Morgunblaðið - 12.02.2000, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 12.02.2000, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000 53 MINNINGAR VERNHARÐUR SIGURGRÍMSSON + Vernharður Sig- urgrímsson fæddist í Holti 23. janúar 1929. Hann lést 5. febrúar síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Unnur Jónsdóttir og Sigurgrímur Jónsson bóndi í Holti. Vern- harður ólst upp í Holti ásamt systkin- um sínum. Þau eru: Jón, f. 1922, fyrrver- andi bóndi og vöru- bflstjóri í Holti, kvæntur Jónu Ás- mundsdóttur frá Eyrarbakka og eru börn þeirra sex; Hörður, f. 1922, bóndi í Holti kvæntur Önnu Guðrúnu Bjarnadóttur, eiga þau fimm börn, eitt þeirra látið; Ingi- björg Þóra, f. 1925, verslunar- maður Stokkseyri, gift Sveinbimi Guðmundssyni og eiga þau þrjú börn; Áslaug, f. 1927, húsmæðra- kennari í Garðabæ, gift Guðjóni Ólafssyni, Áslaug á eina dóttur; Skúli Birgir, f. 1931, fyrrverandi bankafulltrúi, Kópavogi, kvæntur Elinu Tómasdóttur og eiga þau fimm börn; Ragnheiður, f. 1933, skrifstofumaður og b. í Keldna- koti í Stokkseyrarhreppi, og á hún tvö böra; Grfmur, f. 1935, matsfulltrúi hjá fasteignamati, Reykjavík, kvæntur Elínu Frí- mannsdóttur og eiga þau íjögur börn; Hákon Gamalfel, f. 1937, deildarsljóri í landbúnaðarráðun- eytinu, Kópavogi, kvæntur Unni Stefánsdóttur og eiga þau þrjú börn. Hinn 27. nóvember 1954 kvænt- ist Vernharður Gyðu Guðmunds- Skilafrest- ur minn- ingar- greina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstu- dag. I miðvikudags-, fimmtu- dags-, föstudags- og laugar- dagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birting- ardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skila- frests. dóttur, f. 19.12 1932, húsmóður. Börn þeirra eru: 1) Guð- björg, f. 1956. Börn hennar eru: Vem- harður Reynir Sig- urðsson, f. 1973, maki Ingibjörg Birg- isdóttir, f. 1975. Barn þeirra er Guð- Wörg Lára, f. 1995. Olafur Magnús Ól- afsson, f. 1977. Sig- urgrímur Unnar 01- afsson, f. 1979. Gyða Björg Sigurðardótt- ir, f. 1989. 2) Sigur- grímur, f. 1958, d. 1992, maki Her- borg Pálsdóttir, f. 1960. Dætur þeirra era Herdís, f. 1980, Hildur, f. 1986. Seiimi maður Herborgar er séra Úlfar Guðmundsson. Þeirra dóttir er Guðrún, f. 1996. 3) Guðmundur, f. 1962, maki Sig- rfður Helga Sigurðardóttir, f. 1963. Þeirra börn eru Andri, f. 1986, Gyða, f. 1990, Elinöra, f. 1993, Guðný, f. 1996. 4) Jóhanna Katrín, f. 1964.5) Eiríkur, f. 1968. Hans synir eru Vernharður Tage, f. 1989, Brynjar Kári, f. 1992. Vernharður stofnaði félagsbú í Holti 1955 með foreldrum sínum, bræðrum sfnum Jóni og Herði og mökum þeirra. Vernharður sat í hreppsnefnd í 16 ár og var þar af átta ár oddviti. Hann sat í stjórn Hraðfrystihúss Stokkseyrar í 15 ár, átti sæti í stjórn Framsóknar- félags Árnessýslu og var auk þess deildarstjóri í Kaupfélagi Árnes- inga í nokkur ár. Útför Vernharðs fer fram frá Stokkseyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Elsku ljúfi pabbi minn. Þú sem ert mér svo kær. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn ur heimi, ég ídtti þig ekki um hríð, þín minning er Ijós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórun Sig.) Mann einn dreymdi að hann væri á gangi eftir ströndinni með drottni. Yfir himininn leiftruðu sýn- ir úr lífi hans. Fyrir hverja sýn sá hann tvenn fótspor í sandinum, önnur tilheyrðu honum og hin til- heyrðu drottni. Er síðasta sýnin úr lífi hans leiftraði fyrir augum hans, leit hann eftir fótsporunum í sandinum. Hann veitti því athygli, að oft á lífs- leið hans voru aðein ein fótspor. Hann veitti því einnig athygli, að þetta átti sér stað á verstu og döpr- ustu augnablikum lífs hans. Þetta olli honum hugarangri og hann innti því drottin: „Drottinn, þú sagðir að ef ég ákvæði að fylgja þér, mundir þú fylgja mér alla leið. En ég hef tekið eftir, að á erfiðustu augnablikum lífs míns eru aðeins ein fótspor. Ég skil ekki hví þú yf- irgafst mig, er ég þurfti mest á þér að halda.“ Drottinn svaraði : „Ast- kæra, ástkæra barnið mitt, ég ann þér og mundi aldrei yfirgefa þig. Á tímum prófrauna þinna og þján- inga, þegar þú sérð aðeins ein fót- spor, þá var það ég sem bar þig.“ Ég þakka allar stundir með þér í þessu lífi, því þær eru allar svo góðar. Ég hefði ekki getað fengið jafn traustan og yndislegan pabba og þig. Ég kveð þig með sömu orð- um og kvöldið fyrir uppskurð: „Gangi þér vel og við sjáumst." Þín ástkær dóttir, Katrín. Nú hefur þú yfirgefíð þinn jarð- neska líkama, faðir minn, og birtist okkur ekki lengur sem slíkur. Þögnin er ekki það versta því þú sagðir ekki endilega margt en nær- veru þinnar er því meira saknað. Það voru margvísleg áhi-if sem þú hafðir með nærveru þinnni í verk- um þínum og framkomu. Þú varst trúr og tryggur öllum þínum verk- efnum, hlutverkum, fjölskyldu og vinum. Samviskusemi og iðni þín í starfi þínu sem bóndi var aðdáunar- verð. Mikill náttúruunnandi varst þú og naust þess að ferðast um landið þó að á árum áður gæfist ekki mikill tími til þess, en þú naust þess þeim mun meira í seinni tíð. Á mínum yngri árum var spurningin allt sumarið sú hvort heyskapnum lyki nógu snemma til að hægt væri að komast í ferðalag, venjulega í byrjun september. Þá var ferðast um landið í Landróver, gjarnan yfir hálendið. Gist var í tjaldi eða sælu- húsi, jafnvel tjaldað í myrkri við bílljós. Mér er ævinlega minnis- stætt að vakna síðan og fara út á hrímaða jörð, bursta í sér tennum- ar og þvo sér í framan í nærlægum læk. Éinnig var annar ómissandi fastur liður hjá þér, pabbi, og það var að komast í ber, krækiber, blá- ber hrútaber og auðvitað að nýta sólberin og rifsberin. Berjanytjar voru þér ómæld ánægja, tína, sulta, draga björg í bú. I minningunni upplifi ég hádegis- matartímann, hlustað á fréttir og veðurfregnir, umræðan milli pabba og afa um aflabrögðin hjá Stokks- eyrarbátunum, hreppsmálin og landspólitíkina. Eflaust var áhuginn arfur kynslóðanna sem sjómenn, útgerðarmenn og hreppsnefndar- menn í tvær til þrjár kynslóðir. Dugnaðurinn, samviskusemin, stór- hugurinn eflaust arfur líka. Nú hefur þú skilað þínu ævi- starfi, pabbi, með sóma í gegnum súrt og sætt. Okkur langar að þakka þér fyrir kærleikann, sam- verustundirnar og þá visku, lífssýn og andlegan auð sem þú hefur gefið okkur í arf. Guðmundur Vernharðsson, Sigríður Helga Sigurðar- dóttir. Það eru nú liðin tuttugu og þrjú ár síðan ég kom fyrst á heimili Vernharðs og Gyðu konu hans, í Holti með Sigurgrími syni þeirra sem seinna varð eiginmaður minn. Þau tóku mér strax ákaflega vel og buðu mig velkomna á heimili sitt. Þetta gerðu þau hvort á sinn veg. Gyða var ræðin og viðræðugóð og tók afar hlýlega á móti mér. Það gerði Venni líka en á sinn hljóða og fámælta hátt. Já, þau voru ekki lík í fasi hjónin en áttu þó engu að síður ástríkt og gott hjónaband. Venni hafði aldrei mörg orð um hlutina. Talaði ekki mikið en sagði þó skoð- un sína skýrt og skorinort þegar við átti. Hann hafði þá góðu og traustu nærveru sem gerði hann að homsteini fjölskyldunnar. Fjöl- skyldan var honum afar mikils virði og traust voru fjölskylduböndin. Svo traust, að seinna þegar Sigur- grímur dó, færðist ég nær því að verða sem eitt af börnunum þeirra Gyðu. Það var mér að sjálfsögðu mjög mikilvægur styrkur að eigai. vísan stuðning þeirra allra á erfið- um stundum. Það breytti heldur engu um samskipti okkar þegar ég giftist Úlfari, seinni manni mínum. Það má segja að þau hafi tekið hon- um sem tengdasyni og litla dóttir okkar hefur fengið að deila ömmu og afa í Holti með systrum sínum og öðram barnabömum þeirra Gyðu og Venna. Ég kveð elskulegan tengdaföður minn með þakklæti í huga og virð- ingu og bið Guð að geyma hann og varðveita. Herborg Pálsdóttir. v Vináttubönd Magnúsar frá Dal- bæ og Venna í Holti frá unglingsár- um og skólagöngu á Laugarvatni treystust þegar báðir stofnuðu fjöl- skyldur. Dætur okkar dvöldu oft í sveitinni hjá Venna og Gyðu og vildu hvergi frekar vera. Fjöl- skyldulífið á Holti enda alveg ein- stakt, gestrisnin og kærleikurinn tók á móti manni á hlaðinu. Ailir ávallt velkomnir og alltaf tími til að setjast niður og spjalla saman. Aldrei heyrði nokkur maður hnjóð- syrði fara milli þeirra hjóna og allt- af stutt í kankvísa brosið hans Venna og hlátur Gyðu. í dag kveðj- um við okkar kæra vin, Venna í Holti. Ekkert verður sem fyrr. Við varðveitum minningamar og eram þakklát fyrir margar gleðistundir með Venna og Gyðu. Við verðum alltaf þakklát fyrir vináttu þeirra. Magnús og Gunný, Rut og Bára Magnúsdætur. TORFISALMUNDUR SIGURÐSSON + Torfi Salmundur Sigurðsson fæddist á Bæjum á Snæfjallaströnd í Norður-ísafjarðar- sýslu 5. aprfl 1921. Hann lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 31. janúar siðastliðinn og . fór útför hans fram frá Fossvog- skirkju 10. febrúar. Elsku Torfi. Þegar ég talaði við þig á að- fangadagsmorgun granaði mig ekki að þetta yrði okk- ar síðasta samtal í þessu lífi. Þú hlakkaðir til að fara til Rögnu dótt- ur þinnar og halda þar jól með fjöl- skyldunni. Þú sagðist vera með smáverki en það væri ekkert alvar- legt. Og við ákváðum að hittast eftir jól. Seinna um daginn fórstu á spít- ala, lentir í uppskurði og komst ekki aftur til meðvitundar. Það era liðin næstum 30 ár síðan við Rún dóttir þín kynntumst í Kvenna- skólanum í Reykjavík. Þá bjugguð þið fjöl- skyldan rétt hjá Ár- bæjarsafni, sem var á þeim tíma töluvert úr alfaraleið. Okkur skólasystranum fannst það mikið ævintýri að heimsækja Rún, fyrst með strætó upp í Ár- bæ og siðan göngutúr í myrkrinu þar til við sáum Ijós í litla húsinu ykkar á Árbæjarbletti. Þið hjónin tókuð alltaf einstaklega vel og hlýlega á móti okkur, það var eins og þið ættuð í okkur hvert bein. Það era góðar minningar tengdar þessum heimsóknum. Eftir námið í Kvennó fóram við Rún hvor í sinn skólann, en vinátt- an hélst. Þið fluttust inn á Grens- ásveg og það varð styttra að heim- sækja ykkur og alltaf mætti mér sama hlýjan. Það var yndislegt að fá kaffisopa í litla eldhúsinu ykkar og ræða málin. Og sem dæmi um vináttu ykkar er mér minnisstætt þegar ég fór tii Kaupmannahafnar til náms. Þá kom Rún með mér út og var mér til halds og trausts í ókunnugri stór- borginni fyrstu vikuna. Og þrátt fyrir að ég hafi búið í Kaupmanna- höfn síðustu tuttugu árin og Rún í Kanada í mörg ár hefur vinskapur okkar haldist. Ættfræðin var þér jafnan ofar- lega í huga og þú varst ekki lengi að rekja þær ættir mínar sem vora mér óþekktar. Þú varst mjög góður penni og það var alveg yndislegt að fá bréf frá þér. Þú skrifaðir bæði um nútíð og fortíð, alveg ótrúlega lifandi lýsingar. Elsku Torfi, þakka þér fyrir allt. Tryggð þín og umhyggja fyrir mér^ og mínum öll þessi ár er mér mikils virði. Ég veit að þér líður vel núna, búinn að hitta Rúnu þína aftur. En við sem eftir eram söknum þín. Ég og fjölskylda mín sendum samúðarkveðjur til dætranna Rögnu og Ingu og fjölskyldna þeirra og ekki síst til vinkonu minn- ar Rúnar og fjölskyldu hennar í Kanada. Steinunn Agla Gunnarsdóttir. RÝMUM FYRIR NÝiUM SVEFNHERBERGISHÚSGÖGNUM Frábær tilboð á rúmum, náttborðum, kommóðum og kiæðaskápm%y®t Opið: laugardag 10-17 VERSLUNIN 15% afsláttur af fylgihlutum (dýnum, dýnuhlífum, koddum o.fl.) þegar keypt er rúm. skútuvogi 11 • Símí 568 5588
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.