Morgunblaðið - 12.02.2000, Page 12
12 LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
L
Hríseyingar hittu þingmenn
kjördæmisins á fundi í Reykjavík
Morgunblaðið/Arni Sæberg
Hríseyingar ræða við þingmenn kjördæmisins í fyrrakvöld.
„Arangurs-
ríkur fundur“
HRÍSEYINGAR hittu þing-
menn sína á fundi í Reykjavík á
miðvikudag, til að ræða atvinnu-
ástand í eynni. Snæfell hf. lokaði
nýlega pökkunarverksmiðju
sinni í bænum og að sögn Péturs
Bolla Jóhannssonar sveitarstjóra
misstu allt að 35 manns vinnuna.
Að sögn Péturs Bolla var
fundurinn árangursríkur en á
honum voru ræddar ýmsar hug-
myndir til að styrkja atvinnulíf í
Hrísey. „Meðal annars var rædd
stofnun dótturfélags íslenskrar
miðlunar og starfsemi þess í
eynni og hugsanleg nýting hús-
næðis fyrir aldraða, sem er
fremur illa nýtt eins og er,“ seg-
ir Pétur Bolli.
Beinar stjórnvaldsað-
gerðir nauðsynlegar
Hann segir að þingmönnunum
hafi verið gerð grein fyrir því að
beinar stjórnvaldsaðgerðir yrðu
að koma til fljótt, ellegar brysti
senn á flótti fólks úr eynni. „Við
gerðum þeim ljóst að byggða-
kvóti væri forsenda farsællar
lausnar á þessu vandamáli," seg-
ir Pétur Bolli.
Halldór Blöndal þingmaður
segir að margir möguleikar hafi
verið ræddir og sumir séu auð-
vitað vænlegri en aðrir. „Nú
þurfum við þingmenn að gera
okkur grein fyrir því sem að
okkur snýr. Það lýtur annars
vegar að því að tryggja sam-
göngur við eyjuna, viðunandi að-
stöðu fyrir ferjuna. Eg mun
ræða það mál við samgönguráð-
herra. Hins vegar eru margir
möguleikar sem hið opinbera
hlýtur að hugleiða, svo sem
hvort hægt sé að nýta húsnæði
sem áður var ætlað öldruðum, til
dæmis fyrir fatlaða." Halldór
segir að fundurinn hafi tvímæla-
laust verið gagnlegur og tíma-
bær.
Ásamt Pétri Bolla sveitar-
stjóra mættu til fundarins fyrir
hönd Hríseyinga sveitarstjórn-
armenn og fulltrúi verkalýðsfél-
agsins Einingar/Iðju, Elísabet
Jóhannsdóttir, auk Haraldar
Líndal Haraldssonar, sérstaks
ráðgjafa í atvinnumálum eyjar-
innar. Allir þingmenn kjördæm-
isins, Halldór Blöndal, Tómas
Ingi Olrich, Valgerður Sverris-
dóttir, Árni Steinar Jóhannsson,
Svanfríður Jónasdóttir og
Steingrímur J. Sigfússon, sátu
fundinn.
Kjörin heiðursfélagi
Bernskunnar
BERNSKAN, ís-
landsdeild OMEP, al-
þjóðasamtaka um
uppeldi barna, fagn-
aði 10 ára afmæli sínu
með hátíðarsamkomu
í Norræna húsinu fyr-
ir nokkru.
Valborg Sigurðar-
dóttir, formaður fél-
agsins, ávarpaði gesti
og rakti í stuttu máli
sögu félagsins. Al-
þjóðaforseti OMEP,
Audrey Curtis, flutti
ávarp en aðalerindi
samkomunnar flutti
umboðsmaður barna, Þórhildur
Líndal. Leikskólabörn frá Laufás-
borg sungu upp-
áhaldslögin sín undir
stjórn Jóhönnu Thor-
steinsson, leikskóla-
stjóra. Fundarstjóri
var dr. Þuríður Kristj-
ánsdóttir.
Frú Vigdís Finn-
bogadóttir, fyrrver-
andi forseti Islands,
var kjörin heiðursfél-
agi Bernskunnar fyrir
hollustu við félagið og
sívakandi áhuga á vel-
ferð barna.
OMEP-samtökin
leggja mikla áherslu á
að skapa alþjóðlegan vettvang fyr-
ir þverfaglegar umræður um vel-
Vigdís
Finnbogadóttir
ferð barna og vinna að rannsókn-
um á því sviði. Undanfarin 50 ár
hafa samtökin haldið allsherjar-
þing þriðja hvert ár í öllum helstu
höfuðborgum heims. Árið 2001
verður allsherjarþing haldið í höf-
uðborg Chile, Santiago.
Fimmtíu ára afmæli OMEP-
samtakanna var fagnað á allsherj-
arþinginu í Kaupmannahöfn árið
1998. Yfirskrift þingsins var „Rétt-
ur barnsins til umönnunar, leiks og
menntunar“. Norðurlöndin sáu um
undirbúning og framkvæmd þings-
ins og tók Bernskan þátt í því
starfi með ýmsum hætti. 1200
manns frá 52 þjóðlöndum sátu
þingið.
Morgunblaðið/Golli
Beyene Kelasse skýrir fermingarbörnum í Hallgrímskirkju frá æsku
sinni í Eþíópíu. Við hlið hans situr Anna Ólafsdóttir, fræðslufulltrúi
Hjálparstarfs kirkjunnar.
Fermingar-
börn safna
fyrir fátæk
börn
í Afríku
HJÁLPARSTARF kirkjunnar
gengst fyrir söfnun næstkomandi
mánudag til styrktar fátækum
börnum í Afríku. Fermingarbörn
úr 24 sóknum hvaðanæva af land-
inu munu ganga í hús milli kl. 18 og
21 með söfnunarbauka þar sem
fólki gefst kostur á að láta fé af
hendi rakna til þessa málefnis.
Anna Ólafsdóttir, fræðslufulltrúi
Hjálparstarfs kirkjunnar, hefur
heimsótt flest þau fermingarbörn
sem taka munu þátt í söfnuninni
undanfarna daga og með í för hefur
verið Beyene Kelasse, úr þorpinu
Nagule í Konso-héraði í Eþfópíu.
Beyene ólst í upp við fátæklegar
aðstæður í litlu þorpi, en komst til
náms í kristniboðsskóla ásamt
erfiðri vinnu og sótti nám eftir það,
í skóla Hjálparstarfsins og síðar við
bifvélavirkjun. Hvert ár í námi
kostaði Beyene um 200 kr., en slíkir
Qármunir lágu þó ekki á lausu í
hans heimabyggð og þurfti hann að
vinna frá morgni til kvölds frá sex
ára aldri. n Eftir því sem Beyene
skýrir frá var ekki óalgengt að
hann vaknaði kl. 2 að nóttu til að
skera gras handa kúnum, síðan
tóku mjaltir við og eftir þær útbjó
Beyene morgunmat fyrir húsbónda
sinn. Eftir það tók skólinn við, en
siðdegis var eftir að þrífa híbýlin,
sækja vatn, eldivið, vinna á akrin-
um og laga kvöldverð. Áður en
næsti vinnudagur hófst gafst kost-
ur á þriggja til fjögurra stunda
svefni.
Anna segir að megininntak þess
sem Beyene segi við íslensk ferm-
ingarbörn hér á landi sé að láta sig
náungann varða, hvar sem hann sé
staddur á jörðinni. Fátækt sé gífur-
leg í heiminum og ekki sé hægt að
ætlast til að hjálpa megi öllum. Hins
vegar sé söfnun eins og nú stendur
fyrir dyrum kjörin til að hver og
einn leggi sitt af mörkum. Dæmi
Beyene sýni að ekki kosti mikið að
mennta einstakling í Eþíópíu í eitt
ár. Hvert framlag geti þó skipt
sköpum fyrir börn sem ekkert eiga
og bijótast vilja út úr vítahring fá-
tæktarinnar, menntast og fá þannig
tækifæri til að bjarga sér sjálf upp á
eigin spýtur.
Safnað verður í átta sóknum á
höfuðborgarsvæðinu, ljórum á
Vestijörðum, fimm á Norðurlandi
vestra, tveimur á Akureyri, fjórum
á Austurlandi og í Vestmannaeyj-
um. Þar fer söfnunin þó ekki fram
fyrr en 17. febrúar nk.
Bæjarstjóri Ölfuss telur að skynsamlegt hafí verið að selja Hitaveitu Þorlákshafnar
Salan mun styrkja
sveitarfélagið
Lífæðin seld fyrir hlægilegt verð, segir bóndinn á Hrauni
SESSELJA Jónsdóttir, bæjarstjóri
Ölfuss, segir að það sé einróma mat
bæjarstjórnar Ölfuss að sala á Hita-
veitu Þorlákshafnar til Orkuveitu
Reykjavíkur styrki sveitarfélagið.
Þess sé að vænta að atvinnulífið i
Þorlákshöfn eflist í kjölfar sölunnar
og bæjarsjóður hafi nú bolmagn til
að ráðast í tímabær og þörf verkefni
sem efli þjónustu við bæjarbúa.
Hrafnkell Karlsson, bóndi á Hrauni,
gagnrýnir hins vegar söluna harð-
lega.
Sem kunnugt er var Hitaveita
Þorlákshafnar seld fyrir 350 milljón-
ir. Á síðasta ári keypti Orkuveita
Reykjavíkur landsvæði sunnan við
Hengilinn af landeigendum í Ölfusi,
en þar er mikill jarðvarmi. Kaupin á
Hitaveitu Þorlákshafnar koma til í
framhaldi af viljayfirlýsingu sem
Reykjavíkurborg og Ölfus gerðu
fyrir ári um samstarf á sviði orku-
mála, hafnarmála og umhverfismála.
Sesselja sagði að Hitaveita Þor-
lákshafnar stæði vel fjárhagslega.
Það mætti hins vegar segja að bol-
magn veitunnar til að fara út í stór
verkefni væri ekki mikið og hún
væri illa í stakk búin til að takast á
við stóráföll sem gætu orðið. Með
því að selja veituna sterkum aðila,
eins og Reykjavíkurborg, væri þess
að vænta að honum fylgdu önnur og
meiri úmsvif. Það væri því ótvírætt
mat bæjaryfirvalda að tilkoma
Reykjavíkurborgar styrkti sveitar-
félagið og uppbyggingu þess. Hún
sagði jafnframt að þetta gerði sveit-
arfélaginu kleift að ráðast í nauðsyn-
leg verkefni sem tengdust þjónustu
við íbúa sem annars hefði ekki verið
hægt að ráðast í. Sveitarfélagið hefði
haft 40-50 milljónir til framkvæmda
á ári undanfarin ár. 350 milljónir
breyttu stöðu sveitarfélagsins alger-
lega hvað þetta varðar. Hún tók
fram að fjárhagsstaða sveitarfélags-
ins hefði verið góð fyrir. Skuldir á
íbúa væru um 40 þúsund krónur, en
nú sköpuðust forsendur til að spara
verulega í vaxtakostnaði og í sjálfu
sér mætti hugsa sér að vextir af
söluandvirði veitunnar skiluðu
tekjum í bæjarsjóð.
Samstarf við Reykjavík
eflir sveitarfélagið
Náið samstarf Ölfus og Reykja-
víkur hefur vakið upp spurningar
hvort til tals hafi komið að sameina
sveitarfélögin. Sesselja sagðist
kannast við að þessar sögusagnir.
Engar viðræður hefðu hins vegar átt
sér stað um slíkt. Það væri hins veg-
ar rétt að stjórnendur Ölfus hefðu
talið að það styrkti svæðið að leita
eftir samstarfi við Reykjavík ásamt
því að styrkja bæjarsjóð.
Ölfus á 5% hlut í Sunnlenskri
orku, sem er í eigu RARIK og sveit-
arfélaga á Suðurlandi. Sunnlensk
orka áformar að byggja allt að 90
MW gufuaflsvirkjun í Grensdal í ná-
grenni við Hveragerði. Sesselja
sagði að samningurinn við Orku-
veitu Reykjavíkur myndi ekki hafa
nein áhrif á samstarf Ölfuss við
Sunnlenska orku.
Sesselja sagði að salan á Hitaveitu
Þorlákshafnar leiddi ekki til hækk-
unar á orkuverði. Veitan hefur inn-
heimt eftir svokölluðu hemlakerfi
vegna notkunar á heitu vatni til
íbúarhúsnæðis. Innheimta hjá fyrir-
tækja hefur verið samkvæmt mæla-
kerfi. í yfirlýsingu sem fylgir sölu-
samningnum segir að orkuverð
verði óbreytt, en stefnt sé að því að
skipta úr hemlakerfi yfir í mæla. Þá
mun verðskrá Orkuveitunnar gilda,
en það leiði ekki til hækkunar. Frek-
ar er búist við að verð á heitu vatni
til notenda lækki, að sögn Sesselju.
Gagnrýni
á verðið
Hrafnkell Karlsson, bóndi á
Hrauni í Ölfusi, er mjög óánægður
með sölu hitaveitunnar og hann
sagði að það ætti við um fleiri. Hann
sagðist ekki skilja hvers vegna sveit-
arstjórnin hefði ákveðið að selja.
Ekkert knúði á um sölu því bæði
stæði veitan og bæjarsjóður vel fjár-
hagslega. Verið væri að selja lífæð
sveitarfélagsins fyrir hlægilega lágt
verð. Inni í samningnum fylgdu hita-
réttindi á 12 jörðum í Ölfusi og menn
þyrftu ekki annað en að skoða það
verð sem Reykjavíkurborg hefði
verið að greiða fyrir hitaréttindi á
liðnum árum til að sannfærast um að
350 milljónir væri allt of lágt verð.
600-800 milljónir væru nærri lægi.
Hrafnkell gagnrýndi einnig
hvernig staðið hefði verið að sölunni
af hálfu bæjarstjórnarinnar. Þarna
væri um það stórt mál að ræða að
nauðsynlegt væri að gefa íbúum í
sveitarfélaginu færi á að hafa áhrif á
málið. Bæjarstjórnin hefði hins veg-
ar kosið að ganga frá sölunni í skjóli
myrkurs án þess að nokkur íbúi vissi
af henni.
Hrafnkell sagði að á sínum tíma
hefði Hitaveita Þorlákshafnar gert
misheppnaða tilraun til að bora eftir
heitu vatni. Jarðeigendur í nágrenni
við Þorlákshöfn hefðu þá sameinast
um að gefa eftir hitaréttindi gegn
því að fá heitt vatn frá veitunni ef
það mætti verða til þess að hún
kæmist á fót. Aldrei hefði komið til
umræðu að þessi réttindi yrðu fram-
seld til þriðja aðila eins og nú hefði
verið gert.
í samninginum við Orkuveita er
að finna vilyrði um að Orkuveitan
lýsi upp Þrengslaveg. Hrafnkell
sagðist ekkert gefa fyrir þetta. Það
væru ekki nema tvö ár eftir af nú-
verandi kjörtímabili stjórnenda í
Reykjavík og enginn vissi hvort
þeim auðnaðist færi á að standa við
þetta vilyrði.
s.