Morgunblaðið - 12.02.2000, Page 18

Morgunblaðið - 12.02.2000, Page 18
l£r LÁUGÁrDAGUR 12. FEBRUAR 2000 mfjf Tíl’í' J'>crf\? MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Mikil óánægja meðal starfsmanna með ástand brunamála og loftræstingu í Brekkuskdla Kennarar gefa bæjar- yfirvöldum falleinkunn Morgunblaði VKristj án Frá námskeiðinu: „Allt á réttri leið nema hvað vín er of dýrt.“ Vínmenningin batnað mikið undanfarin ár MJÖG mikil óánægja er á meðal kennara og annarra starfsmanna Brekkuskóla á Akureyri með ástandið í eldvarnamálum skólans og einnig með loftræstingu í kennslustofum. Ástandið þykir sérlega slæmt í gamla Gagnfræða- skólahúsinu og eru kennarar orðn- ir langþreyttir á aðgerðaleysi bæj- aryfirvalda og gefa þeim falleinkunn. Brunamálastofnun og eldvarnaeftirlit hafa gert ýmsar athugasemdir við brunavarnir í skólanum og lagt fram kröfur um úrbætur. Ámi Hrólfur Helgason, kennari og öryggistrúnaðarmaður í Brekkuskóla, segir að á meðal starfsfólks sé mikil óánægja með ástand þessara mála og að þar á bæ séu menn farnir að ræða af al- vöru að fara í einhverjar aðgerðir til að knýja á um úrbætur. Hann sagði að brunavarnir í GA-húsinu væru í það miklum ólestri að hús- næðinu hefði átt að vera búið að loka fyrir löngu. Einnig væri ýmsu ábótavant varðandi loftræstingu. Árni Hrólfur segir að sam- kvæmt skýrslu um brunavarnir frá því í apríl 1997 sé skólahúsnæðið dæmt óviðunandi. Þar er jafnframt gerð forgangskrafa um að sett verði upp sjálfvirkt brunaviðvör- unarkerfi og framkvæmist strax að viðlagðri lokun eða sektum. Frá þeim tíma hafi ekkert gerst og í bréfi frá eldvamaeftirliti Slökkvil- iðs Akureyrar frá því í nóvember í fyrra, sé verið að hnykkja á skýrslunni frá árinu 1997. Þar er þess krafist að framkvæmdir við mikilvægustu atriðin hefjist strax eða í síðasta lagi 1. mars í ár. „Það er ýmislegt fleira að hér en bærinn hefur dregið lappirnar úr hófl fram í þessu máli. En slökkvi- lið bæjarins er að setja út á annað bæjarrekið batterí og setja því fresti og svo er það yfirstjórn þeirra beggja sem hefur með þetta að gera. Þetta er því eins og að berjast við vindmyllur og spurn- ingin er hver er að vinna við hvað og fyrir hvern, því það gerist aldrei neitt.“ Bmnamál í Barnaskólahúsinu eru í heldur betra lagi, að sögn Áma Hrólfs, en þó hafi verið sett- ar fram tvær forgangskröfur í skýrslu frá því í nóvember í fyrra. Annars vegar að gera skuli brana- tæknilega hönnun af byggingunni og hins vegar að hurð að sam- komusal skuli vera opin þar sem um rýmingarleið er að ræða. Óheimilt sé að hafa hurðir í rým- ingarleið lykillæstar í rýmingarátt. „Það er nú ekki mikið mál fyrir bæinn að laga þetta atriði og við eram að tala um samkomusalinn í skólahúsinu." Skuggalegar tölur tír mælingum Ámi Hrólfur segir að séu þessi mál skoðuð út frá sjónarmiði Vinnueftirlitsins, sé ekkert loft- ræstikerfi í GA-húsinu og því verði rosalega vont loft þar inni. Hann sagði að ýmsar mælingar hafi fram á undanförnum áram og að út úr því hafi komið vægast sagt skuggalegar tölur og langt yfir öll- um velsæmismörkum. „Það eina sem hefur verið gert í þeim málum er að það voru settar viftur út úr einhverjum stofum og loftræstiskápum á stærð við Volkswagen troðið inn í tvær stof- ur, sem gagnast aðeins þar inni. Og eftir að settar vora þrjár hurð- ir innanhúss við félagsmiðstöðina hætti loft endanlega að streyma um skólann og er inniloftið orðið helmingi verra á eftir. Hér er fólk því að kvarta um langvinnt kvef, exem og fleiri kvilla. En það er al- veg sama hvað er gert, kannað og mælt, það gerist aldrei neitt og það sem er gert er til bölvunar og ekki út af þessum málum.“ Ekki náðist í Gunnar Gíslason, skólafulltrúa Akureyrarbæjar, í gær. AKUREYRARKIRKJA: Sunnu- dagaskóli í kirkjunni kl. 11 á morg- un, sunnudag. Messa kl. 14. Biblíu- lestur kl. 20 á mánudagskvöld í umsjá sr. Guðmundar Guðmun- dssonar. Morgunsöngur í Akureyr- arkirkju kl. 9 á þriðjudag. Mömmu- morgunn í safnaðarheimili kl. 10 til 12 á miðvikudag. GLERÁRKIRKJA: Barnasam- vera og guðsþjónusta kl. 11 á sunnudag, sameiginlegt í upphafi. Foreldrar hvattir til að mæta með börnum sínum. Fundur æskulýðs- félagsins kl. 17 sama dag. Kyrrðar- og tilbeiðslustund kl. 18.20 á þriðjudag. Hádegissamvera kl. 12- 13 á miðvikudag, orgelleikur, fyrir- bænir og sakramenti. Léttur há- degiverður á vægu verði að helgi- stund lokinni. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 11 á morgun, sunnu- dag, bænastund kl. 16.30 sama dag, AKUREYRIN GAR fjölmenntu á vínnámskeið sem Vínklúbbur Akur- eyrar stóð fyrir á Fosshóteli KEA um síðustu helgi. Alls sóttu nám- skeiðið um 60 manns, eða mun fleiri en gert hafði verið ráð fyrir. Hins almenn samkoma kl. 17 og ungl- ingasamkoma kl. 20 um kvöldið. Heimilasamband kl. 15 á mánudag. Krakkaklúbbur kl. 17.30 á fimmtu- dag fyrir 6-10 ára börn, 11 plús fyr- ir 11 til 12 ára kl. 17.30 á föstudag. Flóamarkaður á föstudag frá kl. 10 til 18. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Bænastund kl. 20 í kvöld, laugar- dagskvöld. Sunnudagaskóli fjöl- skyldunnar kl. 11.30 á morgun, sunnudag. Kennsla úr Orði Guðs fyrir alla aldurshópa, Reynir Valdi- marsson kennir. Léttur málsverð- ur að samkomu lokinni. Almenn vakningasamkoma verður kl. 16.30 sama dag, Yngvi Rafn Yngvason predikar. Fyrirbænaþjónusta. LAUGALANDSPRESTAKALL: Messa og sunnudagaskóli í Munka- þverárkirkju kl. 11 á sunnudag og sama dag á Grand kl. 13.30 og Kristnesspítala kl. 15. vegar komu mun færri gestir en gert var ráð fyrir á kynningu sex vfnumboða að námskeiðinu loknu. Á námskeiðinu var fræðsla og fyrirlestur um frönsk vín, víns- mökkun, blindsmökkun, umhell- ingu og síðast en ekki síst kynning vfnumboða á ýmsum léttum veiting- um. „Það er greinilegt að fólk hefur áhuga á vínum og vínmenningin í bænum hefur batnað mikið á þeim tíu árum sem ég hef starfað við þetta," sagði Vignir Þormóðsson, veitingamaður á Café Karólínu. Hann sagði að um leið þyrftu fag- mennirnir að vita meira um vínin en áður. „Þetta er allt á réttri leið nema hvað vínin eru of dýr og þá sérstaklega ódýru vínin.“ Samhliða námskeiðinu var haldin vínþjónakeppni, þar sem ellefu fag- menn í vínfræðum og smökkun reyndu með sér. Keppnin, sem var bæði skrifleg og verkleg, er Iiður í keppninni um Vínþjón Islands og var haldin í samstarfi Vínklúbbs _ Akureyrar og Vínþjónasamtaka fs- lands. Hlutskarpastur var Stefán Guðjónsson, þjónn á Brasseri Borg, í öðru sæti varð Sigmar Örn Ing- ólfsson, þjónn á Hótel Holti, og í þriðja sæti Þorleifur Sigurbjörns- son, þjónn á Sommelier, sem er nýr staður sem verður opnaður í Reykjavík innan tíðar. Kirkjustarf I sóknarhug Hefur höfuðborgin verið afskipt í umræðunni um byggðamál? Hádegisverðarfundur með Ingíbjörgu Sólrúnu Gísladóttur, borgarstjóra í Reykjavík, á Fiðlaranum, Skipagötu 14, miðvikudaginn 16. febrúar frákl. 12.00 til 13.00 • Eru landsbyggðarmenn að verða full fyrirferðarmiklir í borginni? • Hvaða sýn hafa borgarbörnin á landsbyggðina? • Er höfuðborgin að græða eða tapa á fólksflutningum til borgarinnar? • Á ríkisvaldið að greiða fyrir framkvæmdum í borginni til að auðvelda fólki að flytja þangað eða á að byggja upp valkosti á landsbyggðinni? Þetta, og ýmislegt fleira, mun Ingibjörg Sólrún fjalla um og svara spurningum fundarmanna. Verð kr. 1.000 (léttur hádegisverður innifalinn) Allir velkomnir Skráning hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar í síma 461 2740 eða á netfangi benedikt@afe.is. Viðræður hafnar um sameiningu sveitarfélaga í Eyjafírði Breyta þarf lögum um Jöfnunarsjóð NEFND um sameiningu sveitarfé- laga á Eyjafjarðarsvæðinu kom sam- an til síns fyrsta fundar nýlega og þar var skipaður vinnuhópur til að vinna að frekari framgangi málsins. í nefndinni eiga sæti fulltrúar allra sveitarfélaga á svæðinu, nema frá Glæsibæjarhreppi, Öxnadalshreppi og Skriðuhreppi. Þá eiga Siglfirðing- ar fulltrúa í viðræðunefndinni. Ásgeir Magnússon, formaður bæj- arráðs Akureyrar, sagði að þessi vinna hefði farið rólega af stað en menn hefðu þó fullan hug á að ræða málin. „Lög og reglur varðandi fjár- mál sveitarfélaga era þess eðlis að miðað við óbreytt fyrirkomulag kæmi minna af peningum inn á þetta svæði eftir sameiningu en áður. Hins vegar geta menn deilt um það hvort þeim peningum sé útdeilt á eðlilegan hátt í dag,“ sagði Ásgeir en hann hef- ur gagnrýnt skiptingu fjármagns úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. „Ef við horfum á stöðuna eins og hún er í dag og ef það er eitthvað sem er óbreytanlegt, má segja að það sé ekki fýsilegt út frá hagsmun- um einstakra sveitarfélaga að velta fyrir sér sameiningu. Sé hins vegar horft til þess að lögunum verði breytt horfir málið allt öðravísi við og þá ekki síst út frá þjóðarhag." Ásgeir sagði að í raun ætti um- ræða um sameiningu sveitarfélaga að vera á fullri ferð, enda væri búið að sýna fram á það víða að hún skipti heilmiklu máli. Þó væra ýmis Ijón í veginum og m.a. fjárveitingar úr jöfnunarsjóði. Ríkisvaldið og Samband íslenskra sveitarfélaga gerðu um það sam- komulag í desember sl. að Jöfnunar- sjóður sveitarfélaga fengi 700 millj- óna króna aukaframlag á fjáraukalögum. Við útdeilingu var þessum fjármunum skipt í tvennt, 350 milljónir króna vora greiddar sem viðbótarþjónustuframlög og önnur eins upphæð til að hlaupa und- ir bagga með þeim sveitarfélögum sem orðið hafa fyrir skakkafóllum vegna fækkunar íbúa. Asgeir bendir á sem dæmi að Isa- fjörður sem var með um 167.000 krónur í brúttótekjur á hvern íbúa á síðasta ári hafi fengið samtals tæpar 50 miHjónir króna úr jöfunarsjóði, eða 12-13 þúsund krónur á íbúa. Á sama tíma hafi Akureyri, sem var með 149.000 krónur í brúttótekjur á hvern íbúa, fengið 7,5 milljónir króna í þjónustuframlög, eða 500 krónur á hvern íbúa. „Jöfnunin v_ar í því fólgin að hækka tekjur ísafjarðar úr 167.000 krónum upp í um 180.000 krónur á íbúa á meðan tekjur Akureyrar hækkuðu úr 149.000 krónum upp í 149.500 krónur á hvern íbúa. Eg er ekki að gera lítið úr vanda þeirra fyr- ir vestan, ísafjörður er skuldsett sveitarfélag þar sem atvinnustarf- semi hefur átt í miklu basli. Það höf- um við líka gengið í gegnum hér án þess að farið hafi verið í einhverjar jöfnunaraðgerðir vegna þessa.“ Eins og komið hefur fram verður kosið um sameingu hreppanna þriggja norðan Akureyrai- með vor- inu, þ.e. Glæsibæjarhrepps, Öxna- dalshrepps og Skriðuhrepps og því taka fulltrúar þeirra ekki þátt í við- ræðum um stóra sameiningu í Eyja- firði. Ásgeir segir að sameining þess- ara þriggja hreppa hafi í raun engan tilgang. „Tvö minni sveitarfélögin, Öxnadalshreppur og Skriðuhreppur gera lítið annað en að reka skólann á Þelamörk og fá til þess stuðning úr jöfnunarsjóði og Glæsibæjarhreppur rekur dagheimili og skólann á Þela- mörk. Að auki taka hrepparnir þátt í sameiginlegum verkefnum á svæð- inu en ég hef því ekki nokkra trú á að sameining þeirra komi til með að breyta nokkra.“ Öryggisskápar fyrir heimili og fyrirtæki í mörgum stærðum og gerðum. Verð frá kr. 19.500 Sími 461 4025 Fax 461 4026 Netfang: gagni@centrum.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.