Morgunblaðið - 12.02.2000, Page 72
12 LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Heimsmeistari
eða sá besti?
SKVk
Wijk aan Zee
CORUS SKÁKMÓTIÐ
15. jan. - 30. jan. 2000
ÞÓ að ringulreið sé ríkjandi um
hver sé heimsmeistari í skák eru all-
flestir sammála um að Gary Kasparov
sé besti skákmaður heims. Þetta
sannaði hann enn einu sinni fyrir
stuttu með sigri sínum á Wijk aan Zee
. ofurmótinu þar sem munaði einum og
hálfum vinningi á honum og næstu
mönnum.
Þrátt fyrir að skákir hans væru
ekki jafnglæsilegar og þegar hann
vann sama mót fyrir ári voru margar
þeirra skemmtilegar og spennandi.
Ein þeirra var í síðustu umferð gegn
Judit Polgar sem hann lagði að velli
eins og í öllum þeirra fyrri viðureign-
um. Eins og jafnan þegar um skákir
Kasparovs er að ræða er skákskýr-
endum vandi á höndum að sldlja hvað
fram fer á borðinu nema komi til fjöldi
leikjaraða og góður skilningur á
flóknum byrjunarafbrigðum. Vonandi
tekst ögn að svipta hulunni af orsök-
um ósigurs svarts með eftirfarandi
skýringum.
Hvítt: Gary Kasparov
Svart: Judit Polgar
Sikileyjarvöm [B80]
I. e4 c5 2.Rf3 d6 3.d4 cxd4 4.Rxd4
Rf6 5.Rc3 a6 6.Be3 Rg4
Upphaf mikilla sviptinga þar sem
svartur leggur mikið á kóngsvængs-
stöðuna. Vinsældir þessa leikmáta á
stórmeistaramótum eiga rætur sínar
að rekja í því að sá sem stýrir hér
hvítu mönnunum hefur beitt því með
góðum árangri fyrir svartan!
7.Bg5 h6 8.Bh4 g5 9.Bg3 Bg7
. 10.h3
10. Be2 er einnig algengur leik-
máti.
10.. .Rf6!?
I Eurotel einvíginu síðasta sumar
lék Polgar 10...Re5 gegn Shirov. Þessi
hugmynd er ný af nálinni og byggist á
því að hafa betri gætur á d5-reitnum.
II. Bc4 Db6!? 12.0-0 0-0
Með þessu lýkur svartur liðskipan
sinni á kóngsvæng og kemur kóngn-
um í betra skjól. Aðrir möguleikar
komu einnig til greina: a)12...Rxe4?
13.Rxe4 Dxd4 (13...Bxd4 14.Dh5 með
stórsókn hvíts) 14.Rxd6+! exd6
15.De2+ og hvítur hefur afbragðs
sóknarfæri fyrir manninn.
b)12...Dxb2!? 13.Dd3!? Annar mögu-
leiki er 13. Dd2 en um báða þessa leiki
' má segja að hvítur hafi ágætis færi
fyrirpeðið.
13.Rde2?!
13. Rb3 hefði verið traustara en
Kasparov hefur sjálfsagt munað eftir
kenningu hins kreddufasta meistara
Tarraseh um að riddari á b3/b6 væri
ávallt slæmur!
13.. .Dxb2!
Nú eða aldrei!
14. Bb3 Da3 15.f4
Rökréttasta áætlunin til að ráðast á
svörtu kóngsstöðuna.
15.. ..Rc6 16.Khl Be6 17.Dd3 Hac8
18.fxg5 hxg5 19.Rd5
Peðsfóm Kasparovs hefur án efa
einnig verið hugsuð sem sálfræðilegt
bragð þar sem andstæðingum hans
líður vel í stöðum þar sem áætlanir
byggjast á sókn og mótspili. Þessi
staða krefst hinsvegar töluverðs stöð-
uskilnings þó að á ytra borði sé allt í
háalofti. Helsti veikleiki svarts er g5
peðið en punktamir á f7 og e7 eru
einnig viðkvæmir. Styrkleikar hans
felast hinsvegar í góðri stjórn á lykil-
reitunum d4 og e5. Af þessum ástæð-
um á áætlun hans að byggjast á að
leika Rh7, Kh8 og þegar hentar Be5
og f6. Með þessu móti ætti staða hans
verða traustari í sessi og þá nýtist
peðsvinningurinn.
19.. .Hfe8?!
Betra var að fylgja áðm-nefndri
uppástungu:
19.. .Rh7! 20.Rxe7+!? Skiljanlega
gat svartur hafa verið hræddur við
þetta og þess vegna hafnað 19...Rh7.
(Hinn möguleikinn var 20.Hadl, en
eftir 20....Da5 stendur svartur betur)
20....Rxe7 21.Bxd6 Da5! 22.Bxe7 Hfe8
23.Bxe6 fxe6 24.Bd6! (24.Dd7 Bxal
25.Dxe6+ Kh8 26.Hxal Dc7 27.BÍ6+
Rxf6 28.Dxf6+ Dg7 svartur stendur
til vinnings) 24....Bxal 25.e5 Kh8!
Annars verður svartur mát. 26.Hxal
(26.HÍ7 Del + 27.Kh2 Dh4! með unnu
tafli á svart) 26....Dd5 með betri
möguleikum fyrir svartan.
20. Hadl Rb4?
Þessi leikur sýnir að svartur hefur
ekki skiiið þau stöðulegu vandamál
sem hann sat frammi fyrir. Það var
grundvallaratriði að skipta ekki upp á
riddaranum á c6 þar sem hann hefur
samband við mikilvægu reitina d4 og
e5. Þó að svartur losni við sterka ridd-
ara hvíts á d5 verður mun erfiðara
fyrir hann nú að finna haldbæra áætl-
un.
21. DÍ3! Rbxd5 22.exd5 Bd7 23.c3!
Spjall leikur sem opnar fyrir bisk-
upinn bl-h7 skálínuna.
23.. .a5 24.Dd3 a4 25.Bc2 Dc5
26.Hxf6!
Að öðram kosti stendur svartur
betur.
26.. .exf6 27.Dh7+ Kf8 28.Rd4 He5
Eini leikurinn sem hindrar með
bærilegum hætti að hvíti riddarinn
hreiðri um sig á f5.
29.Bxe5?!
29. BÍ5! Uppástunga Sergei Shi-
povs. 29...Bxf5 30.RXÍ5 Hxf5 31.Dxf5
með betri stöðu á hvítt.
29.. .fxe5?
Eftir þetta er svarta staðan von-
laus. Betra var: 29...dxe5 30.BÍ5 exd4
31. Bxd7 Hd8 32.Bxa4 dxc3 með u.þ.b.
jafnri stöðu.
30. Re6+! Bxe6 31.dxe6 Hc7
32. Bxa4 d5 33.DÍ5 Dc4 34.Bd7 Df4
35.Dbl! fxe6 36.Bxe6 Ke7 37.Bxd5
Hd7 38.c4 De3 39.Dh7 Kd8 40.Hbl
Df4 41.Be6 He7 42.Bg4 Hf7 43.Dd3+
Dd4 44.Dg6
Svarturgafstupp.
Jón Viktor unglingameistari
Úrslitaeinvígi um titilinn unglinga-
meistari íslands 1999 fór fram á mið-
vikudaginn. Þeir Jón Viktor Gunnars-
son og Björn Þorfinnsson tefldu um
titilinn, en þeir urðu efstir og jafnir á
unglingameistaramótinu. Jón Viktor
sigraði eftir bráðabana, hlaut tvo
vinninga gegn einum vinningi Bjöms.
Úrslitaeinvígi
Nú stendur yfir úrslitaeinvígi
Skákþings Reykjavíkur þar sem þeir
Þröstur Þórhallsson og Bragi Þor-
finnsson berjast um titilinn skák-
meistari Reykjavíkur árið 2000.
Þröstur sigraði í tveimur fyrstu skák-
unum og stendur því mjög vel að vígi.
Bragi mun því vafalaust beijast af
grimmd í næstu skák sem tefld verð-
ur á mánudaginn hjá TR og hefst
•klukkan 19:30.
Skákmót á næstunni
12.2. SÍ. SÞÍ, bamaflokkur
13.2. Síminn-Intemet & SÍ. Mátnet
14.2. TG. Mánaðamót
14.2. Hellir. Meistaramót
15.2. Eldri borgarar. Meistaramót
Daði Orn Jónsson
Helgi Ass Grétarsson
ÍDAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Kettir og
smáfuglar
NOKKRIR kattareigendur
og fleiri hafa lýst yfir
óánægju sinni með átak
Reykjavíkurborgar við að
fanga flækingsketti. Vissu-
lega eru kettir skemmtileg
dýr sem geta veitt okkur
borgarbúum mikla ánægju.
En það eru ekki aðeins kett-
ir og menn sem búa á möl-
inni heldur einnig smáfuglar
sem lífga upp garða borgar-
innar. Kettimir eru senni-
lega ekkert sérlega vinsælir
á meðal smáfuglana. Þetta
hefur alveg vantað inn í um-
ræðuna en ekki vil ég trúa
því að ölluin sé sama um
smáfuglana. í Bandaríkjun-
um hafa rannsóknir leitt í
ljós að líklega drepa kettir
þar í landi um 4-5 miUjónir
smáfugla á dag. Kettir eru
mjög fim veiðidýr, sem hafa
sterkt veiðieðli hvort sem
þeir eru soltnir villikettir
eða vel aldir heimiliskettir.
Ekki virðist skipta máli
hvort kettir hafa bjöllu um
hálsinn því að smáfuglamir
skynja ekki bjölluhljóð sem
náttúrulega hættuaðvömn.
Það er engin spurning að
kettimir hafa talsverð áhrif
á fjölda smáfugla í Reykja-
vík. Mikilvægt er því að fjar-
lægja alla ketti sem er of-
aukið í borginni, þ.e.
villiketti. Einnig þurfa katt-
areigendur að vera ábyrg-
ari. Flestir smáfugla nærast
snemma á morgnana en þá
eru þeir líka einna ber-
skjaldaðastir fyrir árásum
katta. Best er því að hleypa
kettinum út eftir hádegi.
Annars yrðu smáfuglamir
því fegnastir ef kattareig-
endur hefðu alltaf gæludýr
sín inni. Ekki gleyma því að
meðalaldur innikatta er
mun hærri en katta sem fá
að ganga frjálst úti.
Dýravinur.
Á fyrsta aldursárinu
ALVEG er það stórfurðu-
legt að sumt fólk sem virðist
að mörgu leyti skynsamt og
sem kemur með hárréttar
athugasemdir skuli samt
komast að niðurstöðu sem
er þveröfug við þær og röng.
Helga R. Ingibjargardóttir
skrifar í Mbl. 6. febrúar sl.
að böm sem séu svo og svo
margra daga, vikna eða
mánaða gömul séu á fyrsta
aldursárinu. Hárrétt! Allir
vita að það sem er fyrst er
númer eitt eins og fyrsti
dagur ársins er númer eitt,
þ.e. fyrsti janúar. Næst á
eftir kemur síðan númer
tvö.
Á hvaða aldursári em
bömin þá þegar þau em
nýorðin tólf mánaða gömul?
Á öðm aldursári að sjálf-
sögðu, það er ár númer tvö.
Þá era bömin nýorðin eins
árs. Á þriðja aldursári em
þau tveggja ára, á fjórða
aldursári em þau þriggja
ára o.s.frv., alltaf er aldur
bamanna táknaður með
tölu sem er einum lægri en
það sem við köllum aldursár
bamsins. Á tvö þúsundasta
aldursári er Jesú á sama
hátt 1999 ára. Það er ár
númer 2000, við köllum það
árið 2000. I byijun ársins
2001 er tvö þúsundasta og
fyrsta aldursár Jesú er hann
2000 ára. Þá fyrst em alda-
mót og þá fyrst er Jesú orð-
inn 20 alda gamall.
Þetta segir brjóstvitið án
þess að leitað sé til trygg-
ingastærðfræðinga.
Það kemur ekkert málinu
við þótt Rómverja hafi vant-
að tákn fyrir núll. Við höfum
tákn fyrir núil en köllum
samt fyrsta dag ársins núm-
er eitt en ekki númer núlí.
Tímabil era nefnilega talin
alveg eins og fingur eða kar-
töflur upp úr poka. Það
fyrsta er nr. 1.
Carl J. Eiríksson.
Nöturleg staðreynd
Það er nöturleg staðreynd í
byijun 21. aldarinnar að
þurfa kannski að beijast aft-
ur fyrir vökulögum eins og
gert var í byijun þeirrar 20.
Lesandi.
Tapad/fundíd
Seðlaveski týndist
Brúnt karlmannsseðlaveski
týndist í verslun á Eiðis-
torgi laugardaginn 29. jan-
úar. I veskinu em sænsk
skilríki sem eigandi saknar
sárlega. Skilvís finnandi hafi
samband við Þorstein í síma
552-7651.
Skinnhanskar týndust
Svartir skinnhanskar týnd-
ust fyrir 2-3 vikum síðan.
Skilvís íinnandi haíi sam-
band í síma 551-8510.
Lyklakippa í óskilum
Lyklakippa fannst á gang-
braut neðst við Urðarbraut í
Kópavogi. Upplýsingar í
síma 554-2149.
Gleraugu týndust
Gleraugu, með ljósbmnni
umgjörð, svokölluð hálf um-
gjörð, merkt að innan Oh-
vers People, týndust fyrir
ca. 2 vikum. Skilvís finnandi
haíi samband í síma 697-
7999.
GSM-súni týndist
GRAR/svartur Ericsson
gsm-sími týndist sl. laugar-
dag í miðbæ Reykjavíkui-.
Skilvís finnandi hafi sam-
band í síma 557-3385 eða
864-9210.
Myndavél í óskilum
Stafræn myndavél fannst sl.
þriðjudag í Kópavogi. Upp-
lýsingar í síma 897-2259.
Hringur týndist
Gullhringur (baugur) með
mörgum steinum týndist á
bílaplaninu við Glæsibæ sl.
mánudag. Hringurinn hefur
mikið tilfinningalegt gildir
fyrir eiganda. Skilvís finn-
andi hafi samband 483-4927.
Fundarlaun.
Kápa týndist
í Borgarleikhúsinu
I aftnælishóíi leikskólakenn-
ara í Borgarleikhúsinu 6.
febrúar vora dökkgrá kápa
frá versluninni Kello og nýir
svartir leðurhanskar tekin í
misgripum. Önnur eins, en
stærri, var skiíin eftir ásamt
leiðurhönskum og öðrum
hvítum bómullarhönskum.
Kápunnar og hanskanna er
sárt saknað. Vinsamlega
hafið samband við Valgerði í
heimasíma 557-4252 eða
vinnusíma 557-2350.
Með morgunkaffinu
Góðan daginn, Sigurð-
ur. Hvemig gengur
með litla snáðann?
Jæja, ég verð að drífa
mig. Ég þarf að fara á
áriðandi fund núna.
Hvernig líst þér á
peysuna?
Ég ætla að kvarta
undan pottablómi sem
ég keypti hjá ykkur í
sfðustu viku.
Víkveiji skrifar...
VÍKVERJA er meinilla við ketti
og styður því heilshugar katta-
hreinsunaraðgerðir borgarstjórnar.
Víkverji hefur haft andúð á köttum
allt frá bamsaldri og má rekja þetta
neikvæða viðhorf til þess tíma er
hann var í sveit hér í eina tíð. Vík-
verji náði aldrei neinu trúnaðar-
sambandi við kettina á bænum, en
hins vegar urðu hundamir góðir vin-
ir hans. Og þar sem hundamir áttu í
stöðugu stríði við kettina hlaut Vík-
verji að taka afstöðu með þeim, það
er að segja hundunum, gegn þessum
leiðindaskepnum, köttum.
í tvígang hefur Víkverji mátt
horfa upp á kattarkvikindi grannans
drepa smáfugla, sem höfðu tekið sér
bólfestu í garði Víkverja. Það vora
ljótar aðfarir. Vissulega má til sanns
vegar færa að veiðieðlið sé köttum í
blóð borið, en það er ekki sama
hvernig farið er að hlutunum.
Það sem ræður þó úrslitum um að
Víkveiji á aldrei eftir að taka ketti í
sátt er að hann hefur áþreifanlega
sönnun fyrir því að kettir era skað-
ræðisskepnur, sem valda spjöllum á
eigum manna. Málsatvik vora þau að
síðastliðið sumar tók Víkveiji eftir
torkennilegum rispum á húddi
splúnkunýrrar bifreiðar sinnar.
Skýringin á þessum rispum kom í
Ijós skömmu síðar er Víkverji kom út
á sólríkum morgni, en þá lá kattar-
kvikindi á húddinu og sleikti sólina.
Kvikindið lét sem það ætti bílinn,
hvæsti, setti upp kryppu og var með
tóm leiðindi og stæla þegar Víkveiji
reyndi að reka það af húddinu, sem
þó tókst um síðir, eftir að kötturinn
hafði bætt við nokkram rispum í ný-
legt lakkið. Tjónið er tilfinnanlegt
enda kostar tugi þúsunda að sprauta
húddið. Nú spyr Víkverji kattavini
og aðra, sem tekið hafa þessar skað-
ræðisskepnur upp á arma sína: Hver
á að bera tjónið? Og hvemig á Vík-
veiji að leita réttar síns í þessu máli?
XXX
MORGUNBLAÐIÐ greindi frá
því nú í vikunni hvemig neysla
helstu kjöttegunda hefur breyst á
síðustu árum. Þar kom meðal annars
fram að samdráttur hefiir orðið í
neyslu kindakjöts; árið 1992 var
kindakjöt 49% af heildameyslunni,
en var komið niður í 37% árið 1999.
Það sem stakk Víkverja varðandi
þessi tíðindi var hins vegar sú stað-
reynd, að framleiðsla á kindakjöti
hefur ekki dregist saman í takt við
þessa þróun heldur virðist hún hafa
aukist ef marka má tölur frá síðasta
ári, sem gefa til kynna að framleiðsla
á kindakjöti hafi aukist um 5,7%.
Það þarf ekki mikinn speking til að
sjá að svona búskaparhættir kunna
ekki góðri lukku að stýra. Hér fljóta
menn greinilega sofandi að feigðar-
ósi, og Víkveiji slær þessu fram án
nokkurrar illkvittni í garð einstakra
aðila, sem hér kunna að eiga hlut að
máli. Staðreyndin er hins vegar sú að
neysluvenjur, ekki bara hér á landi
heldur víðs vegar um heiminn, hafa
tekið miklum breytingum á undan-
förnum áram og menn þurfa auðvit-
að að laga sig að breyttum aðstæðum
í ljósi þess.
En hvað kjötneyslu varðar er auð-
vitað ekki loku fyrir það skotið að
nýjustu tíðindi úr kjúklingabransan-
um gætu orðið til að auka neyslu
lambakjöts á ný. Víkverji er að
minnsta kosti ekki í vafa um hvom
diskinn hann myndi velja, ef valið
stæði á milli lambakjöts eða „campyl-
obactersýkts“ kjúklingakjöts.