Morgunblaðið - 12.02.2000, Page 46

Morgunblaðið - 12.02.2000, Page 46
46 L AU GARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000 MENNTUN MORGUNBLAÐIÐ 4 Að trúa eig- in augum Slíkar breytingar á myndum voru aðhlátursefni á Vesturlöndum, þar sem menn vissu í hjarta sinu að slíkt myndi aldreigerast réttum megin við járntjaldið. “ Eftir Hönnu Katrínu Friðriksen IBANDARÍSKU kvik- myndinni Wag The Dog segir af forseta Banda- rílqanna, sem lendir í vanda heima fyrir vegna ósæmilegs sambands við unga stúlku. Aðstoðarmenn og ímynd- arfræðingar forsetans grípa til þess ráðs að setja á svið átök í fjarlægu landi, til að draga at- hyglina frá hneykslinu. I mynd- inni er meðal annars sýnt hvernig þeir fá leikkonu til að hlaupa yfir svið, með böggul í fanginu. Svo nýta þeir sér tölvutæknina og allt í einu hafa þeir í höndunum „fréttamynd" af konu að hlaupa á milli brennandi rústa, með korna- barn í fanginu. Áhrifamikið, ekki satt? Til allrar hamingju eru fréttir ekkibúnartil VIÐHORF á þennan hátt, að minnsta kosti ekki svo vitað sé. Nú er hins vegar svo komið að tölvutæknin býður upp á hina ótrúlegustu mögu- leika, og stundum láta menn und- an freistingunni. A gamlárskvöld er alltaf mikill mannfjöldi á Tim- es Square í New York og ailar helstu sjónvarpsstöðvar Banda- ríkjanna keppast við að sýna frá fagnaðarlátum manngrúans. Um síðustu áramót lét sjónvarpsstöð- in CBS ekki sitt eftir liggja. Hinn þekkti fréttamaður Dan Rather stillti sér upp fyrir framan myndavélarnar og í baksýn sást torgið, umkringt glæsilegum ljósaskiltum. Þar á meðal var eitt sem sýndi einkennismerki CBS- sjónvarpsstöðvarinnar. Þeir sjónvarpsáhorfendur, sem fylgdust með atganginum á Tim- es Square á öðrum rásum, sáu hins vegar að í raun var ekkert CBS skilti á torginu. í ljós kom svo að CBS hafði nýtt sér tækn- ina til að fjarlægja auglýsinga- skilti eins keppinautarins, NBC- stöðvarinnar, og setja sitt merki í staðinn. í kjölfar þessa máls hefur kviknað mikil umræða í Banda- ríkjunum um hvað sé fölsun og hvað ekki. Rifjað hefur verið upp, að árið 1994 gerði ABC- sjónvarpsstöðin sig seka um sérkennilegar tilfæringar. Sjón- varpsáhorfendur sáu þá kapp- klædda fréttakonu stöðvarinnar, Cokie Roberts, standa fyrir utan þinghúsið í Washington og flytja fréttir af stjómmálum, en síðar kom í ljós að konan stóð í kápunni sinni í upptökusal. Tölvutæknin var nýtt til að láta líta svo út að hún hefði gert sér ferð að þing- húsinu í vetrarkuldanum. Alla jafna hefði hún reyndar gert það, en þetta kvöld var hún gestgjafi í glæsilegu kvöldverðarboði og mátti hreinlega ekki vera að því að fara yfir hálfa borgina að lesa inn frétt. Á íslandi er gjarnan gantast með að fyrr á árum hafi útifundir, til dæmis herstöðvarand- stæðinga, virst fjölmennir í einu dagblaði, en í öðru blaði hafi varla sést nokkur maður á þessum sömu fundum. Ljósmyndaramir tóku vissulega myndir hver frá sínum sjónarhóli og eflaust hafa skoðanir þeirra haft sitt að segja, en þeir fölsuðu aldrei myndir sín- ar með því að bæta fólki inn á þær, eða fjarlægja. Það gerðu ráðamenn í Sovétríkjunum sál- ugu hins vegar í hvert skipti sem einhver Kremlverjinn féll í ónáð og annar komst inn í hlýjuna. Slíkar breytingar á myndum vom aðhlátursefni á Vesturlöndum, þar sem menn vissu í hjarta sínu að slíkt myndi aldrei gerast rétt- um megin við jámtjaldið. Ekki em allir á því að CBS hafi gert nokkuð athugavert. Dan Rather hefur að vísu sagt að þessi tölvuleikur hafi orkað tví- mælis, en yfirmenn hans em á öðm máh. Það þarf reyndar ekki að koma á óvart, því þessi sama stöð hefur stundað það í morgun- fréttaþætti sínum frá því í nóv- ember á síðasta ári að skeyta merki sínu á ólíklegustu staði. Áhorfendur stöðvarinnar sjá merkið yfir hliði Central Park, aftan á hestakerm sem ekur framhjá fréttamanni, á húsveggj- um og jafnvel á gangstéttum. Allt er þetta gert með tölvutækni, því CBS merkið er alls ekki um alla New York borg. Yfirmenn stöðv- arinnar segja að öllum hljóti að vera ljóst, að merkinu sé skeytt inn á og að þessi leikur þeirra með tölvutæknina rýri á engan hátt trúverðugleika fréttanna. En er það svo? Er ekki líklegra að meirihluti áhorfenda trúi eigin augum? Hverju er hægt að treysta þegar virðulegar sjón- varpsstöðvar breyta raunvem- leikanum í nafni auglýsinga, eða bara til að koma höggi á keppi- nautinn? Sumir tæknisinnar virðast líta svo á, að allt sé heimilt, af þeirri einfoldu ástæðu að það sé mögu- legt. í bandarískum blöðum hafa til dæmis birst greinar þar sem því er haldið fram að enginn munur sé á því sem CBS gerði og tæknibrellunum sem vom notað- ar til að sökkva Titanic í sam- nefndri kvikmynd. Og hvað með teiknimyndina Toy Story? Er hún ekki ótrúlega raunvemleg? Og vita þó allir að leikföng geta hvorki talað né hreyft sig. Aðrir benda jafnvel á að það þurfi ekki tæknibrellur til. Allur texti, til dæmis í fréttum, hljóti að litast af skoðun þess sem hann ritar, auk þess sem fjölmiðlar séu ákaflega ólíkir. Frétt um sama efni sé alls ekki með sama brag í New York Times og National Enquirer. Þarna fara menn hins vegar út af sporinu, því þeir líkja saman virtum fréttamiðli og blaði, sem skirrist ekki við að skálda upp fréttir ef því sýnist svo. Fréttamiðill, sem vill láta taka sig alvarlega og sem hefur einhverja virðingu að verja, getur ekki leyft sér að breyta raun- vemleikanum vísvitandi. Sjónvarpsfréttir em heldur ekki kvikmyndir, þar sem allt er leyfilegt í nafni skemmtanagildis. Almenningur treystir því að virt- ir fjölmiðlar leitist við að segja sannleikann. Ef fólk vill skemmt- anir og spennu, skemmtananna og spennunnar vegna, fer það lík- lega í bíó. Þar eiga tæknibrell- umar heima. Háskóli íslands Eftir að deildum og skorum í Háskóla íslands var úthlutað fé fyrir árið 2000 þurftu þær að hleypa niður seglinu. Gunnar Hersveinn ræddi við háskólamenn til að kanna viðbrögð þeirra og skoðanir á íj árhagsvandanum. Deildir draga saman seglm • Ber mælistikum á meðallaun háskólakennara ekki saman? • Kemur aðferðin sem reiknar fé til skora illa niður á sagnfræðinni? FJÁRHAGSSTAÐA deilda og námsbrauta í Háskóla fslands fyrir árið 2000 varð endanlega ljós um áramótin. Háskólinn fékk fé (2661,6 m.kr) frá ríkinu eftir aðferð sem kölluð er reiknilíkanið og fékk að auki viðbót á fjárlögum. Innan HÍ er síðan svokallað deililíkan notað til að úthluta deildum og skorum fé fyrir árið. Fullljóst varð að deildir þurftu að fækka seglum til að starfsemin yrði innan þess ramma sem samið hefur verið um. Ingjaldur Hannibalsson, formað- ur fjármáladeildar háskólaráðs, seg- ir að margar deildir hafi lent í erfið- leikum vegna þessa. „Fjárhagsvandinn er alvarlegur í heimspekideild,“ segir hann, „og ef til vill þyngstur í raunvísindadeild." Fjárhagsáætlun hennar er ekki enn frágengin. í heimspekideild hafa verið teknar ákvarðanir um við- brögð við vandanum, en Jón G. Frið- jónsson forseti hennar segir rekst- urinn vera í járnum (280 m.kr), þótt hann voni að vandinn sé tímabund- inn. Hér verður stiklað á stóru um þennan vanda með því að segja frá viðbrögðum í sagnfræðiskor (41,7 m.kr) en þar þurfti að fella niður þrjú áður auglýst námskeið. Ingjald- Handrit er meðal tákna heimspekideildar. ur Hannibalsson er síðan spurður um þær aðferðir sem notaðai' eru til að finna fjárþörf HÍ og deilda. Sagt er frá sérstökum vanda í tungu- málakennslu. Rætt við kennara sem þurfti að aflýsa námskeiðinu sínu og nemanda sem ætlaði á það. Mælikvarðinn á launin skapar vandann MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ reiknar út fjárþörf Háskóla íslands og annarra skóla á háskólastigi með reiknilíkani. Fjárþörf ákvarðast af ____ svokölluðum þreyttum (að þreyta próf) einingum nem- enda þar sem þeir eru skráðir. Háskóli íslands deilir svo fjár- veitingu á deildir með deililík- ani. Fjárþörf ákvarðast af þreyttum einingum nemenda þar sem námskeið eru tekin. Ráðuneytið spyr með öðrum orðum: Hvar er nemendinn sem þreytti prófið skráður? Háskól- inn spyr: Hvaða skor til- heyrir námskeiðið sem nemandi tók próf í? Nemendaframlaginu er síðan ætlað að standá undir öllum venjulegum kostnaði skóla vegna kennsluþáttarins. Það er mishátt eftir náms- brautum, sem skipt er í sjö flokka. Deildir fá úthlutað fjármagni eftir fjölda svokallaðra kassa en með hverjum þeirra fylgja fjárveitingar til þess að bjóða upp á 30 eininga nám. Mismunandi er hversu margar þreyttar einingar deild þarf til að fá kassa., en það er allt frá 180 til 900. Skorir geta fengið eða misst kassa þegar fjöldi þreyttra eininga breytist. „Markmiðið er að tryggja skorum og námsbrautum lágmarks fjármagn til að bjóða upp á ákveðið námsfram- boð,“ segir Ingjaldur Hannibalsson, formaður fjármálanefndar háskóla- ráðs, „einnig er fé flutt frá fjölmenn- um deildum til fámennari með deili- líkaninu." Heimspekideild fær þannig meira fé (280 m.kr) en henni er ætlað í reiknilíkaninu. Ingjaldur segir að forsendur reiknilíkansins hafi verðið samþykktar fyrir fjórum árum og þær þurfi að endurskoða í Ijósi breyttra tíma, t.a.m. hefur bilið á milli kostnaðar vegna kennslu í raun- Ingjaldur Hannibalsson vísindum og hugvísindum minnkað. Tölvur eru til að mynda orðnar aðal- vinnutæki flestallra stúdenta. Reikni- líkanið er að sænskri fyrirmynd en í háskólum þar er hefð fyrir minni við- veru stúdenta en hér. Síðastliðið haust gerði Háskóli ís- lands samning við menntamálaráðu- neyti og fjármálaráðuneyti um fjár- mögnun kennslu, og byggist samningurinn á reiknilíkaninu. Þessi samningur hefur bætt fjárhag HI verulega, að mati Ingjalds, hinsvegar hefur aukinn kostnað- ur vegna launa sett strik í reikninginn en launastika rflrisins er lægri en raunveruleg meðallaun í Háskólan- um. Rflrið greiðir Há- skólanum fé miðað við að meðallaun háskóla- kennara séu 195 þús- und krónur á mánuði. „Raunveruleikinn er aftur á móti sá að með- allaunin eru 216 þús- und á mánuði. Þetta skapar 100 milljóna króna frávik,“ segir Ingjaldur. Hér er sennilega falin megin- ástæðan fyrir fjar- hagsvanda deilda á þessu ári. „Fjárhagsvandinn er alvarlegur í heimspekideild. Hann er þó alvar- legri, að mínu mati, í viðskipta- og hagfræðideild (129,4 m.kr), lagadeild (66,6 m.kr), verkfræðideild (150 m.kr) og ef til vill þyngstur í raunvís- indadeild (397, 1 m.kr),“ segir Ingjaldur en fjárhagsáætlun þeirrar síðastnefndu ekki er enn frágenginn. Ingjaldur nefnir að kennarar í við- skiptaskor vilji vissulega veita stúd- entum betri þjónustu en að kenna t.d. 550 manna hópi í Háskólabíói eins og þurfti að gera í fimm námskeiðum fyrir fyrsta árs nema í haust. Almenn hækkunarforsenda fjár- laga ársins 2000 var 3% umfram fjár- lög ársins 1999. Fjárveiting til Há- skólans hækkaði að raungildi um 246 milljónir króna og skólinn fékk auka- fjárveitingu upp á rúmlega 400 millj- ónir króna vegna hala frá fyrri árum, fyrst og fremst áranna 1998 og 1999. Hluti af hækkuninni er vegna úrsk- urðar kjaranefndar um laun prófess- ora en að hluta er hún tilkomin vegna samningsins við rflrið. Hann segir að árið 1999 hafi heim- spekideild fengið fé umfram það sem deililíkanið segir til um og því hafi hún ekki fengið hækkun þetta árið. Nefna má sem dæmi að sagnfræði- skor á samkvæmt deililíkani að geta boðið upp á 180 eininga nám, 60 ein- inga nám í 30 nemenda hópum og 120 eininga nám í 15 nemenda hópum. Virlrir nemendur í sagnfræði eru 78 og eru að meðaltali 13 nemendur á hveiju námskeiði. Fjárveiting til sagnfræðiskorar á að duga til þess að hafa um það bil 10 fasta kennara á meðallaunum. „I sagnfræðiskor eru 10 fastir kennarar en hlutfall prófess- ora er óvenjulega hátt,“ segir Ingjaldur, „og reiknilíkanið verðlaun- ar ekki kostnað. Það er því æskilegt að eðlilegt hlutfall sé á milli fjölda lektora, dósenta og prófessora í hverri skor. Eðlilegt er að þegar prófessorar hætta í skorum verði auglýst eftir lektorum, sem eru ódýr- ari starfskraftur." Framgangur há- skólakennara í starfi leiðir því til meiri kostnaðar í skorum í þessu kerfi. Reiknilíkanið er HÍ til heilla, að mati Ingjalds, sem segir að minna beri nú en áður á milli menntamála- ráðuneytis og HÍ um það hvað há- skólamenntun kostar. Hann segir þó að í HI sé fé sem notað sé í rekstur óeðlilega lítið miðað við rekstur há- skóla í flestum öðrum löndum. í HÍ séu t.d. 30 nemendur á hverja tölvu en í Singapore séu þeir þrír. Að mati Ingjalds er mikilvægt að í næsta samningi við menntamálaráðuneytið, fyrir árin 2003-2005, verði gerðar breytingar á forsendum reiknilíkan- isins, m.a. um minni mun á kostnaði milli raunvísinda og hugvísinda (þar með talið tungumálanám), og einnig að raunveruleg laun háskólakennara verði viðurkennd.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.