Morgunblaðið - 12.02.2000, Side 62
62 LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000
Jí---------------------------
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
Væntingar og valdabar-
* átta á verðbréfamarkaði
Heildarmarkaðsvirði
skráðra verðbréfa er nú
um 392 milljarðar og
hefur nærfellt nífaldast
frá árinu 1995, þegar
það var 45 milljarðar. Á
undanförnum mánuð-
um hefur orðið gífurleg
verðsprenging á gengi
bréfanna, sem best sést
á því að markaðsvirði
•rþeirra á sl. tveim mán-
uðum hefur hækkað um
74 milljarða króna eða
úr 318 milljörðum í 392
milljarða. Enginn veit
hvaða afleiðingar þessi
verðsprenging hefur,
sem getur hrunið eins
og spilaborg.
Þá er hætta á að einhverjir sitji eft-
ir með sárt ennið.
58 milljarða gróði
Væntingar og valdabrölt stórra
valdablokka og sterkra fjármagns-
eigenda, sem stefna m.a. að yfirráð-
um á íslenskum fjármálastofiiunum,
virðast ráða verðmyndun bréfanna
^amfram það sem kalla mætti eðlilega
verðmyndun, sem endurspegli verð-
mæti fyrirtækjanna. Einnig ýmiss
konar spákaupmennska m.a. í skjóli
ólögmætra innherjaviðskipta.
Ástæða er til að kanna það sérstak-
lega hvort sú sprenging sem orðið
hefur á gengi hlutabréfa endurspegli
verðmæti íyrirtækjanna og hvort
verðmyndun á bréfunum sé eðlileg.
Dæmi; Frá því í nóvember sl. þar til
nú í febrúar eða á aðeins 3 mánuðum
hefur markaðsvirði Fjárfestingar-
bankans hækkað um 12 milljarða
■^vróna, Eimskipafélagsins um 10
milljarða króna og íslandsbanka um
tæpa 7 milljarða króna. Ætla má að
Fjárfestingarbankann hafi ríkið selt
á undirverði, en hann malar nú gull
og gefur eigendum sínum tugi millj-
óna á degi hveijum Frá því sala hófst
á hlutabréfum úr ríkisbönkunum
þremur, Landsbanka,
Búnaðarbanka og Fjár-
festingarbankanum
síðla árs 1998 hefur
markaðsvirði þeirra
hækkað úr 30 milijörð-
um í 88 milljarða eða
um 58 milljarða króna á
rúmlega einu ári.
Spyrja má líka hvort
það leiði ekki til hags-
munaárekstra og hvaða
áhrif gífurlega mikil
viðskipti verðbréfafyr-
irtækjanna sjálfra hafa
fyrir eigin reikning á
verðmyndun hluta-
bréfa. Brýnt er að
skoða hvort rétt sé að
takmarka slík viðskipti og mikla upp-
söfnun á hlutabréfum hjá verðbréfa-
fyrirtækjum, sem óeðlileg áhrif geta
haft á verðmyndun hlutabréfa.
Líka er hægt að velta fyrir sér
hvort hægt sé að treysta eðlilegri
ráðgjöf verðbréfafyrirtækja við ein-
staklinga og fyrirtæki - sem sjálf
standa í miklu braski eða uppsöfnun
hlutabréfa á hlutabréfamarkaðinum.
Spilað á veikleika
Þessi verðsprenging hefur líka
þrifist í skjóli ólöglegra innheijavið-
skipta, þar sem einstaklingar og fyr-
irtæki á verðbréfamarkaði hafa nýtt
sér aðstöðu sína í eiginhagsmuna-
skyni. Spilað hefur verið á veikleika í
eftirliti og löggjöf með fjármála-
markaðnum, sem fyrst og fremst hef-
ur þjónað gífurlegum hagsmunum
sterlö-a fjármagnseigenda og verð-
bréfafyrirtækja. Hveiju mun þetta
svo skila? Jú - einhveijir tugir ein-
stakiinga munu í skjóli brasks og
óeðlilegrar verðmyndunar á hluta-
bréfum bætast í hóp milljarðamær-
inganna og kvótakónganna sem eiga
orðið ísland. Enn ffeiri munu hagnast
um tugi og hundruð milljóna króna á
nánast einni nóttu, m.a. vegna trún-
aðarupplýsinga er þeir bjuggu yfir og
Verðbréf
Einhverjir tugír ein-
staklinga, segir Jó-
hanna Sigurðardóttir,
munu í skjóli spákaup-
mennsku og óeðlilegrar
verðmyndunar á hluta-
bréfum bætast í hóp
milljarðamæringanna
---------------7------
sem eiga orðið Island.
nýttar voru í eigin þágu til að ná í
skjótfenginn gróða, sem höfðu um
leið óeðlileg áhrif á verðmæti hluta-
bréfanna. Þessir aðilar sem kunna á
kerfið munu passa uppá sitt. Aðrir
munu sitja uppi með tapið, þegar og
ef hrun verður á verðbréfamarkaðn-
um eins og almennir sparifjáreigend-
ur sem freistast hafa til að taka út
spamað sinn í von um þann skjót-
fengna gróða á verðbréfamarkaðnum
sem daglega er nú rætt um í fréttum.
Erlent lánsfé notað
í spákaupmennsku
Fjármálaeftirlitinu ber líka að
kanna í hve miklum mæli það hefur
viðgengist á síðustu mánuðum og
misserum að þeir sem mesta spá-
kaupmennsku stunda með verðbréfin
taki inní landið mikið af erlendu láns-
fé á lágum vöxtum til að fjármagna
verðbréfabraskið. Hvaða þjóðhags-
legu áhrif hefur það á ofþanið ís-
lenskt efnahagslíf t.d. gengi krón-
unnar ef aðstæður breytast snöggt á
markaðnum og hvaða þátt á þessi
spákaupmennska í að halda uppi
óeðlilega háu gengi á hlutabréfunum.
Höfundur er alþingismaður.
Sigurðardóttir
Eru lögmenn á
móti málfrelsi?
í KJÖLFAR Vatn-
eyrardómsins svokall-
aða, sem héraðsdóm-
ur Vestfjarða felldi á
dögunum, hafa verið
miklar umræður um
lögmæti fiskveiði-
stjórnunarkerfisins.
Fjölmiðlar hafa fjallað
ítarlega um málið og
kallað eftir viðbrögð-
um stjórnmálamanna
úr röðum stjórnar og
stjórnarandstöðu.
Jafnframt hefur Al-
þingi, löggjafarvaldið,
kallað eftir viðbrögð-
um sjávarútvegsráð-
herra við dóminum
sem auðvitað leiðir til frekari um-
ræðu um hann. Máli þessu hefur
Vatneyrardómurinn
Ég tel, segir Ármann
Kr. Ólafsson, að
formaður Lögmanna-
félagsins hafi sýnt
Hæstarétti
virðingarleysi.
verið vísað til Hæstaréttar og mun
niðurstaða hans að því er varðar
túlkun á jafnræðisreglu stjórnar-
skrárinnar geta haft úrslitaáhrif á
framtíð fiskveiðistjórnunarkerfis-
ins. Hér er því um að ræða bæði
stjórnarskrármál og efnahagsmál.
Því hlýtur það að teljast mjög eðli-
legt að stjórnmálamenn tjái sig um
mál þetta í heild og áhrif þau sem
það getur haft á íslenskt samfélag.
Formaður Lögmannafélags Is-
lands, Jakob Möller, er þessu ekki
sammála. Fram hefur komið í
fjölmiðlum að hann
telur óheppilegt að
ráðherrar hafi málfr-
elsi um dómsmál á
meðan þau eru til
meðferðar, því sé
framkvæmdavaldið að
beita Hæstarétt
þrýstingi. Hann geng-
ur meira að segja svo
langt að tala um virð-
ingarleysi gagnvart
dómstólum í þessu
sambandi. Mér er því
spurn, væri það eðli-
leg afstaða sjávarút-
vegsráðherra, sem sit-
ur í þingbundinni
ríkisstjórn, að neita
Alþingi um að ræða afstöðu fram-
kvæmdavaldsins til mikilvægra
mála í þeim málaflokki sem undir
hann heyrir. Maður spyr sig enn
fremur hvers vegna formaður Lög-
mannafélagsins og aðrir þeir sem
gert hafi svipaðar athugasemdir
telja þá ekkert athugavert við það
að þeir sem eru sammála héraðs-
dómi komi fram á sjónarsviðið og
fagni niðurstöðu dómsins. Ég tel
því að það sé formaður Lögmanna-
félagsins sem sýnt hafi Hæstarétti
virðingarleysi þegar hann gerir því
skóna að opin, lýðræðisleg um-
ræða sé líkleg til að rugla dóm-
greind þeirra dómara sem koma til
með að kveða upp dóm í Vatneyr-
armálinu.
Jakob tók það fram í umræddu
viðtali að dómsvaldið sé sjálfstætt.
Því hlýtur maður að gera þá kröfu
til formanns Lögmannafélagsins
að hann sleppi því að grafa undan
Hæstarétti með því að gefa í skyn
að rétturinn hafi ekki burði til að
fara með sjálfstæði sitt.
Höfundur er stjórnmálafræðingvr
og aðstoðarmaður sjávar-
útvegsráðherra.
Ármann Kr.
Ólafsson
Hlutleysi ríkisstjórnar
er pólitísk afstaða
UM ÞESSAR
mundir eru válegir at-
burðir að gerast í
Austurríki. Þar er að
komast til valda
stjómmálaflokkur sem
hefur þá stefnu meðal
annars að koma konum
úr opinberu lífi og inn
á heimilin. Þetta mun
þýða að fjárhagslegum
grundvelli verður
kippt undan fótum
kvenna, bæði einstakl-
ingum og samtökum
kvenna sem beijast
fyrir jafnrétti og gegn
kynbundnu ofbeldi.
^WAVE, samtök
kvenna gegn ofbeldi í Evrópu, sem
hafa höfuðstöðvar í Austurríki, hafa
sent út neyðarkall og biðja um
stuðning í formi mótmælayfirlýs-
inga á þessum myrku tímum í kven-
frelsisbaráttunni.
Evrópulöndin allflest hafa tekið
kröftuglega við sér og stjómvöld
þar lýsa nú yfir, hver á fætur öðr-
um, að þau munu ekki starfa með
nýrri stjóm sem er að fæðast þessa
dagana í Austurríki. Hvaða afstöðu
taka íslensk stjórnvöld? Halldór Ás-
grímsson utanríkisráðherra sagði
enga ástæðu til að
bregðast við í þessu
máli. Kynbundið of-
beldið sem virðist
blasa við í Austurríki
þegar ný hægristjórn
tekur völdin kemur ís-
lenskum stjómvöldum
sem sagt ekki við.
Fyrir um það bil
tuttugu ámm þegar
kvennahreyfingin á
Islandi fór að halda því
fram að ofbeldi og kúg-
un sem konur og börn
era beitt innan veggja
heimilanna væri alvar-
legt vandamál sem
samfélagið yrði að taka
ábyrgð á, var því tekið fálega af al-
menningi og stjórnvöldum. Það sem
gerðist innan veggja heimilisins var
einkamál sem aðrir áttu ekki að
blanda sér í. Það tók langa baráttu
og ómælda vinnu margra kvenna og
samtaka að opna Kvennaathvarfið
og halda því gangandi fyrstu árin.
Fyrir um það bil tíu áram fór
kvennahreyfingin að draga fram í
dagsljósið kynferðislegt ofbeldi sem
börn og konur eru beitt, aðallega
innan veggja heimilisins og í faðmi
fjölskyldunnar. Aftur tók það gífur-
Kvennabarátta
Það er ekki einkamál
stjórnmálamanna í
Austurríki, segir
Halldóra Halldórs-
dóttir, hvort þeir kippa
fótunum undan
kvennahreyfíngunni.
lega vinnu margra kvenna og sam-
taka að stofna Stígamót, halda innri
starfsemi gangandi og öflugri ásamt
því að fræða og upplýsa þjóðina um
kynferðislegt ofbeldi.
Ofbeldi sem fer að mestu fram
innan veggja heimilisins, andlegt,
líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi,
er ekki einkamál fjölskyldunnar.
Það er á sama hátt ekki einkamál
stjórnmálamanna í Austurríki hvort
þeir kippa fótunum undan kvenna-
hreyfingunni og hrekja konur úr
áhrifastöðum og inn á heimilin.
Sjálfræði og frelsi kvenna byggist á
fjárhagslegu sjálfstæði þeirra og
því að raddir þeirra heyrist til jafns
við raddir karla.
Stígamót hvetja íslensk stjórn-
völd til að taka afstöðu í þessu máli
og taka sér stöðu við hlið annarra
Evrópuríkja sem mótmæla því kyn-
bundna ofbeldi sem konur standa
frammi fyrir í Austurríki.
Höfundur er listmeðferðarfræðing-
ur og ráðgjafi á Stígamótum.
TILBOÐSDAGAR
GLERAUGNABÚDIN
HelmoutKjnHdJer
Laugavegi 36
5
Umgjarðir, gler
og snertilinsur
Islenska leiðin?
ÞAÐ hefur ekki
farið mikið fyrir um-
fjöllun um kjaramál
fatlaðra í fjölmiðlum
að undanförnu og er
það svolítið skrýtið
því ekki veitir af því.
Það er líklega af því
að þessi málefni eru
ekki „inn“ hjá fjöl-
miðlum og stjórn-
málamönnum.
Nú eiga allir að tala
um hlutabréf og
gróða og hvernig sé
best að fjárfesta allan
gróðann.
Heldur lítið held ég
að þessi umræða
gagnist þeim sem ætlað er að lifa á
lágmarks lífeyri, sem getur verið
allt frá 40 þús. kr. á mánuði og
jafnvel minna.
Fatlaðir
Það er skýlaus krafa
öryrkja að réttur
þeirra sé virtur, segir
Jóhannes Þór
Guðbjartsson, og þeim
sé gert kleift að lifa
mannsæmandi lífi.
Ekki verður mikið eftir hjá þeim
aðilum til að fjárfesta nema þá
helst í fátækt.
Það væri verðugt verkefni fyrir
þá einstaklinga sem hafa verið að
taka tugi milljóna, jafnvel millj-
arða út úr sameigin-
legum sjóðum okkar,
með allskonai' braski
og tilfæringum, að
þeir skiluðu einhverju
af þessum peningum
til baka í formi
styrkja til fátækra.
Því að ef ekkert
þjóðfélag er til staðar
þá er heldur ekkert á
því að græða.
Það segir í Stjórn-
arskrá íslands að allir
þjóðfélagsþegnar séu
jafn réttháir en í dag
er svo ekki.
Öryrkjar hafa alltaf
verið látnir finna til
þess að þeir væru sér þjóðflokkur
og ættu að vera þakklátir fyrir það
sem að þeim er rétt.
Samfélaginu er skylt að tryggja
með velferðarþjónustu að allir ein-
staklingar njóti mannsæmandi lífs-
skilyrða og afkomuöryggis, og hafi
sem jafnasta möguleika til þátt-
töku í samfélaginu.
Það er skýlaus krafa öryrkja að
réttur þeirra sé virtur og þeim sé
gert kleift að lifa mannsæmandi
lífi.
Þriðjudaginn 15. febrúar verður
félagsfundur hjá Sjálfsbjörg á höf-
uðborgarsvæðinu í félagsheimilinu
Hátúni 12, kl. 20:00. Þar verður
Stefán Ólafsson með erindi um
„Almannatryggingar og velferð í
fjölþjóðlegum skilningi“. Skora ég
á alla að koma á fundinn og hlíða á
mjög fróðlegt erindi og taka þátt í
umræðunni.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Sjálfsbjargar á höfuðborgar-
s væðinu.
Jóhannes Þór
Guðbjartsson