Morgunblaðið - 16.01.2000, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 16.01.2000, Qupperneq 36
36 SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Menní kappi Stjórnmálamaður sem talar við þjóðina eins og hún sé safn fábjána hefurgleymt því að hann er ekki bara í valdabar- áttu, þarsem er eðlilegt að andstæð- ingnum sé ekki sýnd ofmikil virðing. Almenningur í Kína er farinn að snúa sér til trúarsafnaða, ekki bara vegna þess að i fólk sé búið að fá sig fullsatt af kommúnismanum, þótt sennilega séu flestir komnir með einhvers konar ofnæmi fyrir ein- ræði flokksins. Fréttaskýrendur segja að mikil ásókn í samtök á borð við Falun Gong, stafi ekki síst af því að fólk sé orðið sinnu- laust í garð stjómmála yfírleitt - og stjómmálamanna. Það fyrsta sem manni dettur í hug við að heyra þessar fréttir, er að þarna sé svipað komið fyrir Kínverjum og VIÐHORF Eftir Kristján G. Arngrímsson svo fjölda- mörgum þjóð- um sem þó búa við hið eftirsótta lýðræði. Gott efþetta er ekki svipað og staðan hjá Islend- ingum. Og það er alkunna að í for- setakosningum í Bandaríkjunum er kjörsókn varla meiri en 50 prósent. En þótt íslendingar, til dæmis, séu duglegri en Banda- ríkjamenn við að mæta á kjörstað og fylla út kjörseðilinn, er full ástæða til að efast um að þeir sem greiða atkvæði telji að atkvæðið þeirra skipti einhverju máli. Reyndar munu einhverjir töl- fræðisinnaðir stjórnmálafræðing- ar í Bandaríkjunum hafa komist að því að ef hver og einn kjósandi myndi leggja kalt mat á það hversu mikið vægi atkvæðið hans hefði þá yrði niðurstaða hans óhjákvæmilega sú, að það væri í hæsta máta óskynsamlegt að eyða orku í að fara á kjörstað. En það er nú samt ekki af skyn- semisástæðum sem fólki, jafnt í Shanghai sem á Akureyri, er mörgu hætt að þykja mikið vert um stjórnmál og stjórnmálamenn. Það er skynsamlegt að láta sig stjómmál varða. Er fólkið þá svona grunnhyggið? Veit það ekki að stjórnmálamenn ræða og taka ákvarðanir um hluti sem skipta hvern einasta þegn máli? Veit fólkið ekki að með því að láta sig stjórnmál varða er það að sinna eigin hagsmunum og um leið hagsmunum allra hinna? Jú, fólk veit þetta upp á hár. Ætti maður þá frekar að spyrja hvað sé eiginlega að stjórnmála- mönnum sem haga sér þannig að umbjóðendur þeirra - kjósendur - skilja varla hvað gengur á? Ætti maður frekar að spyrja hvers vegna í ósköpunum forsætis- ráðherra Islands komi fram í fjölmiðlum og tali eins og honum finnist flestir í kringum hann vera óttalegir bjánar sem skilji ekki heiminn? Hvers vegnatalar for- sætisráðherra íslands niður til þjóðarinnar sem kaus hann? (Og ef einhverjum dettur í hug að gagnrýna þennan sama for- sætisráðherra þá svarar hann í pirringstóni og má eiginlega ekki vera að þessu.) Kannski myndi forsætisráðherrann spyrja á móti: En er ég ekki nákvæmlega eins og þjóðin vill hafa mig, fyrst hún kýs mig aftur og aftur og segir í skoð- anakönnunum að hún telji mig hæfastan stjórnmálamanna? Góð spurning. Kannski er kjarni málsins sá, að stjómmálamenn, eins og allt ann- að, eru nú ofurseldir markaðnum og starf þeirra, eins og önnur störf, er undirorpið því hvort ein- hver vill kaupa þjónustu þeirra. Til að halda vinnunni verða þeir að hegða sér í samræmi við kröfur markaðarins (kjósenda), og það er svo sannarlega erfiður markaður að ráða í. Wall Street og Dow Jon- es eru Gagn og gaman í saman- burði. Er það þá vandinn? Að stjórn- málamenn geti ekki fylgt sann- færingu sinni vegna þess að þeir eru ofurseldir markaðnum, (sem er orðinn að Guði samtímans)? Ef- laust er þetta hluti vandans, en ekki kjarni hans. Hann er miklu fremur sá, að þótt stjórnmála- menn líti á stjórnmál sem valda- baráttu - sem hún kannski er ef horft er á hana „innan frá“, ef svo má að orði komast - þá lítur fólk flest ekki á stjómmál sem valda- baráttu heldur sem vettvanginn þar sem teknar era ákvarðanir um það sem varðar hag samfélagsins alls. Þegar stjórnmálamenn fara að sjá alla tilveruna með sama hætti og þeir sjá stjómmálin innan frá detta þeir úr takti við kjósendur. Og ef kjósendur fara að líta á stjómmál sömu augum og stjórn- málamennirnir, það er, sem valda- baráttu eingöngu, þá fara kjós- endur að líta á stjórnmál eins og kappleik og stjómmálamenn sem keppendur. En um leið fer kjósendum að finnast stjómmálin orðin að ein- hverju sem þau eigi alls ekki að vera, og kjósendum finnst að það séu stjórnmálamennimir sem hafi gert stjórnmálin að kappleik og kjósendur verða heldur kuldalegir í garð stjórnmálamannanna, og finnst þeir famir að hugsa um það eitt að sigra andstæðinginn. Stjómmál em valdabarátta, en þau era það ekki einvörðungu. Þau hafa líka aðra hlið, en manni virðist sem stjómmálamenn gleymi því oft. Stjómmálamaður sem kemur fram í fjölmiðlum er að tala við alla þjóðina, en ekki bara við pólitíska andstæðinga sína. Stjómmálamaður sem talar við þjóðina eins og hún sé safn fá- bjána hefur gleymt því að hann er ekki bara í valdabaráttu, þar sem er eðlilegt að andstæðingnum sé ekki sýnd of mikil virðing. Kannski hættir stjómmála- mönnum til að líta svo á, að jafnvel þótt stjórnmálin hafi aðra hlið, sé valdabaráttan nú samt kjarninn í þeim og skipti því í raun og vera mestu máli. Restin sé bara spurn- ing um markaðssetningu. En hin hliðin á stjómmálunum, sú hlið sem að flestum kjósendum snýr, er alveg jafnraunveraleg og sú hlið sem að stjórnmálamönnunum sjálfum snýr. Stjórnmálamaður sem lítur á valdabaráttuna sem hið eiginlega eðli stjórnmálanna verður vinsæll meðal þjóðarinnar af sömu ástæðu og Kristinn Bjömsson skíðamað- ur er vinsæll meðal þjóðarinnar. Fyrir sigurvilja og keppnisskap. Slíkt er viðeigandi þegar um íþróttamann er að ræða, en stjórnmál era ekki bara keppni. ÞÓRA ÞÓRÐARDÓTTIR + Þóra Þórðardótt- ir fæddist á fsa- firði 17. mars 1923. Hún lést á Land- spítalanum 10. jan- úar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Þórður Guðmunds- son húsasmfðameist- ari, f. 17. mars 1884, frá Torfhóli í Skaga- firði, d. 18. júlí 1972, og Magnea Ágpísta Þorláksdóttir, saumakona og síðar organisti á Barði í Fljótum, f. 10. sept- ember 1888 á Lambanesreykjum í Fljótum, d. 20. ágúst 1974. Bræður hennar eru Jóel Ólafur Þórðarson, verslunarmaður á Isafirði og í Reykjavík, f. 5. júní 1924, kvæntur Bryndísi Bjömsdóttur, og Rögn- valdur Þór Þórðarson, húsasmiða- meistari, f. 31. maí 1927, kvæntur Elínu Skarphéðinsdóttur. Magnea og Þórður ólu upp tvö fósturbörn, þau Önnu Sigmundsdóttur ljós- móður, gifta Jóni Kristjánssyni frá Siglufirði, og Guðmund Skúlason, húsasmíðanieistara á fsafirði, kvæntan Oldu Ólafsdóttur. Fyrir átti Þórður soninn Jón sem nú er látinn. Hann var bifreiðastjóri í Reykjavík. Hinn 18. mars 1944 giftist Þóra Jóni Kristjánssyni sem var með meistarapróf í húsgagnabólstrun, f. 14. febrúar 1919 í Þernuvík í Ög- urhreppi, d. 1. nóvember 1996. Foreldrar hans voru hjónin Krist- Elsku amma mín, hún er þungbær sú hugsun að þér skyldi ekki auðnast að ganga með mér út af spítalanum út í svalan vetrardaginn. Eftir stutt en erfið veikindi lét lífið undan aðgangshörðum dauðanum. Eftir situr tóm sem er verkefni ótal- inna daga að íylla. Nú halla ég mér að fallegum minningum um liðna daga sem átti ég með bæði þér og afa. Það var sama hvenær ég kom til ykkar, alltaf mætti mér mikil hlýja og alúð. Það var gott að þiggja góðu ráðin þín, amma mín, enda vora þau innihalds- rík og full af kærleika. Það er ekki oftnælt þegar ég segi að þér hafi verið í blóð borið að veita allt sem í þínu valdi stóð og meira til. Það var mikilvægt fyrir þig að reyna að uppfylla óskir bamanna þinna og af því hafðir þú ómælda gleði. Þú gafst mér það góða veganesti að betra er að gefa en þiggja enda varstu vön að segja að manni myndi bætast fyrir góðvildina „hinum megin“. Nú ert þú komin þangað, amma mín, og sannreynir eflaust þann boðskap þinn því þú varst svo sannarlega búin að ávinna þér inngöngu í himnaríki. Sú hugsun gerir för þína bærilegri að á himnum tekur elsku afi á móti Þóru sinni. Að hugsa um ykkur fallast í faðma og taka upp þráðinn þar sem írá var horfið er yndislegt. Þið vorað svo samhent og ást ykkar og kærleik- ur var til eftirbreytni. Afi minn orti fallegt ástarljóð til þín, elsku amma, sem er mjög lýsandi. Astkæra meyja, unnirþúmér. Ei ég get lifað hjá annarri en þér. Framtíðinblasir fógurmótoss. Fæégeistaðfestan heitbundinnkoss? Elsku amma, þú varst svo stór þáttur í lífi mínu. Afi bað mig um að vera þér innan handar þegar hann lagðist í þung veikindi. Slíkt var mér Ijúft og léttbært. Það var svo auðvelt að gera þér til hæfis og innilegt þakk- læti þitt var mér mikilsverðara en allt heimsins gull því ég fann íyrir til- gangi lífsins. Mig langar til að þakka þér fyrir allt það traust sem þú barst til mín. Þú hvattir mig til dáða og varst óþreytandi að mála lífið og til- verana björtum litum framtíðar. Það er óhætt að segja að þú varst ávallt ung í anda enda sóttust barna- börnin og bamabamabörnin eftir nærveru þinni. Laufey mín og þú átt- ján Benedikt Jónsson og Elísabet María Her- mannsdóttir. Eldri dóttir Jóns og Þóru, Hildur, fæddist á æskuheimili Þóru, Sundstræti 41 á ísa- firði 1. ágúst 1946. Hún er gift Þór Sigur- jónssyni tæknimanni og eiga þau fjögur börn. Þau eru Kristín Ásta Þórsdóttir, gift Herði Valgeirssyni og eiga þau þrjú börn; Sigurjón Örn Þórsson, kvæntur Laufey Bjarnadóttur og eiga þau eitt barn; __ Ása Þórsdóttir, í sambúð með Ágústi Gylfasyni og eiga þau tvö börn; og Camilla Þóra Þórs- dóttir, trúlofuð Guðmundi Rafni Gylfasyni. Yngri dóttir Þóru og Jóns, Guðrún Eli'sabet, fæddist í Reykjavík 8. maí 1950. Hún er í staðfestri samvist með Valgerði Marteinsdóttur. Guðrún á eina dóttur, hún er Sigríður Björk Sævarsdóttir, gift Sigurði Emi Þorleifssyni og eiga þau þijú börn. Sigríður ólst upp hjá ömmu sinni og afa sem væri hún dóttir þeirra. Þóra vann til margra ára við saumaskap bæði á fsafirði og í Reykjavík og sem unglingsstúlka fór hún í Húsmæðraskólann Ösk á ísafirði. Utför Þóru fer fram frá Foss- vogskirkju á morgun, mánudag- inn 17. janúar og hefst athöfnin klukkan 13.30. uð ótal góðar stundir saman bæði hér heima og ekki síður á ferðum ykkar erlendis. Þið skemmtuð ykkur kon- unglega enda vora áhugamálin svip- uð. Sólargeislinn okkar Laufeyjar, Sóley Karen, naut samverunnar með langömmu sinni og var gaman að sjá ykkur ærslast saman. Það er með söknuð í hjarta sem þær kveðja þig, amma mín. Fjölskyldan spilaði stórt hlutverk í þínu lífi, á velferð hennar nærðist þú og tókst þátt í gleði hennar og sorg. Nú sameinast öll fjölskyldan okkar í sorginni og leitar leiða til að takast á við hana. Oll geram við það á okkar hátt enda búum við að fallegum minn- ingum um stórkostlega konu sem ég var svo heppinn að eiga fyrir ömmu. Hvíl í friði, elsku amma. Þinn Siguijón. Elsku besta amma mín. Nú ert þú farin yfir móðuna miklu í annan heim, þú ert komin til hans afa og nú erað þið loks sameinuð á ný. Það er svo skrítið að hafa þig ekki á meðal okkar lengur. Við sjáum þig ekki lengur í jólaboðunum, bamaaf- mælunum eða í skemmtilegu kaffi- boðunum okkar. I hjarta mínu er mikill söknuður, mér finnst ég hafa misst eina af mínum bestu vinkonum. Elsku amma, manstu hvað var alltaf gaman hjá okkur? Þú hitaðir fyrir okkur spákaffi og spáðir fyrir mig. Þér fannst svo gaman að spá fyrir mig og athuga hvemig strákamálin stæðu. Svo spáðirðu fyrir mér um hann Gumma og þegar hann kom svo í fyrsta skiptið til þín sagðirðu að hann ætti örugglega eftir að verða maðurinn minn. Það var svo gott og hlýlegt að koma til þín. Ef mér leið illa varst þú sú besta tO að láta mér líða betur. Eg nefndi það oft við þig hvað mér liði vel hjá þér. Þá sagðirðu að það væru svo góðir andar í íbúðinni og að hann afi Jón væri alltaf hjá þér. Þú varst alltaf svo góð við okkur öll og vildir allt fyrir okkur gera. Ef þú gast eitthvað hjálpað okkur stóð ekki á þínu. Þú lést okkur bamabömin og barnabamabörnin alltaf finna hversu mjög þér þótti vænt um okkur. Þú vildir alltaf hafa okkur í kringum þig og ef við höfðum ekki komið í þijá daga eða svo varstu búin að hringja og spyija hvort við ætluðum ekki að fara að láta sjá okkur. Ég á svo margar fallegar minning- ar frá því ég var lítil í Bogahlíðinni. Það voru ófáar helgarnar sem ég bað um að fá að gista hjá ykkur afa. Ég vissi alltaf hvað beið mín hjá ykkur. Ég fékk að vaka svo lengi og þú last fyrir mig textann á sjónvarpinu til að ég gæti fylgst með. Afi fór alltaf með mig út í búð og keypti sælgæti í poka til að eiga með bamatímanum. Þið voruð alltaf svo góð við mig. Þegar afi vann á næturvöktum hjá Sjónvarpinu sagðir þú alltaf við mig: „Viltu ekki sofa í afaholu í nótt? Hún er svo hlý, elskan mín.“ Svo þegar ég vaknaði morguninn eftir svaf afi greyið í sóf- anum í stofunni. Það er svo margs að minnast og margs að sakna. Ég geymi allar mín- ar fallegu minningar í hjarta mínu og þær munu aldrei gleymast. Elsku besta amma mín, ég á eftir að sakna þín svo mikið. Þú gerðir svo margt fyrir mig, gafst mér svo margt til að muna eftir og þú kenndir mér svo margt sem á eftir að nýtast mér vel í framtíðinni. Að góðmennsku þinni bý ég alla ævi. Ég veit þér líður vel núna, þú hefur nú öðlast frið og hann afi er kominn til að passa þig. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svoallrisyndéghafhi. (HaUgr.Pét) Guð gefi þér góða nótt, amma mín. Þín Camilla Þóra. Elsku langamma, okkur þótti voða vænt um þig. Við vitum öll að þú ert komin til langafa og þá verðið þið aft- ur saman. Heiður Sunneva og Hera. Elsku besta amma mín, nú ertu búin að kveðja okkur. Ég trúi þessu ekki ennþá. Það er svo stutt síðan þú varst hjá okkur á nýársdag í kaffi og allt virtist í góðu lagi. En veikindin gera ekki alltaf boð á undan sér. Við sátum hjá þér alveg þangað til þú kvaddir okkur. Og ég veit að þú vissir af okkur allan tímann. Það er svo skrýtið að hafa þig ekki héma hjá okkur, þú varst miðpunkturinn hjá okkur. Álltaf svo ánægð að fá mann í heimsókn og alltaf var jafn gott að koma til þín. Þú vildir alltaf hafa fólk í kringum þig. Þú varst svo sjálfbjarga og vildir nær aldrei þiggja neina að- stoð og ég veit að þér fannst erfitt að þiggja frá mér aðstoð þegar þú þurft- ir á að halda. Þú þakkaðir samt alltaf svo mikið fyrir, en ég segi nú eins og þá að það var yndislegt að fá að gefa til baka eftir allt sem þú hafðir gert fyrir mig. Þér fannst alltaf svo gaman ef ég tók bömin með mér og ef þau vora ekki með vildirðu alltaf að ég tæki smágotterí í poka til þeirra frá ömmu Þóra. Þú varst alveg yndisleg manneskja og var tekið eftir þér hvar sem þú komst. Enda alltaf í nýjustu tískunni. Þér fannst alltaf jafn gaman að kaupa föt og varst aldrei í svokölluðum „ömmufötum“. Nei, þú fylgdist vel með öllu og verslaðir í sömu búðum og við ungu stelpumar, enda kom maður oftar en einu sinni að fá lánað hjá þér eitthvað smart. Þegar afi Jón var á lífi leist honum nú ekki alltaf á blikuna, en þú hafðir góð ráð við því, þú geymdir bara nýju flíkina í nokkrar vikur til að geta sagt við afa: „Nei, nei, nei, það er langt síð- an ég keypti þetta.“ En afi þekkti sína og brosti bara. Og hann brosir breitt núna því nú er Þóra hans aftur komin í fang hans. Elsku amma, ég veit þér líður vel núna og ég varðveiti allar perluminni- ngarnar um þig sem era svo margar frá því að ég man eftir mér í Boga- hlíðinni hjá ykkur afa, sumarbústaða- ferðimar á Laugarvatn og allai- þær stundir sem við bamabörnin áttum með ykkur. Elsku amma mín, þín verður svo sárt saknað að orð fá því ekki lýst, en ég veit að þú munt alltaf vaka yfir okkur. Megi Guð vera með þér, elsku hjartans amma mín. Ása Þórsdóttir og fjölskylda. • Fleiri minningargreinar uni Þóru Þórðardóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu dugn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.