Morgunblaðið - 12.02.2000, Síða 4

Morgunblaðið - 12.02.2000, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Golli Frá undirritun samningsins í gær. Jeffrey C. Clift, forstjóri bandaríska hugbúnaðarfyrirtækisins Radixx (t.v.) og Jón Karl Olafsson, fram- kvæmdastjóri Flugfélags íslands. FI boðar gjörbyltinjyu í farsölukerfí Unnt að bóka og greiða ferðir á Netinu FLUGFÉLAG íslands mun hætta með öllu að gefa út farmiða, þegar tekið verður í notkun nýtt farsölu- kerfi þjá fyrirtækinu 25. mars næst- komandi. I framtíðinni fá farþegar því ekki farmiða eins og tíðkast hef- ur, heldur þurfa þeir ekki annað en að hringja í flugfélagið til að fá bók- unamúmer. Brottfararspjald er síð- an afhent á flugvellinum áður en gengið er um borð í vél. Farþegar geta einnig bókað og greitt ferðir sínar á Netinu og fengið tafarlausa staðfestingu á því hvort sæti séu laus. Farþeginn prentar síð- an út kvittun fyrir greiðslu, mætir á flugvöllinn, fær brottfararspjald og gengur um borð í vél sína. Farsölukerfið sem kallast MultiR- es tengir saman bókunarkerfi, bók- hald, farskrár og önnur undirkerfí, sem Ieysir af hólmi hefðbundna farmiðaútgáfu og segir Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri Flug- félags íslands, að nýja kerfið muni gjörbylta farsölu félagsins enda sé mikill tímasparnaður að þvf, bæði fyrir farþega og ekki sfður starfs- fólk. Jón Karl og Jeffrey C. Clift, for- stjóri bandaríska hugbúnaðarfyrir- tækisins Radixx, sem hannar farsöl- ukerfíð, undirrituðu samning um sölu og uppsetningu kerfisins í gær. Gert er ráð fyrir að Flugfélag Is- lands lækki rekstrarkostnað sinn um 50 miHjónir á ári með tilkomu kerfis- ins sem einfaldar til muna aðgengj viðskiptavina að flugfélaginu að sögn Jón Karls. Nýtt skip Samherja sjósett í Póllandi NÝTT skip Samherja hf. á Akur- eyri var sjósett í Gdansk í Póllandi í gær en ráðgert er að skipið fari til Noregs um miðjan mars þar sem lokið verður við smíðina. Nafn skipsins verður Vilhelm Þorsteins- son EA 11 en því hefur þó enn ekki verið gefið nafn með form- legum hætti og verður það gert síðar, að sögn Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Sam- herja. Þetta er annað nýsmíðaskip félagsins en hitt er aflaskipið Baldvin Þorsteinsson EA. Þorsteinn Már sagði að skipið, sem er tæplega 80 metrar að lengd, yrði útbúið til botnfiskveiða, flotvörpuveiða og nótaveiða og mun það bera um 2.500 tonn af loðnu, eða um 600 tonn af frystum fiski. Lokafrágangur í Noregi Skrokkur og yfirbygging skips- ins var smíðuð í Northern Ship- yard í Gdansk og var hafist handa við verkið í fyrra. Að sögn Þor- steins Más er það um tveimur og hálfum mánuði á eftir áætlun af ýmsum ástæðum. Hann sagði ráð- gert að ljúka smíðinni í sumar og að skipið komi heim til íslands í ágúst nk. Aðalvélin er komin um borð og stýrishúsið verður híft á skipið í dag laugardag. Skipið verður dregið til Noregs, þar sem loka- frágangur fer fram í Kleven Mek værksted i Ulsteinvík. Eftir er m.a. niðursetning á aðalvél, tækj- um og vinnslubúnaði, innrétting skipsins og fleira. Nýtt og glæsilegt skip Samheija komið á flot við skipasmfðastöðina í Gdansk í Póllandi. Anna Kristjánsdóttir, ekkja Vilhelms Þorsteinssonar, með börnum sín- um Kristjáni og Valgerði Vilhelmsbörnum við nýja skipið. Flugfélagið Jökull kynnir áform um flugrekstur Hugmynd um flug frá Reykjavík og Egilsstöðum til Luxemborgar Egilsstöðum - Morgunblaðið. FLUGFÉLAGIÐ Jökull, sem er áhugamannafélag á Egilsstöðum, hefur hafið könnun á möguleikum þess að taka á leigu 75 manna þotu og hefja áætlunarflug frá Egilsstaða- flugvelli til Reykjavíkur og annarra landa. Stefnt er að því að starfsemin hefjist vorið 2001. Áhugamannahópurinn varð til í kringum áhuga manna á að nýta flug- völlinn á Egilsstöðum meira en gert hefur verið og fjölga ferðafólki, að sögn Hjálmars Kristinssonar, tals- manns félagsins. Hugmyndin er að taka á leigu Fokker 100-vél, 75 manna þotu sem er um 30 mínútur að fljúga milli Egilsstaða og Reykjavík- ur, eða helmingi fljótari en til dæmis Fokker 50. Farið yrði á morgnana til Reykjavikur og þaðan til flugvallar í Evrópu með millilendingu á Egils- stöðum. Að sögn Hjálmars er sér- staklega litið til flugs til Lúxemborg- ar enda telur hann aðstæður til þess góðar. Að loknu millilandafluginu yrði aftur farið til Reykjavíkur og endað á Egilsstöðum. Hjálmar telur unnt að nýta vélina einnig til tveggja fluga til Evrópu á nóttunni. Er verið að finna vélinni verkefni fyrir frakt. BÓK1% Verð áður: 2.990 kr. Fitusnauðar kræsingar Ríkutega myndskreytt bók sem geymir rúmlega 150 uppskriftir að Ijúffengum, fitusnauðum réttum. Upplýsingar um næringargildi fylgja hverri uppskrift. MAI O0 monnlng I malogmonnlng.lt I Þá yrði henni flogið utan að kvöldi á flugvöll sem hentaði vel fyrir frakt til og frá Austurlandi. Að sögn Hjálm- ars er ekki síst litið til útflutnings á ferskum flökum í því sambandi og segir hann að það gæti orðið mikil lyftistöng fyrir sjávarútvegsfyrir- tæki í fjórðungnum. Félagið hyggst ná samstarfl við er- lendan aðila um rekstur flugvélarinn- ar fyrst í stað og jafnframt þessum þreifingum er verið að kanna kosti þess að kaupa og reka 50-90 manna þotu, til að sinna flugi á aðra flugvelli. Félagið er að vinna með stórri ferða- skrifstofu um að koma á fimm ferðum héðan í sumar í samvinnu við flugfél- ög. Draumurinn er að unnt verði að tengja flugið einnig vestur um haf. Hjálmar leggur áherslu á að það vaki fyrst og fremst fyrir aðstandendum Jökuls að opna fjórðunginn með því að nýta betur þá góðu aðstöðu sem fyrir hendi er á flugvellinum á Egils- stöðum og efla ferðaþjónustuna með beinum innflutningi ferðafólks. Segir hann gífurleg tækifæri felast í þessu og það komi meðal annars fram í þeim góðu viðbrögðum sem fengist hefðu við hugmyndum félagsins. Bflar yfír- gefnir á Suður- landsvegi LÖGREGLA og björgunar- sveitir í Rangárvallasýslu voru kallaðar út til aðstoðar vegfarendum í blindhríð síð- degis í gær. Að sögn lögreglu voru þrjár björgunarsveitir kallað- ar út, auk lögreglu, til aðstoð- ar fólki sem sat fast í bílum á Suðurlandsvegi á kaflanum frá Þjórsárbrú að Landvega- mótum. Fólki var ekið á brott en bílar skildir eftir utan veg- ar. Margrét Frfmannsdóttir fráhverf formennsku í Samfylkingunni Gefur kost á sér sem varaformaður flokksins Laugavegl 18 • Sfml 515 2500 • Sföumúla 7 • Sfmi 510 2500 MARGRÉT Frímannsdóttir hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér sem formaður Samfylkingarinnar á stofnfundi hennar sem ráðgerður er í maí. Þess í stað hyggst Mar- grét, sem hefur verið talsmaður Samfylkingarinnar og er formaður Alþýðubandalagsins, gefa kost á sér i varaformannsembættið. Margrét segir þá ákvörðun sína, að bjóða sig ekki fram sem for- maður, í samræmi við það sem hún hafí alltaf sagt, að eðlilegt sé að nýr maður eða kona taki að sér formennskuna nú þegar Samfylk- ingin sé í þann mund að verða að formlegum stjórnmálaflokki. Margrét sagðist ekki vera að horfa til neinna sérstakra í þessu sambandi og auk þess hefði enn enginn gefið kost á sér í formanns- embættið. Þær manneskjur, sem væru að skoða málið, Össur Skarp- héðinsson, Guðmundur Árni Stef- ánsson, Jóhanna Sigurðardóttir og Lúðvík Bergvinsson, væru hins vegar öll mjög frambærilegt fólk. Ekkert þeirra væri jafn merkt af afdraganda stofnunar Samfylking- ar og hún og Sighvatur Björgvins- son, formaður Alþýðuflokksins, og kæmu þar af leiðandi með nýjar áherslur og öðruvísi ásjónu á flokkinn en þau Sighvatur hefðu gert. „Ég ætla hins vegar að gefa kost á mér í varaformannsembættið," sagði Margrét, „vegna þess að á sama hátt og ég er sannfærð um að inn í formennskuna þurfi að koma nýtt blóð þá tel ég mig hafa úr mikilli reynslu að spila, eftir að hafa tekið þátt í því sameiningar- ferli sem á undan er gengið, reynslu sem muni nýtast vel ■ þeirri vinnu sem framundan er.“ Vísaði Margrét þar til þess að nýrrar forystu biði mikil vinna við að byggja upp Samfylkingarfélög um allt land. Hún kvaðst á hinn bóginn engu vilja spá um það hvort átök yrðu um varaformannsem- bættið en sagðist hljóta að telja sig eiga sæmilega góða möguleika.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.