Morgunblaðið - 12.02.2000, Síða 77

Morgunblaðið - 12.02.2000, Síða 77
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000 77 FÓLK í FRÉTTUM M'T'TTirrrmrrr'rrr Spuna- ævintýri fyrir fullorðna ANNAÐ kvöld kl. 20 frumsýnir Sauðkindin, Leikfélag Menntaskólans í Kópavogi, spuna- söngleikinn „Skuggasvein" f félagsheimili Kópa- vogs. Þátttakendur sýningarinnar eru rúmlega þrjátíu talsins en mun fleiri hafa unnið að undir- búningi. Leikstjóri sýningarinnar er Agnar Jón Egilsson og tónlistarstjórn er í höndum Guð- mundar Inga Þorvaldssonar leikara, en hann stjórnar 8 manna hljómsveit sem er á sviðinu all- an tímann. Sköpunargleðin nýtur sín Söngleikurinn Skuggasveinn er saminn af leikhópnum, leikstjóranum og tónlistarstjóran- um í sameiningu með spunaleik og eru allir í leikhópnum sammála um að það sé ótrúleg upp- Iifun að gefa ímyndunaraflinu og sköpunargleð- inni gjörsamlega lausan tauminn líkt og gert er í spuna. Þeim finnst því viðeigandi að nota undir- titilinn Spunaævintýri fyrir fullorðna á verkinu. Söngleikurinn er lítillega byggður á evrópsku ævintýri sem fjallar um forboðna ást ungs pars í skógi hins illa. En spurningin er hvað gerist ef engin takmörk eru fyrir því sem lagt er í sölum- ar til að eignast sinn heittelskaða? „Þetta er sígild saga um baráttu góðs og ills og með mjög sterkri tilvísun í hinn hraða heim æskunnar þar sem ekkert mál er að kaupa gleði og harningju," segir leikstjórinn Agnar Jón Eg- Aðstandendur söngleiksins Skuggasveins. ilsson. „Skammtímalausnirnar bjóðast kaupum og sölum á hveiju horni og eiturlyfjaneysla ungs fólks færist í aukana með hveiju árinu samfara aðgengi eiturlyfja. Texti og tónlist úr ýmsum áttum „„Bara að pmfa er að bjóða hættunni heim og möguleikinn á því að ánetjast er orðinn að raun- veruleika", er undirtexti sýningarinnar, sama hversu saklaus ásetningurinn er í byrjun," bætir Agnar glottandi við og heidur áfram: „Ungl- ingar em orðnir þreyttir á hræðsluáróðri og þurri fræðslu, þeir þrá að vera upplýstir og upp- lýsa aðra en það verður að gerast á máta sem hægt er að hafa gaman að. Skuggasveinn er ekki predikunarverk heldur skemmtileg leiksýning með söng, dansi og lifandi tónlist. Ævin- týraformið hentar líka fullkomlega til að koma mikilvægum boðskap til skila. Innst inni hafa all- ir að geyma sögusjúkt barn sem þráir að láta skemmta sér, gleðja sig, hræða sig og fræða. Þess vegna er ævintýrið svona heppilegt form.“ Víða var leitað fanga hvað texta sýningarinn- ar varðaði og er frumsömdum texta blandað saman við þýðingar úr ýmsum verkum og fór mikill tími í að finna réttan farveg fyrir bundna málið, en það er í hávegum haft í sýningunni. Tónlistin er einnig úr öllum áttum og hafa Guðmundur Ingi Þorvaldsson tónlistarstjóri og hópur hljómlistarmanna í MK sem skipa hljóm- sveitina, blandað saman stefúm og lögum við frumsamið efni Guðmundar. Við sögu koma lög eftir Dolly Parton, Sherman and Sherman, Smokie, úr Söngvaseyði, og barnagælur sem glæða sýninguna gleðilegu og fjörlegu lífi. Hópurinn sem stendur að sýningunni hefur að eigin sögn skemmt sér konunglega við æfingar að undanförnu og allir hafa lagt sitt af mörkum til að gera sýninguna sem best úr garði. Nú krossleggja þau fingur og vona að undirbúning- urinn komi ekki niður á prófunum í vor og að fleiri en þau sjálf komi til með að hafa gaman af- söngleiknum Skuggasveini. I3ICMIEGA E-vítamm Sindurvari sem verndar frumuhimnur líkamans. Fæst í næsta apóteki. o Omega Farma Wappaðu á sjova.is/wap Bílalán Á WAP síðum sjova.is getur þú reiknað út bílalán og afborganir á meðan þú skoðar þig um á bílasðlunni. Bifreiðaútboð Þú getur líka skoðað síðustu útboð á tjónabifreiðum Sjóvá-Almennra, og gert tilboð hwaðan sem er og næstum - hwenær sem er. Er hægt að hugsa sér auðweldari leið! Nánari upplýsingar finnur þú á sjova.is Wilt þú fara auðwelda leið?!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.