Morgunblaðið - 16.01.2000, Síða 48
48 SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
->»
Grettir
JÆJA, SRETTTR
HERNA KEMUR BANSSINN
Ferdinand
The doq wasn’t happy
the way thinqs were
goinq ín the family.
“The next timethere's
an electíon,”he thouqht,
"Hl run for Head of
the Famíly,"
©
Unfortunately, when
the election was held,
he only qot one vote.
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Hvað býr
í nyju an:
Frá Guðvarði Jónssyni:
HVAÐ hið nýja ár ber í skauti sér
fyrir mannkynið er hulið móðu
framtíðar. Við skulum samt vona
að ofarlega á lista verði mannúð og
réttlæti. Þessir þættir hafa verið
að færast út í jaðra hjá
stjórnsýslufulltrúum þjóðfélaga og
auðhyggjuhagsmunir yfirgangs-
hópa að tryggja sér sess í öndvegi.
Þessu er aðeins hægt að breyta
með kosningavaldi, sem túlkar
skýr skilaboð kjósenda til þing-
manna. Ör skipti í forustu er heild-
arhagsmunum almennings hag-
kvæmust, því það hvetur þingmenn
frekar til heildar hagsmunagæslu, í
von um gott fylgi. íhaldssemi á
forustu, hvort heldur hún er til
hægri eða vinstri, eykur hættu á
stefnustöðnun.
Á þeirri öld sem er að ljúka, eða
er lokið, hefur orðið stökkbreyting
á þróun menntunar og tækni, sem
hefði átt að geta nýst landsmönn-
um almennt til velsældar. Þróunin
hefur aftur á móti orðið sú að meiri
fjármunir streyma í gegnum þjóð-
félagið, en misréttið og yfirgangur
þeirra sem best eru settir marg-
faldast og hagvöxtur þjóðfélagsins
rennur allur í vasa auðugra og vel
það, með leyfi hagsmunagæslu-
manna þjóðfélagsins. Það athyglis-
verðasta við þetta er, að skoðana-
kannanir sýna að svona misrétti
höfðar vel til meirihluta þjóðarinn-
ar.
Enn erum við að glíma við sömu
vandamálin og voru í lok 19. aldar
og í upphafi þeirrar 20. Þá voru
bankar í Evrópu hræddir við þá
þróun sem varð þegar tækniþróun
olli því að framleiðsla varð meiri en
eftirspurn. Afleiðingin varð sam-
runi fyrirtækja sem átti að leiða til
hagkvæmni í rekstri og verðþróun.
Sumar þessar samsteypur urðu all-
stórar, t.d. samsteypa kolafram-
leiðenda í Rínarlöndum og West-
falen, sem réðu yfir um helmingi
kolaframleiðslu í landinu 1893 og
Stálsamsteypan frá 1904 („Stahl-
verband") réð nærri öllum
stálmarkaðnuum. Þannig var fjöldi
fyrirtækja sameinaður en fæst
þeirra höfðu árangur sem erfiði og
heilræði fjármálamanna komu ekki
í veg fyrir það að 20. öldin sigldi
inn í heimskreppuna miklu 1929. I
Bandaríkjunum mynduðust auð-
hringar sem réðu yfir um 40% af
öllu fjármagni í bandarískum iðn-
aði 1904 og þóttu forustumenn
þeirra beita nokkuð hrottalegum
aðferðum til að koma keppinautum
á kné. Ekki varð þetta bandarísk-
um efnahag til framdráttar.
Nú erum við að búa til samskon-
ar samsteypur fyrirtækja og fjár-
magnsstofnana, en ekkert bendir
til þess að samsteypurisar séu
þjóðfélagslega hagkvæmari nú en
þeir voru þá. Svona samsteypur
nærast á því að éta upp keppinauta
og þegar því er lokið, éta þær
sjálfar sig upp innan frá. Því gæti
uppstokkun okkar nú verið upp-
hafið að kreppunni miklu á þriðja
áratug aldarinnar.
I upphafi 20. aldar hvöttu lækna-
samtök í Bretlandi og víðar til þess
að konur væru meira heima hjá
börnum sínum, því það bætti
heilsufar þeirra og minnkaði
barnadauða. Einnig töldu margir
að heimavinna kvenna væri þjóðfé-
lagslega hagkvæm. Á þessum tíma
var líka farið að tala um hugtakið
„fjölskyldulaun" fyrir heimavinn-
andi konur. I þessu máli erum við
enn á sama punktinum. Árið 1926
fóru öryrkjar í kröfugöngu við Sig-
urbogann í París, til þess að krefj-
ast hærri bóta. Hlutfallslega er
staða öryrkja svipuð í dag.
Á síðasta áratug 19. aldar fóru
kjör verkafólks versnandi, atvinna
minnkaði, húsaleiga hækkaði og at-
vinnurekendur vildu ekkert fyrir
þetta fólk gera. Þeir töldu að slæm
kjör þess stöfuðu af gölluðu upp-
lagi. Við erum alveg á sama punkt-
inum í dag, afstaða atvinnurekenda
og ríkisvalds til þessa fólks, sem
verst er sett fjárhagslega, er ná-
kvæmlega sú sama og hún var hjá
atvinnurekendum fyrir um 100 ár-
um. Þó svo að bæði atvinnurekend-
ur og ríkisvald gæti þess vandlega
að kjör þessa fólks geti ekki batn-
að. Samt er þess krafist af þessum
hóp að hann viðhaldi stöðugleika í
þjóðfélaginu. En þess er ekki kraf-
ist af þeim hóp sem betur má sín
og fær laun sín bætt langt fram úr
skynsemismörkum og er aðal-
þensluvaldurinn á launamarkaði og
verðlagi í þjóðfélaginu.
Aðalvandi nýrrar aldar held ég
að muni verða sá að geta spilað
rétt úr menntun og tækni. Báðir
þessir þættir gætu verið mannkyni
til hagsældar, en ef ekki verður
rétt úr valdi þeirra spilað, gætu
þeir leitt hörmungar yfir mann-
kynið. Rétt er líka að hafa gætur á
því að menntun er að verða al-
mennt mjög sérhæfð, sem gæti
valdið þrengri sjóndeildarhring, þó
sumum finnist það kannski bros-
legt. Stjórnsýslufulltrúar eru að
verða eingöngu sérmenntaðir
menn og alþingismenn sérmennt-
aðir yfirstéttarmenn. Það gæti
valdið því að stjórnsýsla miðaðist í
framtíðinni meira en nú er við sér-
hagsmuni auðugra, á kostnað ann-
arra sem lægra eru settir.
GUÐVARÐUR JÓNSSON,
Hamrabergi 5, Reykjavík.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
vAÚmbl.is
Hundurinn var ekki sáttur við
hvernig hlutirnir gengu fyrir
sig í fjölskyldunni.
„í næstu kosningum", hugsaði hann,
„ætla ég að bjóða mig fram sem
höfuð fjölskyldunnar".
En til allrar óhamingju þá fékk
hann aðeins eitt atkvæði upp
úr kjörkassunum.
Fréttir á Netinu