Morgunblaðið - 16.01.2000, Page 58
SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 2000
FOLKI FRETTUM
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENDAR
Oddný Þóra Logaddttir,
þrettán ára,
fjallar um samnefndan disk
hljómsveitarinnar Westlife.
★ ★'/2
Róleg lög frá
Irlandi
Silfruð
brúður
Á TÍSKUSÝNINGU í Póllandi á
dögunum sýndi tískuhönnuðurinn
Ewa Minge þennan silfraða brúðar-
kjól sem vakti að vonum mikla at-
hygli. Yfirleitt hefur hvítt verið tal-
ið litur brúðarinnar, þótt einnig
hafi heyrst að hafi brúðurin eignast
barn fyrir giftingu sé fremur við
hæfi að klæðast Ijósbláu. En
kannski verða brúðir framtíðarinn-
ar silfraðar frá toppi til táar. Það er
í það minnsta sýn hinnar pólsku
Ewa Minge.
í HLJÓMSVEITINNI Westlife
eru fimm strákar þeir Bryan,
Mark og Kian sem allir eru tvítug-
ir, Nicky sem er 22 ára og Shane
sem er 21 árs. Hljómsveitin hét
fyrst Westside því þrír hljóm-
sveitameðlima eru frá vesturhluta
Irlands en strákarnir koma allir
frá Irlandi. Westlife er fyrsti disk-
ur hljómsveitarinnar en einnig er
hægt að fá mörg lögin á smáskífu.
Róleg og keimlík lög
Diskurinn inniheldur sautján lög.
Umslagið er mjög flott, það er
blátt og hvítt með andlitsmyndum
af þeim öllum en margar popp-
hljómsveitir, þar með talið Skíta-
mórall og Land og synir, hafa gefið
út plötur nýlega með umslagi sem
er með bláum lit. Greinilega vin-
sælt.
Tónlist disksins í heild er ágæt
en lögin eru öll mjög lík og flest
eru þau róleg og maður ruglar
þeim svolítið saman þess vegna.
Segja má að strákarnir séu svo
sem ekki að gera neitt nýtt.
Skemmtilegustu lögin finnst mér
vera If I let you go, Seasons in the
sun, Miss you og What I want is
what íve got. Förum aðeins yfir
lögin.
If I let you go er frekar rólegt
með venjulegu undirspili. Seasons
in the sun er rólegt með mjög
flottu undirspili og viðlagi. Miss
you er líka rólegt, eins og hin, með
góðu undirspili og einstaka orð eru
bergmáluð, það finnst mér flott.
What I want is what íve got er
með venjulegu undirspili, góðum
takti og mjög flott sungið. Einnig
finnst mér lagið Try again áhuga-
vert með góðu undirspili. Mér
finnst leiðinlegustu lögin vera We
are one og Cant lose what you
never had. Mér finnst einhvern
veginn svo leiðinlegt hvernig þeir
syngja lagið We are one, undirspil-
ið er heldur ekkert sérstaklega
skemmtilegt. Lagið Cant lost what
you never had hefur eitthvað svo
leiðinlegt undirspil finnst mér og
svo lélegar bakraddir.
Þægileg tónlist
Eins og ég sagði áður eru flest
lögin mjög róleg og eiginlega eina
lagið sem er fjörugt er No no en
mér finnst það ekkert svo
skemmtilegt. Þeir ættu að halda
sig við að gera róleg lög ef No no
er dæmi um hvernig þeir vilja gera
fjörug lög!
Lögin sem ég hafði heyrt áður í
útvarpi og annars staðar áður en
ég fékk diskinn í hendur eru Swear
it again, If I let you go og Flying
without wings en það eru einmitt
fyrstu 3 lögin á disknum sem er
svolítið fyndin tilviljun. Swear it
again er rólegt og mér finnst það
allt í lagi en ég er nú orðin frekar
leið á því, það er búið að spila það
svo rosalega oft í útvarpinu. Lagið
Flying without wings er rólegt og
það er mjög þægilegt að hlusta á
það. Seasons in the sun er gamalt
og greinilega sígilt lag og það eru
örugglega margir sem þekkja það
frá fyrri tíð.
í heildina er þetta góður diskur
og þægilegt að hlusta á hann. Tón-
listin á disknum er aðallega fyrir
stelpur mundi ég segja, því þeir
spila aðalega róleg og væmin lög
sem strákar vilja ekki hlusta á.
mbl.is
__ALL.TAf= eiTTH\SA£> A/ÝTT
Tilbod
Ódýrt til Lomdoin Flug alla þriðjudaga, lágmarksdvöl 7 dagar og hámark 1 mánuður. 19.270kr. m. flugvallarskatti
Ódýrt til Mílamó 32.21 Okr m. flugvallarskatti
Ódýrt til MCimclnem 32.51 Okr m. flugvallarskatti
Ódýrt til Zuricln 32.330kr. m. flugvallarskatti
Ódýrt til Bologma 32.21 Okr m. flugvallarskatti
Ódýrt fargjald með Flugleiðum og SAS á skíðasvæðin.
Lágmarksdvöl 7 dagar og hámark 14 dagar, bókunarfyrirvari 7 dagar.
Lo
27150
Innifalið: Kvöldflug, gisting í 2 nætur á Forte
Posthouse, morgunverður og flugvallarskattar*
*Morgunflug kostar 1.000 kr. aukalega á mann.
kr.
á mann
í tvíhýli
frá
m
kr.
á mann
í tvíbýli
Pa
Innifalið: Flug, gisting í 3 nætur á Radisson SAS
Hotel, morgunverður og flugvallarskattar.
29990'
Innifalið: Flug, gisting í 3 nætur á Home Plazza
Bastille, morgunverður og flugvallarskattar.
á mann
í tvibýli
Innifalið: Flug, gisting í 2 nætur á Forte Posthouse
Glasgow, morgunverður og flugvallarskattar.
FERÐIR
Faxafeni 5 • 108 Reykjavík • Sími 535 2100 • Fax 535 2110
Netfang plusf@plusferdir.is • Veffang www.plusferdir.is
Slgtl&ur Bclntelnsdðttfr
r 5rr rrri^p?íTTr[rnrR
me3 AAariu og Síggu Beínfeíns
Fyrír 5-12 og 15-17 ára. Ra3að i fiðpa eftír aldri. mest 5 i f]óp.
SungiS er í hljóðnema með undirspili úr
Grease, Bucy Malone, Flikk Flakk, Barnabros,
Barnaborg, Hryllingsbúðinni og Jabadabadú.
Yfir 100 önnur lög fyrir eldri hópana.
Síðasti tíminn er upptaka í hljóðveri.
AUir fó sinn söng með heim.
Nömsketðrð «r 1 klst., etrru stnrv í vifcu t 8 viku» og fer fron
t Félogsmiðstoðinm Töncfcce. Námsfcetðð hefst 22. j'anúar
Skránrng i simo 565 4-464 og 897 7922
Altir fara á skró hjö okkur og munum vtð veijo nemendur
i vatnSanbg verkefnr