Morgunblaðið - 12.02.2000, Síða 8

Morgunblaðið - 12.02.2000, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kattareigandi afar óánægöur meö veiöar borgarinnar: SEGÐU ÞAfl MEÐ BLÓMUM I kr.490 10 Túlipanar Blóm ó netinu * Pönfunarþjónusta IOSJS 580 0500 Menntaskólinn vid Sund styrkir Barnaheill Vinnufúsar hendur tiltækar Kristinn Már Ársælsson Nemendur Menntaskólans við Sund hafa sent 200 bréf tál stórfyrir- tækja á höfuðborgar- svæðinu og falast eftir vinnu í einn dag. Vinnu- laun sín hyggjast nem- endumir láta renna ósk- ert til Barnaheilla. Krist- inn Már Ársælsson er ármaður Skólafélags Menntaskólans við Sund. Hvers vegna skyldi félag- ið hafa ráðist í þessar bréfaskriftir? „Verið er að endur- vekja árshátíðarviku nemenda í Menntaskólan- um við Sund sem áður var árlegur viðburður en var felld niður fyrir fáein- um árum. í tilefni af þessari endurvöktu árs- hátíðarviku viljum við láta gott af okkur leiða og datt í hug að safna fé fyrir Bamaheill, en þema árshátíðarvikunnar er þriðji heimurinn og hið alþjóð- lega samfélag." -í hvers konar fyrirtækjum hafíð þið leitað hófanna um vinnu? „Við leituðum til nánast flestra stórfyrirtækja og stofn- ana á höfuðborgarsvæðinu og tökum hvers konar vinnu sem býðst.“ - Hafíð þið fengið viðbrögð við bréfunum? „Já, ýmis fyrirtæki hafa haft samband við okkur, ASI ætlar að fara að endurskoða gamalt skjalasafn og vill fá menn í dagsvinnu við það, Teymi er hugbúnaðarfyrirtæki sem hefur haft samband við okkur með já- kvæðar undirtektir, Reykjavík- urborg á í viðræðum við okkur um hvaða vinna þar væri fáan- leg, RÚV hefur haft samband auk ýmissa annarra fyrirtækja sem em að skoða málið.“ -Hvað eru margir í skólafé- laginu? „í skólanum em um 730 nem- endur en þeir em ekki alveg all- ir í skólafélaginu. Pað er ekki bara skólafélagið sem býður fram vinnugetu sína heldur allir nemendur skólans.“ - Hvernig er félagslífíð í skól- anum að öðru leyti? „Það er vægast sagt bæði mikið og fjölbreytt. Nú er nýaf- staðin söngvarakeppni hjá okkur sem heppnaðist mjög vel og var glæsileg. Þar var valinn fulltrúi okkar í Söngvakeppni fram- haldsskólanna. sigurvegarinn var Hannes Oli Ágústsson sem söng lagið; Into my own arms eftir Nick Cave. Á döfinni hjá okkur er frumsýning á Ffla- manninum í uppsetningu Thaliu, leiklistarfélags skólafélagsins. Það verður frumsýnt 18. febrúar í Tjarnarbíói. Þá má ekki gleyma árshátiðarvikunni sem er dagana 21. til 23. febrúar nk.“ - Hvenær er vinnudagurinn mikli? „22. febrúar. Þá verður búið að skipa öllu niður og fólk mun mæta á sína vinnu- staði og vinna allan daginn eða í 6 til 8 tíma. Daginn eftir verður svo sjálf árshátíðin. Haldin verður stórdansleikur á Broadway að kvöldi 23. febr- úar.“ -Er fjallað mikið um þróun- arlönd í skólanum og aðstoð við sveltandi börn? „Þetta viðfangsefni tengist beint kennsluefni félagsfræði- deildar í fjórða bekk. Við emm ► Kristinn Már Ársælsson fædd- ist 28. mars 1979 í Reykjavík og hefur alist upp í Seláshverfi. Hann stundar nám við Mennta- skólann við Sund og hyggst Ijúka stúdentsprófi í vor frá félags- fræðideild. Hann er ármaður Skólafélags Menntaskólans við Sund, en það félag var stofnað 1969 sama ár og Menntaskólinn við Tjömina tók til starfa, en sá skóli er forveri Menntaskólans við Sund. nýlega búin að skila ritgerð um þetta efni. í árshátíðarvikunni verður mánudagurinn 21. febr- úar ætlaður til fyrirlestra um þema; þriðja heiminn og hið al- þjóðlega samfélag. Björn Bjamason menntamálaráðhera mun heimsækja skólann og fá nemendur þá tækifæri til að ræða við hann um menntamál. Síðan verða nokkrir fyrirlestrar. Fyrirlesarar em m.a. Úlfur Björnsson, sem starfað hefur mikið við þróunaraðstoð í Afríku, Guðrún Pétursdóttir, hjá Samtökum nýbúa, sem talar um fordóma í garð nýbúa á Islandi, með henni í för verður flótta- maður sem segir frá reynslu sinni. Þá mun Ingvar Birgir Friðleifsson, hjá Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna, fjalla um jarðhitamál í heiminum og hvernig íslendingar aðstoða þróunarlönd í þeim rnálurn." - Hafíð þið kynnt ykkur starf- semi Barnaheilla? „Já, það höfum við gert og heilluðumst af því verkefni sem þau era að fara af stað með. Fyrir peningana sem við ætlum að vinna fyrir og safna er fyrir- hugað að byggja skóla í Kambó- díu. Þar er menntakerfið í lama- sessi og mikil þörf fyrir aðstoð í þessum efnum. Þess má geta að þeir peningar sem við vinnum fyrir renna óskertir til þessa verkefnis." -Er þetta í fyrsta skipti sem svona vinnuverkefni er sett af stað til styrktar mannúðar- málefnum í Mennta- skólanum við Sund? „Já, þetta er í fyrsta skipti hér, en þetta hefur verið gert á vegum Félags fram- haldsskólanema, en þá gat Menntaskólinn við Sund því miður ekki tekið þátt í verkefn- inu. Hvað vinnudaginn 22. febr- úar snertir em margar vinnu- fúsar hendur tiltækar ef fyrirtæki vantar liðsafla í einn dag og hafa áhuga á að styrkja gott málefni.“ Viljum láta gott af okkur leiða
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.