Morgunblaðið - 20.02.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.02.2000, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 20. PEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ BARATTAN UM GROSNÍ Ljósmynd/Thomas Dworzak Ungur drengur bíður eftir mat við hjálparmiðstöð í hverfinu Staropromíshlovskí. Tllgangslaus eyðilegging? GROSNÍ, höfuðborg Tsjetsjníu, hefur nánast algjörlega verið lögð í rúst; hún er óbyggileg, jafnvel eymdarstaður fyrir hungraða villi- hunda sem rífa í sig líkin sem liggja enn í húsarústunum. „Hundarnir éta líkin,“ hefur breska blaðakonan Janine di Giov- anni eftir Hussein, tsjetsjneskum sjálfboðaliða sem hefur tekið að sér að grafa lík í borginni. 400.000 manns bjuggu í Grosní áður en árásirnar hófust en hún er nú orðin að draugaborg eftir lát- laust sprengjuregn í fjóra mánuði, hörðustu sprengjuárásir í Rúss- landi frá síðari heimsstyrjöldinni. Fréttamenn í borginni segja að erfitt sé að fmna byggingu sem ekki hafi verið stórskemmd eða lögð al- gjörlega í rúst. Þeir fáu sem dvelja enn í borginni hírast í kjöllurum, án rennandi vatns, rafmagns, húshit- unar og símasambands. Pýrrhosarsigur? Breski blaðamaðurinn Mark Franchetti segist ekki hafa séð eina einustu óskemmda byggingu í fjög- urra klukkustunda ökuferð frá út- jaðri Grosní til miðborgarinnar. Fögnuður Rússa eftir að þeir náðu borginni á sitt vald virðist innan- tómur í ljósi eyðileggingarinnar í borginni. „Tsjetsjneska höfuðborg- in er á valdi Rússa, en það er erfitt að sjá hvað þeir geta gert við hana. Líklega þarf að ryðja meginhluta hennar í burtu með jarðýtum. Jafn- vel rússneskir herforingjar viður- kenna að miklu erfiðara verði að endurreisa borgina en að hertaka hana.“ Franchetti segir ennfremur í grein í The Times að orrustan um Grosní virðist hafa verið algjörlega tilgangslaus, „pýrrhosarsigur sem kostaði þúsundir manna lífið.“ Talið er að allt að 40.000 Grosní- búar hafi verið í borginni þar til ár- ásunum lauk þegar þorri skærulið- anna hörfaði úr borginni um síðustu mánaðamót. Nú er talið að þeir hafi verið miklu færri og flestir hafi flúið borgina löngu áður, annaðhvort til þorpa og bæja í Tsjetsjníu eða til nágrannahéraðsins Ingúsetíu. Þeir sem dvelja enn í borginni, aðallega konur og aldrað fólk, saka rússneska hermenn um að stela öllu steini léttara, skjóta af handahófi inn í kjallara og nema ungar konur á brott. Mannréttindahreyfingin Human Rights Watch segir að rússnesku hersveitimar haldi hundruðum sak- lausra borgara í fangabúðum í Tsjetsjníu þar sem fólkið sæti dag- legum pyntingum. Hermennirnir hafi flutt þangað 400 manns frá Grosní einni og algengt sé að kon- unum sé nauðgað. Þýski ljósmyndarinn Thomas Dworzak tók þessar myndir þegar hann var í Grosní 12.-15. þessa Konur, sem flúðu árásirnar á Grosní, ganga frá húsi sínu eftir að hafa mánaðar. snúið aftur til borgarinnar. Heimili þeirra eyðilagðist í árásunum. Starfsmaður rússneskrar stofnunar, sem annast neyðaraðstoð, ber brauð til borgarbúa. Rússneskur hermaður fylgist með sprengingu í byggingu í Grosní. Rússneski herinn sprengir byggingar sem taldar eru hættulegar vegna sprengigildra. mr- Tsjetsjnesk kona við hús sitt sem var lagt í rúst þegar rússneskar herþyrlur gerðu árásir á þorp á fióttaleið skæruliðanna. Óttast margra ára stríð RÚSSNESKI herinn kveðst hafa orðið hundruðum tsjetsjneskra skæruliða að bana eftir að þeir flúðu frá Grosní um mánaðamótin, m.a. allt að 300 skæruliðum sem hafi farið inn á jarðsprengjubelti í grennd við tsjetsjnesku höfuðborg- ina. Talið er að um 2.000 skæruliðar hafi komist undan og haldið til fjalla í suðurhluta héraðsins þar sem um 5-7.000 skæruliðar voru fyrir. Rússneskar herflugvélar hafa haldið uppi hörðum árásum á fylgsni skæruliðanna í fjöllunum síðustu daga og rússnesk stjórn- völd segjast stefna að fullnaðar- sigri í stríðinu innan mánaðar. Ekki eru þó allir rússnesku her- mennirnir trúaðir á að átökunum ljúki í bráð. Nokkrir þeirra hafa viðurkennt í samtölum við frétta- menn að þeir óttist að stríðið standi í mörg ár og kosti miklar blóðsúthellingar. „Við ætlum að flæma þessa stigamenn af fjöllun- um og þeir hörfa þá eitthvað ann- að. Svo þurfum við að elta þá aft- ur,“ hafði blaðamaður The Times eftir ungum hermanni á skrið- dreka á Minutka-torgi í miðborg Grosní. „Skriðdreki er ekkert annað en hreyfanleg líkkista," sagði annar hermaður og bætti við að dæmi væru um að skæruliðar hefðu elt uppi skriðdreka og kastað hand- sprengjum inn í þá. 3.000 hermenn sagðir fallnir Rússneskur herforingi í Tsjet- sjníu hefur fullyrt að a.m.k. 3.000 hermenn hafi þegar fallið í átökun- um í Tsjetsjníu og að dánartalan hækki með hverjum deginum sem líður. Yfirstjórn hersins hefur hins vegar sagt að átökin hafi kostað tæplega 1.500 hermenn líílð. Herforinginn segir að yfirmenn hersins vilji gera eins lítið úr mannfallinu og kostur er af ótta við að almenningsálitið snúist gegn hernaðinum fyrir forsetakosning- arnar í Rússlandi í næsta mánuði. Samkvæmt nýlegri viðhorfskönnun í Rússlandi eru um 70% lands- manna enn hlynnt hernaðarað- gerðunum í Tsjetsjníu. Þýski Ijósmyndarinn Thomas Dworzak tók myndirnar til hægri af skæruliðum sem flúðu frá Gros- ní um mánaðamótin. Dworzak og breska blaðakonan Janine di Giov- anni voru þá einu fjölmiðlamenn- irnir sem staddir voru meðal skæruliða í Tsjetsjníu. Slík ferð er ekki hættulaus því af 50 útlendingum sem fóru til Tsjet- sjníu árið 1998 voru 38 teknir í gíslingu, að sögn Giovanni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.