Morgunblaðið - 16.01.2000, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ
I DAG
SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 2000 51
BRIDS
Hmsjón Ouðniunilur
l’áll Arnarson
Það skal fúslega viðurkennt
að öldin er ung, en eigi að
síður er hér spil sem gæti
með tímanum orðið að
“svíningu aldarinnar”. Þetta
var í fyrstu umferð Reykja-
víkurmótsins á þriðjudag-
inn og í sæti sagnhafa var
Erlendui' Jónsson:
Norður gefur;
AV á hættu (áttum snúið).
Norður
A 832
V K98
♦ D106
*KD32
Austur
A D1094
V 10632
♦ G84
* 65
Suður
AKG65
VG
♦ ÁK952
*Á107
Vestur Norður Austur Suður
- Pass Pass 1 tígull
lhjarta Dobl* Pass 4 spaðar
Pass Pass Pass
Vestur
AÁ7
VÁD764
♦ 73
*G984
Neikvætt dobl og “lofar”
fjórlit í spaða”.
Þrjú grönd eru borð-
leggjandi svo Erlendur var
ekki mjög ánægður þegar
blindur birtist með áttuna
þriðju í spaða. En það varð
að spila spilið. Vestur kom
út með smátt lauf og eftir
djúga stund drap Erlendur
í blindum á kóng og spilaði
út spaðaáttu! Austur var í
stöðunni “hik er sama og
tap” og setti fjarkann. Er-
lendur lét lítið heima og það
kostaði ásinn. Þar með
þurfti ekki að hafa frekari
áhyggjur af spiiinu: Vestur
hélt áfram með laufíð, en
Erlendur drap í borði og
svínaði spaðagosa. Spilaði
svo tígli fram á nótt. Vömin
fékk aðeins tvo slagi á
tromp og einn á hjartaás.
Austur gaf spilið auðvit-
að með því að leggja ekki á
trompáttuna, svo það er
ekki alltaf rétt að hik sé
sama og tap. En austur á
alla samúð dálkahöfundar,
því þetta er ekki beinlínis
“þekkt staða”.
MORGUNBLAÐIÐ
birtir tilkynningar um
afmæli, brúðkaup, ætt-
armót og fleira lesend-
um sínum að kostnað-
arlausu. Tilkynningar
þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara
virka daga og þriggja
daga fyrirvara fyrir
sunnudagsblað. Sam-
þykki afmælisbarns
þarf að fylgja afmæl-
istilkynningum og/
eða nafn ábyrgðar-
manns og símanúmer.
Fólk getur hringt í
síma 569-1100, sent í
bréfsíma 569-1329, eða
sent á netfangið ritstj
@mbl.is.
Einning er hægt að
skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1,103
Reykjavík
Arnað heilla
O A ÁRA afmæli. í dag,
O vl sunnudaginn 16.
janúar, verður áttræð Þor-
björg Guðmundsdóttir,
Drápuhlíð 21, Reykjavík.
Eiginmaður Þorbjargar
var Ingvar Axelsson en
hann léstl994.
n pT ÁRA afmæli. Á
I Omorgun, mánudag-
inn 17. janúar, verður sjö-
tíu og fimm ára Theódór
Halldórsson, Langagerði
3, Reylqavík. Theódór er
að heiman.
SKAK
I msjón llelgi Áss
Grctarson
Svartur á leik.
ÞRÁTT fyrir að Ítalía hafi
aldrei haft á að skipa sterku
skáklandsliði er gríðarlegur
fjöldi alþjóðlegra móta hald-
inn þar. Þessi staða kom upp
um áramótin í þekktasta
mótinu þar, Reggio Emilia,
á milli Rússans Solozhenkin
og heimamannsins Vezzosi,
sem tókst með næsta leik að
þvinga andstæðinginn til
uppgjafar. 33...Rf4! 0-1
Óli! Geturðu ekki lánað
mér frímerkjasafnið þitt í
smástund?
Hefur einhver séð Pétur
eftir að við samþykktum
að hafa sveigjanlegan
vinnutíma?
Við ætlum inn til mín að leika með óbrjótanlegu
dúkkuna.
UOÐABROT
ÁLFAR
Þeir ganga um haustskóg
í heiðrökkri bláu
á hvítri mjöll,
handan við daginn
og dulheima nætui'
að Dísahöll,
burtu úr mannheim
og myrkviði dalsins
á Mánafjöll.
En fylgdu þeim varlega.
Úr álfheimum enginn
aftur fer.
Ef gistirðu Mánafjöll,
dýrkarðu drauminn,
sem drottnar hér.
Og yrkir um líf,
sem var öðrum gefið
en ekki þér.
GunnarDal.
STJÖRNUSPÁ
eftir Frances Drake
STEINGEITIN
Afmælisbam dagsins:
Þau ert traustur og tryggur
og kemst þitt, þótt einhverj-
um fínnist ekki mikið til
um tilþrifín
Hrútur
(21. mars -19. apríl)
Það sparar tíma að tala hreint
út um hlutina og þá þarftu að
temja þér að vera gagnorður.
Að öðrum kosti áttu á hættu
að hlutirnirdrukkni í málæði.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Það fer þér ekki að láta dæl-
una ganga í tíma og ótíma. Þú
þarft ekld að sýnast fyrir
neinum. Haltu þig við það að
fæst orð bera minnsta ábyrgð.
Tvíburar
(21.maí-20.júní)
Nú reynir meira á hug-
kvæmni þína heldur en ein-
föld afköst. Þeir eru margir,
sem geta unnið störfin, en að-
eins þú getur lagt fram hug-
myndir, sem duga.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú ert uppfullur af hugmynd-
um og fleiri streyma að þér úr
öllum áttum. Aðalatriðið er að
þú komir skikki á hlutina og
leysir þá svo einn af öðrum.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst) m
Leitaðu eftir aðstoð til a leysa
verkefni þitt. Betur sjá augu
en auga og margar hendur
inna létt verk. Mundu að vera
tíl, þegar til þin er leitað.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.) (SlL
Hver er sinnar gæfu smiður
svo þú skalt ekki reyna að af-
saka þig með vísan til ann-
arra. Þú átt alltaf valið, hvað
svo sem aðrir leggja til mál-
anna.
(23. sept. - 22. október) >W>
Það er eitt og annað sem er að
vefjast fyrir þér þessa dag-
ana. Reyndu ekki að byrgja
hlutina inni, heldur ræddu
málin við þann/þá sem þú
treystir.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Það er engin ástæða til þess
að leiða það hjá sér að þú hef-
ur uppgötvað misferli hjá
samstarfsmanni þínum.
Segðu hug þinn undanbragða-
laust.
Bogmaður m/^
(22. nóv. - 21. des.) mUÍ
Láttu það ekki á þig fá, þótt
þér finnist undirtektir ann-
arra við hugmyndir þínar í
daufara lagi. Haltu þínu striki
ótrauður. Hinir sjá að sér!
Steingeit
(22. des. -19. janúar)
Nú verður ekki undan því vik-
izt að taka forystuna og koma
ákveðnu verkefni í höfn.
Haltu ótrauður áfram og þú
munt uppskera laun erfiðis
þíns.
Vatnsberi
(20. jan.r-18. febr.) ZSk
Raunveruleikinn er hér og nú,
en hvorki í draumheimi né
handan hornsins. Þótt gott sé
að láta sig dreyma skaltu hafa
báðar fætur á jörðinni.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars)
Það er í mörg horn að líta og
þér finnst stundum þú ekki
komast yfir allt saman. En
það eina sem þú þarft að gera
er að skipuleggjahlutina.
Stjörnuspána á að Iesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Barnaskóútsala
Opið frá kl. 12 til 18 smáskór v/Fákafen
Sérstæðar gjafavörur í úrvali
Opið virka daga 11-18
Lau. kl. 11—16
I I Bæjarlind 3, Kóp.
» W Sími 564 6880
Blanco y]
Negro ^
Skólavörðustíg 21a,
101 Reykjavík
Sími/fax 552 1220
Netfang: blanco@itn.is
Veffang: www.blanco.ehf.is
UTSALAN
hefst á morgun.
10-70% afsláttur
Póstsendum um allt land.
BRIDSSKÓLINN
Námskeið á vorönn
Byrjendur: Hefst 24. janúar og stendur yfir
í 10 mánudagskvöld frá kl. 20-23.
Framhald: Hefst 26. janúar og stendur yfir í
10 miðvikudagskvöld frá kl. 20-23.
Á byrjendanámskeiðinu eru sagnir helsta viðfangsefnið, enda spila-
mennskan mest þjálfuð fyrst í stað. Þegar upp er staðið kunna nemendur
grundvallareglurnar í Standard-sagnkerfinu og eru orðnir vel spilahæfir.
Á framhaldsnámskeiðinu er jafnframt lögð mikil áhersla á varnarsam-
starfið og spilamennsku sagnhafa. Það hentar fólki, sem hefur nokkra
spilareynslu, en vill taka stórstígum framförum.
Kennslugögn fylgja báðum námskeiðum og ekki er nauðsynlegt að hafa
með sér spilafélaga.
Nánari uppl. og innritun í síma 564 4247 milli kl. 13 og 18 daglega.
Bæði námskeiðin eru haldin í húsnæði Bridssambands
íslands, Þönglabakka 1 í Mjódd, þriðju hæð.
ÚTSALA
50% afsl.
af skóm og
hlaupafatnaði.
Góð merki:
NIKE • Adidas • Reebok • Asics
Brooks • Puma • Saucony • New
Balance • Fila • Mizuno • LA. Gear
Finn Comfort • Fet sandalar
STOÐTÆKM
Sérverslun
hlauparans
^STOÐ^EKM
Kringlunni 8-12, - Uppsalir 3. h. - S. 581 4711