Morgunblaðið - 16.01.2000, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 2000 29
GEÐVERNDARFÉLAG ÍSLANDS 50 ÁRA
Halldór Hansen
Börn í hringiðu nútímans
Almenn velmegfun hefur aukist á
öldinni sem er að ljuka og al-
menningur á íslandi hefur haft
meira að bíta og brenna en áður
fyrr. Þessi velmegun byggist hins
vegar oft á því, að jafnt karlar sem
konur vinni utan heimilis. Þegar
um foreldra er að ræða geta jafn-
vel velkomin börn engu að síður
orðið vandamál í tilveru þeirra,
svo ekki sé minnst á vanda ein-
stæðra foreldra. Foreldrar verða
því oft að fela öðrum umsjá barna
sinna að meira eða minna leyti, en
taka svo sjálfir við þegar tími og
aðstæður leyfa. Oft er það svo að
þá eru foreldrarnir búnir að
ganga nærri starfsþreki sínu á
öðrum vettvangi.
Skilaboð
til barna
I reynd þýðir þetta, að börn nú-
tímans fá ákaflega mörg og oft
misvfsandi skilaboð frá umhverf-
inu, þannig að þau verða sjálf að
annast val og úrvinnslu, oft frá
frumbemsku. Bömum er þetta
misjafiilega lagið frá náttúrunnar
hendi og víst er að úrvinnslan er
verulega erfið fyrstu árin, meðan
heilinn og heilastarfsemin er að
þroskast.
Öll börn þurfa örvun til að
þroskast eðlilega, en öllu má of-
gera. Ef handahófskennd örvun
steðjar að úr öllum áttum á sama
tíma getur hún orðið yfirþyrmandi
og úrvinnsluhæfileikanum ofviða.
Þar með missir örvunin marks og
kemur þroska að engu haldi á
sama hátt og næring, sem melting-
arfæri ráða ekki við, kemur að
engu haldi. Barn sem þarf samtím-
is að vinna úr ruglingslegum skila-
boðuni frá hvatalífínu innan frá og
umhverfínu utan frá er illa statt.
Þrátt fyrir rót og hraða nútím-
ans geta börn ekki breytt þroska-
þörfum sínum eða þroskamynstri,
sem fylgir í stórum dráttum nokk-
uð föstum reglum innan eðlilegra
frávika. Meðan þau eru að ná fót-
festu í þroska hafa þau því tiltölu-
lega lítinn sveigjanleika til að laga
sig að þörfum foreldra sinna og
umhverfis.
Einstaklingsbundnar þarfir
barna
Sérhvert barn hefur einstakl-
ingsbundnar þarfir, sem foreldri
getur eingöngu kynnst með mjög
nánum samvistum við það. Um það
einstaklingsbundna
er aldrei hægt að
læra af bókum eða
fræðimönnum, held-
ur einungis með
nánum samskiptum í
daglegri tilveru.
Mótun eðlislægra
eiginleika barnsins
byggist á traustu til-
finningasambandi
milli foreldris og
bams, því að tilfinn-
ingaþroski er fyrr á
ferðinni en hinn vits-
munalegi. Ungt barn
getur ekki hugsað
fram í tímann og er
illa fært um að meta
aðstæður og kring-
umstæður. Það þekkir ekki hættur
tilverunnar, heldur einungis
hræðslutilfínningu. Hegðun er
meira og minna handahófskennd.
Þegar barn er komið á legg verður
foreldri því oft að grípa í taumana
- stundum jafnvel harkalega - ef
hætta er á ferðum, sem barn áttar
sig ekki á. Þá reynir á jákvætt til-
finningasamband sem foreldrar
verða að þola, að barn bregðist illa
við og sýni neikvæðar tilfinningar.
Mótun
persónuleikans
Sé frumsamband foreldra og
barna á tilfinningasviði heilsteypt
og jákvætt stendur það af sér nei-
kvæðni og boð og bönn byija
smám saman að móta hegðun
barnsins að gagni, þar eð undir-
staðan er gagnkvæmur kærleikur.
Vanti hann upplifir barnið einung-
is gremju og reiði yfir því að at-
hafnafrelsi þess sé skert.
Almennt eru böm ekkert fyrir
það gefin að láta í minni pokann
gagnvart foreldri eða öðrum. Þau
halda venjulega sínu til streitu í
lengstu lög og finna þar með hvar
hugur fylgir máli hjá foreldrum.
Ef eitt er leyfilegt í dag, en annað
á morgun, era áhrifin lítt mótandi
fyrir persónuleika barns og því lít-
il stoð í róti tilverunn-
ar.
En barn sem rekur
sig hvað eftir annað á
mótstöðu, sem byggist
á innri sannfæringu
foreldris, mótast af
því. Samsömun byggist
fyrst og fremst á þessu
atriði. I eðlilegum
þroska tekur samsöm-
un við af eftir-
hermueðli bamsins,
sem fyrst í stað lærir af
því að herma eftir því
sem fyrir því er haft,
nokkurn veginn án
þess að leggja mat á
það sem fyrir augu
ber.
I samsömun kemst barn hins
vegar að kjarna foreldris eða hins
fullorðna og tileinkar sér það sem
hinn fullorðni hefur lært af harðri
tilveru. Það verður mótandi fyrir
barnið.
Kjarnavandamál
nútímabarna
Eitt af kjamavandamálum nú-
tímabarna virðist vera hvað snert-
ing við foreldra og uppalendur er
oft stopul og skammvinn. Það ger-
ir alla mótun erfiða, sérlega ef fyr-
irmyndimar eru mjög margar og
ólíkar innbyrðis. Sum börn geta að
vísu grætt á þessu og unnið vel úr
margvíslegum áhrifum, en önnur
geta það ekki og verða þar með að
beijast við tóm hið innra og leita
eigin leiða. Þá liggur beinast við
að reyna að leita sér að einhveij-
um sterkari, sem hægt er að styðja
sig við, einhveijum eða einhveiju,
sem getur gefið það, sem hlutað-
eigandi barn vantar til að geta öðl-
ast eigið innra öryggi og treyst á
sinn innri mann.
Þannig börn eru oftast svo
gagntekin af því að leita sér að-
stoðar, að t.d. aðrir jafnaldrar
verða fyrst og fremst óvelkomnir
keppinautar. Þau missa þar með
af því að þroska hæfíleikann til að
selja sig í spor annarra, þegar þau
ættu að vera að ná sér á strik, og
komast ekki út fyrir sjálfmiðaðan
hugsunarhátt, sem er yngri böm-
um eðlilegur.
Það þarf ekki ýkja mikla skarp-
skyggni til að skilja, hve auðveld
bráð bam sem upplifir tóm hið
innra verður fyrir misnotkun, svo
framarlega sem því finnst tóm sál-
arinnar fyllast í bili, og hve auð-
veldlega það verður þegar fram
líða stundir eiturlyfjanotkun eða
áfengi að bráð, og tómið hið innra
helst.
Sá, sem ekki getur treyst sínum
innri manni, er nokkurn veginn
dæmdur til að breyta umsvifalaust
áreiti í athöfn, án tillits til þess,
hvortþað kemur sér vel eða illa,
þegar til lengri tíma er litið.
Þessi þróun virðist verða al-
gengari og algengari í hinum
svokallaða siðvædda heimi, sem
fæðir oft af sér ekki síðri vegleysu
en frumskógar forsögulegra tíma.
Hraði og margbreytileiki nútím-
ans gerir öllum erfitt um vik, ekki
síst með tilliti til þess, hve hratt
gamlar hefðir úreldast. Sá eldri er
því ekki af nauðsyn hagnýt fyrir-
mynd fyrir þann yngri, en hann
getur engu að síður stuðlað að því,
að bam leggi út í óvissa tilveru
með tilfinningalegt öryggi í far-
teskinu.
Tilfinningalegt öryggi er ljós í
fallvaltri tilveru og oft Ieiðarvísir
jafnvel eftir að komið er út í veg-
leysuna á fullorðinsárum.
Höfundur er læknir og var um árabil
yfirlæknir bamadeildar Heilsu-
verndarstöðvar Reykjavíkur.
Halldór
Hansen
Héraðsdómur
Reykjaness
Akæru-
málum
fækkað um
fjórðung
milli ára
ÁKÆRUMÁL í Héraðsdómi
Reykjaness í fyrra voru 25%
færri en árið 1998 samkvæmt
yfirliti dómsins. Hins vegar
hefur opinberum málum í
heild fjölgað um 84,8% og eru
skýringarnar þær að í fyrra
bárust dóminum þrisvar sinn-
um fleiri sektarboð vegna um-
ferðarlagabrota en árið á und-
an.
Þingfestum einkamálum
fjölgaði um 29% milli áranna
1998 og 1999 og á sama tíma-
bili fjölgaði afgreiddum mál-
um á reglulegu dómþingi um
26,7% og munnlega fluttum
málum um 37,8%.
Beiðnum um aðför sem bár-
ust dóminum fækkaði um
63,5% frá árinu 1998 en það
skýrist af breytingum sem
gerðar voru á lögum nr. 90/
1989 um aðför og tóku gildi 1.
júlí 1998. Eftir breytinguna er
unnt að krefjast aðfarar á
grundvelli kröfu sem nýtur
lögtaksréttar hjá sýslumanni
milliliðalaust, þ.e. án þess að
beiðni um aðför á grundvelli
slíkrar kröfu hafi fyrst verið
tekin fyrir af héraðsdómi.
Gjaldþrotamál hjá Héraðs-
dómi Reykjaness voru um 400
talsins í fyrra og vom álíka
mörg árið á undan.
Vitnamál sem tekin voru
fyrir í fyrra voru 36 en 12 árið
á undan. Skýrist það af breyt-
ingum sem gerðar voru á lög-
um nr. 19/1991 um meðferð
opinberra mála og tóku gildi
1. maí sl. Með þeim breyting-
um var dómurum falið að
stýra skýrslutökum af börn-
um við rannsókn meintra kyn-
ferðisbrota. Fyrir lagabreyt-
inguna var það í höndum
lögreglumanna.
Nestlé Build-Up er bragðgóður drykkur
sem inniheldur 1/3 af ráðlögðum
dagskammti (RDS) af 12 vítamínum
og 6 steinefnum aukprótíns og orku
Build-Up fyrir
Góð aðferð til þess að auka neyslu vítamína og
steinefna þegar þú þarft á aukakrafti að halda.
Hentar börnum (eldri en 3ja ára) sem eldra fólki
og öllum þar á milli.
Build-Up á meögöngu og
meö barn á brjósti
Tryggir að nægilegt magn næringarefna sé til
staðar á þessum mikilvæga tíma
Build-Up eftir veikindi
Sér til þess að þú færð öll réttu næringarefnin til
þess að ná skjótum bata
Build-Up - fljótlegur drykkur
Eitt bréf út í kalda eða heita mjólk eða
ávaxtasafa gefur þér fljótlegan og bragðgóðan
drykk stútfullan af næringarefnum
s ú k k u I a ð i • jaröaberja • varti
Upplýsingar
um næringarinnihald:
í 38 gr. bréfi blönduðu í 284 ml. af mjólk
% af RDS
Orka kj 1395
kcal 330
Prótín g 18,0
Kolvetni g 37,1
þar af sykur g 36,5
Fita g 12,4
þar af mettuð g 7,5
Trefjar g 0,6
Natríum g 0,4
Kalfum mg 810
Vítamín
A-vítamín M9 300,0 38%
B1-v(tamín mg 0,6 43%
B2-vítamín mg 1,0 63%
B6-v(tam(n mg 0,9 45%
Bl2-vítamín M9 1,7 170%
C-vltamín mg 23,0 38%
D-vítamín M9 1,8 36%
E-vftamín mg 3,3 33%
Bfótín mg 0,06 40%
Fólln M9 84,0 42%
Nlasín mg 6,2 34%
Pantótenat mg 3,0 50%
Steinefnl
Kalk mg 607,0 76%
Joð M9 94,0 63%
Járn mg 5,5 39%
Magnesíum mg 132,0 44%
Fosfór mg 534,0 67%
Zink mg 6,3 44%
1 u • b a n a n a
Dæmi um hvað
vítamin og steinefni
gera fyrir þig
A-vítamín
Nnudsynlecjl tíl vnxtm oq vidhnlds
vetja, viðheldiir mykt ocj heilbrigdi
hörunds. Vei sliinhuð i munni, nefi,
hnlsi 111091110. Eykiir viönnm 9090
sykinguin 09 bætir sjonin.i. Hjnlpnr vu>
inyndtio beion
B2-vítamín (Rihollnviih
Hjnlpar viö nð nytn or kunn 1 tnt'ðii,
hjnlpnr vid inyndun motefnn 09 rntiðrn
bloðkornn Nnuðsynlepl til nö viðhnldn
horuodi, nogluoi. tmn 09 fjoðrj sjon
Niacin Ninsm vit.imin B;t)
Ba'tir hloðrnsinn 09 l.t'kknr koU'stról 1
hloöi Viðheldur taugnker tinu, la'kkur
hnnn hloðpiystiiui. ti|nlpnr við meltinpu
09 stuðjnr nð heilhiujði huðni.
Zink
Mjot) miMtvu'gt fyrii ona'iniskeilið,
flylii tynr að s.n qioi 09 ei mikilv,v‘)t
fyrir stoðuylciku hU>i)sms Viöl'cldur
alkalme )atnv,>U)i lik.un.ms
• bragðlaus