Morgunblaðið - 20.02.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.02.2000, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ IÞRÓTTIR Mistoka mistök mund „ÞAÐ er grátlegt hvað menn geta sett Ijótan blett á knatt- spyrnuna með ýmsum uppátækjum. Menn ( Englandi, á Ítalíu og Spáni hafa reynt að skaða knattspyrnuna,“ sagði Karl Heinz Rummenigge, varaforseti Bayern Miinchen, í viðtali við þýska blaðið Sport Bild. Rummenigge, sem sagður er vera fyrirmynd þýskrar knatt- spyrnu vegna fágaðrar framkomu sinnar, var ekki að spara stóru orðin þegar hann ræddi um þróunina hjá þessum þremur knattspymuþjóð- um. Rummenigge sagðist ekki hafa vitað hvort hann ætti að brosa eða gráta þegar hann las um þær hug- myndir enskra knattspyrnumanna, að þeir fengju sérstakt gjald fyrir þau mörk sem þeir skora og sýnd eru í sjónvarpi - þeir vildu fá hluta af sjónvarpstekjum. „Þeir vilja taka gjald fyrir það sem þeir eru að gera á opinberum vettvangi. Sumir hót- uðu að fara í málaferli til að fá sitt fram. Þessi hótun frá enskum leikmönn- um, til dæmis, og tilboð Juventus upp á tvo milljarða í sau- tján ára óharðnaðan táning - já, og síðan krafa Barcelona uppá sex milljarða félagaskiptagjald fyrir einn leikmann - Rivaldo - sýnir að margir sem koma nálægt knatt- Alls hafa tveir milljarðar farið í ýmsar fjárfestingar hjá Bor- ussia Dortmund, ríkasta liði þýskrar knattspyrnu. Tuttugu landsliðsmenn eru á launaskrá liðsins auk fjöl- margra sem ekki leika með landslið- um þjóða sinna. Sem sagt - heimsúr- val leikmanna írá hinum ýmsu þjóðlöndum og frá öllum heimsálfum. Margir hafa talið að þessi mannsöfnuður ætti að nægja til að ná upp á toppinn. Það er öðru nær, því leiktíðin í Þýskalandi hefur verið ein sorgarsaga fyrir Dort- mundara. Hver ber ábyrgðina? Svarið er Michel Skibbe, þjálfarinn ungi, og forseti félagsins, dr. Gerd Niebaum, sem lét hinn unga þjálfara segja hvemig hlutirnir ættu að vera. Það er ljóst að Niebaum var gjörsamlega blindaður af hæfileikum Skibbe, sem hafði unnið gott unglingastarf hjá Dortmund. Rétt eftir að Niebaum hafði öllum á óvart framlengt samn- ing við Skibbe, sat hann kvöldverð- arboð með gömlum stjömuleik- mönnum félagsins. Hrókur alls fagnaður spurði Niebaum stjörnurnar hvort þeir hefðu ekki gert það sama og hann, að framlengja samning við þjálfarann og gefa leikmönnunum þannig merki um, hver stjómaði í framtíðinni. Vandræðaleg þögn kom - og loks þegar einn hinna gömlu leikmanna sagði ákveðið nei! fylgdi hvert neiið af öðru. Niebaum varð afar móðgaður og stóð upp og rauk á dyr án þess að kveðja. Það virtist engu breyta þó Dort- mund félli úr hverri keppninni af annarri, alltaf stóð Niebaum við bak- ið á hinum unga þjálfara. En öllum öðrum var löngu ljóst að hann réð ekki við hlutverk sitt. Leikmenn eins og Thomas Hássler og Andy Möller náðu sér ekki á strik og þá missti Jurgen Kohler taktinn - þeir léku verrog verr. Það fór svo að Hassler fór frá liðinu fyrir ekki neitt. Það var ljóst að leikskipulag Dortmundar var ekki nægilega gott - leikmenn liðsins réðu ekki við það. Hvorki Niebaum né Skibbe vildu viðurkenna að þeir væru að gera mistök. Brasilíumennimir Dedu og Evan- ilson leika með Dortmund - þó svo að vitað er að þeir ráða ekki við hlut- verk sitt. Þrátt fyrir að þeir hafa lítið sýnt voru samningar þeirra við liðið framlengdir nýlega. Blaðran sprakk síðan á dögunum. Það vora peninga- mennimir bak við Dortmund sem sögðu hingað og ekki lengra - þeir þving- uðu fram afsögn Skibbe, en ekki Niebaum, sem segir eftir sem áður að Skibbe sé mjög hæf- ur þjálfari. Það er sagt að ef Dortmund fari ekki að rétta fljótt úr kútnum, verði afar erfitt að setja félagið á hlutabréfamarkað og standi liðið illa þegar það verður gert, er ljóst að um gífurlegt peningatap verður að ræða. Tal- ið er að Skibbe sé sé fyrsti, en ekki sá síð- asti, sem fær að taka pokann sinn hjá Dortmund. Reuters Michael Skibbe, fyrrverandi þjálfari Dortmund, fagnar ásamt Victor Ikpeba þegar allt lék í lindi. Reuters Alan Shearer, hinn marksækni leikmaður Newcastle og enska landsliðsins, myndi fá góðar peningaupphæðir í vasann, ef hann fengi borgar fyrir hvert mark sem hann skorar. Hér fagnar hann marki sem hann skoraði hjá Sheff. Wed. án þess að Kevin Pressman markvörður kæmi vörnum við. spymunni era búnir að tapa áttum - hættir að sjá mun á réttu og röngu. Þeir era margir sem leggja sitt af mörkum til að vinna skemmdarverk á knattspyrnunni. Að ætla að krefjast hlutdeUdar í sjónvarpstekjum vegna skoraðra marka er fásinna og leikmenn virð- ast vera búnir að gleyma því að laun hafa rokið upp úr öllu valdi einmitt vegna sjónvarpsteknanna. Þá er annaðhvort að við lokum bara sjopp- unni eða öll laun verða snarlækkuð aftur, um annað er ekki að ræða,“ sagði Rummenigge. Guido Tognoni, blaðafulltrúi Knattspymusambands Evrópu, UEFA, segist efast um að samtök knattspyrnumanna komi tillögu um gjald fyrir skorað mörk í gegn. Aðrir líkja því við rétt lagahöfundar á lagi sínu - að fyrir það þarf að greiða þegar lagið er spilað. „Græðgi leikmanna er takmarkalaus," segir Rummen- igge og bætir við: „Eftir Bosman- dóminn kemur manni ekkert lengur á óvart.“ Samband atvinnuknattspyrnu- manna í Frakklandi fær nú þegar 1% af öllum sjónvarpstekjum. Tekjumar fara í sameiginlegan sjóð, sem leikmenn eiga, og er svo notað- ur til að greiða fyrir æfingabúðir leikmanna sem hafa engan samning í augnablikinu, svo að þeir geti haldið sér í æfingu. Breska atvinnumannasambandið vill hins vegar miklu stærri bita af kökunni og er hinn þekkti, þýski sjónvarpsmaður Herbert Fassbind- er ekki í vafa um að þeir muni koma vilja sínum fram. „Eg sé þegar hend- ur leikmannanna á hítinni," segir Fassbinder og bætir við: „Hvað gerist ef David Beckham segist ekki skrifa undir samning nema hann fái 5% af þeim peningum sem sjónvarp- ið greiðir - segist einfaldlega vera skemmtikraftur á heims- mælikvarða og vilja fá laun sam- kvæmt því? Eg er viss um að hann kæmi þessum vilja sínum fram. Stjömurnar era óseðjandi og fá allt- af vilja sínum framgengt fyrr eða síðar.“ Guido Tognoni segir að samband atvinnumanna í Evrópu sé farið að taka sér NBA-sambandið til fyrir- myndar, þar sem allt er lamið í gegn með hörku og vinnustöðvunum. „Sjáið bara hvað þeir gerðu síðasta leiktímabil, þegar menn voru í verk- föllum og aðeins leikið hálft tímabil. Það var mikill skaði fyrir NBA - skaði sem aldrei verður bættur. NBA-deildin verður aldrei söm,“ sagði Tognoni. Emerson hefur lækkað í verði RAINER Calmund, framkvæmdastjóri Bayern Leverkusen, nagar sig scnnilega í handarbökin þegar nafn Brasilíumannsins Emerson er nefnt þessa dagana. Mörg kunn lið í Evrópu vildu kaupa Emer- son sl. sumar, en forráðamenn Leverkusen ýtlu öllum kauptilboð- um frá sér, þó svo að lið eins og AC Milan og Parma hafi verið til- búin að borga tvo milljarða kr. fyrir Emerson. Nú hafa bæði þessi lið misst áhugann og AS Rom, sem vildi einnig fá Emerson til sín, er nú aðeins tilbúið að greiða 1200 milljónir króna fyrir hann. Emer- son hefur því lækkað verulega í verði. Karl Heinz Rummenigge er ekki ánægður með ýmis uppátæki „Græðgi leikmanna er takmarkalaus“ ofan hjá Dort-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.