Morgunblaðið - 12.02.2000, Síða 14
14 LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Rúmar tvær vikur eru til stúdenta- og háskólaráðskosninga í Háskóla Islands. Tvær fylkingar,
Vaka og Röskva, takast á um sætin. Af því tilefni ræddi Morgunblaðið við fulltrúa fylkinganna.
Morgunblaðið/Kristinn
Fulltrúar Röskvu á framboðslista samtakanna til Stúdenta- og Háskólaráðs. Frá vinstri:
Guðmundur Ómar Hafsteinsson, þriðja sæti, Dagný Jónsdóttir, fyrsta sæti til Háskólaráðs,
Margrét Vilborg Bjarnadóttir, fimmta sæti og Þorvarður Tjörvi Ólafsson, fyrsta sæti.
Breiður hópur fólks á lista Röskvu
Morgunblaðið/Asdís
Fjórar ungar konur skipa efstu sæti Vökulistans fyrir Stúdentaráðskosningarnar í HÍ í ár.
Þær eru frá vinstri: Borghildur Sverrisdóttir, í fjórða sæti, Hulda Birna Baldursdóttir, í
öðru sæti, Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir, í þriðja sæti, og Inga Lind Karlsdóttir, í fyrsta sæti.
Fjórar konur skipa efstu sæti Vöku
„ Jafnrétti til náms
kristallast í mála-
flokkum Röskvu44
„Takmarkið er
fimm fulltruar í
Stúdentaráð“
Á FRAMBOÐSLISTA Röskvu, samtaka fél-
agshyggjufólks við Háskóla íslands, til Stúd-
enta- og Háskólaráðs er breiður hópur fólks
úr nær öllum deildum Háskólans. Helstu
baráttumál þeirra fyrir komandi kosningar,
hinn 23. febrúar nk., eru öflugri kennsla,
betri lesaðstaða fyrir stúdenta og áframhald-
andi barátta fyrir betri kjörum hjá Lánasjóði
íslenskra námsmanna - Lín. Og útgangs-
punktur Rösvku er, eins og einn frambjóða-
ndinn, Guðmundur Ómar Hafsteinsson, orð-
ar það „að standa vörð um jafnrétti til
náms“. Það er, segir hann, grunnurinn að
öllu því sem Röskva stendur fyrir og kristall-
ast í öllum hennar málaflokkum.
Þorvarður Tjörvi Ólafsson, nemi í hag-
fræði, er í forystu Röskvulistans í ár, en ann-
að sæti skipar Sara Hlín Hálfdanardóttir,
nemi í stjórnmálafræði. Guðmundur Ómar
Hafsteinsson, nemi í lögfræði, sem áður var
vitnað til, skipar þriðja sæti listans og í því
fjórða er Haukur Agnarsson, nemi í mann-
fræði.
í kosningunum til Stúdentaráðs verður
kosið um níu fulltrúa af átján. Röskva sigraði
í kosningunum í fyrra 9. árið í röð og fékk
fimm fulltrúa kjörna en Vaka, félag lýðræð-
issinnaðra stúdenta, fjóra. Fimmta sætið
hefur því verið talið baráttusætið en það sæti
á Röskvulistanum vermir nú Margrét Vil-
borg Bjarnadóttir, nemi í umhverfis- og
byggingaverkfræði.
Vilja að Hagstofan geri
framfærslukönnun
Þegar fulltrúar Röskvu á listanum eru
spurðir um helstu baráttumál í komandi
kosningum segir Tjörvi m.a. að eitt brýnasta
verkefni stúdenta sé að berjast fyrir auknum
framlögum til byggingaframkvæmda fyrir
kennsluhúsnæði vegna þess hve aðstaða
stúdenta til lestrar og aðgangur að tölvum sé
bágborinn. Segir hann til að mynda að erfið-
lega hafi gengið að koma fyrir tölvubúnaði
sem safnaðist í átaki stúdenta á síðasta ári í
því húsnæði sem Háskólinn hefur yfir að
ráða og kveður hann það dæmi um aðstöðu-
leysi í Háskólanum. „Þetta er einnig dæmi
um það metnaðarleysi sem hefur viðgengist
hjá stjórnvöldum um að standa vel að byggr
ingum í Háskólanum," bætir hann við.
Tjörvi nefnir fleiri baráttumál í þessu sam-
bandi og segir Röskvu vilja berjast fyrir því
að kennslustofur verði einnig notaðar undir
lesaðstöðu fyrir stúdenta og ennfremur að
þau borð sem fyrir eru í Þjóðarbókhlöðunni
verði betur nýtt. Til dæmis með því að koma
upp því sem hann kallar skilyrtu skráningar-
kerfi. í því felst að verði viðkomandi stúdent
ekki við borð sitt í ákveðinn tíma megi taka
dótið hans af borðinu og úthluta borðinu til
annars. Þá telur hann að bæta megi lesað-
stöðu stúdenta enn frekar með því að nýta
fyrstu hæð Þjóðarbókhlöðunnar undir les-
borð.
í samtali við fulltrúa Röskvu kemur fram
að þeir ætla að leggja mikla áherslu á lána-
mál stúdenta í kosningabaráttunni og nefnir
Guðmundur Ómar sem dæmi að þeir vilji
berjast fyrir enn frekari hækkun á bæði
grunnframfærslu og frítekjumarki. „Og þá
viljum við að gerð verði raunveruleg fram-
færslukönnun sem sýni raunverulega fram-
færsluþörf námsmanna," segir hann. Guð-
mundur útskýrir nánar og segir að útreikn-
ingur lána hjá Lín sé byggður á framfærslu-
könnun sem gerð var árið 1974. Stjórn Lín
hafi hins vegar ákveðið síðasta vor að koma á
fót nefnd til að endurmeta framfærslugrunn-
inn en sá galli sé á gjöf Njarðar að fulltrúar
stjórnvalda í nefndinni vilji meta grunninn,
að sögn Guðmundar, út frá eigin forsendum
„en ekki taka mið að því hvað það raunveru-
lega kostar fyrir námsmanninn að lifa,“ eins
og hann orðar það. „Fulltrúi Stúdentaráðs í
nefndinni stendur í stappi við það að fá í
gegn þessa framfærslukönnun en það er í
raun ekki vilji fyrir því hjá nefndinni." Guð-
mundur skýrir jafnframt frá því að þegar
hann tali um raunverulega framfærslukönn-
un þá eigi hann við að óháðum aðila verði fal-
ið að gera könnunina svo sem Hagstofunni
eða öðrum álíka aðila.
í máli Margrétar, sem skipar fimmta sæti
Röskvulistans, kemur fram að Röskva muni í
baráttunni um sæti í Stúdentaráð leggja
áherslu á að ráðið verði „sterkt og opið“.
Hún segir að Röskva hafi þegar staðið fyrir
því að gera upplýsingar um ráðið aðgengi-
legra á Netinu en bætir því við að áhugi sé á
því að opna það enn frekar til dæmi með út-
gáfu nýs upplýsingabæklings um Stúdenta-
ráð og stofnanir þess sem til að mynda yrði
dreift til allra nýnema Háskólans.
Dagný Jónsdóttir, nemi í íslensku, skipar
efsta sæti lista Röskvu til Háskólaráðs en í
kosningunum verður kosið um tvo fulltrúa
stúdenta í ráðið af fjórum. Dagný segir
kennslumál mikilvægt baráttumál fyrir þess-
ar kosningar og nefnir sem dæmi að Röskva
vilji að þverfaglegt nám í Háskólanum verði
aukið og einnig að hið svokallaða kennslu-
mat, þ.e. mat stúdenta á kennurum sínum
verði eflt. „Við viljum til dæmis fá eldri nem-
endur til þess að meta hvernig grunnnám-
skeið hafi nýst í framhaldsnámskeiðum,“
segir hún. Þá segir hún að Röskva vilji að
Netið verði nýtt meira til kennslunnar og að
prófnúmerakerfi verði tekið upp í öllum
deildum Háskólans.
ATHYGLI hefur vakið að fjórar ungar kon-
ur skipa efstu sæti framboðslista Vöku, fél-
ags lýðræðissinnaðra stúdenta við Háskóla
íslands, fyrir Stúdentaráðskosningarnar
hinn 23. febrúar nk.
í samtali við Morgunblaðið segja þær að
þessi skipan hafi vakið „ótrúlega jákvæð"
viðbrögð innan háskólasamfélagsins en
leggja þó áherslu á að það séu málefnin og
það sem þær hafi fram að færa sem skipti
máli en ekki sú staðreynd að það séu konur
í efstu sætum listans.
Þær segja það hafa verið fyrir tilviljun að
konur hafi valist til forystu á Vökulistanum
að þessu sinni og benda á að uppstillinga-
nefnd Vöku hafi fyrst og fremst haft í huga
að láta hæfustu einstaklingana leiða listann.
„Reyndar er það dálítið merkilegt að það
skuli vekja svona mikla athygli á árinu 2000
að fjórar stelpur skuli raða sér í efstu sæti
listans. Af hverju ætti það ekki að geta
gerst?“ segja þær í spurnartón.
Vökustúlkurnar fjórar heita Inga Lind
Karlsdóttir, nemi í íslensku, sem er í fyrsta
sæti, Hulda Birna Baldursdóttir, nemi í við-
skiptafræði, sem er í öðru sæti, Þorbjörg S.
Gunnlaugsdóttir, nemi í lögfræði, sem er í
þriðja sæti og Borghildur Sverrisdóttir,
nemi í sálfræði og fjölmiðlafræði, sem er í
því fjórða.
í kosningunum til Stúdentaráðs Háskóla
Islands, sem fram fara eftir rúmar tvær vik-
ur, verður kosið um níu fulltrúa af átján en í
síðustu kosningum fékk Röskva, samtök fél-
agshyggjufólks við HÍ, fimm fulltrúa kjörna
en Vaka fjóra. Þórarinn Óli Ólafsson, nemi í
viðskiptafræði, skipar fimmta sæti Vökulist-
ans í ár og segjast þær stöllur stefna að því
að ná honum inn í Stúdentaráð og jafnvel
sjötta manninum, Benedikt Inga Tómassyni,
nema í umhverfis- og byggingarfræði, ef út í
það er farið.
„Takmarkið hjá Vöku er fimm fulltrúar í
Stúdentaráð en allt umfram það er vel þeg-
ið,“ segir Þorbjörg og Inga Lind bætir því
við að Vaka ætli að vinna eins stóran sigur
og hún mögulega geti. „Og við hvetjum að
sjálfsögðu alla stúdenta til þess að mæta á
kjörstað,” segir hún.
Þegar þær eru spurður um helstu
áherslumál fyrir komandi kosningar segjast
þær fyrst og fremst leggja áherslu á bætta
menntun og kennslu. „Við viljum gera Há-
skólann að nútímalegasta háskóla í heimi
m.a. með því að fá öll námsgögn á Netið,"
segja þær og leggja aukinheldur áherslu á
að „skólinn verði fullkomlega tölvuvæddur".
í þessu sambandi bendir Hulda Birna til að
mynda á mikilvægi þess að allur aðbúnaður,
svo sem tölvubúnaður, fyrir nemendur við-
skipta- og hagfræðideildar Háskólans verði
bættur svo deildin verði samkeppnisfær við
það sem gengur og gerist í Háskólanum í
Reykjavík.
Þær stöllur segjast auk þess vilja sjá Há-
skólann sjálfstæðari en hann er í dag og
telja það m.a. gert með því að atvinnulífið
komi í auknum mæli að fjármögnun skólans.
Þær kveða að skólinn sé svo að segja fjár-
sveltur og benda á að það komi m.a. niður á
rannsóknum innan hans. „Aukið samstarf
við atvinnulífið á hins vegar að gera skólan-
um kleift að blómstra," útsksýrir Inga Lind
og hinar taka undir.
Vilja virkja samkenndina
innan háskólasamfélagsins
Stöllurnar nefna fleiri áhersluatriði sem
Vaka ætlar að leggja áherslu á í komandi
kosningum og telja þar m.a. upp nauðsyn
þess að stúdentar taki frumkvæði að því
gera háskólalífið kraftmeira, líflegra og
skemmtilegra. „í dag er eiginlega ekkert til
sem er háskólasamfélag. Maður finnur enga
samkennd úti í háskólasamfélaginu og eigin-
lega ekki heldur innan deildanna sjálfra.
Fólk bara kemur í skólann og fer úr skólan-
um,“ segir Þorbjörg og Borghildur segir að
Vaka vilji virkja samkenndina innan há-
skólasamfélagsins þannig að stúdentar verði
stoltir af þvi að vera í Háskóla íslands.
Inga Lind bætir því við að Vaka líti svo á
að stúdentar séu ekki þurfalingar eða ein-
hver vælandi hópur í þjóðfélaginu heldur
bjartsýnt, framtakssamt og dugmikið fólk.
„Og Vaka vill virkja þá orku sem býr í þessu
fólki,“ segir hún ákveðin.
Þær fjalla áfram um hin ýmsu hagsmuna-
mál stúdenta en benda síðan á að kosningar
til Stúdentaráðs séu í auknum mæli farnar
að snúast um persónur en ekki málefni. Þær
segja það reyndar sorglegt því þessi mál
skipti svo miklu máli fyrir stúdenta. „Há-
skólasamfélagið er alltaf að verða minna og
minna pólitískt og það þýðir ekki að reyna
að höfða til fólks með hörðum pólitískum
málefnum. Fólk virðist ekki alltaf nenna að
fylgjast með þeim. Það fylgist með Vöku og
Röskvu tvisvar á ári í tvær vikur og þá
snýst það kannski oft um að kjósa vini sína
og kunningja,“ segir Þorbjörg.
En af hverju eiga háskólastúdentar þá að
kjósa Vöku núna?
„Jú, vegna þess að við erum líklegri til
árangurs,“ segja þær einum rómi. „Röskva
hefur setið við stjórnvölinn í Stúdentaráði í
níu ár og það hefur sýnt sig að hún er að
staðna. Við höfum hins vegar ferskleikann
með okkur og erum tilbúin þess að takast á
við hlutina," segja þær að síðustu.