt en vel gróið segir gamalt,
máltæki og minnir á að mönnum hefur
lengi verið Ijdst mikilvægi forvarna. Or-
sakir geðsjúkdóma aldraðra eru lítt þekkt-
ar og því við forvamir ekki hægt að ráðast
að rótum vandans. Þó er ýmislegt hægt að
gera til að draga úr afleiðingum þessara
sjúkdóma. Tveir algenguslu geðsjúkdóm-
amir sem hrjá aldrað fólk eru heilabilun
og þunglyndi. Rannsóknir síðari ára hafa
ennfremur leitt í ljós að kvíðasjúkdómar
eru nokkuð algengir í þessum aldurshópi.
Forvarnir við heilabilun
Forvamir gegn heilabilun eru helstar
þær að greina sjúkdóminn á fyrstu stigum
hans. Þá er stundum hægt að beita lyfja- Hallgrímur
meðferð sem seinkar þróun sjúkdómsins Magnússon
nokkuð. Heilabilun getur verið vegna
blóðflæðistruflana og er því hugsanlegt að almennar
æðaveradandi ráðstafanir geti að einhverju marki
seinkað slíkri heilabilun. Með æðavemdandi ráðstöfun-
um er hér t.d. átt við að halda blóðþrýstingi og blóðfitu í
skefjum. Einnig er mikilvægt að tryggður sé aðgangur
að viðeigandi hjúkrun og eftirliti með sjúklingum með
heilabilun.
Forvarnir við þunglyndi
Mjög mikilvægt er að greina þunglyndi snemma.
Þetta er vegna þess að tiltölulega auðvelt er að með-
höndla þunglyndi hjá öldruðum. Þarna er ábyrgð heim-
ilislækna mikil því þangað leita sjúklingar oftast fyrst.
Hæfni til greiningar á þunglyndi aldr-
aðra í heilsugæslunni hér á landi hefur
ekki verið ranusökuð að neinu marki, en
rannsóknir erlendis benda til að þar sé
þessari hæfni ábótavant. Upplýsingar til
almennings eru einnig mikilvægt for-
varnarstarf því oft eru fyrstu einkenni
um þunglyndi ranglega skýrð sem eðli-
legur fylgifiskur ellinnar. Á allra síðustu
árum hefur orðið Ijóst að þunglyndi get-
ur orsakast af truflun á blóðflæði til heil-
ans og er hugsanlegt, en ekki sannað, að
æðaverndandi ráðstafanir geti komið í
veg fyrir eða seinkað sjúkdómnum.
Stuðningur við
aðstandendur
Gefa þarf gaum að líðan þess fólks sem
annast aldraða ættingja sína. Rannsóknir
hafa sýnt að þetta fólk er oft undir miklu álagi og fær
oftar þunglyndi og kvíða en aðrir sambæriiegir hópar.
Þetta er lítt rannsakað svið og sennilega flóknara en
virðist í fyrstu. T.d. hefur komið í ljós að fræðsla um
heilabilun hjá þeim sem annast ættingja sína með þann
sjúkdóm Ieiðir til minna þunglyndis en meiri kvíða.
Þetta er að sumu leyti skiljanlegt þar sem með aukinni
þekkingu er betur hægt að sjá fyrh’ væntanlega erfíð-
leika þegar heilabilunin versnar. Stuðningur við þenn-
an hóp er mikilvægt forvarnarstarf.
Höfundur ergeðlæknir hjá Heilsugæslustöð
Grundarfjarðar.
Tómas Helgason
Geðvernd
í 50 ár