Morgunblaðið - 12.02.2000, Síða 54
54 LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
VIKTORÍA
* SIGURJÓNSDÓTTIR
+ Viktoría Sigur-
jónsdóttir fædd-
ist á Sámsstöðum í
Laxárdal, Dalasýslu,
30. maí 1914. Hún
lést á hjúkrunar-
heimilinu Sólvangi,
Hafnarfirði, 1. febr-
úar síðastliðinn. For-
eldrar Viktoríu voru
Kristín Jónsdóttir, f.
20.9. 1876, d. 14.2.
1953 og Sigurjón Jó-
' hannesson, f. 13.4.
1879, d. 24.2. 1965.
Þeim fæddust níu
börn, hið fyrsta and-
vana. Systkini Viktoríu sem eru
látin eru: Jóhanna, dó um tvítugt;
Jón, kvæntist Kristbjörgu Ólafs-
dóttur, látin, þau eignuðust íjóra
syni; Magnús, fórst í flugslysi við
Búðardal 13. mars 1947. Eftir lifa:
Guðrún, giftist Eyþóri Stefáns-
syni, látinn, þau eignuðust tvö
börn. Guðrún dvelst nú á hjúkrun-
arheimilinu Sólvangi; Jensína,
giftist Árna Ólafssyni, látinn, þau
eignuðust tvö böm. Jensína dvelst
nú á hjúkrunarheimilinu Hrafn-
istu; Magnea, gift Gunnari Ste-
> fánssyni, þau eignuðust tvö böm;
Kristinn Ragnar, kvæntur Rögnu
Halldórsdóttur, þau eignuðust
Qögur böm.
Viktoría ólst fyrstu árin upp á
Sámsstöðum hjá foreldrum sinum
en síðan á Dönustöðum hjá fóstur-
foreldrum, Daða Halldórssyni og
Viktoríu Kristjánsdóttur, þar til
hún fluttist til Hafnarfjarðar um
tvítugt.
Viktoría giftist 23.9. 1944 Þor-
Þegar Viktoría fæddist var henni
ékki hugað líf. Hún var því skírð
skemmri skírn og látin bera nafn
ljósmóðurinnar, Viktoríu Kristjáns-
dóttur á Dönustöðum. Og barnið
hjamaði við og nú er það kvatt, rúm-
um 85 árum síðar. En mest vegna
heilsuleysis móður hennar var Vikt-
oría tekin í fóstur, fjögurra ára, af
nöfnu sinni á Dönustöðum, og manni
hennar, Daða Halldórssyni. Þau
voru barnlaus en höfðu áður tekið í
fóstur Skúla Jóhannesson, sem var
14 árum eldri en Viktoría. Hún fékk
gott uppeldi og atlæti og kennslu,
m.a. hjá Jóhannesi úr Kötlum,
frænda sínum, sem hún hélt alltaf
mikið upp á, og var það gagnkvæmt,
því hann mun stundum hafa létt
ðandir og reiknað fyrir hana heima-
dæmin. Hún missti fóstm sína 11
ára. Fótamein fékk hún sem barn, er
hestur steig á hana. Þetta tók sig
seinna upp, og þá var hún send til
Ijóslækninga á Vífilsstöðum. Þar
læknaðist hún á nokkmm mánuðum.
En í framhaldi af því ræðst hún til
aðstoðar í húsi Einars Þorgilssonar í
Hafnarfirði, sem þá var nýlátinn.
Þar réðust örlög ungu Dalastúlk-
unnar. Á Strandgötu 25 bjó frú Geir-
laug með tveim sonum og dóttur.
Hún andaðist í árslok 1951. Sex ár-
um síðar er flutt í húsið Austurgötu
42, nýbyggt. Viktoría og Þorgils
Guðmundur á neðri hæð, en systkini
Þorgils, Dagbjört og Ólafur í hinni
'*cfri. Nánast var þetta fólk alltaf sem
gilsi Guðmundi Ein-
arssyni, fram-
kvæmdastjóra í
Hafnarfirði, f. 11.3.
1903, d. 22.10. 1979.
Hann var sonur
Geirlaugar Sigurð-
ardóttur húsfreyju
og Einars Þorgils-
sonar, útgerðar-
manns og alþingis-
manns. Viktoría og
Þorgils Guðmundur
voru öll sín búskap-
arár í Hafnarfirði,
fyrst að Strandgötu
25 og sfðar fluttu
þau að Austurgötu 42, þar sem
þau bjuggu upp frá því. Viktoría
dvaldist siðustu sjö ár á hjúkrun-
arheimilinu Sólvangi í Hafnar-
firði.
Viktoría og Þorgils Guðmundur
eignuðust tvö börn. Þau eru: 1)
Dagný, f. 15.3. 1938, gift Ámunda
H. Ólafssyni og eiga þau fjögur
böm sem em Stefanía Guðríður,
gift Einari Ásgrími Sigurðssyni,
þau eiga þrjú böm; Þorgils Einar,
kvæntur Jónu Jóhannsdóttur, þau
eiga tvö böm; Viktoría Sigurlaug,
sambýlismaður Valur Kjartans-
son, þau eiga eitt barn saman en
Viktoría á einnig son úr fyrri sam-
búð; Ámundi Guðni. 2) Einar, f.
19.5. 1951, kvæntur Þorbjörgu
Lilju Óskarsdóttur og eiga þau
ljögur börn sem eru Bára Ósk,
sambýlismaður Guðbjartur Magn-
ússon; Þorgils Ólafur; Kristín
Vala; Viktor Daði.
Utför Viktoríu fór fram í kyrr-
þey að ósk hinnar látnu.
ein stórfjölskylda. Auk þess reisti
þessi stórfjölskylda sumarbústað í
Sléttuhlíð ofan Hafnarfjarðar, á
stríðsárunum. Sá staður var Viktor-
íu verulega kær. Það var auðséð, að
Viktoría hafði verið námfús hjá frú
Geirlaugu. Matseld og heimilishald
lék í höndum hennar, því hún var
líka ákaflega skipulögð. En hún vann
aldrei með asa. „Hún vann verk sín
hljóð, var öllum mönnum góð,“ gætu
verið hennar einkunnarorð. lítið
bam, fyrir langtlöngu, mundi ekki
nafn hennar, og sagði þá aðeins við
dóttur mína: „Við skulum koma til
góðu konunnar í Austurgötu.“
Þau Þorgils Guðmundur og Vikt-
oría voru ákaflega samrýnd, og ekki
minnkaði það með árunum. Missir
hennar var mikill við fráfall hans
fyrir rúmum tuttugu árum. Hún bjó
næstu 13 ár á Austurgötu, en þegar
krafta þvarr, flutti hún að eigin ósk
að Sólvangi, 4. hæð. Það má segja, að
þar hafi hún verið tekin öðru sinni í
fóstur. Þar var farið stórvel með
hana. Hún undi sér vel, og var þakk-
lát öllu starfsfólkinu.
Sjálfur er ég þakklátur kynnum
við hana, og hún var alltaf aufúsu-
gestur í mínum húsum.
Páll postuli sagði, að kærleikurinn
umbæri, skildi og fyrirgæfi allt. Sem
fulltrúi hans hlýtur hún að eiga góða
heimkomu - til Þorgils.
Með virðingu kveð ég kæra
tengdamóður mína.
Ámundi H. Ólafsson.
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
VIKTORÍA SIGURJÓNSDÓTTIR,
áður til heimilis
á Austurgötu 42,
lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi þriðju-
daginn 1. febrúar.
Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild 4,
góða umönnun.
Sólvangi, fyrir hlýhug og
Dagný Þorgilsdóttir, Ámundi H. Ólafsson,
Einar Þorgilsson, Þorbjörg Lilja Óskarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Það er komið að tímamótum í lífi
okkar. Elskuleg amma okkar, Vikt-
oría Sigurjónsdóttir, hefur nú kvatt
þennan heim. Það er erfitt að kveðja
einhvern sem er jafn nákominn
manni og amma hefur verið okkur
systkinunum alla tíð. Eitt er víst - að
þama fyrir handan er hún umvafin
öllum þeim kærleik sem hún umvafði
aðra alla tíð með.
Amma hafði átt gott líf í það heila
séð. Þegar hún fæddist fyrir 85 árum
í Laxárdal var lífið þó ekki alltaf
dans á rósum. Hún fæddist inn í
bammarga samhenta fjölskyldu. Á
fyrstu ámnum þurfti vegna fátæktar
að sundra fjölskyldunni eins og títt
var á þeim tíma, en amma var hepp-
in með fósturforeldra og á fóstur-
heimili sínu leið henni eins og blóma
í eggi. Alltaf fékk hún þó að hafa
samband við systkini sín, og það
stuðlaði að mikilli samheldni þeirra
systkina seinna meir, en amma og
systur hennar höfðu mjög mikið
samband sín á milli, og oft var dag-
legt símasamband á milli þeirra. Afi
og amma kynntust þegar amma
réðst í vist til foreldra afa. Þau vora
mjög samhent og áttu saman góða
daga og umhyggja þeirra fyrir hvort
öðra var mikil. Amma var mjög hléd-
ræg persóna, fór lítið út af heimilinu.
Heimilið var hennar vinnustaður alla
tíð. Bernskujólin eru í minningunni
ævintýri líkust, heilu dagana var
amma að bera fram steikur og tertur
og virtist aldrei hafa neitt fyrirþví.
Heimili hennar og afa var alltaf óað-
finnanlegt. Hún var hin fullkomna
húsmóðir, heimilið var henni allt.
Hún var alltaf til staðar fyrir okkur
systkinin og má segja að heimili afa
og ömmu hafi verið annað heimili
okkar systkinanna á uppvaxtarárum
okkar, svo mikið sóttum við í að fá að
vera hjá þeim. Alltaf biðu kræsingar
á borðum þegar komið var til afa og
ömmu og gjaman var aur laumað í
lítinn lófa til að kaupa það sem hug-
urinn gimtist á þeim áram. Alltaf
gladdist amma við að fá gesti til sín,
og síðar þegar langömmubörnin
bættust við var passað upp á að eiga
eitthvað gott fyrir þau. Amma átti
mikinn kærleik og umhyggju að gefa
öðram. Hún var óspör á að veita öll-
um í kringum sig af þeim kærleik.
Allar manneskjur vora jafnar í
hennar augum, og aldrei mátti
amma neitt aumt sjá, þá vildi hún
reyná að bæta úr því ef hún gat.
Amma var mjög trúuð, hún kenndi
okkur systkinunum allar helstu
bænirnar, og fastur liður var að
biðja bænirnar með ömmu ef gist
var hjá henni og afa. Amma sótti
styrk í trúna, og létti þessi trúar-
vissa henni lífið síðustu árin. Amma
hafði á yngri áram verið fremur
heilsulítil og því var oft sem ættingj-
ar höfðu áhyggjur af henni í sam-
bandi við heilsuna. Fyrir um sjö ár-
um flutti því amma á Sólvang.
Amma var sátt við þann flutning frá
fyrsta degi, henni þótti óþægilegt að
þurfa að leggja það á aðra að hafa
áhyggjur af sér, og hún fann strax
fyrir öryggi og hlýju starfsfólks Sól-
vangs í sinn garð. Því liðu árin eitt af
öðra, alltaf var amma jafn sátt og
ánægð á Sólvangi og var það ómet-
anlegt fyrir ættingja hennar. Hér
með er starfsfólki 4. hæðar Sólvangs
færðar bestu þakkir fyrir frábæra
umönnun og hlýju í hennar garð á
undanförnum áram.
Elsku amma, það er komið að leið-
arlokum að sinni. Við kveðjum þig
með sáram söknuði og innilegu
þakklæti fyrir allt sem þú gerðir fyr-
ir okkur alla tíð.
Stefanía, Þorgils og
Ámundi Guðni.
Elsku amma.
Mig langar til að segja nokkur orð
við þig. Ég vil þakka þér fyrir allar
góðu stundirnar sem ég fékk að hafa
með þér. Þú varst svo yndisleg og
góð amma. Ég vissi alltaf að það yrði
tekið vel á móti mér þegar ég kom
niður til þín. Það var alltaf farið í
skúffuna í ísskápnum og fengið sér
gos og svo í skápinn að ná sér í sí-
ríuslengjur. Þú eldaðir alltaf svo
góðan mat, og gott með kaffinu, og
ekki má gleyma jólagrautnum, hann
var bestur. Það var alltaf svo nota-
legt að gista hjá þér. Ég fékk alltaf
að sofa í afarúmi og svo fóram við
með faðirvorið áður en við fóram að
sofa. Þú kenndir mér allar bænirnar
sem ég kann í dag.
Mér fannst alltaf svo gaman hjá
þér, þú varst svo góð og blíð. Þú vild-
ir öllum vel og gerðir allt fyrir mig.
Þú varst líka svo góð við Hildi, vin-
konu mína. Hún var eins og bama-
barnið þitt líka. Þegar við voram hjá
þér gafst þú okkur heitt kakó og
nammi. Elsku besta amma mín, mér
þykir svo vænt um þig. Ég var svo
stolt þegar þú gafst mér giftingar-
hringinn þinn. Ég mun alltaf vera
með hann á hendinni. Að vera með
hringinn er eins og þú sért alltaf hjá
mér. Ég sakna þín svo mikið. Ég vil
þakka þér fyrir allt sem þú gerðir
fyrir mig og segja þér að ég elska
þig alveg rosalega mikið.
Þín
Bára Ósk.
Þær era margar minningarnar
sem koma upp í huga minn við fráfall
elskulegrar ömmu minnar. Frá því
að ég fæddist fyrir þijátíu áram,
hefur hún skipað stóran sess í lífi
mínu. Ég var svo heppin að fá að al-
ast upp í næsta nágrenni við ömmu
og afa. Dvaldi ég oft heilu dagana
hjá þeim. Amma las fyrir mig bækur
og man ég að uppáhalds bókin mín
var Jói og baunagrasið sem amma
þreyttist aldrei á að lesa fyrir mig.
Hún kenndi mér Faðir vorið og aðr-
ar bænir. Við fóram saman í göngu-
ferðir niður í Kaupfélag og töluðum
saman um daginn og veginn eða fór-
um upp í Kastala og Snorrabakarí og
gáfum öndunum á læknum í leiðinni.
Amma leyfði mér alltaf að velja eitt-
hvað sem mér fannst gott í bakaríinu
og heima átti hún allar tegundir gos-
drykkja sem við barnabörnin mátt-
um fá okkur þegar við voram í heim-
sókn. Oft var mikið spáð í það hvort
maður ætti að fá sér sinalco eða app-
elsín og amma passaði vel upp á það,
að allir fyndu það sem þeim líkaði í
kæliskápnum hennar.
Amma bjó rétt hjá Lækjarskóla
og Flensborg og á unglingsáranum
gerði ég mikið af því að fara til henn-
ar í skólaeyðum eða eftir skóla.
Stundum komu vinkonur mínar með
mér og tók amma alltaf jafn vel á
móti þeim og mér.
Amma var mjög vakandi yfir vel-
ferð fjölskyldu sinnar. Hún var alltaf
með hugann við það hvemig hún
gæti glatt okkur bamabörnin og rétt
okkur hjálparhönd ef á þurfti að
halda. Hún var mjög greiðug kona
og á jólum, afmælum og við hin
ýmsu tilefni fengu allir hennar nán-
ustu eitthvað fallegt og gott frá
henni.
Amma hafði einstaka skapgerð.
Hún var svo blíð, þolinmóð, hlý og
notaleg í allri framkomu. Hún var
mjög hógvær og hlédræg og alltaf
svo þakklát fyrir allt sem gert var
fyrir hana. Áldrei heyrði ég hana
hallmæla nokkram manni. Hún fór í
gegnum lífið með kærleikann að leið-
arljósi.
Amma vann við húsmóðurstörf
alla ævi. Hún naut þess að búa til
góðan mat og gleðja aðra um leið. Á
jólum og páskum tók ilmandi matar-
lyktin á móti okkur út á götu og allan
daginn var amma að bera fram góm-
sæta rétti. Amma og afi áttu fallegt
og snyrtilegt heimili sem amma
hugsaði um af mikilli natni.
Ommu þótti mjög vænt um Sléttu-
hlíð en það er sumarbústaður fjöl-
skyldunnar. Sumarbústaðurinn var
reistur þegar amma var ung og á
hverju sumri dvaldi hún þar allt
sumarið með fjölskyldu sinni. Seinna
þegar foreldrar mínir fóra að vera
þar komu amma og afi á hverjum
sunnudegi með ís handa barnabörn-
unum. Eftir að amma fór á Sólvang,
fór hún a.m.k. einu sinni ó sumri upp
í Sléttuhlíð og átti þá góðan dag í
faðmi fjölskyldunnar og alltaf naut
hún þess jafn mikið að koma þangað.
Amma var svo lánsöm að hafa
Einar son sinn og fjölskyldu hans
hjá sér á Austurgötunni alveg þar til
hún fór á Sólvang. Bjggu þau hvort á
sinni hvorri hæðinni. Það var gaman
fyrir ömmu að hafa barnabörnin
svona nálægt sér og einnig var þetta
sambýli mikið örygg fyrir hana, því
Einar og Lilja fylgdust vel með
ömmu eftir að heilsu hennar fór að
hraka og vora alltaf boðin og búin að
aðstoða hana ef á þyrfti að halda.
Síðustu sjö árin átti amma heima
á Sólvangi. Hún kunni alltaf vel við
sig á Sólvangi. Þar var hugsað vel
um hana og skyldmennin komu mik-
ið til hennar. Gaman þótti henni að
fá litlu börnin í heimsókn og strauk
hún þeim iðulega um vangann og
sagði þeim hvað þau væru falleg og
góð. Einnig átti amma sælgætis-
öskju sem var mjög vinsæl og var yf-
irleitt fljót að tæmast. Síðustu tvö
árin vora búin að vera erfið fyrir
ömmu. Þrótturinn þvarr smátt og
smátt. Á nýársdag fékk amma
slæma flensu og háan hita. Ég hélt
samt í vonina. Amma hafði áður
fengið slæma flensu og haft það af.
En eftir þriggja vikna baráttu við
veikindin gat amma ekki meir. Það
helltist yfir mig ólýsanleg sorg þeg-
ar ég sá hvert stefndi hjá ömmu. Eg
átti svo erfitt með að sleppa af henni
hendinni. Elsku amma mín. Ég
þakka þér fyrir allt sem þú gerðir
fyrir mig. Minningin um þig verður
ávallt vel geymd í huga mér. Hvíl í
friði.
Þín
Viktoría.
Þegar lífsgöngu Viktoríu Sigur-
jónsdóttur, ekkju móðurbróður
míns, Þorgils G. Einarssonar, er lok-
ið, vil ég minnast hennar, þessarar
elskulegu og Ijúfu konu með miklu
þakklæti.
Ég var ekki hár í lofti þegar fund-
um okkar Viggu, en svo var hún
gjarnan kölluð, bar fyrst saman á
heimili ömmu minnar, Geirlaugar
Sigurðardóttur, sem var við Strand-
götuna í Hafnarfirði, þar sem hún
bjó ásamt nokkram barna sinna, en
afi minn, Einar Þorgilsson, var þá
látinn.
Viktoría kom til starfa á heimilinu
liðlega tvítug að aldri. Hún hleypti
fljótt heimdraganum vestan úr Döl-
um, en á Dönustöðum í Laxárdal
hafði hún alist upp hjá barnlausu
vinafólki foreldra hennar sem til
hjálpar komu þegar veikindi steðj-
uðu að móður hennar.
I ömmuhús eins og það var kallað
vandi ég ungur komur mínar og var
þar ætíð tekið opnum örmum. Þar
vora ekki aðeins afi minn og amma
og frændfólk heldur einnig þær góðu
konur sem störfuðu á heimilinu og
þar var einmitt Vigga. Þrátt fyrir
hlédrægni sína var viðmót hennar og
hlýja með þeim hætti að við barna-
börnin hændumst að henni og bund-
umst þegar árin liðu við hana traust-
um vináttuböndum. Þegar fram liðu
stundir giftjst Viktoría móðurbróður
mínum, Þorgilsi Guðmundi, og
bjuggu þau á meðan amma mín lifði í
sambýli við hana og börn hennar,
Dagbjörtu og Ólaf Tryggva. Reynd-
ist Viktoría frænda mínum traustur
og skilningsríkur lífsföranautur.
Á sjötta áratugnum byggðu móð-
urbræður mínir saman íbúðarhús
við Austurgötuna. Þar stóð síðan
heimili þeirra Viktoríu og móður-
bróður míns á meðan líf og heilsa
entist en Þorgils Guðmundur lést
1979 og síðustu árin var heilsu Vikt-
oríu þannig farið að hún dvaldist á
Sólvangi við frábæra umönnun þar.
Þrátt fyrir breytingar á högum og
heimili frændfólks míns var heim-
sóknum haldið áfram til þeirra og
alltaf komið við á báðum heimilun-
um.
Þegar enn var komin ný kynslóð
var gott að eiga athvarf hjá Viggu og
fjölskyldu hennar stund og stund og
ómálga ungviðið fann fljótt nær-
gætni hennar og mikla hlýju og leið
vel í návist hennar. Þau Viktoría og
Þorgils Guðmundur bára mikla um-
hyggju fyrir börnum sínum, þeim
Dagnýju og Einari, og það fengu þau
endurgoldið ríkulega þegar böm
þeirra uxu úr grasi og til sögunnar
komu tengdabörn og nýjar kynslóðir
ömmu og langömmubarna, sem
veittu þeim mikla ánægju.
Með Viktoríu Sigurjónsdóttur er
gengin einstaklega ljúf og góð kona
sem hvers manns vanda vildi leysa í
hógværð sinni og lítillæti. Við kveðj-
um hana með þakklæti fyrir sam-
fylgdina og biðjum henni Guðs bless-
unar.
Samúðarkveðjur sendum við
bömum hennar og fjölskyldum.
Matthías Á. Mathiesen.