Morgunblaðið - 20.02.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.02.2000, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ Sífellt fleíri deyja í umferðinni hér á landi. Síðan um áramót hafa sex manns látist sem þýðir eitt banaslys að meðaltali á viku, flest urðu slysin úti á landsbyggðinni. Hildur Einarsdóttir kannaði hvað hægt væri að gera í stöðunni en þeir sem starfa við þessi mál eru slegnir yfír tíðindunum. SÍÐAN um áramót hafa sex manns látist í fimm umferð- arslysum hér á landi. Öll slysin nema eitt urðu fyrir utan höfuðborgarsvæðið. „Þetta er framhald þeirrar óheillaþróunar undanfarinna ára að mörg alvarleg slys verða út á þjóðvegum landsins," sagði Óli H. Þórðarson fram- kvæmdastjóri Umferðarráðs. „Mörg þessara slysa gerast við erfiðar að- stæður: Roki, þéttri úrkomu, skaf- renningi og hálku eins og er algeng veðrátta á þessum árstíma. Við erum sífellt að brýna fyrir ökumönnum að aka eftir aðstæðum en stór hópur lætur ekki segjast og oft verða slys þegar menn aka framúr við mjög erf- ið skilyrð. Sumum þessara öku- manna dettur ekki í hug að draga úr ferð við mætingar, blaðra í síma í óf- ærðinni og treysta í blindni á ein- hvem ofurmátt sem þeir halda að búi í bíl sínum. Heiðviðrir ökumenn eru dag hvern að bjarga málum þegar þessir ökuþórar þjösnast áfram, oft á kostnað annarra vegfarenda.Venju- legir vegfarendur þessa lands eiga heimtingu á að svona menn séu tekn- ir úr umferð og lögreglan fari ekki um þá silkihönskum.“ Þorgrímur Guðmundsson aðal- varðstjóri umferðardeildar Lög- reglunnar í Reykjavík tekur undir þetta og segir að fólk sé ekki nógu gætið við hættuleg skilyrði. „Til dæmis ef það er bylur þá slær fólk tæpast af ferðinni og lendir á næsta bíl. Þetta er aðalástæðan fyrir sjö til tíu bíla árekstrum sem voru hér ný- lega á höfuðborgarsvæðinu. Þriggja til fjögurra bíla árkestrar töldust til tíðinda hér fyrr á árum en nú ypta menn bara öxlum þegar þeir lenda í slíkum árekstrum eins og það komi þeim ekkert á óvart. Bflstjórar sem telja sig þekkja aðstæður lenda ekk- ert síður í stórslysum en fólk sem komið er langt að sem sýnir ofmat á sjálfum sér og aðstæðum," sagði Þor- grímur ennfremur. Maðurinn aðalorsaka- valdur umferðarslysa Undanfarin ár, ef undan eru skilin árin 1989 og 1995, virðist tala þeirra er bíða bana í bifreiðum í umferðar- slysum hafa lækkað stöðugt ef und- Hraðamælingar Hringvegur í Þórust.mýri Hringvegur á Hellisheiði Meðalt. 85% Meðalt. 85% 1983 78,4 87,6 84,9 95,0 1984 79,6 90,1 88,4 98,3 1985 82,6 93,6 86,3 98,6 1986 81,4 91,2 - - 1987 - - 87,9 97,7 1988 82,9 92,2 93,3 104,2 1989 91,1 101,1 94,1 103,9 1990 88,9 97,9 89,6 99,3 1991 86,5 95,9 93,0 102,5 1992 87,1 96,7 92,8 102,3 1993 88,9 95,3 93,0 102,3 1994 - - - - 1995 - - - - 1996 90,7 99,5 95,9 104,8 1997 - - - - 1998 - - 96,4 104,0 1999 99,1 103,2 96,7 104,6 Vegagerðin hefur á undanförnum árum fylgst með ökuhraða á nokkrum vegarköflum. Mældur er hraði fólksbíla í km/klst. þar sem akstur er óþvingaður af annari umferð. Reiknaður er meðalhraði allra bíla og „85%“ hraði, sem er sá hraði sem 85% af bílunum halda sig innan. anskilið er árið 1998 en þá fjölgaði dauðaslysum verulega eða úr 15 í 27 talsins en fækkaði aftur á árunum 1998-99 úr 27 í 21 þannig að um raun: verulega fækkun er ekki að ræða. I samburði við fjölda látinna í umferð- arslysum á Norðurlöndum er ekki mikill hlutfallslegur munur á milli landanna hvað þetta varðar. En hverjar eru helstu orsakir umferðar- slysa hér á landi? í ársskýrslu Rannsóknarnefndar umferðarslysa fyrir árið 1998 kom fram að útafakstur er orösk 56% slysanna og 22% vegna áreksturs framan á aðra bifreið og í 11% atvika var ekið á gangandi vegfarendur. Að- alorsök banaslysa í umferðinni árið 1998 er því tengd ökumanni í flestum tilfellum og er það í samræmi við það sem gerist erlendis að sögn Ágústar Fjöldi látinna í bifreiðaslysum og notkun öryggisbúnaðar 1987-1999 19 20 5 21 23 13 Belti 15 8 7 9 13 11 10 9 13 Ekki belti 6 2 I 8 8 A 9 5 2 5 12 11 20 6 14 7 6 8 12 6 3 15 7 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 Mogensen starfsmanns Rannsóknar- nefndar umferðarslysa. Virðingarleysi fyrir lögum og reglum Við nánari sundurliðun ofan- greindra upplýsinga kemur í ljós að helsta orsök banaslysa í umferðinni hér á landi árið 1998 má rekja til van- rækslu á notkun bflbelta eða í 30% at- vika. Notkun bflbelta skiptir gífur- lega miklu máli ef slys eða óhöpp eiga sér stað að sögn þeirra sem við rædd- um við. Önnur mikilvæg orsök er áfengisneysla við akstur og þriðji helsti orsakavaldurinn er aðgæslu- leysi í umferðinni eins og hraðakstur í beygju og biðskylda ekki virt. „Ef við höldum áfram að tala um orsök alvarlegra umferðarslysa sem rekja má til mannlegra bresta má benda á þætti eins og agaleysi og virðingarleysi fyrir lögum og reglum sem gilda í umferðinni," sagði Þor- grímur. „Menn þurfa að átti sig á að um- ferðarlögin eru samskiptareglur öku- manna og vegfarenda og ef út af þeim er brugðið er næsta víst að maður lendir í óhöppum. Það þarf því ekkert síður hugarfarsbreytingu hjá ökum- önnum til að fækka umferðarslysum. Stundum er sagt að íslenskt samfé- lag sé agalítið og það endurspeglist í umferðinni, kannski er eitthvað til í því. Svo getur það líka komið fyrir að af einhveijum ástæðum er ekki hægt að koma í veg fyrir slys og menn tala þá gjaman um örlög í því sambandi en fyrst og fremst er það undir manni sjálfum komið hvernig tekst til í umferðinni." Flest dauðaslys á þjóðvegum landsins í ársskýslu Rannsóknamefndar umferðaslysa frá 1998 kemur fram að 22 létust í umferðarslysi í dreifbýli og 5 í þéttbýli. En þegar skoðað er meðaltal síðustu 8 ára þá eiga 60% banaslysa sér stað í dreifbýli. Sam- kvæmt tölum frá árinu 1999 þá létust 15 í umferðarslysum úti á landi en 6 á höfuðborgarsvæðinu,- Það er vona að menn spyrji hvað sé til ráða? Það var álit margra sem við rædd- um við að fækka mætti slysum úti á landsbyggðinni með aukinni lög- gæslu samhliða áróðri. „Ég er ekki einn um að vilja fá miklu meiri löggæslu út á þjóðvegina þar sem til viðbótar er beitt nýjustu tækni eins og hraðamyndavélum," sagði Óli H. Þórðarsson. „Það er ekki þar með sagt að þurfi að fjölga lög- reglumönnum alls staðar heldur þurfi að breyta áherslum þannig að fleiri lögreglumenn verði sýnilegri og sinni umferðareftirliti í auknum mæli. Auðvitað er þetta misjafnt eftir lögregluumdæmum." „Það er skoðun Ríkislögreglustjór- embættisins að það þurfi aukna lög- gæslu á þjóðvegunum og hefur verið reynt að bæta við hana á síðustu ár- um,“ sagði Jón Bjartmarz, yfirlög- regluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra „Stofnuð var sérstök umferðardeild hjá embættinu í þessum tilgangi. Við erum með þrjá menn í fullri vinnu við þessi löggæslustörf. Um Verslunar- mannahelgina var þeim fjölgað tíma- bundið í níu vegna aukinnar umferð- ar. Umferðardeildin starfrækir tvo ómerkta lögreglubfla sem eru útbún- ir með hraðamyndavélum og keyrsl- uradar. Með þessu fyrirkomulagi er- um við að byggja upp umferðareftirlit sem er bæði sýnilegt og ósýnilegt og komum við sem við- bót við löggæsluna á hverjum stað- ,“segir hann. Sektir og fangelsanir Hjálmar Björgvinsson aðalvarð- stjóri hefur yfirumsjón með starf- semi umferðardeildar Lögreglu- stjóraembættisins. Hann kvað umferðardeildina vera umdæmunum til aðstoðar allan ársins hríng og ynni hún í náinni samvinnu og samráði við heimamenn á hverjum stað. „Við vor- um til dæmis nýlega í heila viku á Reykjanesbraut í almennu eftirliti. Það kom mér á óvart hve fólk var að flýta sér mikið í flug. Ég hefði talið að það gæfi sér góðan tíma til að komast á áfangastað. Fólk virðist alltaf vera að flýta sér hvort sem það er í júlí í góðu færi eða á þessum árstíma, en allt of margir voru kærðir fyrir of hraðan akstur og önnur umferðar- lagabrot. Við verðum einnig vör við mjög mikinn ökuhraði á þjóðvegun- um í kringum höfuðborgina. Þar eru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.