Morgunblaðið - 16.01.2000, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 16.01.2000, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 2000 37 + Magnús Friðriks- son fæddist í Reykjavík 26. júlí 1924. Hann lést 5. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Friðrik K. Magnús- son, heildsali í Reykjavík, f. 8. sept- ember 1891 í Kefla- vík, d. 7. ágúst 1971, og kona hans Mar- grét E. Þorsteins- dóttir, húsmóðir, f. 4. febrúar 1896 í Reykjavík, d. 20. mars 1984. Magnús var elstur fjögurra systkina. Bróðir hans var Þorsteinn, f. 25. júlí 1926, d. 14. janúar 1999, og systur hans eru Rannveig, f. 13. janúar 1930, og Guðrún Margrét, f. 27. febrúar 1934. Magnús kvæntist 23. febrúar 1952 Lngu Skarphéðinsdóttur, f. 18. maí 1933 í Reykjavík. Foreldr- ar hennar voru Skarphéðinn Frið- jón Jónsson, sjómaður í Reykjavík, og kona hans Hófmfriður Jónas- dóttir, húsmóðir. Börn Magnúsar og Ingu eru: 1) Skarphéðinn, f. 10. júlí 1952, d. 5. september 1997. Fyrri kona hans var Iris H. Hólm- arsdóttir og eru börn þeirra: a) Linda Rún, f. 29. júní 1979, sam- býlismaður hennar er Þröstur Erl- ingsson og eiga þau soninn Hrafii- kel Þorra, f. 16. október 1997, b) Magnús Birkir, f. 30. júlí 1982, c) Ævar Ingi, f. 1. ágúst 1987, og d) Svoerþvífarið; Sáereftirlifir deyrþeimsemdeyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni mannaerhanssakna. Þeireruhimnamir honumyfir. (Hannes Pét.) Hress og kátur kvaddi hann mig laust fyrir miðnætti laugardaginn 1. janúar, ég á heimleið til útlanda og hann tilbúinn að takast á við nýtt ár- þúsund, kominn með forláta tölvu, með ýmsum góðum leikjum. Eg tók af honum loforð um að þegar við hitt- umst næst, innan skamms, fengi ég að spreyta mig aftur á kappaksturs- leiknum, sameiginlegu áhugamáli okkar, undir öruggri leiðsögn hans, enda ætlaði hann þá að vera búinn að kanna leikinn betur og gefa mér góð ráð. Þannig var Maggi, alltaf reiðu- búinn að liðsinna, ef eftir var leitað, en tranaði sér ekki fram að öðru leyti. En þegar gengið var um fóst- urjörðina, þá vissi hann allt betur en aðrir, öi-uggur á sínu yfirráðasvæði, sem var náttúra landsins, örnefni og fleira. Það eru mínar bestu minning- ar um elskulegan tengdaföður og vin, þegar ég naut leiðsagnar hans um landið. Maggi hafði yndi af ferðalögum og lék á als oddi allt frá undirbúningi slíkra ferða til loka. Hann var haf- sjór af fróðleik og með barnslegan stríðnisglampa í augum þegar hon- um fannst ég ekki nógu vel með á nótunum, því þarna var hann herra alheimsins, utan þéttbýlis, mengun- ar og skvaldurs, tilbúinn að skila því til næstu kynslóða sem hann hafði af innsæi og athygli safnað í sögusarp- inn í gegnum tíðina. Ógleymanlegar ferðir öllum sem nutu nærveru hans um náttúru landsins. En nú er hann allur, horfinn á aðr- ar lendur og ugglaust farinn að vísa nýjum ferðafélögum veginn af ör- yggi og óþreyju. Það eru forréttindi að hafa fengið að kynnast manni eins og Magga. Hann var hógvær, tryggur og heið- arlegur, traustur og ráðagóður og ákaflega heimakær. Gaf sér ávallt tíma til að hlusta og hafði skoðun á hlutunum þegar hann hafði aflað sér nægra upplýsinga. Þá var honum hvergi haggað. Með hægðinni varði hann sannfæringu sína og lét hvergi undan. Fyrirmyndir hans voru kapp- ar fortíðar með svipað lundarfar og Inga Rut, f. 1. febr- úar 1991. Síðari kona Skarphéðins var Anna Björg Við- arsdóttir. 2) Mar- grét, f. 15. nóvember 1953. Eiginmaður hennar er Danief Viðarsson og eru synir þeirra Hjalti, f. 8. nóvember 1979, og Ingvar, f. 16. septem- ber 1983. 3) Friðrik, f. 16. nóvember 1959. Eiginkona hans er Margrét Guðmunds- dóttir og er dóttir þeirra Guðrún, f. 25. janúar 1996, og sonur Mar- grétar er Gísli Vilhjálmur Kon- ráðsson, f. 19. september 1991. 4) Leifur, f. 28. mars 1970. Sambýlis- kona hans er Stella A. Norðfjörð. 5) Sólveig, f. 12. september 1974. Magnús stundaði nám við Mið- bæjarskólann í Reykjavík, Ingi- marsskólann og Ágústarskólann og hóf síðan nám við Menntaskól- ann í Reykjavík. Hann starfaði við heildsölu föður síns, Friðrik Magnússon & Co., frá unga aldri þangað til fyrirtækið var lagt nið- ur um miðjan áttunda áratuginn. Eftir það starfaði Magnús hjá Þór hf. í Reykjavík og siðustu starfsár- in hjá Blikksmiðjunni Smiðshöfða 9. Útfor Magnúsar fer fram frá Neskirkju á morgun, mánudaginn 17. janúar, og hefst athöfnin kiukkan 15. hann sjálfur, fastir fyrir, með skýra og einfalda hugsjón og tæra sál. Maggi var einstaklega handlaginn og útsjónarsamur. Þegar ég leitaði ráða hjá honum, setti hann allt á fullt til að liðsinna, líkama og sál og allan þann tíma sem til þurfti og linnti ekki látum fyrr en búið var að finna farsæla lausn á vandanum. Jafnvel löngu eftir að vandinn var leystur nefndi hann ýmsa fleiri möguleika sem honum hafði dottið í hug síðar. Hann var ekki yfirlýsingaglaður og eina skiptið sem hann taldi ríka ástæðu til að tala við mig einslega var á brúðkaupsdaginn, þegar ég giftist dóttur hans. Þegar veislan stóð sem hæst tók hann mig afsíðis og sagðist bara vilja segja mér að ég hefði fengið bestu eiginkonu sem völ væri á. Svo mörg voru þau orð. Hann hafði rétt fyrir sér að vanda. Maggi þurfti stundum að kljást við mikla sorg, eins og gjaman vill verða hjá fólki sem nær háum aldri. Hann tók áfollum af ró og skynsemi, eftir því sem unnt var. Fyrir ári missti hann bróður sinn, eftir baráttu við Parkinson-sjúkdóminn sem hann glímdi sjálfur við sfðustu árin. En stærsta sorgin skall á fyrir rúmum tveimur árum. Þá missti hann elsta son sinn úr erfiðum sjúkdómi. Það er aldrei hentugur tími til að deyja. En það er í takt við lífsstíl Magga að lífsklukkan skyldi hætta að tifa á þessu augnabliki. Hann vildí aldrei vera neinum byrði, var virki- lega í essinu sínu um þessar mundir og nýbúinn að njóta sérlega ánægju- legrar jólahátíðar með öllum sínum nánustu. Nú að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa átt þess kost að verða samferða um skeið þessum góða og ráðagóða ferðafé- laga um lífsins óræða stíg. Megi minningin um hann ylja eftirlifandi eiginkonu, bömum og öðru vensla- fólki um hjartarætur og verða okkur vegvísir um ókomin ár. Blessuð sé minning hans Daníel Viðarsson. „Nú er hann afi Magnús dáinn.“ Það er ekki auðvelt að færa börnun- um sínum slíka frétt þegar fyrirvar- inn er enginn. Þegar þau hittu hann daginn áður var hann sjálfum sér lík- urog hinir fullorðnu eiga líka erfitt með að taka því að fá enga viðvörun, þeim gat ekki dottið í hug að kveðjan um daginn væri sú síðasta. Það yljar þeim þó að jólin færðu fjölskyldunni margar góðar stundir. Þá er ekki síð- ur gott að hugsa til einstaks fjöl- skylduferðalags síðsumars þegar haldið var á slóðir forfeðra hans sem hann hafði svo lengi dreymt um að heimsækja. Magnús, tengdafaðir minn, var ekki gamall maður, margur fær not- ið lífsins lengur en til 75 ára aldurs. Hinn illvígi Parkinson-sjúkdómur sem á hann lagðist fyrir nokkrum ár- um, hafði þó skert krafta hans mjög. Skyndilegt fráfall hans nú er sárt en þó kviknar fljótlega sú hugsun að þetta hafi ekki verið það versta sem gat gerst; engum manni skyldi mað- ur óska þess að verða lifandi fangi eigin líkama. I ferðalagi á Lónsöræfi síðastliðið sumar naut hann sín. Það var eins og honum ykist þrek úti í íslenskri nátt- úru, sem hann unni svo mjög, í stór- brotnu landslagi þar sem hann fann að hann átti rætur. Þama, sem oftar, sá maður þær djúpu tilfinningar sem bjuggu í þess- um dula manni. Þær bar hann ekki á torg heldur huldi þær bak við hæg- læti, fámæli og hógværð. Á tímum sorgarinnar þegar Skarphéðinn, elsti sonur þeirra hjóna, lést mátti sjá sært hjartað slá þó að orðin væru færri. Þegar bamabömin birtust leyndi væntumþykjan sér heldur ekki þó að ekki væri hún færð í orð- skrúð. Vegna þverrandi heilsu gat hann ekki gert fyrir þau allt það sem hann gerði fyrir sín böm, sem hann var mikill félagi. En ég sá hvemig æskudagar Reylgavíkurdrengs rifj- uðust upp þegar Vilhjálmur, sonur minn, fékk nýtt hjól og Magnús sá til þess að ekki vantaði á það nokkum þann aukabúnað sem sjö ára strák- um þykir til um. Samskipti og sam- band þeirra Guðrúnar var sérstakt. Hún var hjá þeim í gæslu dag hvem um tveggja ára skeið. Iðulega þegar ég kom og sótti hana sátu þau saman við kaffiborðið, hann við endann og hún á hominu, og gæddu sér á sam- eiginlegu uppáhaldi, rjóma. Hann lét sér vel líka þegar hún, smábamið, studdi við skjálfandi hönd hans til að hjálpa honum og kímdi þegar hún hristi rauða stútglasið sitt til að gera nú örugglega allt eins og afi. Hún „Gunna mín“ mátti allt. í framtíðinni er það hlutverk okk- ar foreldranna að fylla upp í skörðin í minningum bamanna og segja þeim frá því sem hann gerði fyrir þau, hvernig maður hann var og hve vænt honum þótti um þau. Þeir fullorðnu em svo lánsamir að muna sjálfir. Kæra fjölskylda, það er alltaf sárt að missa hluta af lífi sínu, eiginmann, föður, tengdafóður, afa. Þó að erfitt sé að trúa því núna verða góðu minn- ingarnar missinum yfirsterkari þeg- ar fram líða stundir. Ég kveð hann með þakklæti fyrir þær minningar. Margrét Guðmundsdóttir. + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, RAGNAR MAGNÚSSON fyrrverandi hafnarvörður, Víðihlíð, Grindavík, sem lést 14. janúar, verður jarösunginn frá Grindavíkurkirkju miðvikudaginn 19. janúar kl. 14.00. Jón Ragnarsson, Kristín Thorstensen, Gestur Ragnarsson, Jóhanna Garðarsdóttir, Ragnheiður Ragnarsdóttir, 'Olína Ragnarsdóttir og fjölskyldur. MAGNUS FRIÐRIKSSON + Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur okkar, tengdasonur, bróðir og mágur, EINAR MAGNÚSSON viðskiptafræðingur, Fálkagötu 23a, Reykjavík, sem lést fimmtudaginn 6. janúar, verður jarð- sunginn frá Áskirkju þriðjudaginn 18. janúar, kl. 13.30. Stefanía María Júlíusdóttir, Davíð Einarsson, Magnús Ásmundsson, Hrefna B. Einarsdóttir, Snorri Jónsson, Lína Karlsdóttir, Ásmundur Magnússon, Auður Magnúsdóttir, Halldór Kristiansen. + Okkar kæri sonur, bróðir og frændi, SIGFÚS HERMANN FINNBOGASON, Drápuhlíð 33, Reykjavík, lést í umferðarslysi í Danmörku þriðjudaginn 21. desember. Jarðsungið var frá Háteigskirkju þriðjudaginn 4. janúar. Innilegar þakkir til allra þeirra ættingja og vina sem auðsýndu okkur samúð og vinartiug í sorg okkar. Sérstakar þakkir til sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur fyrir aðstoð hennar og hjartahlýju. Sigurbjörg J. Sigfúsdóttir, Finnbogi G. Jónsson, Jóhanna Finnbogadóttir, Birgir K. Finnbogason og synir. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, ELÍN G. JÓHANNESDÓTTIR, Aflagranda 40, Reykjavík, verður jarðsungin frá Neskirkju þriðjudaginn 18. janúar kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Styrktarfélag krabbameinssjúkra bama. Þóra Björg Guðmundsdóttir, Skúli Guðbrandsson, Jóhanna B. Guðmundsdóttir, Albert B. Ágústsson, Einar Leifur Guðmundsson, Guðrún Bjömsdóttir, Ólöf Guðmundsdóttir, Þórður Ásgeirsson og ömmuböm. + Bróðir okkar og frændi, AXEL H. MAGNÚSSON, Bjargarstíg 14, Reykjavík, sem andaðist á elliheimilinu Grund laugar- daginn 8. janúar, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju mánudaginn 17. janúar kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, systkini og frændfólk. + Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, BJARNI STEFÁN ÓSKARSSON byggingafulltrúi, Borgarheiði 33, Hveragerði, sem lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur fimmtu- daginn 13. janúar, verður jarðsunginn frá Hveragerðiskirkju laugardaginn 22. janúar kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á líknarstofnanir. Svava Gunnlaugsdóttir, Hildur Bjamadóttir, Bjami Thors, Kristín Bjarnadóttir, Jón R. Rósant, Ragnar Bjarnason, Steinunn Hallgrímsdóttir, Gunnlaugur Bjarnason, Sólveig Jensdóttir, Erlingur Bjarnason, Lykke Bjerre Larsen, Bjami Ásmundsson, Margrét Friðriksdóttir, barnabörn, barnabamabörn, systkini og aðrir aðstandendur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.