Morgunblaðið - 12.02.2000, Page 26
26 LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
ÚRVERINU
Morgunblaðið/Golli
'\'A /
H / j
Ósey er nú að hefja framhaldssmíði á nýjum vertíðarbát, Geir ÞH 150. Skrokkurinn kom með skipi frá Pðllandi
^ nú í vikunni og verður endanlegri smíði lokið í vor.
Osey smíðar nýjan Geir
ÓSEY hf. í Hafnarfirði hefur nú
flutt heim til Islands skipsskrokk
frá Póllandi og mun ljúka smíði
hans að fullu í nýju húsnæði sínu á
uppfyllingunni við Hafnarfjarðar-
höfn. Um er að ræða svokallaðan
vertíðarbát, sem verður 140 tonn
og sérhannaður til veiða í net og
snurvoð. Báturinn heitir Geir ÞH
150 og er smíður fyir Jónas
Jóhannsson, útgerðarmann á Þórs-
höfn.
Hallgrímur Hallgrímsson, fram-
kvæmdastjóri Óseyjar, segir að nú
séu framundan 70.000 til 80.000
vinnustundir þar til skipið verði
afhent um mánaðamótin maí-júní.
Því sé nóg að gera næstu mánuð-
ina og gaman sé að því að það
skuli vera til menn sem hafi trú á
því að svona verk sé hægt að vinna
á íslandi. „Það er langt síðan
svona stórt skip hefur verið full-
gert á íslandi, en þetta er áttundi
skipsskrokkurinn, sem við flytjum
heim með þessum hætti,“ segir
Hallgrímur. Skipsskrokkurinn er 7
metrar á breidd og vó hann um 90
tonn er hann var hífður upp úr
flutningaskipinu Lómi. Tilbúið til
veiða kostar skipið um 100 milljón-
ir króna. Fiskileitar- og siglinga-
tæki koma frá Rafhúsi, spilbúnað-
ur frá Ósey og vélar frá Heklu.
Skipið er hannað og teiknað hjá
Skipa- og vélatækni í Keflavík.
Hugmyndum Lífeyrissjóðs Vestfírðinga hafnað
Skutull á veiðar eða seldur
BÁSAFELL hf. og Hraðfrystihúsið-
Gunnvör hf. hafa hafnað hugmynd-
um Lífeyrissjóðs Vestfirðinga þess
efnis að sjóðurinn leggi fram veru-
legt hlutafé í Hraðfrystihúsið-Gunn-
vöru með það fyrir augum að félagið
kaupi rækjufrystiskipið Skutul IS af
Básafelli. Guðmundur Kristjánsson,
framkvæmdastjóri Básafells, segir
að stefnt sé að því að skipið, sem
liggur við höfn í Hafnarfirði, fari á
veiðar innan skamms nema gott til-
boð komi í það áður.
Félögin sendu frá sér eftirfarandi
yfirlýsingu í gær:
„Vegna frétta í fjölmiðlum um
hugsanleg kaup á rækjufrystiskip-
inu Skutli ÍS senda Hraðfrystihúsið-
Gunnvör hf. og Básafell hf. frá sér
eftirfarandi yfirlýsingu:
Síðastliðið haust tóku Hraðfrysti-
húsið-Gunnvör hf. og Þormóður
rammi-Sæberg hf. höndum saman
með Básafelli hf. um rekstur rækju-
verksmiðju Básafells hf. sem nú er
rekin undir nafni Miðfells hf.
Á þeim tíma var Skutull ÍS gerður
út af Básafelli hf. og var gengið út
frá því sem vísu að Miðfell hf. fengi
keypt það hráefni sem til félli af
skipinu til vinnslu í verksmiðjunni og
skapaði þar með öruggari rekstrar-
grundvöll og tryggari vinnu fyrir
þrjátíu starfsmenn er þar starfa.
Nokkru síðar kom í ljós að Bása-
fell hf. þurfti að selja verulegar eign-
ir, þar með taldar aflaheimildir, og
má í því sambandi nefna að Hrað-
frystihúsið-Gunnvör hf. keypti var-
anlegar aflaheimildir af Básafelli hf.
fyrir um 820 milljónir króna.
Fyrir tilstilli ísafjarðarbæjar voru
hafnar viðræður við framkvæmda-
stjóra Básafells hf. um hugsanleg
kaup heimamanna á Skutli ÍS og var
hugmyndin sú að nokkrir af núver-
andi hluthöfum Básafells, þar á með-
al Lífeyrissjóður Vestfirðinga, Isa-
fjarðarbær, Netagerð Vestfjarða hf.
og fleiri hluthafar, notuðu hlutafjár-
eign sína í Básafelli hf. til að leggja í
nýtt hlutafélag um kaup á Skutli ÍS.
Einnig voru fleiri aðilar tilbúnir til
að leggja fram hlutafé, þar á meðal
Miðfell hf. Hraðfrystihúsið-Gunnvör
hf. hefur ekki komið að þessu máli
nema sem 40% eigandi í Miðfelli hf.
og þátttaka í nýju félagi sem kaupi
Skutul er hugsuð til að styrkja þær
stoðir sem Miðfell byggist á.
Nú nýlega hefur stjóm Lífeyris-
sjóðs Vestfirðinga lýst sig reiðubúna
til að leggja fram verulegt hlutafé í
Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf. í því
skyni að félagið kaupi Skutul IS. Sú
hugmynd að sjóðurinn leggi fram
aukið hlutafé í Hraðfrystihúsinu-
Gunnvör hf„ sem tengist málinu að-
eins sem einn af eigendum Miðfells
hf„ er að mati forsvarsmanna Hrað-
frystihússins-Gunnvarar hf. ekki
fær. Þessi afstaða félagsins hefur
legið skýrt fyrir frá því í desember
síðastliðnum og hefði Lífeyrissjóði
Vestfirðinga átt að vera það ljóst.“
Morgunblaðið/Ágúst
Vel gengur að afskipa ioðnunni sem fryst er hjá SVN í Neskaupstað og
segja má að henni sé skipað út beint úr frystitækjunum jafn óðum og
hún er frosin. Hér er verið að skipa út loðnu á Rússlandsmarkað.
Lítið sést
til loðnu
SJÓMENN er nú farið að lengja eft-
ir því að loðnan gefið sig til á land-
grunninu fyrir austan land. Loðnu-
skipin voru í gær skammt suður af
Hvalbak en lítið sást til Ioðnunnar.
Nokkur skip köstuðu þó á litlar torf-
ur og fékk eitt þeirra um 350 tonn í
þremur köstum með djúpnót. Önnur
skip fengu minna og niður í ekki
neitt.
Kristbjöm Ámason, skipstjóri á
Sigurði VE, sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að búið væri að
leita á öllum hefðbundnum loðnu-
slóðum en ennþá án árangurs. Það
litla sem sæist væri ekki veiðanlegt.
„Menn þykjast hins vegar vita af
henni dýpra en togskipin hafa síð-
ustu daga fikrað sig nær landgrun-
nskantinum. Það hefur eitthvað af
loðnu færst upp á gmnnið en það er
langt frá því að vera veiðanlegt. Það
er búið að fara um öll helstu svæðin
og menn era búnir að leita af sér all-
an grun. Hún ætlar greinilega að
Iáta bíða eftir sér eitthvað lengur.
Ef hún skilar sér ekki upp á grunnið
í næstu viku fer maður að verða dá-
lítið svártsýnn," sagði Kristbjöm. Á
meðan nótaskipin hafa beðið loðnu-
göngu upp á landgrannið hafa
flottrollsskipin fengið góðan afla.
Þeim hefur þó fækkað nokkuð síð-
ustu daga enda margir skipt yfir á
nótina í von um að loðnan fari nú að
gefa sig til. Mikill afli hefur þannig
borist til loðnuverksmiðja frá ára-
mótum, þrátt fyrir tregveiði í nót-
ina. Mest hefur borist af loðnu til
Hraðfrystihúss Eskifjarðar, alls um
36 þúsund tonn samkvæmt tölu
Samtaka fiskvinnslustöðva. Þá hafa
tæp 33 þúsund tonn borist til Sfldar-
vinnslunnar hf. í Neskaupstað en
þar hefur loðnufrysting einnig
gengið þokkalega og hafa verið
fryst um 2.700 tonn. Að sögn Björg-
ólfs Jóhannssonar, framkvæmda-
stjóra SVN, hefur reyndar ekkert
verið fryst síðustu daga enda vertíð-
in rétt að byija.
Hrap Alaska Airlines-þotunnar
FAA fyrirskip-
ar skoðun á
1.100 þotum
Washington. AFP, AP.
BANDARÍSKA flugmálastofnunin,
FAA, fyrirskipaði í íyrradag skoðun
á um 1.100 flugvélum í Bandaríkjun-
um sem nota samskonar hæðarstýr-
iskamb og þota Alaska Airlines sem
hrapaði í Kyrrahafið undan strönd
Kalifomíu 31. janúar. Flugslysið
kostaði 88 manns lífið.
Fyrirmælin ná til flugvéla af gerð-
unum MD-80, MD-90, DC-9 og
Boeing 717. Flugfélögin fengu
þriggja daga frest til að skoða vél-
amar og senda FAA skýrslu um nið-
urstöðuna.
Mælst var til þess að flugvirkjar
skoðuðu sérstaklega tjakka, sem eru
notaðir til að hreyfa hæðarstýris-
kamba þotnanna, stillanleg vængildi
í stélinu sem hjálpa flugmönnum að
halda vélinni stöðugri og hækka eða
lækka flugið.
Slíkur tjakkur fannst í braki far-
þegaþotu Alaska Airlines undan
strönd Kalifomíu og reyndist vera
skemmdur.
Flugfélagið ákvað því að skoða all-
ar þotur sínar af gerðunum MD-80
og kyrrsetti tvær þeirra þar sem í
ljós kom að eitthvað var athugavert
við kambstjakka þeirra. Embættis-
menn Samgönguöryggisráðs Banda-
ríkjanna, NTSB, sem rannsakar
flugslysið, skoðuðu vélamar í gær.
Tafir á flugi hugsanlegar
FAA áætlar að 1.900 flugvélar af
gerðunum MD-80, MD-90, DC-9 og
Boeing 177 séu í notkun í heiminum,
þar af 1.100 í Bandaríkjunum. Flug-
félögum utan Bandaríkjanna ber
ekki skylda til að fylgja fyrirmælum ■
FAA en gera það yfirleitt.
Tæplega 70 flugfélög út um allan
heim nota rúmlega 1.100 þotur af
gerðunum MD-80 og þær era á með-
al vinsælustu þotna sem smíðaðar
hafa verið. McDonnell Douglas smíð-
aði þoturnar en framleiðslu þeirra,
MD-90 og DC-9 þotna var hætt í
fyrra eftir að Boeing keypti fyrir-
tækið.
Alaska Airlines sagði að skoðun
þotna flugfélagsins myndi taka j
nokkrar klukkustundir. American
Airlines, næststærsta flugfélag
Bandaríkjanna, á 260 þotur sem fyr-
irmælin ná til og fleiri en nokkurt
annað flugfélag. Talsmaður Amer-
ican Airlines sagði að það myndi taka
viku að skoða allar vélarnar og hugs-
anlega yrðu tafir á áætlunarflugi af
þeim sökum.
Dómara sagt upp störfum í Kína
Haldið á hæli
fyrir aðild að
Falun
Peking. AFP, AP, Reuters.
KÍNVERSKUM dómara hefur verið
sagt upp störfum og haldið á geð-
veikrahæli vegna þess að hann hefur
ekki viljað afneita andlegu hreyfing-
unni Falun Gong, sem hefur verið
bönnuð í Kína.
Mannréttindahreyfing í Hong
Kong skýrði frá því í gær að Huang
Jinchun, 34 ára dómari undirréttar í
sjálfstjómarhéraðinu Guangxi í suð-
urhluta Kína, hefði verið handtekinn
á heimili sínu 15. nóvember. Honum
hefði verið meinað að hitta fjölskyldu
sína í þrjá mánuði.
Neyddur til að taka inn lyf
Mannréttindahreyfingin sagði að
Huang hefði verið neyddur til að
taka inn geðlyf eftir að hann hélt
áfram að iðka hugleiðsluæfingar
Falun Gong á hælinu. í yfirlýsingu
frá hreyfingunni sagði að hælið væri
rekið eins og fangelsi, sjúklingarnir
fengju aðeins að hreyfa sig í tvær
klukkustundir á dag og fengju enga
meðferð.
Embættismaður réttarins í Gu-
angxi staðfesti að dómarinn hefði
verið leystur frá störfum í október
og sagði það „hugsanlegt" að honum
væri nú haldið á geðveikrahæli.
Mannréttindahreyfingin sagði
einnig að 50 félögum í Falun Gong
hefði verið sleppt af geðsjúkrahúsi
nálægt Peking 23. janúar eftir að
greint var frá málum þeirra í
fjölmiðlum.
Hreyfmgin sagði ennfremur að
allt að 500 félagar í Falun Gong
hefðu verið handteknir um helgina
vegna mótmæla á Torgi hins himn-
eska friðar þegar Kínverjar fögnuðu
nýju ári.
Leiðtogarnir dæmdir í fangelsi
Kínversk yfirvöld hafa viðurkennt
að rúmlega 35.000 fylgismenn Falun
Gong hafi verið handteknir á síðasta
Gong
ári. Flestum þeirra var sleppt en
rúmlega 5.000 vora sendir í vinnu-
búðir án réttarhalda og um 300 hafa
verið dæmdir í allt að 18 ára fangelsi.
Mannréttindahreyfingin í Hong
Kong skýrði frá því í gær að helsti
leiðtogi Falun Gong í norðaustur-
hluta Kína hefði verið dæmdur í níu
ára fangelsi fyrir að „nota siðspillta
trúarreglu til að raska félagslegum
stöðugleika og fyrir að dreifa ríkis-
leyndarmálum".
Fylgismenn Falun Gong aðhyllast
blöndu af búddatrú, taóisma og aust-
rænni heimspeki og iðka íhugun og
ýmsar æfingar sem þeir segja bæta
heilsuna. Milljónir manna hafa geng-
ið í hreyfmguna og kínverskir ráða-
menn óttast að hún grafi undan
stjórn kommúnistaflokksins.
---------------------
Marsfarið
kallað upp
London. Daily Telegraph.
NASA, bandaríska geimferðastofn-
unin, hefur ekki gefið upp alla von
um að samband náist við Marsfarið,
sem ekkert hefur heyrst frá síðan
það bjóst til lendingar á reikistjörn-
unni 3. desember sl. Vísindamenn
telja að farið hafi oltið við lendingu
og loftnetið hugsanlega skemmst.
Stjarnfræðingar við Stanford-há-
skóla í Kaliforníu telja að þeir hafi
greint veik merki frá farinu 4. janúar
sl. og varð það til þess að vísinda-
menn hjá NASA hófu aftur tilraunir
til að ná sambandi við það. Það hefur
að vísu ekki borið neinn árangur
hingað til en þeir ætla að reyna
áfram. Alla þessa viku og fram yfir
helgi að minnsta kosti verða farinu
gefnar skipanir um að hafa samband
við jörðu.
wamgmm hme fiMiiHiffpp wssm