Morgunblaðið - 12.02.2000, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 12.02.2000, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000 55 + Guðrún Magnús- dóttir fæddist 25. apríl 1908. Hún lést á Hrafnistu í Hafnar- firði 3. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Magnús Magnússon, útvegs- bóndi Króki, f. 24.9. 1869, d. 26.9. 1945 og kona hans, Anna Sigríður Guðmunds- dóttir, frá Litla Bæ á Vatnsleysuströnd, f. 6.12. 1872, d. 21.7. 1951. Systkini Guð- rúnar voru: Drengur fæddur andvana 11.9. 1903; Sess- elja Margrét, f. 19.1. 1905, d. 4.3. 1999; Svanhildur, f. 21.7. 1906, d. 11.12. 1910; Magnús, f. 27.4. 1910, d. 8.4. 1912; Magnea Svan- hildur, f. 21.11. 1914. Uppeldis- systkini Guðrúnar eru Bergþóra Olafsdóttir, f. 12.11. 1923 og Sig- urður Sívertssen Guðmundsson, f. 28.3. 1921. Guðrún giftist 17.5. 1929 Jóni Valdimar Jóhannssyni, frá Fjósa- koti í Miðneshreppi, skipstjóra í Sandgerði, f. 5.3. 1906, d 26.5. 1979. Foreldar hans voru Jóhann Ólafsson, f. 5.9. 1858, d. 24.3. 1937 og Sigrún Þórðardóttir, f. 27.7. 1862, d. 31.7. 1951. Dætur Guðrúnar og Jóns eru: 1) Anna Magnea Jónsdóttir, húsfreyja, f. 18.11. 1929, gift Hauki Guðmun- dssyni, útgerðarmanni í Kópa- vogi, f. 25.6. 1928. Eiga þau einn son og tvö barnabörn. 2) Ásdís Jónsdóttir, f. 15.2. 1932, gift Jóni Benedikt Sigurðssyni, f. 11.10. 1931, þau búa á Lundi Vallarhr. S.-Múl. Eiga þau sex börn, ellefu barnaböm og fjögur barnabama- Þá hefur þú hafíð ferðina miklu, kæra tengdamóðir, sem allir enda dvöl sína með á þessu tilverustigi. Þér tókst að lokum að komast yfir fjallið. Fyrir u.þ.b. hálfu ári varðst þú fyrir áfalli og mjög tvísýnt var hvemig fara mundi. En þú náðir þér ótrúlega vel að nýju. Frásögn þín var lík annarra sem verið hafa á þröskuldi þessa heims og annars. Þú varst á leiðinni upp fjallið og sást yf- ir í íyrirheitna landið. En þú komst ekki alla leið í það skiptið. Eftir á varstu hálfhneyksluð á sjálfri þér, „að kunna ekki að klára þetta“, eins og þú orðaðir það. En nú ertu komin til annars heims eins og þú hefur þráð um sinn. Fyrir nokkrum árum lýstir þú því yfir að ekki ætti að skrifa um þig. En í haust varstu stödd á heimili mínu er ég var að Ijúka við grein um látinn samferðamann. „Ætlar þú að skrifa um mig?“ spurðir þú. „Varstu ekki búin að banna það?“ spurði ég á móti. „Það er allt í lagi að þú gerir það,“ svaraðir þú og brostir. Með þetta í huga vil ég kveðja þig með nokkrum línum. Það var fyrir rúmum þrjátíu árum böm. 3) Sigrún Jó- hanna Jónsdóttir, heimilishjálp, f. 21.1. 1940, gift Haf- steini Ársæli Ár- sælssyni, bílstjóra í Reykjavík, f. 26.7. 1937. Hún átti átta börn, eitt þeirra er látið, sextán barna- böm, tvö þeirra eru látin. 4) Svanhildur Jónsdóttir, skrif- stofumaður í Kópa- vogi, f. 8.1. 1942. 5) Ragnheiður Elín Jónsdóttir, starfs- stúlka á DAB, f. 13.8. 1947, gift Ingimundi Ingimundarsyni, for- stöðumanni í Borgarnesi, f. 29.1. 1944. Eiga þau tvö börn. Guðrún og Jón hófu búskap í Hjarðarholti, Sandgerði en bjuggu lengst í Sjónarhóli, Tjarn- argötu 2, Sandgerði. Fljótlega eftir lát manns síns seldi hún Sjónarhól og flutti á Heiðarbraut 4 í Sandgerði. Árið 1990 flutti hún til dóttur sinnar, Önnu Magneu, og Hauks, manns henn- ar, í Vallhólma 20 í Kópavogi, en 1997 flutti hún á Hrafnistu í Hafnarfirði. Jón Valdimar, mað- ur Guðrúnar, var skipstjóri til margra ára og síðar hafnarstjóri í Sandgerði. Guðrún vann al- menn fiskvinnslustörf og tók að sér sauma og féll sjaldan verk úr hendi. Hún var heiðursfélagi í Verkalýðs- og sjómannafélagi Sandgerðis og Slysavarnafélag- inu Sigurvon í Sandgerði. Utfór Guðrúnar fer fram í Safnaðarheimilinu í Sandgerði í dag og hefst athöfnin klukkan 11. er ég sá þig fyrst þegar kynni mín og yngstu dóttur þinnar hófust. Þú komst mér fyrir sjónir sem dugnað- arleg sístarfandi miðaldra kona. Þannig hefur þú alltaf verið hef ég heyrt. Ég hef vafalaust notið þess að einhverju leyti að vera yngsti tengdasonur þinn. Þó aldursmunur væri nokkur og áhugasvið okkar ólík kom fljótlega í ljós að við áttum ým- islegt sameiginlegt. Skoðanir okkar fóm ekki alltaf saman, en aldrei á öllum þessum tíma hefur skugga borið á samskipti okkar. Stundum fannst þér starf mitt að æskulýðs- og íþróttamálum taka of mikinn tíma. Spurðir þá gjarnan hvort ég gæti ekki fengið mér aðra vinnu svo ég gæti verið meira heima. En þú virtir það er ég útskýrði hve gott það væri þegar áhugamálin og starfið fæm saman. Þú virtir skoð- anir annarra en varst ófeimin að halda þínum fram. Þú varst mikil hannyrðakona, og þær em ófáar flíkurnar sem þú hef- ur höndum farið. Ég fer bara til hennar Gunnu var víst viðkvæðið í Sandgerði ef einhver var í vanda með saumaskapinn. Þú varst óspör að rétta öðmm hjálparhönd ef á þurfti að halda, og oft mun vinnu- dagurinn hafa verið langur. Það þótti tíðindum sæta þegar þú rúmlega fertug fimm barna móðir tókst þig til og sóttir vefnaðamám- skeið austur að Hallormsstað. Þá var ekki eins greiðfarið og nú. Fyrst þurftir þú að fara með skipi á Reyð- arfjörð og þaðan með bíl. Það var mjög ríkt hjá þér að Ijúka öllum verkum. Einhveiju sinni sagðir þú mér að þú hafir í lok námskeiðs farið á fætur um miðja nótt til að ljúka við verk í vefstólnum. Þú gast ekki hugsað þér að koma með verkið hálf- klárað heim. Þú afkastaðir miklu á hannyrða- sviðinu seinni hluta ævinnar þegar meiri tími gafst til þeirrar iðju. Sér- staklega eftir að þú fluttir í Kópa- voginn. Þar áttir þú góða daga í kjallaran- um hjá Önnu Möggu og Hauki. Þá sóttir þú fjölda námskeiða fyrir aldr- aða, og lagðir oft mikið á þig í þess- urn efnum. Ég hef oft orðið vitni að því síðari ár, að dætur þínar báðu þig að herða þig ekki svona mikið heldur hvfla þig aðeins. Svarið var alltaf á einn veg. „Ég ætla ekki að deyja frá þessu hálfkláruðu." Nei, þú gerðir það sem þú ætlaðir þér. Eftir að þú fluttir í Kópavoginn kom það fyrir oftar en einu sinni að þú fórst með strætis- vagninum í Hamraborgina í föndur en að honum loknum gekkstu síðan heim. Leiðin er um þrír kílómetrar sem er drjúgur spölur fyrir konu á níræðisaldri. Þú varst rúmlega ní- ræð er þú flosaðir síðustu myndina þína og handbragðið á verkum þín- um hefur víða vakið athygli. Þú fylgdist af áhuga með því sem afkomendur þínir tóku sér fyrir hendur. Vildir gjarnan rétta hjálpar- hönd ef þeir stóðu í stórræðum og drífa hlutina af. Það var gaman að fá þig í heim- sókn því þér fylgdi hressandi blær. Þú varst geðgóð og hafðir gaman af að spjalla. Kankvís og skemmtileg líkt og á myndinni sem Harpa mín tók og fylgir þessum skrifum. Minnisstæð er stundin sem við áttum saman í Vallhólmanum fyrir nokkrum árum. Ég var staddur inni í eldhúsi og var að reyna nýju vídeó- vélina mína, þegar þú komst upp stigann og settist í stólinn þinn í hominu. Við spjölluðum lengi saman og margt bar á góma. Framundan voru forsetakosningar og þú hafðir ákveðnar skoðanir á þeim máhim sem og öðru. Þetta var ánægjuleg stund. En ánægjulegast við hana er það, að ég tók þessa stund okkar upp á mynd- bandið og á því varðveittar ógleym- anlegar minningar um þig. Við hittumst síðast viku áður en þú fórst frá okkur. Þá var nokkuð af þér dregið. „Nú er Gunna gamla orðin slöpp,“ sagðir þú. Augu þín voru að sönnu þreytt, en handtakið var þétt og kossinn ósvikinn. Þannig var hinsta kveðjan okkar. Þannig minnist ég þín, kæra tengdmóðir, engin vorkunnsemi né uppgjöf þó eitthvað mætti betur fara. Daginn sem þú kvaddir henti mig eftirtektarvert atvik. Ég var á gangi milli vinnustaðar og banka, þegar ég áttaði mig á því allt í einu, að ég var farinn að raula jarðarfarsálm. Ef til vill varst þú að láta mig vita að kveðjustundin nálgaðist. Nokkru eftir að ég kom heim kom fregnin um að þú værir látin. Ég þakka þér allar samverustund- imar. Það hefði verið ánægjulegt að fá að hafa þig lengur meðal okkar. En þú fórst sátt og fyllilega búin að skila þínum hlut. Að lokum var ég beðinn að færa þér kveðjur og þakk- ir frá Hauki Guðmundssyni elsta tengdasyni þínum með þakklæti fyr- ir ánægjulega samfylgd. Minningin um þig mun geymast um ókomin ár. Ingimundur. Nú ertu dáin, elsku amma. Þegar ég minnist þín, amma, eru það fallegar minningar sem koma upp í hugann, minningar um góð- hjartaða og hlýja konu sem ég mun geyma í hjarta mínu um ókomna tíð. Það var alltaf svo gott og svo gam- an að koma til þín, þú alltaf svo fal- leg og vel klædd, tókst okkur fagn- andi með kossi og hlýju faðmlagi. Ailtaf vildir þú bjóða okkur upp á eitthvað og gefa Svövu og Gústaf smánammi. Það var svo gaman að hlusta á þig segja sögur úr Sand- gerði og þegar þú stolt sýndir okkur handavinnuna þína komstu okkur alltaf jafnmikið á óvart því það var alveg ótrúlegt hvað þú gast gert marga fallega hluti í höndunum, og að virtist alveg sama hversu heilsu þinni hrakaði, alltaf varstu að fást við að búa til alls konar hluti í hönd- unum. Þetta eru ómetanleg listaverk sem við sem syrgjum þig nú eigum eftir að njóta að hafa í kringum okk- ur. Alveg frá því að ég man eftir mér hefur þú, amma mín, verið til staðar svo það verður erfitt að sætta sig við að þínu jarðneska lífi sé lokið en ég hugga mig við það að nú ertu búin að fá langþráða hvfld og komin til afa sem tekið hefur vel á móti þér. Ég er þakklát fyrir að hafa átt þig, amma mín, og þú hefur alltaf verið og verður alltaf einstök í mínum huga. Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga’ og rauna fri. Við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól, unanogeilífsæla er þín hjá lambsins stóL Dóttir, í dýrðar hendi, Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hannelskarþigsvokært. Þú lifðir í góðum Guði, í Guði sofnar þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (Hallgr.Pét) Hvfl í friði, elsku amma mín. Þín Edda. Við sjáum, að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær ogfaðmijörðinaalla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóst þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumamótt og svanur á bláan voginn. (Davíð Stef.) Elsku amma mín, í þetta sinn komstu yfir hæðina háu. Ég er viss um að afi og Nonni frændi biðu þín hinum megin með opna faðma. Það er langt síðan þú vildir fara til hans Nonna þíns. Ég veit, elsku amma, að þú ert hvfldinni fegin. Eftir situm við afkomendur þínir og vinir syrgjandi. En munum allar stundirnar sem við áttum með þér. Ég man allar góðu stundirnar þegar þú komst í heim- sókn til okkar. Hversu gott það var að kúra í faðmi þínum sem var mér alltaf opinn og hlýr. Ég man þegar ég vaknaði fyrir átta á morgnana til að hafa mig til fyrir vinnuna. Þú varst vöknuð og byrjuð að sauma eða prjóna. Þegar þú kenndir mér að flosa og fannst skrýtið þegar ég eyddi kvöldunum í að horfa á sjón- varpið í stað þess að ljúka við mynd- ina. Þá komstu til mín og sagðir „Er þetta nokkuð skemmtileg mynd, Harpa mín?“ Já, þú vildir ljúka við hlutina þegar þú byrjaðir á þeim. Þess vegna skilur þú eftir þig allan þennan fjölda af fallegum munum sem þú hefur gert í gegnum tíðina. Ég gleymi því aldrei hve ánægð þú varst þegar ég sagði þér, 16 ára gömul, að ég vildi leggja land undir fót og fara á Hússtjórnarskólann á Hallormsstað. Eða hversu glöð ég var þegar Kolla handavinnukennari sagði við mig eitt sinn; „þetta er bara eins og handbragðið hjá henni ömmu þinni“. Því það hefur spurst út um allt hversu dugleg og vandvirk þú varst í höndunum. Mér er sagt að í gamla daga hafir þú saumað fót á heilu fjöl- skyldumar. Að þú hafir alltaf verið að sauma föt fyrir stelpumar sem unnu í frystihúsinu með þér. Inga á Hvoli sagði mér að þú hefðir alltaf verið að sauma eithvað fallegt á stelpumar hennar þegar þær vora ' litlar. ,Ænma mín bakar miklu betri flatkökur,“ sagði ég nú stundum þegar verið var að bjóða mér þær annars staðar. Þær vom góðar, amma mín, og kannski ekld skrítið miðað við magnið sem þú hefur bak- að um ævina. Þú bakaðir fyrir hina og þessa og ekki síst fyrir dætur þín- ar til að eiga með hangikjötinu um jólin. Engin jól vom án þess að hafa flatkökur frá ömmu í Sandgerði. Ég mun aldrei gleyma ferðinni sem ég fór með þér og mömmu að heimsækja Þóm og Björgvin í litla sæta sumarhúsið þeirra fyrir austan v fjall. Einnig síðustu ferðina þína í Sandgerði þegar við skoðuðuðm hvernig búið var að gera Sjónarhól upp. Einnig nýja minnismerkið um látna sjómenn sem er búið að reisa í Hvalsneskirkjugarði. Þá fóram við í heimsókn í Háteig. Það var gaman að sjá hvað þið systumar nutuð þess alltaf að vera í návist hver annarrar. Ég man þegar þú komst í heim- sókn til okkar til Danmerkur 1979. Þú vildir alltaf sitja í miðjunni þegar við fóram í bfltúr af því að þér fannst við Mundi rífast of mikið. Þú sagðir okkur einu sinni að fara í þagnar- bindindi og það er í eina skiptið sem ég vann því að ég sofnaði. Mamma segir mér að einu sinni fóram við í ^ dýragarðinn. Þegar við voram búin að ganga um allan garðinn hafir þú verið orðin lúin í fótunum. Við voram með teppi og nesti með okkur og settumst á grasblett. Þá dróst þú upp úr töskunni þinni sauðskinns- skóna þína. Fórst í þá og gekkst um garðinn. Ég man líka hvað mér þótti það hlægilegt þegar við fóram í búð- ir og verslunarfólkið talaði dönsku við þig en þú talaðir íslensku á móti. Þið virtust samt skilja hvert annnað fullkomlega. Þú ert fallegasta gamla kona sem .. ég hef þekkt. Þú sagðir einu sinni við mig þegar ég sýndi þér mynd sem ég hafði tekið af þér: „Hvernig getur þú gert mig svona sæta?“ Það var ekki ég sem gerði þig svona sæta, amma mín, þú gerðir það sjálf. Góð- mennska þín og væntumþykja í garð annarra endurspeglaðist í andliti þínu. Amma mín, ég vildi að þú hefð- ir getað verið hjá mér þegar ég út- skrifast í íslenska búningnum þínum 10. júní nk. En ég veit að þér líður betur þar sem þú ert núna og fylgist með okkur úr fjarlægð. Þú ert búin að hitta fólkið þitt sem er farið í ann- an heim. En hjá okkur sem eftir er- um mun minning þín lifa. Ég votta Þóru, Möggu, mömmu, móðursystram mínum og fjölskyld- um þeirra samúð mína og bið almátt- ugan Guð að vera með okkur öllum. Elsku amma, ég vil að lokum skila ástarkveðjum frá Munda og Alice og bið Guð og engla að vaka yfir þér. Þín Guðbjörg Harpa. Lítill drengur lófa strýkur létt um vota móðurkinn, - augun spyrja eins og myrkvuð ótta og grun í fyrsta sinn: Hvar er amma, hvar er amma, hún sem gaf mér brosið sitt yndislega og alltaf skildi ófullkomna hjalið miti ^ Lítill sveinn á leyndardómum lífs og dauða kann ei skil: hann vill bara eins og áður ömmu sinnar komast til, hann vill fá að hjúfra sig að hennar brjósti sætt og rótt Amma er dáin - amma finnur augasteininn sinn í nótt. Lítill drengur leggst á koddann - lokar sinni þreyttu brá, uns í draumi er hann staddur ömmusinnigóðuþjá. Amma brosir - amma kyssir undurblítt á kollinn hans. Breiðist ást af öðrum heimi yfirbeðhinslitlamanns. (Jóhannes úr Kötlum.) Hafðu þökk fyrir allt, og guð geymi þig. Þínir langömmustrákar, Haukur Ársæll og Jóhann Öm. * ' + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, stjúpföður, tengdaföður, afa og langafa, ÓLAFS GÍSLASONAR, Suðurgötu 17, Sandgerði. Emma Jóhannsdóttir, Gísli Ólafsson, Sigríður Sigurjónsdóttir, Efemía Andrésdóttir, Ólöf Gunnarsdóttir, Ómar Ólafsson, Guðjón Ólafsson, Gústaf Ólafsson, Eðvarð Ólafsson, Ólafía Ólafsdóttir, Ólafur Ólafsson, Annfri Johannesen, Steve Carlson, Helga Halldórsdóttir, Salome Kristjánsdóttir, Kári Sæbjörnsson, afabörn og langafabörn. GUÐRÚN MAGNÚSDÓTTIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.