Morgunblaðið - 20.02.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.02.2000, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ Lengi hafa menn haft áhyggjur af erlendum áhrifum á ástkæra ylhýra málið. Pá hefur verið vísað í allt frá „Kanasjónvarpinu“ illræmda á sínum tíma til erlends tæknimáls að ógleymdum vestrænum slanguryrðum sem hafa grafíð um sig meðal vor. Á fjöllum uppi er töluð „f]alla-íslenska“ sem menn gætu haldið að væri þjóðlegt fyrirbæri, en þegar Guðmundur Guðjónsson og Ragnar Axelsson heimsóttu starfsmenn Vatnsfellsvirkjunar fyrir egar skemmstu til að kanna málið kom eitthvað allt annað og ógeðfellt í ljós. Morgunblaðið/RAX Jóhann Bergþórsson, sem er „site manager“ og Magnús Stephensen, „building project engineer" ræða hvort þeir gætu þurft að bæta við pipe layer í stilling basin.... Af upstream blanket og backfill að bottom outlet AÐ SÖNNU er íslensk tunga við- kvæm. Hér í landfræðilegri ein- angruninni hefur hún lengst af ríkt lítt breytt allt frá landnámsöld, fræðimönnum til gleði og gagns og landsmönnum til sóma. Eftir því sem á tuttugustu öldina leið sótti þó að henni úr öllum áttum. Þar kom margt til, sjónvarp, mynd- bönd, Netið, stórvaxandi tækni á mörgum sviðum og stóraukin ferðalög landsmanna um víða ver- öld svo eitthvað sé nefnt. íslenskan er merkilegt mál, en reyndist fá- tæk á ýmsum sviðum. Nýyrðasmið- ir hafa haft í nógu að snúast hin seinni ár en við ramman reip hefur verið að draga og þrátt fyrir tilþrif þeirra hafa mörg erlendu heitin eða hugtökin náð að rótfesta sig á kostnað nýyrðanna. Það stafar lík- lega af því að erlendu orðin og hug- tökin fá að „grassera“ of lengi áður en nýyrðasmiðirnir skila af sér hugmyndum. Þannig er jafnan að koma upp vel þekkt staða hér á landi sem kölluð hefur verið að ís- lendingar skipuleggi eftir á. Hvað sem því líður og hverjum sem það er að kenna er ólíklegt að Ingólfur Arnarson myndi skilja mikið ef hann gengi aftur og hlýddi á dæm- igerðan íslending í yngri kantinum. Fjalla-íslenska og útlendingadekur Á fjöllum er töluð einhver versta útfærsla af íslensku sem fyrir- finnst. Þetta er tungumál sem verktakar og vinnufólk þeirra talar og er útskotið af enskum tæknis- lettum. Þetta „tungumál" gengur undir nafninu „fjalla-íslenska" og efra er Landsvirkjun sögð bera ábyrgð á ástandinu og vera sek um „útlendingadekur". Morgunblaðsmenn höfðu ekki lengi verið á vinnusvæðinu í Vatns- felli er þeir urðu þess áskynja að þar gátu utanaðkomandi lent í vandræðum. Inni í matsal var í fyrstu allt með felldu, mannskapur- inn talaði þar dæmigerða vel skilj- anlega íslensku en Jóhann Berg- þórsson „site manager" og Magnús Stephensen „building project eng- ineer“ bentu gestum sínum á að ef þeir vildu frekar fisk í hádegismat- inn heldur en lambakótilettur, ættu þeir að gefa sig á tal við „canteen labour" sem myndu leysa málið. Þetta var einungis forsmekkurinn að því sem í vændum var. Nokkrar staðreyndir málsins eru þessar að sögn þeirra Jóhanns og Magnúsar: Útboðsgögn Landsvirkjunar eru á ensku þó svo að kröfur um sh'kt séu ekki fyrir hendi hjá Efnahagsbandalaginu. Algengt er að verktakar láti sjálfir þýða fyrir sig útboðsgögn. í því til- viki sem um ræðir, sem sagt smíði Vatnsfellsvirkjunar, var það ís- lenskt fyrirtæki, íslenskir aðal- verktakar, sem fékk verkið. Eftir- litsaðilar voru ráðnir, tveir íslenskir og einn þýskur. Teikning- ar voru ekki þýddar og allir starfs- menn, alveg niður í verkamenn, verða að lesa ensku og skilja tæknimálið sem notað er. Þess vegna eru að sögn þeirra félaga all- ir á vinnustaðnum talandi bjagað tungumál sem gengið hefur undir nafninu „fjalla-íslenska“ og er það ófagurt tungumál eins og dæmin sem hér fylgja sýna. Allar leiðbeiningar á teikningum eru á ensku. Verktakinn reyndi að fá samskipti milli verktaka á ís- lensku. Því var lofað, nema að inni í myndinni væru erlendir verktakar. Þá gerðist það að þýski eftirlitsaðilinn var túlkaður sem verktaki. Þar með væri einn þriðji af eftirlitsaðilunum orðinn ráðandi í málnotkun á svæðinu, það gangi út yfir allt og alla, m.a. fundargerð- ir og fyrirmæli manna í millum. Meira að segja reikningar verktaka til Landsvirkjunar eru á ensku, og sá þýski sparar sér vinnu og kostn- að við að þýða. Þetta kalla menn í Vatnsfelli útlendingadekur. Þeir Jóhann og Magnús segja að í sjálfu sér hafi ekki verið óeðlilegt að enska væri notuð er verktakar voru erlendir eins og oft var fyrr á árum, en það sé óskiljanlegt þegar íslendingar vinni fyrir íslendinga. Að nota shotcrete í face slab... Áður en lengra er haldið skulum við glöggva okkur aðeins á því hvað um er að ræða þegar talað er um „fjalla-íslensku“. Starfsmenn úti á örkinni veittu um það innsýn með tveimur dæmum sem hér fylgja. Það fyrsta eru dæmigerð tilmæli eftirlitsmanns við tæknimann: - Áður en efri grindin í bottom slab í draft tube er bundin þarf að ganga frá waterstoppi við sumpinn, ganga frá jarðvírum að insertum og setja niður hólka fyrir rock-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.